Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasöiu 250
kr. eintakiö.
Aftur alvara
í kjaramálin
SSviptingarnar í kjaramálum eru með þeim hætti, að
þeir, sem utan standa, hljóta oft að velta því fyrir sér,
hvort viðræðuaðilarnir hafi gleymt því, að þeir eru ekki að
ræða einkamál sín heldur tekjur þorra þjóðarinnar. Eins og
Morgunblaðið hefur margsinnis bent á og Geir Hallgríms-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins, undirstrikaði í viðtali
við blaðið á sunnudaginn, stóð ríkisstjórnin á bak við
sérviðræður Vinnumálasambands samvinnufélaganna og
Alþýðusambands Islands og lagði beinlínis á ráðin um að til
þeirra var gengiö. Flokkspólitískir furstar þessara almanna-
samtaka ætluðu að beita þeim í kjaramálunum til að treysta
eigin stöðu.
Eftir að þessar viðræður höfðu staðið í nokkra daga voru í
Þjóðviljanum gefnar hástemmdar yfirlýsingar um skjótan
framgang í kjaradeilu ríkisvaldsins við BSRB, sem er aðeins
rúmlega ársgömul. Um miðja síðustu viku, nánar tiltekið
miðvikudaginn 30. júlí birti Þjóðviljinn viðtöl við ýmsa aðila
að kjaradeilu BSRB. Þá sagði Þröstur Ólafsson, aðstoðar-
maður fjármálaráðherra, sem skipaður hafði verið sérstakur
umboðsmaður ríkisstjórnarinnar til að fylgjast með viðræð-
um SÍS og ASÍ: „Það ætti að liggja fyrir innan viku hvort
samningar nást eða ekki.“ Og Guðmundur Árnason varafor-
maður Kennarasambands Islands, sem situr í samning-
anefnd BSRB, sagði í sama Þjóðviljablaði, að það mundi
„væntanlega skýrast í lok vikunnar hvort samningar nást“.
Báðar þær dagsetningar, sem þessir menn nefndu eru
liðnar, án þess að nokkuð hafi gerst og Vinnumálasambandið
hætti um helgina sérviðræðum við Alþýðusambandið.
Flokkspólitískur leikur furstanna í ríkisstjórninni reyndist
þannig ekki annað en enn ein blaðran, sem þeir senda á loft
og springur við minnsta þrýsting. SÍS-valdið ákvað að draga
sig í hlé og notaði sem ástæðu, að Málm- og skipasmiðasam-
bandið klauf sig út úr viðræðunefnd Alþýðusambandsins.
Þessi forsenda SIS er haldlítil, þegar haft er í huga, að í raun
var Alþýðusambandið aðein.1 að semja fyrir 20% félags-
manna sinna eða þar um bil í viðræðum sínum við SÍS.
Það er fagnaðarefni, að flokkspólitísku tökin á samvinnu-
hreyfingunni og verkalýðshreyfingunni eru ekkl algjör. Enn
ráða fagleg sjónarmið nokkru. Samningaviðræður um kaup
og kjör án aðildar Vinnuveitendasambands Islands voru
auðvitað skrípaleikur. Höfuðaðilar almenna vinnumarkaðar-
ins eru þó aftur sestir til viðræðna. Engu skal spáð um
árangurinn. Ríkisstjórnin gæti til dæmis enn og aftur gripið
til aðgerða, sem spilla efni kjaraviðræðnanna og tefja
eðlilega framvindu þeirra. Þetta hefur hún margsinnis gert
bæði með aðgerðarleysi og íhlutun. Skattaálögur voru
hækkaðar á landsmenn síðastliðið vor þvert ofan í tillögur
vinnuveitenda og launþega, svo að aðeins eitt axarskaft
ríkisstjórnarinnar sé rifjað upp fyrir utan baktjaldamakkið
um ofangreindar sérviðræður.
