Morgunblaðið - 15.08.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.08.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1980 3 SÍS hætt fram- leiðslu á kexi „MEÐ síauknum innflutningi á kexi gekk þetta einfaldlega ekki lengur <>k við ákváðum því að hætta starfrækslu verksmiðjunn- ar um óákveðinn tíma," sagði Hjalti Pálsson, framkvæmda- stjóri innflutningsdeildar Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, er Mbl. innti hann eftir ástæðum þess, að kexverksmiðja Sam- bandsins. Holtakex, hætti störf- um sl. vor. „Við höfum hins vegar ekki gefið upp alla von og um þessar mundir fer fram gagnger skoðun á því, hvort einhver grundvöllur sé fyrir áframhaldandi rekstri. Það myndi bæta veruiega okkar stöðu meðan við erum að ná fótfestu, ef til framkvæmda kemur umræddur 35% verndartollur á innflutt sælgæti. Annars fer það ekkert á milli mála, að hin mikla sala á erlendu kexi, er að einhverju marki nýja- brum, sem fer af með tímanum. Þá get ég ekki ímyndað mér að hinir stóru erlendu framleiðendur séu neitt spenntir fyrir því, að skipta þessum litla markaði á milli sín. Hér á landi var heildar- neyzlan á kexi aðeins um tvö þúsund tonn á síðasta ári og af því framleiddu íslenzku aðilarnir lið- lega þriðjung," sagði Hjalti. Aðspurður um hvort ekki hefði komið til uppsagna starfsfólks sagði Hjalti það ekki hafa komið til, starfsfólkinu hefði verið dreift á aðrar deildir til afleysinga yfir sumarið. Auk þess hefði starfsfólk verksmiðjunnar ekki verið mjög fjölmennt fyrir, eða 11 manns, því hún væri mjög sjálfvirk og full- komin í alla staði. Tívolíið komi i Laugardalinn Færeyingunum fyrir- skipað að halda heim Sýningin Heimilið ’80 verður formlega opnuð í Laugardalshöll eftir nákvæmlega viku, föstudaginn 22. ágúst. Sem fyrr er það fyrirtækið Kaupstefnan, sem stendur að viðamikilli sýningu þar í húsinu og nágrenni þess. Meðal nýmæla á sýningunni er tívolí, sem vafalaust mun njóta vinsælda. Myndin var tekin í gær þegar verið var að flytja tívolítækin af geymslusvæði Hafskips (gamla Tívolísvæðinu!) og inn í Laugardal. Ljósm. Mbi. Emiiía. Könnun Kaupmannasamtakanna: 20 verslanir áttu 10 tonn af kjöti FÆREYINGAR höíðu í gær veitt rúmlega 100 tonnum meira hér við land en þeim var leyfi- legt samkvæmt samningi íslend- inga og Færeyinga. Síðdegis í gær var iesin tilkynning í fær- eyska útvarpinu til færeyskra skipa á íslandsmiðum um að þau skyldu þá þegar hætta veiðum og halda heim á leið. Færeyingar höfðu heimild til að veiða 17 þúsund tonn af bolfiski hér við land, þar af 6 SLYS varð um borð i skuttogar- anum Bjarna Benediktssyni RE í fyrrinótt, en 22 ára gamall piltur varð þá með hendi á milli er hleri losnaði úr festingu. Slasaðist hann alvarlega á hendi og að höfðu samráði við lækna á Borgarspítalanum var Varnarliðið beðið um að senda þúsund tonn af þorski. í gær voru hér við land 11 færabátar og 2 línubátar, en færeyskir togarar, sem voru hér við land, héldu heim fyrr í vikunni. Norðmenn fylltu sinn kvóta í síðari hluta júlímánaðar og héldu þá heim á leið. I gær voru 2 belgísk fiski- skip að veiðum undan Suðurland- inu, en þau eiga enn eftir að veiða talsvert upp í kvóta