Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Jón Sveinbjömsson prófessor: Senn líður að því, að út komi ný útgáfa af Biblíunni á íslenzku á vegum Hins íslenzka Biblíufélags. Texti þessarar útgáfu er að mestu leyti texti útgáfunnar frá 1912. Guðspjöllin og Postulasagan eru í nýrri þýðingu, sem þýðingar- nefnd Hins íslenzka Biblíufélags hefur unnið að um árabil. Aðrir hlutar eru lítillega lag- færðir — að vísu nokkuð misjafn- lega eftir bókum. Stafsetning er inga. Þar fer saman kristið lífsvið- horf og vald á tungu og hugsun. Sálmarnir lýsa trúarupplifun manns, sem talar það mál, sem fær aðra til að hugsa og leita. Þar er íslenzk guðfræði, sem hugsar Jesú Krist upp á íslenzku. Sigur- björn Einarsson biskup skrifar í formála 52. útgáfu Passíusálm- anna: „Það er efamál, að nokkur þjóð hafi nokkurn tíma eignast þann Jón Sveinbjörnsson rannsóknir gætu orðið afar heilla- drjúgar fyrir guðfræðinga nútím- ans að sjá hvernig fyrirrrennarar þeirra klæddu trúarhugsanir sín- ar í þann búning, sem menn gátu tileinkað sér á skapandi hátt. Þótt við viðurkennum, að þjóð- sögur og ævintýri og íslendinga- sögurnar séu einn þáttur í menn- ingararfi okkar, þá lítum við þessar þjóðlegu bókmenntir nokk- uð öðrum augum en Biblíuna og þær bókmenntir, sem af henni eru sprottnar, en reyndar er það ekki alltaf auðvelt að greina þar á milli. Biblian og Islendingasög- urnar eru staðreyndir, sem mótað bafa sjálfskilning okkar. En við gerum mun á sannleiksgildi þeirra, að minnsta kosti finnst okkur það. Ótal margt hefur áhrif á lífsvið- Hugleiöingar um hlutverk Nýja testamentisins í nútímanum færð í nútímahorf, millifyrirsagn- ir settar í texta og nýtt tilvitnana- kerfi prentað neðanmáls með lyk- ilorðum, sem eiga að auðvelda notkun. Ég byrja þessar hugleiðingar mínar á að tala um nýju Biblíuút- gáfuna, af því að ég vona, að útkoma hennar verði til þess, að menn staldri við, ekki vegna þess að þýðingin sé svo nýstárleg, heldur til þess að íhuga þátt Biblíunnar í íslenzkri menningu og hlutverk hennar í nútíma þjóðfélagi. Það gefur að skilja, að Biblían hlýtur að hafa haft nokkur áhrif á þjóð, sem játað hefur kristna trú í nær 1000 ár. Af heimildum má sjá, að mjög snemma hafa menn farið að þýða kafla úr henni á íslenzku. Dr. Ian J. Kirby hefur kannað þessar Biblíutilvitnanir í fornum ritum, og hann hefur séð um útgáfu á þeim á vegum Árnastofn- unar. Þessar þýðingar eru marga'r hverjar snilldarvel gerðar, texti Biblíunnar er þar hugsaður upp á íslenzku og gæddur lífi, sem hrær- ir meira að segja okkur 20. aldar menn. Nýja testamentið var fyrst prentað á íslenzku árið 1540 og öll Biblían árið 1584. Þáttur þeirra Odds Gottskálkssonar og Guð- brands Þorlákssonar í íslenzkri menningu verður seint metinn. Þýðingar þeirra á Biblíunni eru einn af hornsteinum islenzkrar tungu. Þýðingar þeirra svo og síðari Biblíuþýðenda eins og t.d. Páls í Selárdal og þeirra er stóðu að þýðingunni 1841 sýnir vel hve guðfræðimenntunin hefur verið á háu stigi hér á landi og í órofa tengslum við íslenzkt málfar og menningu. Steingrímur J. Þor- steinsson prófessor hefor ritað ágæta grein um íslenzkar Biblíu- þýðingar í tímaritið Víðförla. Fornar íslenzkar trúarbók- menntir, þýddar og frumsamdar, bera þess vitni, að menn hafi snemma farið að hugsa kristin- dóminn upp á íslenzku. Biblían hefur orðið þáttur í sjálfskilningi manna og með henni hafa þeir tjáð hugsanir sínar um líf sitt og tilveru. Nefna má t.d. Lilju Eysteins Ásgrímssonar, eina af perlum íslenzkra bókmennta, sem lengi Iifði á vörum þjóðarirwar. Taisvert hefur verio gefið út af fornum trúarbókmenntum á ís- lenzku. Má m.a. nefna