Morgunblaðið - 02.08.1980, Side 21

Morgunblaðið - 02.08.1980, Side 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 21 fHtrunwM&foifo Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sfmi 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Forseta heilsað Vijídís Finnbojíadóttir tók við embætti forseta Islands í jrær. Athöfnin var hátíðleg að venju. Embættistaka forseta íslands stinnur óneitanlega nokkuð í stúf við þau óformlejíheit, sem einkenna daglegt líf okkar íslendinga. Engin ástæða er þó til að breyta sniði hennar, hún minnir menn á það, að forsetaembættið er hafið yfir dægurþrasið. Friðhelgi forsetans er vernduð í stjórnarskrá lýðveldisins og hin ytri tákn embættisins eru til þess fallin að minna á friðhelgina. Fyrir nokkru mátti lesa fréttir um það, að nýlega kjörinn forseti Vestur-Þýskalands hefði tekið sér fyrir hendur að ganga eftir endilöngu sambandslýðveldinu til að efla tengsl sín við þjóðina. Þar eru menn kjörnir í forsetaembættið af kjörmönnum og þurfa því ekki að heyja kosningabaráttu með sama hætti og tíðkast hér á landi. Baráttan um forsetaembættið í sumar markaði nokkur tímamót. Sjaldan hafa frambjóðendur til nokkurrar stöðu á íslandi lagt sig jafn mikið fram um að komast í beint samband við kjósendur og þeir fjórir, sem gáfu kost á sér til forseta. Vigdís Finnbogadóttir þarf því ekki að leggja land undir fót í því skyni að kynna sig og kynnast öðrum. Framsýni manna við setningu laga og reglna takmarkast auðvitað af þeim mannlega eiginleika, að enginn er óskeikull. Þeir, sem stjórnarskrá lýðveldisins settu, voru vafalítið þess sinnis, að ólíklegt væri, að allt að fjórum frambjóðendum myndu sækja eftir hinu háa embætti. Af eðlilegum ástæðum var því hreyft fyrir síðustu forseta- kosningar, hvort ekki bæri með lögum að sjá svo um, að tryggt væri, að á bak við þjóðhöfðingjann stæði meirihluti kjósenda. Hlýtur framhald þeirrar umræðu að fara fram í nefndinni, sem nú vinnur að endurskoðun stjórnarskrár- innar og á að skila áliti fyrir 1. desember næstkomandi. Hvað sem þessum reglum líður, er kjörinn forseti sameiningartákn ailrar þjóðarinnar. Sigur Vigdísar Finnbogadóttur í forsetakosningunum hefur vakið athygli víða um lönd. Hún hefur ekki legið á liði sínu við að halda á loft merki íslenskra kvenna, lands og þjóðar í samtölum við erlenda blaðamenn. Tækifæri hennar til slíkrar landkynningar þrengjast ef til vill nokkuð nú eftir embættistökuna, því að ekki hefur tíðkast, að forseti íslands láti til sín taka í opinberum málflutningi nema við hátíðlegustu tilefni. í blaðaviðtali hefur dr. Kristján Eldjárn orðað þennan vanda þannig:,, einatt hefi ég strikað það út sem mig langaði mest til að segja.“ Sá háttur, sem skapast hefur varðandi yfirlýsingar þjóðhöfðingjans veldur því í senn, að menn leggja betur við hlustir, þegar forsetinn talar, og minni líkur eru til þess, að forsetinn dragist inn í dægurmálaumræðuna. En virðing embættisins krefst þess, að hvors tveggja sé gætt. I ræðu sinni við embættistökuna komst Vigdís Finnboga- dóttir svo að orði: „ Ofar öðru ríkir þó í huganum — og mun ríkja — einlæg ósk um að lýðræðislegur háttur þjóðar okkar á þessu kjöri og allri stjórnskipan okkar megi verða landinu og okkur öllum til gæfu, í skiptum okkar hvers við annað og við aðrar þjóðir ... En allt frelsi, jafnt frelsi þjóða sem einstaklinga, krefst aga. Agi hvers einstaklings, í hugsun og hátterni, getur aldrei leitt til annars en farsældar allrar þjóðarinnar. Við megum aldrei ganga svo lengi á sjóði, hvorki andlega né veraldlega, að ekkert sé lengur eftir til að gefa. Við höfum þegið góðar gjafir, frá fyrri kynslóðum og öðrum þjóðum. Mesta gæfa okkar væri sú að gefa ekki minna.“ Morgunblaðið tekur undir þessar óskir forseta íslands um leið og það árnar Vigdísi Finnbogadóttur heilla og farsældar í ábyrgðarmiklu embætti hennar í þágu alþjóðar. < Vijídís FinnboKadóttir undirritar eiðstafinn i AlþinKÍshúsinu. Aftan við hana stendur Björn Helgason hæstaréttarritari og hinum megin eru handhafar forsetavalds. Ljósm. Kristján. Vigdis Bjarnadóttir ritari íorseta ok forseti íslands. ól.K.M. ALLMARGT manna safnaðist saman á Austurvelli um miðjan dag i gær þegar líða tók að athöfn þeirri i Dómkirkjunni ug Alþingishúsinu. að Vigdis Finn- bogadóttir tæki við embætti for- seta íslands. Lógreglan hafði mikinn viðbúnað og lokaði ná- lægum götum og beindi fólki á afmörkuðu svæði á Austurvelii þar sem fylgjast mátti með at- höfninni gegnum gjallarhorn. Skömmu fyrir kl. 15.30 komu fyrrverandi forseti, dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra. akandi að þinghúsinu og fagnaði mannfjöldinn þeim með lófataki er þau stigu út úr bílnum. Veður var sæmilegt framan af, sólar- laust, en um það leyti er athöfn- inni i Dómkirkjunni lauk var tekið að rigna nokkuð. Mann- fjöldinn fagnaði Vigdísi Finn- bogadóttur er gengið var til Alþingishússins og þegar hún kom siðar út á svalir hússins. Útvarpað var frá athöfninni sem tók um hálfa aðra klukkustund. Mannfjöldi var á Austurvelli og hyllti hann Vigdisi. Svipmyndir frá embættistöku Vigdísar Finnbogadóttur Mannfjöldi á Austurvelli og lögreglan stendur heiðursvörð. Fráfarandi forseti. dr. Kristján Eldjárn og frú Ilalldóra íæra forseta hamingjuóskir. Biskup og ráðherrar i baksýn. Ljósm. ÓI.K.M. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir á svölum Alþingis. Vigdis Finnbogadóttir tekur á móti dóttur sinni, Ástríði og öðrum skyldmennum og vinum. Ljwm. ói.k.m. Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og Vigdís Finnbogadóttir forseti. Ljnsm. ól.K.M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.