Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. AGUST 1980 23 Sigmar f. 1949, sálfræðingur í Reykjavík. Ókv. Sigríður f. 1957, fóstra á Seyðis- firði. Unnusti hennar er Pétur H. ísleifsson fiskiðnaðarmaður. Þau hafa lengst af búið að Skipasundi 57 hér í borg, þar sem Bergþóra bjó Karli fagurt og hlýlegt heimili. Sá, sem þessi orð ritar, átti þess kost að starfa í nokkrar hvalveiði- vertíðir með Karli. Verður hann ætíð minnisstæður sem góður yfirmaður og kær félagi. Karl var mjög flinkur bókhaldsmaður og hann kappkostaði jafnan að hafa góða reglu á öllum hlutum í skrifstofuhaldi. Vitnaði hann stundum um fyrirmyndir til mága sinna, þeirra Sigurðar Þórðarson- ar og Magnúsar, sem þekktir voru fyrir góðar hefðir á því sviði. Karl hlífði sér aldrei og hann ætlaðist til þess af samstarfsmönnum sín- um að þeir fylgdu fordæmi sínu og gæfu af sjálfum sér til þess verkefnis, sem leysa þurfti. En hann var jafnframt hjálpfús og skemmtilegur félagi, sem notið gat gleði og geislað af lífsþrótti. Verða mér t.d. ávallt minnisstæðir endurfundir þeirra bræðranna Hálfdáns og Karls, sem við ungl- ingarnir fengum stundum að vera viðstaddir. Um nokkurra ára skeið höfðu þeir m.a. þann sið, að hittast á Jónsmessunótt og bera saman bækur sínar. Engin bók eða önnur fjölmiðlaframleiðsla fær nokkru sinni jafnað við þá skemmtan, sem við höfðum af því að hlýða á þá bræður á þessum stundum. Hugarflug þeirra og skemmtilegar frásagnir af mönnum og málefnum vekur enn ánægju og hlátur, þegar samfund- irnir koma upp í hugann meira en tveimur áratugum síðar. Um leið og ég harma fráfall góðs manns, minnist ég og aðrir samstarfsmenn hjá Hval hf. hans með þakklæti fyrir það sem hann veitti okkur af lífsorku sinni og hreinum hug. Ég bið Bergþóru, börnum þeirra og öðrum aðstand- endum blessunar Guðs og huggun- ar. Björn Friðfinnsson. Þótt fátt sé áþreifanlegra í tilverunni en dauðinn, þá fer það nú oftast svo, að hann kemur manni á óvart og tekur oft í burtu fyrirvaralaust þá sem manni finnst að eigi enn eftir drjúgan tíma hér á jörðu. Á dögunum tók dauðinn til sín, án þess að gera boð á undan sér, móðurbróður minn Karl Sveinsson, fulltrúa í fjármáladeild Ríkisútvarpsins, sem var aðeins 56 ára. Karl var fæddur 15. maí 1922 að Hvilft í Önundarfirði, sonur Sveins búfræðings og bónda Árna- sonar, sem fæddur var að Króki í Norðurárdal, og konu hans, Rann- veigar Hálfdánardóttur Örn- ólfssonar bónda og útgerðar- manns í Meirihlíð í Bolungarvík. Karl var yngstur ellefu systkina, en aðeins fimm þeirra komust til fullorðinsára og af þeim eru nú á lífi þrjár systur hins látna, Mikk- elína, ekkja Sigurðar B. Gröndals, veitingamanns og skólastjóra, Áslaug, ekkja Sigurðar Þórðar- sonar tónskálds og Svava, kona Magnúsar G. Kristjánssonar, skrifstofustjóra. Eldri bróðir Karls, Hálfdán Sveinsson, kennari og verkalýðsleiðtogi á Akranesi, lést 18.11. ’70. Karl ólst upp í foreldrahúsum vestur á Önundarfirði og fór ekki þaðan fyrr en árið 1938. Hann innritaðist 1939 í Samvinnuskól- ann og útskrifaðist þaðan árið 1941. Eftir það stundaði hann ýmis skrifstofu- og verslunarstörf hér í Reykjavík, eða fram til ársins 1948, er hann gerðist skrifstofustjóri Hvals hf. Á sumr- in vann hann á skrifstofu félags- ins í hvalstöðinni í Hvalfirði, en á veturna var