útgáfur C.R. Unger frá 19. öldinni á Postulasögum, Heilagramanna- sögum og Maríu sögum, Biskupa- sögur Bókmenntafélagsins o.fl. Ekki er ætlun mín að rekja hér íelsnzkar bókmenntir, sem Ritn- ingin hefur beint og óbeint haft áhrif á, samt verður ekki komizt hjá því að minnast á Passíusálma Hallgríms Péturssonar og annan trúarskáldskap hans, sem lifað hefur með þjóðinni fram á þennan dag og hefur haft áhrif á sjálf- skilning og sjálfstjáningu íslend- mann, er jafnist á við það, sem íslenzka þjóðin hefur átt, þar sem er Hallgrímur Pétursson. Með því er ekki átt við það, að hann sé óviðjafnanlegur, að aðrar þjóðir hafi ekki átt jafnoka hans að skáldlegri íþrótt og andagipt, þó að það verði hins vegar vart í efa dregið, að Hallgrímur sé í fremstu röð skálda álfunnar. En það sem ég á við er það, að ég veit ekki dæmi þess, að nokkur einn maður hafi skipað þann sess í trúarlífi þjóðar, sem Hallgrímur í trúarlífi Islendinga. Hver ætti það að vera meðal nágrannaþjóðanna, sem hafi verið þeim það, sem Hall- grímur var okkur? Þær hafa átt stórbrotna og útvalda forystu- menn andlegs lífs, og orðið fyrir varanlegum áhrifum af þeim. En þær eiga engan, sem hefur lagt eins mikið í bú hlutfallslega, engan, sem hefur enzt jafn lengi og orðið eins samgróinn þjóðinni, kynslóðum og öldum saman. I hálfa þriðju öld hefur Hallgrímur lagt fyrstu hendingarnar á varir barnsins, og Passíusálmarnir ver- ið lagðir á brjóst flestra íslend- inga, þegar líkaminn var nár. Vaggan og gröfin hafa helgazt af stefjum hans, og munu enn gera, meðan kristni helzt í landinu. Og orð hans hafa verið huggun og styrkur felstra í harðræðum og hörmungum frá bernsku til elli.“ Vídalínspostilla hefur einnig haft mikil áhrif í íslenzku þjóðlífi, engu síður en Passíusálmarnir. Skáldsögur Guðmundur G. Haga- lín, Kristúrn í Hamravík og Márus á Valshamri, lýsa á skemmtilegan hátt hve nátengdar þessar guðs- orðabækur voru lífi manna. Matthías Jóhannessen ritstjóri skrifaði athyglisverða grein um þessar skáldsögur Hagalíns í Les- bók Morgunblaðsins 21. febrúar 1971 og fjallar hann þar um áhrif Passíusálmanna og Vídalínspost- illu í nefndum sögum. Ástæða er til að benda á þessa grein Matt- híasar. Athyglisvert er að sjá hve höfundar Passíusálmanna og Víd- alínspostillu eru nákunnugir þjóð sinni og tungu og hvernig þeir þess vegna ná til hennar. Eins og M. spgir: „Þeir urðu órjúfanlegur tengiliður milli kynslóða, efldu ólíkt fólk að trú og siðgæðisþreki, glæddu vonir með íslenzkri alþýðu langt út fyrir þann gráa veruleika, sem var hlutskipti hennar fyrr á öldum. Jafnvel þrengstu og dimm- ustu baðstofukytrur breyttust í bjart musteri með útsýni til allra átta, þegar lesið var úr þessum tveimur öndvegisritum íslenzkrar kristni." Á hinn bóginn er því ekki að neita að til eru trúarlegar bók- menntir, sálmar og prédikarnir, sem virðast hafa verið barin saman og þá gjarnan eftir erlend- um fyrirmyndum, hálfhráar þýð- ingar, sem aldrei samlöguðust tungunni. Og erlendar guðfræði- stefnur, sem fluttar voru inn með valdboði. Erindi flutt að Hólurn í Hjaltadal 5. júlí sl. Þegar litið er á þessar bók- menntir, þá er það ekki endilega það, hvort sýna megi erlendar fyrirmyndir að þeim eða ekki, að þær náðu til þjóðarinnar, heldur miklu fremur hitt, hvort sá sem kynnti þær, hugsaði þær upp á íslenzku eða ekki. Þannig er það staðreynd, að Biblían hefur verið bæði beint og óbeint lifandi tjáningarmiðill sem menn tjáðu með hugsanir sínar um sjálfa sig og stöðu sína hér í heimi. Að sjálfsögðu kemur margt annað til greina en Biblían, þegar fjalla á um það, sem hefur mótað sjálfsmynd íslendinga fyrr og