Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JW«rBunblabií> trgutn$MaMI> jrf Síminn á afgreiðslunni er 83033 |H*r0unl>Uit>i>> SUNNUDAGUR 24. ÁGÍjST 1980 Flugleiðir: „Mun svakalegra en við óttuðumst44 — rætt við formenn flugfreyja og flugmanna um væntanlegar uppsagnir Banaslys á Hvalfjarð- arströnd BANASLYS varð í fyrrakvöld, er tvær bifreiðar rákust á skammt frá bænum Ferstiklu á Hvalfjarð- arströnd. Bifreiðarnar voru fólksbill af Akranesi, og stór jeppabifreið með G-númeri. Talið er að ökumaður fólksbilsins, sem var einn i bilnum, hafi látist samstundis. í jeppabifreiðinni voru þrír far- þegar, og sluppu þeir lítt eða ekki meiddir, en ökumaðurinn slasaðist nokkuð, nefbrotnaði meðal annars og skarst í andliti. Lögreglunni á Akranesi var tilkynnt um slysið um klukkan 23.15 á föstudagskvöld, og var ökumaður fólksbifreiðarinnar lát- inn er að var komið. Hann var frá Akranesi, en ekki er unnt að greina frá nafni hans fyrr en síðar. 329 hvalir hafa veiðzt HVALSKIP voru í gær á leið til lands með 7 hvali; 6 búr- hvali og 1 sandreyði, og hafa þá veiðst 329 hvalir á vertíð- inni. Aflinn á vertiðinni skiptist þannig; 225 langreyðar, 79 búrhvalir og 25 sandreyðar. A hvalvertíðinni i fyrra höfðu veiðzt 357 hvalir um þetta leyti. Skutu æð- arkollur TVEIR piltar úr Reykjavík urðu uppvísir að því í fyrrakvöld að skjóta æðarkollur í Straumsvík. Lögreglunni var gert viðvart. Stöðvaði hún piltana, er þeir voru að fara brott á bíl. Leit var gerð í bílnum en þar fannst ekkert. Síðar fundust byssur piltanna og ein dauð æðarkolla í eyðibýli þarna skammt frá. „ÞAÐ er óhugnanlegt að sjá hvern- ig komið er, en við vonum i lengstu lög að unnt verði að finna atvinnu fyrir sem flesta flugmenn og sinna almennu leiguflugi og öðru sliku sem félagið hefur sinnt,“ sagði Kristján Egilsson formaður Félags islenzkra atvinnuflugmanna i sam- bandi við væntanlegar uppsagnir Flugleiða á næstunni, en ráðgert mun að segja upp a.m.k. 30 flug mönnum. Aðspurður um það hvað starfsald- urslistamál hefði að segja í sam- bandi við uppsagnir svaraði Krist- ján: „Flugmannafélögin eru með sitt hvorn starfsaldurslista og það hefur verið sagt upp þar sem samdráttur- inn á sér stað og aðra leið sjáum við ekki færa þar sem samkomulag hefur ekki náðst þrátt fyrir marga fundi. Þetta ætti því að hafa lítil áhrif á okkar félaga, enda höfum við einskis notið af þessu Ameríkuflugi og viljum ógjarnan taka erfiðleikana á okkur nú.“ „En skiptir ekki máli í því efni hvaða flugvélategundir verða notað- ar?“ „Það má vera að flugvélategund- irnar hafi áhrif, en undarlegt þykir mér ef það á að nota áttur á þessum leiðum eins og þær eru óhagkvæmar í rekstri. Þessi staða er hroðaleg útkoma fyrir okkur og aðra og við bíðum spenntir eftir því að sjá hvert umfang þessara uppsagna verður." „Þó við höfum búizt við uppsögn- um þá er þetta mun meira og svakalegra en við óttuðumst ef tölur úr fjölmiðlum eru réttar," sagði Jófríður Björnsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins í samtali við Mbl. um væntanlegar uppsagnir Flugleiða". Ef um 80 flugfreyjum verður sagt upp verður félagið að- eins brot af því sem það var og þetta kemur öllum við, því vinnumarkað- urinn hlýtur að vera fullmettaður fyrir." Aðspurð um starfsaldurslista svaraði Jófríður: „Það er Ijóst að það hlýtur að verða sagt upp eftir starfsaldurslista okkar, það er það eina sem er hægt, nóg er nú samt. Það er komin full hefð á þau vinnubrögð sem eru þau einu sem fólk getur sætt sig við í slíkum erfiðleikum. Flugfreyjur hafa sam- eiginlegan starfsaldurslista sem hef- ur verið farið eftir á eðlilegan hátt i uppsögnum og samkvæmt starfsald- urslista var einnig farið í þessum efnum áður en félögin voru samein- uð enda hefur þessi hefð gilt í nær áratug" „Ég tel að stjórnvöld hér þurfi að stuðla að því að ekki verði farið svo neðarlega í þessu rekstri eins og horfur eru á, þvi ég tel það algjört skilyrði að ekki sé farið niður fyrir það lágmark sem bíður upp á möguleika til þess að byggja þetta starf upp aftur þegar fargjaldastríð- inu linnir og öldur lægir á þessari leið. Slíka skynsamlega ákvörðun hafa stjórnvöld í hendi sér,“ sagði Baldur Oddsson formaður Loftleiða- flugmanna í samtali við Mbl. í gær. Aðspurður sagði Baldur að í starfs- aldursmálum varðandi uppsagnir flugmanna Flugleiða væri ágrein- ingur milli flugmanna og þeir gætu ekki leist það mál sjálfir, til þyrftu að koma aðrir aðilar eins og t.d. Flugleiðir. Kýrin gekk lambinu í móðurstað Á BÆNUM Huppuhlið í Mið- firði bar það til tiðinda i sumar að ær drapst frá lambi. Það þykja þó ekki óvenjuleg tiðindi til sveita og kunn eru dæmin um heimalningana. Allt benti um tíma til þess að þetta móðurlausa lamb yrði sem ann- ar heimalningur, sem þyrfti að gefa mjólk úr pela. En kálfur hafði einnig verið tekinn undan henni Bröndu. Fólk á bænum veitti því allt í einu eftirtekt að lambið var farið að fylgja kúnum og gekk jafnan við hlið Bröndu. Kom lambið ekki heim að bænum nema þegar kýrnar voru reknar heim vegna mjalta. í ljós kom að Branda hafði gengið lambinu í móðurstað og sýgur það tvo spena hennar. Hefur þessi félagsskapur vak- ið athygli en það mun heldur fátítt að lömb gangi undir kúm. En lögmál náttúrunnar láta ekki að sér hæða og það er eftirtekt- arvert að lambið sýgur aðeins tvo spena á Bröndu, en ær eru aðeins með tvo spena. Myndirn- ar sem hér fylgja tók Inga Harðardóttir. Lambið fylgir jafnan kúnum og hér gengur það við hlið Bröndu á leið heim i fjós. Það fer greinilega vel á með Bröndu og lambinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.