sinn, samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæzlunnar. þyrlu til að sækja hinn slasaða um borð í togarann. Þyrlan lagði af stað í fyrstu skímu um klukkan 5 í gærmorgun og var togarinn þá staddur 20 mílur frá Keflavíkurflugvelli. Sjúklingurinn var síðan kominn undir læknishendur klukkan 6.15 í gærmorgun. — þar a.f átti ein 7 tonn í KÖNNUN, sem skrifstofa Kaup- mannasamtaka íslands gerði i gær á birgðum af dilkakjöti f smásöluverslunum í Reykjavik, kom fram að i þeim 20 verslunum, sem valdar voru af handahófi, reyndust vera til um 10 tonn af dilkakjöti, „eða svona i visitölu- máltíð handa viðskiptavinunum," segir i frétt frá Kaupmannasam- tökunum. Af þessum 10 tonnum átti ein verslunin, sem könnunin tók til alls 7 tonn. Könnunin var framkvæmd með þeim hætti að valdar voru af handahófi 20 smásöluverslanir og voru það allt kaupmannaverslanir nema ein, sem er í eigu Sláturfé- lags Suðurlands. Könnunin náði ekki til verslana KRON. Verslan- irnar voru spurðar að því hve miklar birgðir af kjöti þær ættu og af hvaða flokkum þær væru. Einnig var spurt, hvort verslunin hefði fengið það kjöt, sem hún hefði beðið um. Fram kom að tvær af þessum 20 verslunum áttu ekkert kjöt. Fimm- tán verslanir áttu ekkert af stjörnuflokki, ekkert af fyrsta flokki, ekkert af öðrum flokki en eitthvað af þriðja flokki. Ein versl- un átti örlítið af öðrum flokki, og tvær svolítið af öllum þremur verðflokkunum. Tvær verslanir höfðu ekkert kjöt fengið þrátt fyrir beiðnir um kjöt og fimm höfðu fengið treglega eitthvað af öðru kjöti en þriðja flokki. Þrettán verslanir höfðu fengið það sem þær báðu um af þriðja flokki. Bankamenn leita til sátta- semjara SAMBAND íslenzkra hanka- manna hefur óskað eftir milli- göngu rikissáttasemjara i kjara- deilu sambandsins við banka og sparisjóði. Á sameiginlegum fundi stjórnar, varastjórnar, samninganefndar og formanna aðildarfélaga í fyrradag, þar sem samþykkt var að vísa málinu til rikissáttasemjara var ennfremur samþykkt að timahært væri að hefja undirhúning verkfalls bankamanna. sem yrði, ef af verður. í fyrsta skipti, sem bankamenn fara í verkfall. Kjarasamningar bankamanna hafa verið lausir frá 1. október 1979. Í fréttatilkynningu frá bankamannasambandinu segir að síðla vetrar og í sumar hafi deiluaðilar setið nokkra samn- ingafundi og samninganefnd bankanna lagt fram 15. júlí sl. formlega tillögu að nýjum kjara- samningi, þar sem undan eru skilin mánaðarlaun, verðbóta- ákvæði og gildistími. „Tilboð þetta er algjörlega óaðgengilegt að dómi samninganefndar Sambands ís- lenzkra bankamanna og gefur ekki tilefni til frekari viðræðna við samninganefnd banka og spari- sjóða í óbreyttu formi,“ segir í fréttatilkynningunni. 3 sölur ytra ÞRJÚ fiskiskip lönduðu afla sín- um í Bretlandi og V-Þýzkalandi í gær. Erlingur GK seldi 86 tonn f Bremerhaven fyrir 43,6 milljónir króna, meðalverð 507 krónur. Hlein ÁR seldi 20 tonn í Fleet- wood fyrir 12,8 milljónir, meðal- verð 636 krónur. Þorlákur ÁR seldi 140,7 tonn í Hull fyrir 84,1 milljón, meðalverð 598 krónur. Karl Steinar Guðnason: „Tilræði við íbúa Suðurnesja“ „ÞETTA ER hreint tilræði við ibúa Suðurnesja. Mér sýnist Gunnar Thoroddsen ætla að falla