Morgunblaðið - 02.08.1980, Síða 29

Morgunblaðið - 02.08.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 29 Nýjar plötur frá Roxy Music í dag virðast ekki valda neinu fjaðrafoki, nema þá hjá einstaka plötudómurum sem virðast enn búast við þvi að Roxy Music geti skapað framandi og nýja tónlist. En því miður, þeir hafa fallið inn í heildina þó stíll þeirra sé einskis annarra. „Flesh & Blood“ er þrátt fyrir andstæða dóma í erlendum blöðum án efa ein vandaðasta og besta plata þeirra þó ekkert nýtt komi fram, nema vera væri radd- anir Ferry við sjálfan sig, sem oft minna nokkuð á Byrds. í einhverjum erlendum dómi var sagt að á „Flesh & Blood“ væru ekki grípandi lög og cina lagið sem væri boðlegt á smáskífu væri „Over You“ (sem reyndar var þá komið á smáskífu). Eitthvað hefur sá hlustað öðru- vísi á plötuna heldur en undir- ritaður, þvi á plötunni er að finna mörg mjög grípandi og góð lög, með sínum sérkennum, og vel hæf til vinsælda miðað við fyrri smá- skífur þeirra sem hafa gert það gott. Sérstaklega er lag Ferry „Rain Rain Rain“ gott, en auk þess eru „Running Wild“ eftir Ferry og Manzanera, „Same Old Scene“, eftir Ferry, og „My Only Love“ (líka eftir Ferry) mjög góð. Tveir gamlir „klassíkerar" eru á plötunni, lag Wilson Pickett, „In the Midnight Hour“ og lag Byrds „Eight Miles High“, sem eru hér í sérstæðum en mjög vönduðum útgáfum, sérstaklega er lag Byrds vel flutt. Roxy Musik hafa þynnst nokkuð út, því aðeins Bryan Ferry, Phil Manzanera gítarleikari og Andy Mackay saxófónleikari eru eftir. En auk þeirra leika Allan Schwartzberg, Andy Newmark og Simon Philips á trommur, Alan Spenner, Neil Jason og Gary Tibbs á bassa, Neil Hubbard á gítar og Paul Carrack á hljómborð. Eftir að hafa náð víðtækari vinsældum með lögum í diskóstíl eins og „Dance Away“ koma þeir hér með góða blöndu af nýjum og gömlum stílbrigðum sínum. Góð plata. HIA „XANADU" Olivia Newton John & Electric Light Orchestra (Jet) Kvikmyndatónlist virðist ætla að verða siráðandi þetta árið. Hvorki meira né minna en 12 breiðskifur eru á topp 200 stór- um plötum í USA. „The Empire Strikes Back“, í 4., á uppleið, „Urban Cowboy“ i 9. á uppleið, „The Rose“ i 15. á uppleið, „The Blues Brothers“ i 19., „Can’t Stop the Music“ i 57. á uppleið, „Fame“ i 63. á uppleið, „Xanadú“ nú i 79., „Bronco Billy“ á uppleið, Roadie“ á uppleið. auk „All That Jazz“, „American Gigolo“ og „Coal Miner’s Daughter“, sem allar eru búnar að gera það gott. „Xanadú“ á greinilega að koma í kjölfar „Saturday Night Fever“ og „Grease“ þar sem allt virðist byggt upp á sama hátt. Kvikmynd, sem verður sýnd hér bráðlega að öllum líkindum, fjöllum við þó ekki um hér, en þess skal getið að hér er um söngva- og dansmynd að ræða með Oliviu Newton John og Gene Kelly í aðalhlutverkum. Tónlistin í myndinni er aftur á móti eftir Jeff Lynne og John Farrar. Jeff Lynne er eins og flestir vita forsprakki Electric Light Orchestra, eða ELO eins og hljómsveitin er gjarnan kölluð, en John Farrar er Astralíubúi líkt og Newton John, en hann hefur stjórnað mörgum upptökum henn- ar. Farrar var eitt sinn í Shadows að auki. Tónlistin á „Xanadu" er öll samin sérstaklega fyrir kvik- myndina og má vel heyra að hér eru