Morgunblaðið - 15.08.1980, Side 2

Morgunblaðið - 15.08.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1980 Árvisst að sumar- gotssíldin gengi norð- ur fyrir 20 árum HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur ekki fylgst nákvæmleKa með síldarRönKum íyrir Norð- Verð á ísl. kartöflum lækkar eft- ir helgi l>/ER erlendu kartöflur. sem Grænmetisverzlun landhúnaA arins hcfur haft á boðstólum sfðustu vikur eru nú að verða húnar að sögn Jóhanns Jónas- sonar, forstjóra Græmetisversl- unarinnar. Vcrða síðustu er- lendu kartöflurnar sendar í verslanir nú fyrir helgina. Óvíst er hins vegar hversu lengi þær verða til sölu í versl- unum. Sem kunnugt er hafa þessar erlendu kartöflur verið verulega ódýrari heldur en nýjar íslenskar kartöflur. Nóg fram- boð er nú orðið á íslenskum kartöflum og er gert ráð fyrir að verð þeirra lækki, að sögn Jó- hanns, strax eftir helgina. Jóhann sagði, að mikil sala hefði verið á erlendu kartöflun- um og á tveimur dögum í síðustu viku hefði Grænmetisverslunin selt jafn mikið af þessum kart- öflum og venjulega er selt á heilli viku. „Þær íslensku kart- öflur, sem við höfum fengið fram að þessu hafa verið heldur smá- ar og er þar um að kenna þurrkunum í sumar . Kartöflur bæta hins vegar verulega við sig nú vegna vætunnar," sagði Jó- hann. urlandi undanfarið, en talsvert hefur verið veitt af síldinni í Eyjafirði, Skagafirði og víðar. í fyrra höfðu Norðlendingar á orði að aldrei hefði sést annað eins magn af þessari síld eins og þá, en i ár taka þeir jafnvel enn sterkar til orða. Jakob Jakobsson, fiskifræðing- ur, sagði í samtali við Mbl. að þarna væri um Suðurlands- eða sumargotssíld að ræða. Hún gengi norður fyrir land í ætisleit að lokinni hrygningu í júlímán- uði, en síðan aftur suður fyrir land þegar hausta tæki fyrir norðan. Jakob sagði, að þessar göngur væru ekki nýtt fyrir- brigði, en hins vegar hefðu þær legið niðri í nokkur ár meðan stofninn var með minnsta móti. Hann sagði, að þessar göngur norður fyrir land hefðu verið algengar meðan stofninn var af eðlilegri stærð. Um og upp úr 1960 hefði mikið verið af sumar- gotssíldinni fyrir norðan, en þá hefðu menn ekki litið við henni vegna þess hve horuð síldin var. Norsk-íslenska síldin hrygnir í febrúar — mars, en sumargots- síldin í júlímánuði yfirleitt, þannig að ætistímabil hennar byrjaði seint. Veiðar á þessari síld byrja fyrir Suðurlandi í lok næsta mánaðar. Sumardagur við Tjörnina. Reynt að fá kjöt- ið til Reykjavíkur FULLTRÚAR kaupmanna, neyt- endasamtakanna og Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins komu sam- an til fundar i gærmorgun tii að ræða kjötbirgðamálið. Af hálfu Bjargað úr höfninni UM MIÐJAN dag í gær var lögregl- an kvödd til aðstoðar að Faxagarði, en maður hafði fallið þar í höfnina. Lágsjávað var og gekk því erfiðlega að bjarga manninum, en mikinn mannfjölda dreif að og fylgdist með björguninni. Að lokum tókst þó að ná manninum úr sjónum og eftir að hafa fengið aðhlynningu fékk mað- urinn, sem var talsvert ölvaður, gistingu í fangageymslum lögregl- unnar. Framleiðsluráðsins sat fundinn Gunnar Guóbjartsson, fram- kvæmdastjóri og kom fram hjá honum að birgðatölur gæfu til kynna að nokkuð væri til af kjöti hjá einstökum sláturleyfishöfum úti á landi og yrði af hálfu Framleiðsluráðs reynt að fá það dilkakjöt, sem væri fáanlegt. fiutt til Reykjavíkur og þar yrði því skipt réttlátlega milli kaup- manna. Fundinn sátu auk Gunnars, Jónas Gunnarsson formaður Fé- lags matvörukaupmanna, Jónas Bjarnason, varaformaður Neyt- endasamtakanna og Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna. Gunnar Guðbjartsson sagðist í gær ekki vita hversu mikið yrði hægt að fá af dilkakjöti til Reykjavíkur, en ljóst væri að kjötsala síðustu daga hefði verið mikil bæði í Reykjavík og úti á landi. „Við sjáum að verulega meira af kjöti hefur verið selt það sem af er þessum mánuði heldur en í júlí, þannig að það er greinilegt að um hreint hamstur er að ræða einnig í Reykjavík. Hverjir sem það eru sem hamstra," sagði Gunnar. Fjármálaráðherra: Afhenti Vigdísi trúnaðarbréf sitt fyrstur sendiherra NYSKIPAÐUR sendiherra Bangladesh, Muhammed Faiz, af- henti í gær nýkjörnum forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur, trúnaðarbréf sitt að viðstöddum utanríkisráðherra, Ólafi Jóhann- essyni. Er Faiz fyrsti sendiherr- ann, sem afhendir forsetanum trúnaðarbréf sitt. Síðdegis þáði sendiherrann boð forseta Islands ásamt fleiri gestum. Skipar nefnd til að athuga skatta bænda Kvikmyndin Leit að eldi: Kostnaður var þegar orðinn meiri en einn milljarður EKKERT verður úr því að hér