i þá gryfju að láta stjórn- ast af annarlegum hvötum kommúnista" sagði Karl Stein- ar Guðnason formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Kefla- vikur, er Mbl. spurði hann álits á umfjöllun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar á flutn- ingi oliugeyma af svæði varn- arliðsins i Keflavík yfir i Helgu- vik, og byggingu oliuhafnar þar. Þá sagði Karl Steinar: „Á undanförnum árum hafa bæjarstjórnir og íbúar á Suður- nesjum bent á þá gífurlegu hættu sem vatnsbólum okkar stafar af olíugeymunum, því tankarnir eru orðnir 30-40 ára gamlir og voru á sínum tíma reistir til bráðabirgða. Við erum þess einnig fullviss, að mengun hefur nú þegar átt sér stað frá geymunum. Á okkur var ekki hlustað fyrr en Benedikt Grön- dal varð utanríkisráðherra og lét skipa nefnd til að fjalla um málið. í nefndinni var rætt um kostnaðarskiptingu, staðsetn- ingu o.fl. og niðurstaða hennar Líkast til að koma í ljós, hvers vegna at- vinnumál á Suðurnesjum heyrðu und- ir utanríkismál i stjórnarsáttmálanum var sú, að bezta staðsetning tankanna væri í Helguvík, skammt norðan Keflavíkur, og að þar yrði einnig olíuhöfn. Það er brýnt, að nú þegar verði hafist handa og mætti þegar í stað hefja ýmsar undirbúnings- framkvæmdir og jarðvegskann- Karl Steinar Guðnson anir. Bæjarráðin hafa á ný krafist aðgerða og það má einnig benda á, að tankarnir eru fyrir skipulagi byggðar í Keflavík og einnig er þetta brýnt öryggis- mál.“ — Hver er afstaða þín til nýrrar flugstöðvarbyggingar? „Bygging nýrrar flugstöðvar er einnig brýn að mínu mati. Ný flugstöð mun aðskilja farþega- flug og herflug. Þá eru núver- andi byggingar engan vegin mannsæmandi. Þeim rökstuð- ningi, að ekki liggi á þessari framkvæmd vísa ég til föðurhús- anna, þó flugmálin okkar séu í öldudal í dag, þá er ég þess fullviss að þar á eftir að verða breyting á. Einnig kemur að því, að leggja verður Reykjavíkur- flugvöll niður og þá flytzt inn- anlandsflug til Keflavíkur, það væri fásinna að byggja nýjan völl. Kostnaðarskipting er fyrir- liggjandi, og það væri vel hægt að hefja framkvæmdir sem varða plön, leiðslur að bygging- unni o.fl., sem Bandaríkjamenn eiga að kosta.“ Þá sagði Karl Steinar, að það væri líkast til að koma í ljós, hvers vegna atvinnumál á Suð- urnesjum heyrðu undir utanrík- ismál í stjórnarsáttmálanum. „Það er oft sagt, að við Suður- nesjamenn séum háðir varnar- liðsvinnunni. En eitt er víst, það breytist ekki á meðan stjórnvöld gera allt til að kyrkja atvinnulíf- ið hér og má þar minna á afstöðu sjávarútvegsráðherra í sam- bandi við hagræðingarlán Fisk- veiðasjóðs. Hann lagði til, að þau ættu að renna einhliða til þriggja frystihúsa á Patreks- firði, Djúpavogi og Siglufirði. Fiskveiðasjóður lét hann þó ekki segja sér fyrir verkum og deildi upphæðinni til átta aðila. Tvö frystihús i Grindavík fengu að- eins 40 millj. kr. af heildarupp- hæðinni. Það er fásinna, að ríkisstjórnin sé að stefna að því að gera okkur óháða, en við bíðum enn eftir þessu sérstaka átaki í atvinnumálum okkar, þó þeir telji það utanríkismál," sagði Karl Steinar í lokin. Slasaðist alvarlega um borð í skuttogara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.