flest lög líkleg til til vinsælda. Á fyrri hliðinni eru lög Farrar sungin af Oliviu og ýmsum gest- um. Dýrðin byrjar með ágætu lagi, „Magic" sem þegar er orðið afar vinsælt. Lagið minnir bæði á Abba og „ÞU OG ÉG“, eða öllu heldur söngur Oliviu. Pottþétt einfalt popplag. Næsta lag er sungið af Olivíu og Cliff Richard, en með honum söng Olivia nokkr- um sinnum áður en hún varð vinsæl og naut athygli í staðinn. Þau syngja lagið „Suddenly“ vel saman. Lagið er ljúft stemnings- stef sem ætti að falla mörgum í geð eftir nokkra spilun. Ætti að geta gengið vel á lítilli plötu ekki síður en „Magic". „Dancin’" syngur Olivia með Fee Waybill úr Tubes en þrír aðrir úr þeirri hljómsveit leika líka í laginu. Rokktónlist og big band- jazzi er blandað saman í þessu lagi með þolanlegum árangri, en lagið virðist ekta senulag í kvikmynd og kemur líklega betur út í myndinni sjálfri. „Suspended in Time“ er sungið af Oliviu einni, rólegt seiðandi lag. Lokalagið á hliðinni er sungið af Oliviu og Gene Kelly, „Whenever You’re Áway from Me“, sem er gamaldags Hollywood-lag! Hlið tvö er svo helguð lögum ELO, „I’m Alive“, „The Fall“, Don’t Walk Away“, „All Over the World" og „Xanadu“ sem er reyndar sungið af Oliviu Newton John við undir- leik ELO. Öll lögin eru ekta ELO lög, „I’m Alive“ er þegar orðið mjög vin- sælt, og „Xanadu“ enn vinsælla, og „All Over The World" líklega næsta litla platan. Tónlistin á „Xanadu" plötunni er öll heilsteypt, sem er óvenjulegt af svokallaðri „soundtrack" plötu. Platan verður án efa geysivinsæl. En svo eru líka margir sem fá grænar bólur við það eitt að heyra nafn Oliviu Newton John, og sama má orðið segja um ELO! HIA. „SCREAM DREAM“ Ted Nugent (Epic) ‘ „Scream Dream“ er rétt- nefni! Ted Nugent tekur söng- stíl Robert Plant út í algjörar öfgar, og gitarleik Richie Blackmore sömuleiðis. Tónlistin mætti flokka sem „Heavy Boogie Woogie Metal Rock“ eða „málmhestabúggí- wúggí“ (!!) Ted var áður með hljómsveit sem hét Amboy Dukes og gekk bærilega, en eftir að hafa losað sig við þá hljómsveit 1975 og gert samning undir eigin nafni fór hjólið að snúast fyrir al- vöru. „Ted Nugent", fyrsta sóló- platan, kom út 1975, „Free For All“ 1976, „Cat Scratch Fever" kom út 1977, en það ár urðu allar þrjár „platinum" plötur sem þýðir að milljón eintaka hafi þá verið seld af hverri. „Double Live Gonzo" 1978, náði sama marki, og „Weekend Warrior" 1979, líka, og síðasta platan var „State of Shock" í fyrra Iíka. Tónlistin er í stíl rokklaga Led Zeppelin, með sterkum söng og gítarleik, en trommur, bassi og annar gítar fá að leika í bakgrunni án þess að sýna nokkuð, en tónlistin tónlist Ted Nugents. Nugent er einn af eftirsóttustu sviðsmönnum til að leika á hljómleikum, enda hefur hann fyrir því að hreyfa sig á meðan hann er á sviði og á erfitt með að vera í ofklæðum líkt og Bubbi Morthens. Ted Nugent á mikla mögu- leika á að halda vinsældum sínum áfram þar sem „Heavy Metal Rokkið" á miklu fylgi að fagna þessa dagana, en þess má geta að „Scream Dream" er í 13. sæti á Top 200 í USA. Plata sem á eingöngu við þá sem þola háværa krafttónlist! IIIA. Gunnar Þórðarson mun hafa hönd i bagga með sjónvarpsmönnum við vinnu á dægurlagasamkeppninni Skonrokk