verði i sumar unnið að kvikmyndun myndarinnar LEIT AÐ ELDI eins og ráðgert hafði verið, vegna verkfalls bandariskra leikara. Að sögn Gísla Gestssonar. umboðs- manns 20th Century Fox kvikmyndafélagsins, hefur ekki verið ákveðið hvort myndin verður tekin næsta sumar eða siðar, en ekki hefur verið hætt við myndatökuna, henni aðeins frestað. Gísli sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að hugsanlegt hefði verið að annað fyrirtæki gengi inn í samninga, og gerði myndina. Var þá verið að hugsa um franskt fyrirtæki, en verkfall leikara í Bandaríkjunum hefur ekki áhrif annars staðar, og nær raunar aðeins til helstu kvik- myndafélaga vestan hafs. Undan- þágu tókst ekki að fá fyrir hina fjóra bandarísku leikara, þótt vel liti út með það um tíma. Franska fyrirtækið tók vel í hugmyndir um að taka myndina að sér, en bað um hálfs mánaðar umhugs- unarfrest, sem meðal annars átti að nota til að fara yfir fjárhags- hliðina. 20th Century Fox treyst- ist hins vegar ekki til að halda framkvæmdum áfram í þann tíma, svo sú erfiða ákvörðun var tekin að hætta við myndatökuna í sumar. Þegar hafði verið lagt í gífurlegan kostnað vegna mynda- tökunnar, og er hann þegar kom- inn upp á annan milljarð ís- lenskra króna. Þar af var kostn- aður við dýrin sem hingað áttu að koma um 100 milljónir króna. Þar var um að ræða 15 fíla, tvö ljón og bjarndýr með tvo húna, sem verið hafa í sóttkví undanfarnar vikur, og því ekki getað tekið þátt í sirkussýningum. Stór hluti kostnaðarins mun á hinn bóginn nýtast síðar, er myndataka hefst á ný, og þeir munir sem þegar voru komnir hingað til lands verða geymdir hér. Gísli kvað hins vegar mjög fátt fólk hafa verið ráðið, meðal annars vegna þess að fréttir bárust af erfiðleikunum vegna verkfallsins. Þó hefði verið ákveðið hverjir yrðu ráðnir ef af hefði orðið, og þeir fáu sem þegar voru byrjaðir störf vinna nú að því að pakka saman. Gísli sagði, að búið hefði verið að panta hótel, og semja við fjölda aðila um margvísleg verkefni, sem nú yrði ekki af. Sagði hann alla þá er málið snertu hafa tekið þessum tíðindum vel, og segðust vonast til að njóta viðskiptanna þegar þar að kæmi. Kvaðst Gísli telja Islendinga þekkja það vel til verkfalla og afleiðinga þeirra, að þeir hefðu skilning á að hér var um að ræða óviðráðanlegar ástæður sem fyrirtækið gat ekki gert við. Þá hefði það einnig komið sér vel hve snemma var unnt að afpanta, en kvikmyndun- in átti ekki að hefjast fyrr en þann 22. þessa mánaðar. FJÁRMÁLARÁÐHERRA skip- aði i gær þriggja manna nefnd til að kanna sérstaklega skatta bænda vegna álagningar nú í sumar. Eiga sæti i nefndinni Sigurbjörn Þorhjörnsson, ríkis- skattstjóri, Árni Jónasson, er- indreki hjá Stéttarsambandi bænda og Guðmundur Þor- steinsson, bóndi á Skálpastöðum í Lundareykjadal i Borgarfirði. Varamaður Guðmundar er Rík- hard Brynjólfsson á Hvanneyri og ritari nefndarinnar er Lárus Ögmundsson, fulltrúi i f jármála- ráðuneytinu. Nefndin mun halda sinn fyrsta fund i dag. Fram hefur komið af hálfu bænda meðal annars gagnrýni á framkvæmd þess ákvæðis skatta- Iaganna, sem heimilar að áætla mönnum í atvinnurekstri tekjur, sambærilegar því, sem þeir hefðu getað haft hjá öðrum í hliðstæðri atvinnugrein. Hafa tekjur bænda í mörgum tilvikum verið hækkað- ar með vísan í þetta ákvæði af skattstjórum. Gunnar Guðbjartsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, sagði í gær að Stéttarsambandið hefði óskað eftir því við fjármálaráð- herra að slík nefnd yrði skipuð og sjálfsagt hefði ráðherrann fengið að heyra frá fleirum um þetta mál. Gunnar sagði, að Stéttar- sambandið hefði ekki enn fengið nægjanleg gögn til að unnt væri að fá heildayfirsýn yfir þetta mál en ljóst væri að álagning á bændur virtist ekki hafa verið framkvæmd að öllu leyti með sama hætti í öllum skattumdæm- um. Fiskifræðingar við seiðatalningu IIAFRANNSÓKNASKIPIN , Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson eru þessa dagana við seiðatalningu, en í slíka leið- angra er farið um þetta leyti á hverju ári. Niðurstöður þessara athugana liggja væntanlega fyrir um mánaðamótin. Gert er ráð fyrir að Hafþór, sem verið hefur í miklum og tímafrekum viðgerð- um, geti haldið til kolmunna- rannsókna á næstunni. Norðmenn eru nú með tvö hafrannsóknaskip við kolmunna- rannsóknir í Austurdjúpinu og ætla þeir að reyna að gera úttekt á göngu kolmunnans á þessum slóðum. tslendingar eru ekki aðil- ar að þeim rannsóknum, en fylgjast með þeim. Þá er eitt norskt rannsóknaskip á Jan May- en/íslandssvæðinu við rannsókn- ir á loðnu og loðnuleit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.