Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980
Umsjón
Ásdís Rafnar
Eru stelpurnar stopp?
Fyrir íimm árum voru hvatn-
ingarorðin „áfram stelpur“ og
með andann á flugi héidum við
að árangur af kvennaári yrði
mikill. — þær svartsýnni von-
uðu að hann a.m.k. yrði ein-
hver. En hver er staðan nú i
baráttunni fyrir jafnrétti kynj-
anna? Með tilkomu laga um
jafnrétti þetta árið 1976 var
stefnumiði kvenréttindakvenna
kannski náð, — en er fram-
kvæmdin sú að jafnrétti riki
með kynjunum á öilum sviðum
þjóðlifsins? Tökum dæmið um
fjölda kvenna á Alþingi, setu
þeirra i ríkisstjórn (?), setu
þeirra í stjórnum félaga stjórn-
málaflokkanna. sveitastjórn-
um, verkalýðsfélögum, félögum
bænda og öðrum félögum,
stjórnum rikisstofnana, einka-
fyrirtækja, starfsmannafélög-
um á vinnustöðum eða hags-
munasamtökum öðrum? Það er
enginn að tala um að i slikum
í heiðri. Kynið úrskurðar ekki
um hæfni einstaklinganna.
Jafnréttisráðstefnur
I miðjum ágústmánuði setti ég
fram þá hugmynd hér í Mbl. að
jafnréttisráð stæði fyrir ráð-
stefnu um stöðu kvenna hér á
landi, hvort jafnrétti ríkti hér í
framkvæmd á öllum sviðum
þjóðfélgsins. Og viti menn, engar
undirtektir hafa orðið við þeirri
hugmynd nema af hálfu rit-
stjóra Mbl. sem tóku hugmynd-
ina upp í Reykjavíkurbréfi. Nú
eru fimm ár i haust frá kvenna-
frídegi 1975, — er ekki ástæða til
þess að kanna stöðuna í dag?
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í
Reykjavík stóð fyrir ráðstefnu
fyrir tveimur árum um „fjöl-
skylduna og vinnumarkaðinn",
Kvenréttindafélag íslands hélt
ráðstefnu sl. vor um jafna for-
eldraábyrgð og rauðsokkur m.a.
hafa haldið ráðstefnu um jafn-
Enn um
ráðstefnu
um jafn-
réttismál
konur og vinnumarkaðurinn, —
af þeim viðtölum er ekki hægt að
draga þá ályktun að jafnrétti sé
í raun á þeim vettvangi. Það
þyrfti að taka á því málefni líka
á opinberri ráðstefnu. Þar er af
fjölbreytilegu efni að taka.
Áður hefur verið minnst á
jafna foreldraábyrgð, — hún
þarf að vera jöfn í reynd barn-
anna vegna og foreldranna. Það
er samkomulagsatriði innan
hvers heimilis hver sinnir hús-
verkunum, sem hafa þann til-
gang að skapa skilyrði fyrir
eðlilegu mannlífi á heimilinu, —
en ef konur eiga að hafa mögu-
leika á að taka að sér m.a.
ábyrgðarstöður, hvers eðlis sem
þær eru, verður margfalt vinnu-
álag ekki til þess að þær geti
það. Hver er staða einstæðra
foreldra í dag, — afskipti þess
foreldris, sem ekki hefur forræði
barnanna í sínum höndum eru í
fáum tilvikum til fyrirmyndar.
Þegar forseti íslands náði
kjöri í sumar var mér oftar en
einu sinni óskað til hamingju
með það, — vegna þess að ég er
kona og forsetinn er kona. Það er
ólíklegt að körlum hefði á líkan
hátt verið óskað til hamingju ef
einhver karlframbjóðendanna
hefði náð kjöri. Af hverju eru
konur á þennan hátt settar undir
einn hatt en ekki karlmenn? Ef
kona stendur sig illa í starfi
verða aðrar konur að gjalda
þess. Konur fá ekki sömu stöð-
una í bráð. Ef kona stendur sig
vel í starfi eiga aðrar konur
möguleika á að fá viðlíka stöðu
hjá fyrirtækinu. Er þetta ekki
undarlegt? Það er jú undir
hverjum einstaklingi komið
hvernig hann stendur sig í
starfi. Kynið ræður ekki úrslit-
um, — þess vegna fannst manni
hjákátlegt þegar konur voru
hvattar af konum til þess að
kjósa konuna í forsetastól vegna
störfum eigi konur að vera,
vegna þess að þær eru konur,
heldur að konur eigi að eiga
sömu möguleika og karlmenn á
þvi að gegna slikum hlutverk-
um í þjóðfélaginu. Forsendan
fyrir þvi að konur geti eins og
karlmenn tekið að sér ábyrgð-
arstöður eða t.d. starfað í
áhugamannastarK stjórnmál-
anna er sú að þær hafi tima til
þess að sinna slikum störfum.