Stefna Vinnuveitendasambandsins í þessum langvinnu
kjaraviðræðum hefur verið skýr og ótvíræð. Af henni hefur
það þegar leitt, að menn tala nú um grunnkaupshækkanir af
mun meiri hógværð en oft áður. Prósentutölur, sem nefndar
eru, ná varla einum tug en hafa yfirleitt skipt tugum
undanfarin ár. Að þessu sinni verða ekki raktar ástæðurnar
fyrir því, að meiri skynsemi virðist nú ráða en áður. Nóg er
að nefna eina: Við öllum blasir, að úrræðaleysi ríkisstjórnar-
innar og þrengri staða á fiskmörkuðum, sem ekki á síst
rætur að rekja til mikillar aflaaukningar, eru að leiða til
stöðvunar frystihúsanna, en þau eru burðarás atvinnustarf-
seminnar um landið allt. Þegar við blasir minnkandi atvinna
gera menn sér grein fyrir því, að miklar launahækkanir yrðu
ekki til að bæta ástandið. Og þegar þannig er komið eru
atvinnufyrirtækin alls ekki aflögufær.
Reynslan sýnir, að þegar lyktir kjaraviðræðna nálgast, fer
gjarnan allt úr böndunum. Hækkanir verða meiri en að var
stefnt og vandanum er velt inn í hringiðu verðbólgunnar.
Þessari hættu hefur ekki verið bægt frá. Hún gæti haft í för
með sér geigvænlegar afleiðingar við núverandi aðstæður.
Nauðsynlegt er að minna á hana um leið og því er fagnað, að
þráðurinn skuli hafa verið tekinn upp að nýju milli
Vinnuveitendasambandsins og Alþýðusambandsins.
Ræða dr. Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra, á Hrafnseyrarhátíð:
Annar læknaði mein
manna — hinn bætti
mein þjóðarinnar
FORSETI íslands, Vigdís
Finnbogadóttir!
Biskup íslands!
Hrafnseyrarnefnd!
Vestfirðingar!
og aðrir samkomugestir!
Gleðilega hátíð.
Á fyrsta þingi Jóns Sigurðs-
sonar, árið 1845, var hann
framsögumaður um frjálsa
verslun. Hann hélt fast fram
rétti landsmanna og vitnaði til
þess, er Hinrik Bjelke höfuðs-
maður tók eiða af mönnum
áður fyrr en þá hafi hann lofað
því hátíðlega af hendi kon-
ungs, að Islendingar skyldu
halda fornum réttindum sín-
um.
Konungsfulltrúi á Alþingi
kvað þetta loforð enga þýðingu
hafa nú, þar eð verslunarrétt-
indi Islands væru stórum
rýmri en þau voru, þá er
Bjelke var á dögum.
Jón svaraði að bragði, að það
muni hverjum ljóst, hvort
landsmenn muni hafa talið
einokun verslunarinnar meðal
fornra réttinda.
Rökfimin og snerpan leyndu
sér ekki þegar á þessu fyrsta
þingi. Hér mælti hann líka
fram með máli, sem stóð
hjarta hans nær, því að — svo
tilfærð séu orð Jóns — „versl-
un er undirrót til velmegunar
lands og lýðs, þegar hún er
frjáls".
Stórir sigrar hafa síðan
unnist í verslunarsögu lands-
ins. í anda Jóns og fyrir
boðskap hans og baráttu losn-
aði um viðjar og verslunin
færðist á íslenskar hendur.
Á þeirri helgi, sem helguð er
verslunarmönnum, minnumst
við brautryðjandastarfs Jóns
Sigurðssonar fyrir verslunar-
frelsi. En hitt má ekki gleym-
ast, að enn skortir á, að
verslun landsmanna búi við
það frjálsræði, sem þjóðinni
allri væri hollast. Enn þarf að
því að stefna, að leysa hömlur
af hólmi.
Tveir eru þeir menn, tengdir
Hrafnseyri, sem nafnkunnast-
ir hafa orðið með þjóðinni.
Annar var Hrafn Sveinbjarn-
arson, göfugmenni og mestur
læknir á Norðurlöndum á
þeirri tíð. „Við mörgum
mönnum vanheilum og félaus-
um tók hann og hafði með sér
á sínum kostnaði, þangað til er
þeir voru heilir".
Hinn var Jón Sigurðsson,
hinn vitri og sterki leiðtogi.
Vitsmunir hans voru djúpir,
skapsmunir ríkir og heitir.
Auk annarra mannkosta hafði
hann það fram yfir marga
aðra menn að aldrei lét hann
skapsmuni sína bera vitsmuni
ofurliði. Til þess þarf oft að
taka á. Sjálfur sagði Jón eitt
sinn: „Það er mannraun að
tala svo milt, þegar sýður niðri
í manni".