skrifstofan flutt suð- ur til Hafnarfjarðar, þar sem forstjórinn, Loftur heitinn Bjarnason, átti heimili sitt. Kalli frændi, eins og hann var jafnan nefndur innan fjölskyld- unnar, gekk að eiga Bergþóru Sigmarsdóttur, bóndadóttur frá Krossavík í Vopnafirði 15. júlí 1944, og áttu þau sitt heimili hér í Reykjavík alla tíð, nema þau sumur sem Karl stýrði málum Hvals hf. í Hvalfirði. Bergþóra reyndist frænda mínum góð kona og annaðist heimili þeirra með stakri prýði. Börnin urðu fjögur. Elstur er Sveinn, verkstæðisfor- maður á Vopnafirði, fæddur árið 1944, kvæntur Auði Hafdísi Jóns- dóttur úr Hafnarfirði og eiga þau fjögur börn. Næst er Ásdís, fædd 1947, gift Maríusi Lund, iðnað- armanni og eiga þau tvö börn. Sigmar er þriðji í röðinni, fæddur 1949, sálfræðingur hjá Reykjavík- urborg og er lofaður þýzkri stúlku, Michaelu Bappert, sem stundar nám í arkitektúr í V-Þýzkalandi. Loks er heimasætan Sigríður, sem fædd er 1957 og er fóstra, en hún er lofuð ungum manni, Pétri H. ísleifssyni, sem er að ljúka námi frá Fiskvinnsluskólanum. Karl, eins og svo margur nú- tímamaðurinn, fékk aðkenningu að kransæðastíflu fyrir u.þ.b. 15 árum og má segja að hann hafi alla tíð upp frá því átt við vanheilsu að stríða. Hann lét skömmu síðar af störfum hjá Hval hf., að eigin ósk. Þegar frændi minn taldi sig færan til starfa á ný, réðst hann til Ríkisútvarpsins, þar sem hann starfaði til dauða- dags, fyrst sem aðstoðarmaður fjármálastjóra og seinna sem yfir- maður í endurskoðun fjármála- deildar. Ættareinkenni Karls voru sterk og í hjarta sínu var hann alla tíð ramm vestfirskur. Allt sem vest- firskt var kom honum því við og þegar við áttum erindi saman, snérust umræðurnar oftast um ætt okkar og uppruna vestur á fjörðum. Hann var alla tíð áhuga- maður um þjóðmálin og pólitíkina, enda átti hann ekki langt að sækja þann eiginleika. Skoðanir Karls mótuðust af jafnaðarmennsku og á seinni árum skipti hann sér jafnan mikið af kosningamálum Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hann þoldi aftur á móti illa alla öfga í stjórnmálum, hvort sem þeir voru til vinstri eða hægri. Ég man aldrei eftir því að Karl hefði ekki ákveðnar skoðanir, hvort sem um var að ræða dægurmál eða stjórnmál. Eitt helsta áhugamál Kalla utan vinnutíma var Karlakór Reykjavíkur, en hann var liðsmað- ur kórsins í að ég held aldarfjórð- ung, eða þar til hann veiktist. Var hann einnig formaður hans um tíma. Það var mágur hans og vinur, Sigurður heitinn Þórðarson, söngstjóri og tónskáld, sem tók Kalla í kórinn og „kenndi honum að syngja", segir hún Áslaug frænka mín. Ég man það frá því að ég var smá strákur að selja prógröm á tónleikum kórsins í Gamla Bíói, að mér fannst hann frændi minn hafa fallegustu ten- órröddina sem ég hafði heyrt og verður sú skoðun seint frá mér tekin. Þótt Karl yrði að hætta virku starfi sínu í kórnum, þá átti kórinn alla tíð stóran hlut í hjarta hans, enda á hann fjölmarga góða vini meðal fyrrverandi og núver- andi kórfélaga. Vinskapur okkar Karls nær eins langt aftur og ég man eftir mér og hann jókst stöðugt með árunum og þroskanum og þótti mér ætíð vænt um að hitta frænda minn, hvort sem það var á förnum vegi, eða þegar fjöiskyldan kom saman. Þegar undirritaður var við nám vestur í Bandaríkjunum 1960, hitti ég Kalla frænda minn og