og dægurlagasamkeppni í sjonvarpinu ÞÁ ER sjónvarpið komið úr fríi sínu. Hvað varöar tónlistarefni fyrir unnendur dægurtónlistar verða alla vega tveir þættir athyglisverðir. Fyrst skal nefna hinn vinsæla þátt Skonrokk, sem mun halda sínu striki um sinn, enda varla ástæða til annars, og verður Þorg- eir Ástvaldsson áfram með þátt- inn. Einnig hefur verið samþykkt að gera nokkra innlenda þætti í formi dægurlagasamkeppni, en skilafrestur á lögum mun vera til 10. ágúst nk. Verður um nokkra þætti að ræða og er hugmyndin víst sú að koma vinningslaginu í Eurovision keppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Þriðji þátturinn var til umfjöll- unar, þáttur með islenskri tónlist, en óvíst er vist hvort úr honum verði vegna þess hve dýrir þeir eru. Þess má geta að þegar lagið „Fallinn" var flutt í sjónvarpinu í vor kostaði það lag sjónvarpið mun meira en allt annað efni þáttarins plús laun Þorgeirs. Eftir öllu að dæma virðist tími til kominn að breyta samningum FÍH við sjónvarpið þannig, að þeir aðilar sem gefa út plötur og aðrir að sjálfsögðu, komist bókstaflega á skerminn með sitt efni. HIA Gullplötur Sá siður hefur komist á víða um veröld að heiðra flytjendur tónlistar á hljómplötum með gull-, silfur- og platínuplötum fyrir mikla sölu. Engin algild regla hefur enn komist á um þessar veitingar, en hér á landi veita sjálfir útgefendurnir plötum sem seljast í yfir 5 þúsund eintökum gullplötu og þá tvöfalda gullplötu þegar plata hefur selst í 10 þúsund eintökum. Hér á eftir er til samanburðar hvernig verðlaunaveitingum er háttað á nokkrum af stærstu mörkuðum heims. í USA veita RIAA, eða Samtök hljómplötuiðnaðarins í Bandaríkj- unum, verðlaunin og hafa yfirumsjón með sölu platna. Gullplötur eru veittar þar fyrir 500 þúsund seld einstök af breiðskífum, en platínuplötur fyrir milljón eintök. Þess má geta að sala á kassettum með efni platna er talin með líkt og hérlendis. Þeir veita gull og platínu fyrir litlar plötur og þarf lítil plata að seljast í milljón eintökum til að fá gullið, en tveim milljónum til að fá platínu. I Japan, næst stærsta markaðnum, eru engin slík verðlaun veitt, en í Þýskalandi, sem mun vera næst stærsti markaðurinn fyrir tónlist, veita þeir gull fyrir 250 þúsund eintök af breiðskífum, en platínu fyrir hálfa milljón. Og eins og í USA eru tölurnar yfir litlu plöturnar tvöfaldaðar. Bretland veitir silfur, gull og platínu. Til að fá silfur þarf platan að hafa selst í 60 þúsund eintökum, til að fá gullið 100 þúsund, og platínu 300 þúsund. En litlu plöturnar þurfa meira því silfrið fæst ekki fyrr en 250 þúsund eintök eru seld, gull þegar hálf milljón er seld og platínu, eftir milljón. í Kanada þarf stóra platan 50 þúsund í gullið, 100 þúsund í platínu, 200 þúsund í tvöfalda platínu o.s.frv. Og þeir hafa einn auka topp hjá sér: Milljóna verðlaun fyrir milljón eintök seld. Frakkland veitir bara gull. Og það fæst fyrir 100 þúsund stykki. í ísrael er veitt gull, silfur og platinum, og þarf 10 þúsund í silfrið, 20 þúsund í gullið og 40 þúsund í platínu. Samanborið við mannfjölda í þessum löndum ættum við líklega að miða við mun lægri tölu en 5000. HIA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.