síðar. Islendingasögurnar hafa lengi lifað með þjðinni. Sama er að segja um þjóðsögur, ævintýri, huldufólkssögur og rímnakveð- skap. Allt þetta ber vott um sjálfskilning liðinna kynslóða, sýnir viðbrögð manna og sjálfs- ígrundun gagnvart ytri atburðum í formi bókmennta. Þessar þjóð- legu bókmenntir hafa verið á vörum fólksins eins og sagt er og menn hafa notað þær til að tjá hugsanir sínar og koma tilfinning- um sínum á framfæri. Augu manna hafa opnazt fyrir þýðingu þjóðsögunnar og hvernig hún speglar hugarheim liðinna kyn- slóða betur en margt annað sem eftir menn liggur. Persónur Islendingasagnanna hafa verið mönnum einkar ná- komnar og hafa verið mönnum fyrirmyndir í daglegu lífi. Þær hafa mótað siðferðismat manna á íslandi um langan aldur og gefið þeim þrótt í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þær hafa verið tján- ingarmáti íslenzkrar hugsunar og heimspeki, hluti íslenzks sjálf- skilnings engu síður en Biblían og trúarbókmenntir þjóðarinnar. Það er bæði brýnt og heillandi verkefni að kanna þessar bók- menntir og reyna að komast þannig að lífsviðhorfum og veru- leikaskyni liðinna kynslóða. Slíkar horf manna í nútíma þjóðfélagi og ógerlegt að telja það allt upp. Á vissan hátt má segja að margra alda einangrun íslenzku þjóðarinnar hafi rofnað á tiltölu- lega skömmum tíma. Ýmsir fjöl- miðlar eins og sjónvarp hafa haft ómæld áhrif, stórbættar samgöng- ur draga mjög ur öllum fjarlægð- um. Við kynnumst framandi þjóðum og viðhorfum þeirra betur en við höfum haft kosti á áður. Við teljum okkur upplýst fólk og fylgjumst af áhuga með hvers konar þekkingarleit. Heimsmynd okkar er fyllri og flóknari en heimsmynd forfeðra okkar, við teljum okkur að minnsta kosti trú um það. Kynni okkar af framandi þjóðum, siðum þeirra og trúar- brögðum, sýna okkur, að ýmislegt er afstætt í menningu okkar og afstöðu, og allt þetta knýr okkur til að íhuga óþægilegar spurn- ingar eins og til dæmis hvert sé sambandið milli kristindómsins og annarra trúarbragða.Sagn- fræðilegar rannsóknir á tilurð Biblíunnar og því hvernig helgi- ritasafnið myndaðist, leiða til spurninga um hvert sé kennivald hennar. Biblían virðist ekki eins ríkur þáttur í umfjöllun skálda og rithöfunda um lífið og tilveruna eins og á tímum Hallgríms Pét- urssonar og Jóns Vídalíns og umræða dagsins um stöðu manns- ins í heiminum einkennist ekki eins mikið og áður af kristnum viðhorfum — og er þá skemmst að minnast umræðna og málflutn- ings margra um fóstureyðingar- lög. Biblían virðist hafa einskorð- ast meir og meir við fagmennina, prestana og guðfræðingana og fjarlægzt umræðu dagsins. Hér ber þó að minnast á rann- sók ir dr. Gunnars Kristjánssonar á kristnum lífsviðhorfum í skálds- ögum Halldórs Laxness og á ofannefnda grein Matthíasar Jó- hannessen um skáldsögur Guð- mundar G. Hagalíns. Snemma í vor var haldinn í Skálholti fundur þar sem nokkrir prestar og rithöf- undar ræddu um bókmenntir og kristindóm. Næsta Kirkjurit mun fjalla um þetta efni. Ég tel slíkar umræður mjög tímabærar. Þótt athugun okkar á þætti Biblíunnar í lífi íslenzku þjóðar- innar sýni ótvírætt, að hún hefur mótað sjálfskilning manna og verið almenningseign á sama hátt og lifandi þjóðlegar bókmenntir okkar, þá er ekki þar með sagt, að hún hafi ekki runnið sitt skeið til enda sem lifandi bók þjóðar. Það er ekki nóg að varðveita Biblíuna af ræktarsemi við hlutverk henn- ar í liðinni tíð. En hlutverk hennar í liðinni tíð og þáttur hennar í bókmenntum ættu að gera spurninguna um sannleiks- gildi hennar enn brýnni og um það hvernig við getum tengt þessa leit að sannleiksgildi Biblíunnar lífi okkar og tilveru hér í heimi. Hingað