Sigurð heitinn söngstjóra er Karlakórinn var í söngleikaför um Bandaríkin og Kanada og áttum við þá saman ef til vill einhverjar ánægju- legustu stundir samveru okkar, eftir að kórinn hafði lokið kvöld- tónleikum sínum í nokkrum bæj- um og borgum í Minnesota. Karl fór í nokkrar slíkar söngferðir um hinn stóra heim með kórnum, en sú fyrsta var einmitt til Banda- ríkjanna árið 1946. Það er sárt að þurfa að kveðja frænda sinn, sem kallaður er á brott langt um aldur fram, og enn verra vegna þess að fyrir fáeinum vikum hitti ég hann hressan og kátan kvöldstund heima hjá Ás- laugu systur hans og var ekki annað að sjá, en að hann hafi aldrei verið jafn hraustlegur sem þá. Með Karli er genginn góður drengur, sem hlaut í veganesti úr fátækum föðurhúsum þann mikla auð sem kom honum í gegnum lífið með sóma, þ.e.a.s. heiðar- leika, dugnað og eljusemi. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég Bergþóru og börnunum okkar innilegustu samúðarkveðjur á sorgarstund, um leið og ég vona að hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar fagni góðum dreng að leikslokum. Jón Hákon Magnússon. Á miðju einu fegursta sumri í manna minnum er sem ský hafi dregið fyrir sólu. Karl Sveinsson aðalbókari Ríkisútvarpsins lést 24. júlí sl. og fer útför hans fram í dag. Hann fæddist 15. maí 1922 að Hvilft í Önundarfirði. Foreldrar hans voru Sveinn Árnason, bú- fræðingur frá Ólafsdal, ættaður frá Króki í Norðurárdal, og kona hans Friðfinna Rannveig Hálf- dánardóttir, ættuð úr Bolungar- vík. Hjónin að Hvilft eignuðust 11 börn, en aðeins sex þeirra komust til fullorðinsára; Lína, Guðrún, sem dó 21 árs, Áslaug, Hálfdán, sem látinn er fyrir allmörgum árum, Svava og Karl, sem var yngstur. öll þessi systkini hafa reynst dugandi manndómsfólk. Karl ólst upp með foreldrum sínum og systkinum að Hvilft í Önundarfirði og bar það með sér að hann hefur haft gott veganesti úr föðurhúsum. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann 1939— 1941 og réðst þá fyrst til starfa hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Um eins árs skeið var hann verslunar- stjóri í Barónsbúð í Reykjavík og vann síðan við gjaldkera- og bókhaldsstörf hjá Fiskimjöli hf. á árunum 1944—1948. Frá 1948 til 1966, eða um 18 ára skeið, starfaði Karl sem skrifstofustjóri hjá Hval hf. í Hafnarfirði og Hvalfirði. Oft ræddi hann um þetta tímabil ævi sinnar, er hann var í þjónustu öðlingsmannanna Lofts Bjarna- sonar og Vilhjálms Árnasonar, sem voru framkvæmdastjórar Hvals hf. og Venusar hf. í Hafnar- firði. Slíka dugnaðar- og mann- kostamenn kunni Karl að meta. Hinn 15. desember 1966 hóf Karl störf sem fulltrúi í fjármála- deild Ríkisútvarpsins og tók við starfi aðalbókara í ágústmánuði 1975. Hinn 15. júlí 1944 kvæntist Karl Bergþóru Sigmarsdóttur Jörg- enssonar og Sigríðar Grímsdóttur frá Krossavík í Vopnafirði. Börn þeirra eru, eftir aldri talið, Sveinn, vélvirkjameistari á Vopn- afirði, kvæntur Auði Jónsdóttur frá Hafnarfirði; Ásdís, gift Marí- usi Lund, húsasmið frá Miðtúni á Melrakkasléttu; Sigmar, sálfræð- ingur, ókvæntur og Sigríður, fóstra, trúlofuð Pétri ísleifssyni, verðandi fiskvinnslufræðingi frá Eskifirði. Karl vakti yfir velferð fjölskyldu sinnar þótt tómstundir hafi verið stopular. HMM:396 TNR:4 JU:0,4 Áhugi hans á félagsmálum var