Morgunblaðið - 02.08.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980
13
Eldgos
Vatn
Hafís
Jarðskjálfti
Eitt gramm af forsjálni
Veistu aö hægt er að halda hita á fjölskyldunni í köldu húsi með því að
tjalda í stofunni og taka fram viðlegubúnaðinn?
Veistu að nota má bruggtæki til að framleiða penicillin?
Veistu að hitaveita verður sjaldan menguð þótt kalda vatnið sé það, ef þess
er gætt að skrúfa vel fyrir kalda vatnið á blöndunartækjum?
Veistu að bjarga má miðstöðvarlögn sem hætta er á að frostspringi með
því að tappa vatninu af gegnum ofn í kjallara?
Veistu að dálítið salt getur bjargað flestum mat úr frystikistu sem þiðnar
í?
Veistu að sá sem gætir þess að líta ekki í áttina að blossa frá
kjarnorkusprengju heldur sjóninni og getur því hjálpað sér og öðrum á eftir?
Veistu að skýling gegn geislavirku úrfelli getur verið jafn góð á 3. hæð í 7
hæða húsi eins og í jarðbyrgi?
Eitt gramm af forsjálni er betra en tonn af lækningum!
Jaröskjálftaspá
Engin algild regla er til í dag til að
segja fyrir um jarðskjálfta, en þó
geta margar samverkandi upplýs-
ingar gefið ákveðnar vísbendingar.
Þú getur lagt hönd á plóginn í
upplýsingasöfnun til hugsanlegrar
jarðskjálftaspár, með eftirtektar-
semi og skoðun náttúru sem þú
þekkir.
Sendu upplýsingar til Almanna-
varna, Raunvísindadeildar Háskól-
ans eða Veðurstofu íslands um eftir-
farandi augljósar breytingar:
1. í sjónlínu milli tveggja staða.
2. í vatnsborðinu í tjörnum, vötnum
og síkjum.
3. í hegðun húsdýra og villtra.
Afleiðingar
jarðskjálfta
Jarðskjálftar valda ekki beint
hættu fyrir fólk, heldur áhrif þeirra
á mannvirki.
Það sem veldur hættu í jarð-
skjálftum er:
1. Múrbrot sem falla úr loftum og
hlaðnir milliveggir sem hrynja.
2. Glerbrot sem þeytast úr stórum
gluggum og glerveggjum.
3. Þung húsgögn og innréttingar
sem falla á fólk.
4. Skriður og grjóthrun úr fjöllum.
5. Fallnar háspennulínur.
6. Eldsvoðar vegna leka í eldsneytis-
rörum, eða brotinna íláta með
eldfimum efnum.
7. Ofsahræðsla sem veldur hjarta-
áföllum og að fólk treðst undir.
Fyrirbyggjandi
ráðstafanir
1. Hafið kynditæki tryggilega fest.
2. Látið eldsneytisleiðslur vera úr
sterku og sveigjanlegu efní.
(Gúmmí, nylon, plast).
3. Hafið eldfim efni í traustum,
lokuðum ílátum og vel skorðuðum
eða festum.
4. Festið stórum og þungum hús-
gögnum tryggilega í burðarveggi
eða loft, þar sem það á við.
5. Festið þungum ljósakrónum
þannig að þær falli ekki niður við
sveiflu, t.d. með því að „hoppa“
upp af krókum.
6. Hafið stóra og þunga hluti á gólfi
eða í neðstu hillum í skápum og
geymslum.
7. Staflið ekki upp viðkvæmum hlut-
um.
8. Sofið aldrei við hlaðna milliveggi,
né undir þungum húsgögnum svo
sem bókahillum.
9. Athugið að hús yðar sé byggt með
tilliti til þeirrar jarðskjálftahættu
sem er á svæðinu. Látið gera
endurbætur á því ef það er of
veikt.
Hegðuni
jarðskjálfta
1. Verið róleg og gerið ekkert van-
hugsað. Hafið róandi áhrif á
aðra.
(INNAN DYRA)
2. Standið i hornum buröarveggja, f
opnum dyrum eða farið undir
sterkt borð eða rúm.
3. Varist þung húsgögn sem geta
fallið og stóra glugga eða gler-
veggi. Glerbrot geta feykst með
feikna krafti.
4. Segið öðrum að fylgja fordæmi
yðar.
5. Hlaupið ekki út, þið getið orðið
fyrir fallandi húshlutum o.þ.h.
6. Notið ekki opið ljós meðan
jarðskjálftar ganga yfir.
7. Kveikið strax á útvarpi og fylgist
með tilkynningu frá Almanna-
vörnum og öðrum yfirvöldum.
(UTAN DYRA)
8. Forðist háar byggingar og raf-
magnslínur og farið á opið svæði.
9. Hlaupið ekki um götur, gangið og
lítið í kringum ykkur.
10. Ef í bíl stöðvið strax og öruggt er
og bíðið inni í bílnum meðan
skjálftinn gengur yfir.
Eftir
jarðskjálftann
1. Athugið hvort nokkur hafi
meiðst og:
a) Færið slasaða aðeins úr stað
ef þeir eru í hættu þar sem þeir
eru.
b) Stöðvið strax meiriháttar
blæðingu.
c) Tryggið öruggan andardrátt.
c) Hlúið að slösuðum svo að
þeim verði ekki kalt.
e) Náið í hjálp eða vekið athygli
á slysstaðnum með hvítri veifu.
2. Athugið hvort eldur er laus og:
a) Ef vökvi brennur, skvettið
ekki á hann vatni, hendið klæði
yfir eða kæfið eldinn á annan
hátt.
■b) Ef rafmagnstæki eða ieiðslur
eru að brenna, sláið út örygginu.
3. Verið í skóm.
4. Athugið veitulagnir í húsið og
lokið fyrir ef heitt og kalt vatn
lekur, eða olía.
5. Hreinsið upp lyf, lút og önnur
hættuleg efni ef þau hafa farið
niður.
6. Ef vatnslaust, safnið þá vatni
saman úr:
a) klósettkassanum
b) ísmolum í ísskápnum
c) hitadunknum.
7. Athugið hvort klóak úr húsinu er
heilt áður en hleypt er niður úr
vöskum og salernum.
8. Athugið ástand hússins og yfir-
gefið það, ef það er þannig
skemmt að það myndi ekki þola
svipaðan skjálfta aftur.
9. Opnið skápa með ýtrustu varúð.
10. Gangið fumlaust og óhikað til
verks og fáið aðra til samstarfs í
húsinu með röggsemi og festu.
Æst viðmót getur valdið stór-
tjóni, hræðslu og voða.
11. Notið ekki síma nema í neyð.
12. Næsta hjálparstöð verður við
skólann, og þar verða gefnar
leiðbeiningar hvort sem skólinn
er nothæfur eða ekki.
13. Truflið ekki hjálparstarf með
óþarfa umferð um hamfara-
svæði.
Framlag til almannavarna
í kr. á íbúa 1979
kr.
Sviss 10.025.-
U.S.S.R. 9.020.-
Svíþjóð 8.200.-
Island 162.-