Morgunblaðið - 15.08.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.08.1980, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1980 • Marteinn Geirsson Fram. • Maxnús Bergs Val • Ragnar Margeirsson ÍBK. SINDRA STALHF Fyrirliggjandi í birgðastöð ÁLPLÖTUR Hálfhert efni í þykktum frá 0,80 mm — 6,00 mm Plötustæröir 1200 mm x 2500 mm Borgartúni 31 sími27222 STALHR SINDRA Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGAÁL Fjölbreyttar stæröir og þykktir VINKILÁL FLATÁL LlLLL ------------ SÍVALT ÁL ALPRÓFÍLAR Borgartúni31 sími27222 Marteinn og Matthías eru enn efstir NÚ ERU AÐEINS fimm umferðir eftir i íslandsmótinu í knattspyrnu. 14. umferð hefst á laugardag. Þá leikur efsta lið deiidarinnar við ÍBV i Vestmannaeyjum og verður það þungur róður hjá Val ef að líkum lætur. Þá leika Vikingar á móti UBK i Kópavogi. Fram leikur siðan á mánudag við ÍBK á Laugardalsvellinum. Þetta eru þeir leikir sem verða i sviðsljósinu og geta ráðið miklu um röð efstu liða eftir umferðina. Eftir 13. umferðir hefur lið Vals skorað langflest mörk eða 32 talsins, 12 mörkum meira en lið UBK sem skorað hefur næst flest mörk eða 20. Þá er athyglisvert að lið Fram, sem er í þriðja sæti í mótinu með jafn mörg stig og Víkingur, 16 alls, hefur þrjú mörk í mínus, 15—18. Frekar óvanalegt af liði sem er í toppbaráttu. Lið FH hefur fengið á sig flest mörk, 28 talsins. Þróttarar hafa hinsvegar skorað fæst mörk. Aðeins átta sinnum í allt sumar hafa þeir getað fagnað marki í Islandsmótinu. í einkunnagjöf Morgunblaðsins er staðan mjög jöfn, og greinilegt er að úrslitin um knattspyrnumann Islandsmótsins ráðast ekki fyrr en að loknum síðasta leik í mótinu. Hér á eftir fer staðan yfir 12 efstu mennina. Rétt er að minna á að það er hæsta meðaleinkunn sem ræður úrslitum. Eftirtaldir leikmenn eru stigahæstir i einkunnagjöf Mbi. Marteinn Geirsson Fram stig 91 eftir 13 leiki Magnús Bergs Vai 88 eftir 13 leiki Ragnar Margeirsson ÍBK Guðmundur Asgeirsson UBK 87 eftir 13 leiki 86 eftir 13 leiki Ottó Guðmundsson KR 85 eftir 13 leiki Sigurður Grétarsson UBK 84 eftir 12 leiki Trausti Haraldsson Fram 83 eftir 12 leiki Einar Þórhailsson UBK 82 eftir 13 leiki Helgi Bentsson UBK 80 eftir 12 leiki Albert Guðmundsson Val 80 eftir 13 leiki Hinrik Þórhallsson Viking 80 eftir 13 leiki Lárus Guðmundsson Viking 80 eftir 12 leiki Markahæsti leikmaður ís- landsmótsins er Matthías Hall- grímsson Val. Hann hefur skorað 12 mörk í sumar. Hefur Matthías því skorað 90 mörk í 1. deildar- keppninni frá upphafi og þarf aðeins að skora fjögur mörk til viðbótar' til þess að slá met Hermanns Gunnarssonar sem er 93 mörk. Markakóngurinn frá í fyrra, Sigurlás Þorleifsson fylgir fast á eftir með 8 mörk. Enginn vafi er á að báðir þessir miklu markaskorarar eiga eftir að bæta við mörkum á lista sinn. Markahæstu menn 1. deildar. Matthías Hallgrímss., Val ... 12 Sigurlás Þorleifss. Vestm.ey 8 Sigurður Grétarss., Breið .... 8 Pétur Ormslev, Fram ............ 6 Guðm. Þorbjörnss., Val ......... 5 Helgi Ragnarsson, FH ........... 5 Ingólfur Ingólfss., Breiðabl. .. 5 Magnús Teitsson, FH ............ 5 Sigurður Halldórss., Akran. . 5 STAÐAN Þegar 13 umferðum í 1. deild er lokið er staðan þessi: Valur 13 8 2 3 32-12 18 Vikingur 13 5 6 2 17-12 16 Fram 13 7 2 4 15-18 16 Akranes 13 5 4 4 19—16 14 Breiðablik 13 6 1 6 20-16 13 KR 13 5 3 5 13-17 13 ÍBV 12 4 3 5 19-21 11 Keflavik 13 3 5 5 13-18 11 FH 13 3 3 7 17-28 9 Þróttur 12 2 3 7 8-14 7 - ÞR. • Matthías Haligrimsson Val íagnar einu af þeim 12 mörkum sem hann hefur skorað í deildinni. Matthias á góða möguieika á að setja markamet i sumar. M

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.