mikill. Stjórnmálaáhuga mun hann hafa erft frá föður sínum. Hann hafði góða söngrödd og söng um árabil með Karlakór Reykjavíkur undir stjórn mágs síns, Sigurðar Þórð- arsonar. Var Karl með í hinum frægu utanferðum kórsins og minntist þeirra með ánægju. Karl Sveinsson var óvenju starfhæfur maður. Hann hafði ánægju af því að fara með tölur, var einstaklega vinnusamur og afköst hans með ólíkindum mikil. Sannarlegar voru vinnustundirn- ar ekki allar reiknaðar til kaups. Oft virtist hann skila tveggja manna starfi og gekk þó ekki heill til skógar, eftir mikla hjartaað- gerð úti í London árið 1975, sama árið og hann tók við bókhaldi Ríkisútvarpsins. Hann fjölyrti ekki um veikindi sín og gekk jafnan til starfa sem fullfrískur maður. Bókhald Ríkisútvarpsins er viðamikið og þrátt fyrir nútíma tölvuvinnslu byggist öryggi þess og öll skýrslugerð á mikilli og nákvæmri vinnu starfsmanna. Þetta starf leiddi Karl af miklu öryggi síðustu árin. Hann skilaði ekki aðeins fljótt og vel öllum þeim skýrslum og sundurliðunum, sem hann bar ábyrgð á, heldur var hann sívakandi yfir öllu, sem horfði til bóta og hagkvæmni í rekstri stofnunarinnar. Þegar Karli eru að leiðarlokum þökkuð frábær þjónustustörf, hreinskilni og vinátta, tel ég mig mæla þakkir fyrir hönd allra starfsmanna Ríkisútvarpsins, sem við hann áttu samskipti. Ég færi Bergþóru frændkonu minni, börnum þeirra, tengda- börnum, barnabörnum og systrum Karls heitins hugheilar samúð- arkveðjur. Ilörður Vilhjálmsson. Ég held, að kynslóð Karls Sveinssonar verði einna helst minnst sem boðbera samvisku- semi í starfi og öðrum gerðum. Hún er ávöxtur þeirrar þjóðfél- agsþróunar, sem þetta fólk tók þátt í. Hvaða kynslóð önnur hefur upplifað kreppu, heimsstyrjöld, velmegun — og óvissuafleiðingar Minning: Jarðneskir menn gera sér ekki jafn rangar hugmyndir um neitt eins og dauðann. Sumir prestar kirkjunnar eru enn þann dag í dag, áð tala um ógnir dauðans, dauðasvefn, dauðamyrkur, eða að dauðinn sé endir alls. Óþægindi eru stundum, en eng- an veginn ávallt á undan dauðan- um, við dauðann sjálfan. Við höfum ekki leyfi til þess að vísa á bug svo sem marklausum glapsýn- um öllum þeim frásögnum, er berast af þeim sem sjá eitthvað rétt áður en þeir deyja; lýsingar eru gagnmerkar af landinu fyrir handan, flestir áttu ekki von á að sjá neitt líkt, af yndislegri fegurð. Við fæðumst inn í annan heim jafn rólega og þjáningalaust eins og við fæðumst í þennan hinn sýnilega, ástúðlegar fagnaðarvið- tökur, útbreiddur faðmur. Er ekki dauðinn byrjun hins varanlega lífs? Þar er lífið fyllra og mann- legra. Sex eru atriðin um lífið eftir dauðann. 1. Sameind persónuleikans. 2. Þroski, vöxtur í trú, í von, í kærleika, í styrkleik lundarfars. 3. Minnið helzt. 4. Kristur sagði: í dag skaltu vera með mér í Paradís. 5. Við könnumst aftur hver við annan og þekkjum hver annan eftir dauðann. Ér það i raun og veru hugsanlegt, að sá Guð, sem hefir leyft okkur að tengjast hér unaðsríkum vináttuböndum, leyft okkur að elska hvert annað, muni slíta þau bönd eftir dauðann? 