Margfait vinnuálag. þ.e. ef þær
eru útivinnandi og hafa auk
þess fyrir heimili að sjá og
uppeldi barna, gerir það að
verkum að timi verður lítill
aflögu til ýmissa áhugastarfa.
Foreldraábyrgðin verður að
vera jöfn, ábyrgðin á heimilis
störfunum líka. Konur verða að
öðlast sjálfstraust til þess að
taka að sér ábyrgðarstöður t.d.
á vinnustöðum og vinnuveitend-
ur verða að hafa jafnréttislögin
réttismál með sér. E.t.v. hafa
fleiri aðilar tekið til höndum um
þessi mál hver í sínu horni. Allir
þessir aðilar ættu að geta haft
samstarf um undirbúning opin-
berrar ráðstefnu t.d. í haust um
þessi mál og auðveldað fram-
gang hennar að fenginni reynslu.
Hvað ætti þar
t.d. að ræða?
Kvenréttindafélag íslands
hefur ákveðið að halda ráðstefnu
um þátttöku kvenna í sveitar-
stjórnum 24. október í haust.
Niðurstöður þeirrar ráðstefnu
kæmu að gagni í umræðum
þeirrar ráðstefnu, sem hér er
verið að leggja til að verði
haldin. 19. júní, ársrit Kvenrétt-
indafélags íslands var í vor
tileinkað efninu konur í stjórn-
málum með viðtölum m.a. við
konur sem starfað hafa á þeim
vettvangi. Allar voru þær sam-
mála um að vegna kyns síns
hefðu þær frekar átt erfitt
uppdráttar á þessu sviði þjóð-
lífsins, en hitt að það hafi verið
þeim til framdráttar. Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur helst átt kon-
ur í fremstu röð (Auður Auðuns
m.a. ráðherra um tíma og borg-
arstjóri í Reykjavík). Hvað varð-
ar aðra flokka má nefna að
Guðrún Hallgrímsdóttir (alb).
var ærleg á svipinn í sjónvarp-
inu sl. haust þegar hún sagði að
konur ættu sízt auðvelt upp-
dráttar innan síns flokks, Fram-
sóknarflokkurinn getur ekki
státað af konum í sinni fremstu
röð. Einhvern tímann verða
kosningar aftur til Alþingis og
sveitarstjórna, — er ekki tíma-
bært að ræða stöðu kvenna í
stjórnmálastarfi á opinberum
vettvangi?
19. júní tók einnig á efninu
Það er í raun undantekning að
t.d. feður óskilgetinna barna eða
skilgetinna sem ekki hafa for-
ræði þeirra í höndum leggi
annað eða meira af mörkum en
meðalmeðlagsgreiðslur Trygg-
ingastofnunar ríkisins. Hver er
réttur barnanna í þessum tilvik-
um, — eiga þau ekki heimtingu á
samskiptum við feður sína. Það
þarf jú tvo til að geta einstakling
í heiminn. Ætti ekki ábyrgðin
líka að vera jöfn eftir að sá
einstaklingur er í heiminn bor-
in? Frumvarp til barnalaga hef-
ur legið í 4 ár fyrir Alþingi og
enn ekki hlotið afgreiðslu. Fæð-
ingarorlof, — reglur þar um
skipta foreldra máli. Mæðralaun
(feðralaun) þjóna þau einhverj-
um tilgangi í þeirri mynd sem
þau eru í dag? Allt eru þetta
punktar og fleiri má telja til,
sem rík þörf er á að ræða á
opinberum vettvangi.
þess að þær og hún voru konur.
Vonandi hafa þó flestir þeir sem
veittu Vigdísi Finnbogadóttur
atkvæði sitt í kosningunum gert
það vegna persónu hennar en
ekki kyns, — rétt eins og hún
bað kjósendur um að gera í
sínum framboðsræðum. Þessa
kynhyggju má líka ræða.
Hér er þessari hugmynd um
opinbera ráðstefnu um jafnrétt-
ismál aftur komið á framfæri í
þeirri von að undirtektir verði
meiri við henni. Þjóðviljinn,
blaðið sem auglýsir sig sem blað
jafnréttis á Islandi (m.a. í 19.
júní) ætti að sýna lit og taka upp
þráðinn og ljá þessu máli lið sitt
og fyrirgefur það að hafa ekki
átt frumkvæðið. „Vinstri" og
„hægri" ættu jú að geta unnið að
því markmiði í sameiningu að
jafnrétti verði í raun á öllum
sviðum þjóðlífsins.