til hefur athygli okkar aðallega beinzt að áhrifum Bibl- íunnar á íslendinga fyrr og síðar. Að minnsta kosti fyrr á tímum virðist hún hafa mótað bæði beint og óbeint sjálfskilning þeirra og verið þannig lifandi tjáningarmið- ill í hugsun þeirra um líf sitt og tilveru. Viss breyting virðist óneitanlega hafa orðið á stöðu Biblíunnar í íslenzku þjóðlífi og aðrir þættir eða tjáningarmiðlar orðið tamari í þekkingarleit ís- lendingsins. Það er ekki ætlun mín hér að lýsa þessari þróun og meta hana, heldur varpa ég fram þeirri spurningu, sem í raun og veru er óháð því, hvort áhrif Biblíunnar hafi minnkað eða ekki, þ.e. hvort Biblían sé sá miðpunktur í lífi okkar, sem við að minnsta kosti í orði kveðnu segjum hana vera. En hvernig getum við komizt að sannleiksgildi Biblíunnar? Rannsóknir á texta Nýja testa- mentisins hafa varpað nokkru ljósi á hvernig einstök rit þess hafa orðið til og hvernig þeim var safnað saman og hlutverk þeirra í kirkju og trúboði. Textarnir sýna okkur, hvernig höfundar þeirra eru að tjá atburði og túlka atburði fyrir samtímamönnum, og við reynum að setja okkur í spor fyrstu lesenda með því að afla okkur allra tiltækra upplýsinga um menningarsvið þessara tíma, til þess að reyna að komast að því hvað höfundarnir eru að segja. Og það er ekki auðvelt að skilja nærri 2000 ára texta um samtíma at- burði og samband þessara atburða við líf okkar hér uppi á íslandi 1980. Á hvern hátt eru þessir atburðir sannir, lífssannindi fyrir mig? Þótt þessir atburðir hafi gerzt eins og sagt er frá, túlkuðu höfundar Nýja testamentisins þá þessa atburði rétt? Hvernig get ég skilið forna texta? Ég reyni að nota hug- myndaflug mitt eða ímyndunar- afl, þegar ég les íslenzkar þjóðsög- ur og ævintýri — ég hef í raun og veru ekki gert mér nægilega grein fyrir því, hve merkilegar þær eru sem mannleg tjáning liðinna kyn- slóða. — Ég nota hugmyndaflug eða ímyndunarafl við lestur ljóða og skáldverka og þegar ég hugleiði hlutverk mitt og stöðu í heimin- um. Ég nota ímyndunaraflið við lestur fornra texta, til þess að ég geti notið þeirra. Allir textar eru ekki jafn að- gengilegir fyrir mig og málfar og myndmál þeirra höfðar misjafn- lega sterkt til mín — að vissu marki get ég ræktað í mig næm- leika fyrir nýju myndmáli, og þannig get ég útvíkkað áhugasvið mitt. Guðfræðinám beinist ein- mitt að því að nema málfar Biblíunnar. En hvað um sannleiksgildi í þessu samhengi? Þegar talað er um sannleiksgildi Biblíunnar eða Nýja testamentis- ins merkir það oft spurninguna um hvort tiltekinn atburður hafi gerzt eins og skýrt er frá í textanum eða ekki. Yfirleitt virðast höfundar Nýja testamentisins þó leggja meiri áherzlu á að tjá fyrir lesendum sínum merkingu þess sem gerðist, heldur én að rekja í smáatriðum það sem gerðist. Sannleiksgildið felst þá fyrst og fremst í túlkun- inni á atburðinum en ekki í atburðinum einum. Menn eru ekki heldur á einu máli um hvernig skoða eigi ákveðna atburði, sem sagt er frá í Nýja testamentinu, hvort þeir hafi gerzt eins og frá er sagt eða hvort þeir séu goðsagnir eða mýtur, myndmál sem tjáir sannleika, sem ekki er hægt að segja á annan hátt. Orðið goðsögn eða mýta merkir stundum í tali manna eitthvað sem er óraunverulegt, upplogið og hefur þannig á sér neikvæðan blæ. Hér er það hins vegar notað um tjáningarmáta, sem flytur sann- indi og gerir kröfu til þess að menn taki afstöðu til þeirra. Hvernig á til dæmis að skilja frásagnir Matteusar og Lúkasar af fæðingu Jesú? Hvert er sann- leiksgildi þessara frásagna? Er hér verið að lýsa raunverulegum atburði eða er þetta myndmál,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.