Annar þessara öndveg-
ismanna læknaði mein manna.
Hinn bætti mein þjóðarinn-
ar.
Til minningar um Hrafn
Sveinbjarnarson og Jón Sig-
urðsson hefur mikið starf ver-
ið hér af hendi leyst. Hrafns-
eyrarnefnd og þeim sem með
henni og fyrir hana hafa
starfað, færi ég þakkir frá
ríkisstjórn íslands.
Loðnuveiðar hefjast 5. september:
„Þolanlegt44 útlit fyrir
sölur á loðnumjöli og lýsi
„ÞAÐ má segja að útlitið
varðandi sölu á loðnumjöli og
lýsi sé þolanlegt, hvað verð
snertir, en það er mjög tak-
markað magn, sem hefur verið
selt fyrirfram,“ sagði Jón
Reynir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Síldarverk-
smiðja ríkisins, er Mbl. spurð-
ist fyrir um markaðshorfurn-
ar, en Steingrímur Hermanns-
son sjávarútvegsráðherra
sagði í samtali við Mbl. í gær,
að loðnuveiðarnar myndu að
öllum líkindum hefjast 5. sept-
ember. Jón Reynir sagði S.R.
hafa selt fyrirfram um 2000
tonn af Ioðnumjöli og væri
síðasta verð 7,75 dollarar fyrir
próteineiningu í tonni, sem
mætti telja mjög sæmilegt
verð, en hæst varð það á
síðustu vertíð 8,25 dollarar.
S.R. hefur ekkert lýsi selt
fyrirfram ennþá. Gunnar Pet-
ersen hjá Bernharð Petersen
sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að í þeim fyrir-
framsölum, sem gerðar hefðu
verið á mjöli hefði verðið verið
á bilinu 7,50—7,75 dollarar
próteineiningin og eitthvað af
lýsi hefði verið selt á 470—80
dollara tonnið, en verðið hefði
undanfarin ár legið á bilinu
4—500 dollarar. Þetta verð
væri miðað við afskipanir í
október nóvember, en hins veg-
ar væru Japanir nú að selja
lýsi á 435—440 dollara tonnið.
„Loðnumenn hafa sjálfir tek-
ið að sér að skipuleggja loðnu-
veiðarnar. Þeir gerðu sínar til-
lögur og ég féllst á þær,“ sagði
Steingrímur Hermannsson. „53
bátar munu stunda veiðarnar
og skipting aflans verður þann-
ig, að helmingi hans er skipt
jafnt niður á alla og hinum
helmingnum svo jafnað niður
eftir stærð bátanna. Þetta á að
tryggja að veiðarnar verði ekki
kostnaðarsamt kapphlaup.
Segja má þó, að á þessu sé sá
galli, að verksmiðjur sunnan-
og suðvestanlands séu ekki full-
tryggðar, en margar þeirra eiga
sjálfar báta og er því í lófa lagið
að geyma sinn kvóta, þar til
þeim hentar, því hann hleypur
ekkert frá þeim.
Þá fá menn einnig smásíld-
arkvóta til viðbótar, sem á að
gera það að verkum, að eitthvað
af loðnu geymist til hrognatöku
og frystingar, en um útlit og
horfur á þeim mörkuðum höf-
um við enn engar upplýsingar
fengið frá sölusamtökunum.
Samkvæmt niðurstöðum ís-
lenzk-norsku fiskveiðinefndar-
innar mega loðnuveiðarnar í
haust og vetur nema allt að
775.000 tonnum og mega Norð-
menn veiða 15% þar af, en
658.750 tonn koma í hlut íslend-
inga. Steingrímur Hermanns-
son sagði, að þessar tölur yrðu
endurskoðaðar, væntanlega um
áramótin, þegar fiskifræðingar
hefðu gert sínar athuganir síðar
á árinu.
Viðræðum um stofnun nýs
flugfélags haldið áfram
MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- að annast flugið yfir Norður-
band við forstjóra Luxair í Atlantshafið. Hann vildi ekki
Luxemborg og innti hann eftir tjá sig um málið, að öðru leyti
skoðun hans á stofnun nýs en því, að viðræður væru vel á
sameiginlegs flugfélags, Is- veg komnar og yrði haldið
lendinga og Luxemborgar, til áfram.