6. Við munum aftur og aftur líta til þeirrar veraldar, sem við höfum yfirgefið, með ást og áhuga. Getur nokkur ímyndað sér að móðir sem beðið hefur fyrir drengnum sínum frá því að hann fæddist, myndi hún hætta því nokkrum mínútum eftir andlátið. Vinur minn Georg Arnórsson vissi mjög vel um sambýli okkar við ósýnilegan heim, hann vissi að Guð almáttugur hefir tengt saman alls þessa? Og hvernig á mín kynslóð að skilja það, að þetta fólk er vant því úr bernsku, að hlutur- inn kosti svona um það bil jafn mikið og það sem í hann er lagt? Samviskusemin verður líka mörgu þessu fólki að aldurtila, það hefur vanist því, að verki skuli skilað vel úr hendi, og þess vegna kann það ekki að hlífa sér í starfi. Þannig var áreiðanlega um Karl Sveinsson. Mín kynslóð nær því aðeins að hoppa inn í síðari hálfleik á lífsferli kynslóðar Karls Sveins- sonar. Þó að nú hafi verið flautað við lífslok, vitum við, að það verður leikið áfram, og að við búum að elju, framtakssemi, góð- um vilja og samviskusemi manna sem Karls. Persónulega þakka ég einstök þægilegheit, sem ávallt mættu manni á heimilinu í Skipasundi hjá Bergþóru og Karli. Að leiðarlokum er treginn mik- ill. Huggun harmi gegn er minn- ingin um góðan mann. Þorlákur Helgason. veraldirnar, börnin í ólíkum heim- um, bundin miklu sterkari bönd- um en fólk gerir sér í hugarlund. Á heimilinu að Byggðarenda 6, kennir mjög áhrifa ósýnilegra gesta, er gefa dýrðlegar gjafir, óskiljanlegan kraft, kærleik, gleði og frið. Georg hafði alveg sérstakan áhuga og sérstakan hæfileika að viða að sér íslenzkum bókum. Hann var hinn vandvirkasti og áhugasamasti bóksafnari sem ég hef kynnst, fádæma kapp að komast yfir sem mest, sem allra beztu upplýsingar um uppruna hverrar bókar. Skemmtilegur bókasafnari samfara dugnaði og þoli. Bókasafn þeirra hjóna er eitt hið sérstæðasta og fegursta á landinu. Bókasafnið mun lengi geyma nafn þeirra hjóna. Georg var sérstaklega kær og skemmti- legur vinur, öllum jafn alúðlegur, sannur vinur. Georg var bjartsýnn maður, færði allt til betri vegar, ætlaði engum illt. Hann sá í senn báðar hliðar hvers máls, var því svo varkár, orðvar, sanngjarn, mildur, innilegur og umburðar- lyndur. Georg var hamingjusamur mað- ur, kvæntur göfugri og góðri konu, eftirlifandi eiginkonu Ásgerði Runólfsdóttur. Heimili þeirra með rausnarblæ, höfðingjabrag, heim- ilislífið hið ákjósanlegasta, heilt og heilsusamlegt. Dóttir þeirra Guðfinna (LóLó) og undirritaður voru leikfélagar í æsku, hún ávallt með hreinan og myndarlegan svip, frísk og fjör- mikil, létt í skapi, glöð og skemmtileg í viðmóti, hressandi leikfélagi. Guðfinna er gift Anthony Thomas Olbrys forstjóra, er heim- ili þeirra að 41 Pebber Ridge Rd. Stamford, Connecticut, eiga þau fjögur efnileg og vel gefin börn. 1. Erik Georg. 2. Mitchell Davíð. 3. Jennifer Ása. 4. Kim Sólveig. Guðfinna er góður íslendingur, ekki lakari amerískur borgari, því hún varðveitir vel þann dýrmæta arf, er hún fékk á heimili foreldra sinna. Hefur hún og fjölskylda hennar reynst þeim Georg og Ásu, ástrík og tillitssöm. Ása er stöðuglynd og einlægur vinur vina sinna, skyldurækin, einlæg og kærleiksrík í lund, einna ljúfast að leggja þeim lið, sem bágt eiga. Sigrúnu Ólafsdóttur aldraðri móður Georgs, hafa þau hjón sýnt sérstakt drenglyndi. Fjölskyldunni allri er á æsku- dögum mínum bjó á Barónsstíg 14, þakka ég sérstaka tryggð og vin- áttu, um fjörutíu ára skeið, um leið og ég votta dýpstu samúð. Helgi Vigfússon. Georg Arnórs- son bókavörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.