Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Hugmyndasamkeppni um byggðaskipulag Ártúnslands í Kópavogi: Nýlega eíndi bæjarstjórn Kópavogs til samkeppni um ibúðabyggð og skipulag Ár- túnslands i Kópavogi. Alls bár- ust fimmtán tillogur og voru veitt þrenn verðlaun en einnig keyptar tvær tillögur. Fyrstu verðlaun. 2.5 millj. kr., hlaut tillaga arkitektanna Knúts Jeppesen, Páls Gunnlaugssonar og Arna Friðrikssonar. Önnur verðlaun, 2 millj. kr., tillaga arkitektanna Björns S. Halls- sonar og Sigurþórs Aðalsteinss- onar. Þriðju verðlaun, 1.5 millj. kr., tillaga Iljörleifs Stefánss- onar arkitekts og Péturs Ottóssonar. Ennfremur voru keyptar tvær tillögur á 500 þús. hvor, tillögur arkitektanna Hilmars Þ. Björnssonar og Finns Björgvinssonar og til- laga Barkar Bergmanns arki- tekts og Franks Chopin stud. ark. Allar tillögurnar sem bár- ust eru til sýnis i kjallara Kársnesskóla. Kópavogi. Hófst sýningin þ. 17. þessa mánaðar en lýkur sunnudaginn 24. ág- úst. Sýningin er opin kl. 17—22 nema síðasta sýningardaginn en þá er hún opin frá kl. 14-22. tv«aAUNi, Arkitektarnir sem hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sina i hugmyndasamkeppninni: f.v. Páll Gunnlaugsson, Knútur Jeppesen og Árni Friðriksson. Á myndinni sést líkan og teikningar af tillögunni. Nýstárleg tillaga fær fyrstu verðlaun Laugardaginn 16. ágúst af- henti formaður dómnefndar, Magnús Skúlason arkitekt, verð- laun og þakkaði við það tækifæri öllum sem þátt tóku í samkeppn- inni. Auk hans voru í dómnefnd- inni: Sverrir Norðfjörð arkitekt, Kristinn Kristinsson byggingar- meistari, Loftur Al. Þorsteins- son verkfræðingur og Sólveig Runólfsdóttir húsmóðir. Megináherzla á manneskjulegt umhverfi Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Magnús Skúlason, formann dómnefndarinnar, og var hann fyrst spurður hvort tillagan, sem hlaut fyrstu verð- iaun, yrði notuð við skipulagn- ingu svæðisins: „Hún verður að sjálfsögðu notuð og okkur er einnig heimilt að nota hugmynd- ir úr þeim tillögum sem hlutu önnur og þriðju verðlaun ásamt þeim sem keyptar voru,“ sagði Magnús. „Á þessu svæði átti að vera lág byggð sem tengdist skemmtilega út í byggðina um- hverfis, og þar sem umhverfisleg gæði væru mikil. Tillagan kemur mjög vel heim við þessi sjónar- mið. Hún leggur megin áherzlu á að skapa manneskjulegt um- hverfi þar sem maðurinn situr í fyrirrúmi. Sum hverfi á höfuð- borgarsvæðinu virðast fyrst og fremst hönnuð með einkabílinn í huga en í þessu hverfi verður hann númer tvö þó að sjálfsögðu verði tekið fullt tillit til hans. Á götunum inni í hverfinu mun gangandi fólk hafa forgang og hindrunum komið fyrir til að torvelda hraðan akstur. Þar verða göngusvæði, svæði til leikja og útiveru en brattasta svæðið þarna verður samkvæmt tillögunni útivistarsvæði." Var dómnefndin samdóma um að þetta væri bezta tillagan? „Já, og okkur fannst hún að mörgu leyti bera af. Þó að ýmsar góðar hugmyndir séu í hinum tillögunum þá býður engin önnur upp á eins gott heildarskipulag. Það var mikil breidd í þessum tillögum, — mismunur á því hvernig menn nálguðust vanda- málið og hvaða hugmyndir þeir lögðu til grundvallar. — Svona samkeppni virðist mjög hentug, — og ódýr — aðferð til að fá fram góðar hugmyndir. Við í dómnefndinni erum mjög ánægðir með hversu margir sendu inn tillögur og hversu ágætar margar þeirra voru,“ sagði Magnús að lokum. Magnús Skúlason arkitekt, formaður dómnefndar. Margbreytilegt og aðlaðandi umhverfi Þá ræddi blaðamaður Morg- unblaðsins við arkitektana er áttu tillöguna sem fékk fyrstu verðlaun, þá Árna Friðriksson, Knút Jeppesen og Pál Gunn- laugsson. Samstarfsmaður þeirra, Stanislas Bohic, og að- stoðarmaður, Valdemar Harðar- son, voru ekki viðstaddir þannig að ekki var hægt að hafa tal af þeim. Þeir félagar voru sammála um að nýjungarnar í þessari tillögu væru svar við auknum kröfum sem fólk væri farið að gera til umhverfis síns. I tillögu þeirra væri fyrst og fremst hugsað um manneskjuna, — hvernig hún upplifði umhverfi sitt. Áður hefði verið horft of mikið á einstakar þarfir, s.s. einkabílinn. í tillögunni væri reynt að þjappa meira saman, t.d. með því að hafa bílskýli við götuna fyrir framan húsin og skapa þannig meira rými. Er þarna um að ræða aftur- hvarf til fortíðarinnar? „Nei, ekki að öllu leyti að minnsta kosti,“ svaraði Páll, „nýtistefnan (funktionalism) hefur e.t.v. verið full mikið ráðandi í byggðarskipulagi hér- lendis. Þetta var stefna sem átti mjög vel við á sínum tíma þegar verið var að útrýma heilsuspill- andi húsnæði og skapa góð lífsskilyrði. Hins vegar var minna hugsað um manneskjuna sjálfa, — að umhverfið væri notalegt og margbreytilegt. Nú eru menn að koma auga á að ekki er nóg að byggð veiti góð iífsskilyrði heldur verður hún líka að vera aðlaðandi." Hvað viljið þið segja um svona hugmyndasamkeppni um skipu- lag hverfa? „Þetta er mjög jákvæð aðferð til að fá fram góðar hugmyndir," sagði Árni, „og þeir fá mikla vinnu fyrir lítinn pening með þessu móti.“ Áttuð þið von á að tillaga ykkar fengi fyrstu verðlaun? „Nei, það kom okkur mjög á óvart eins og fegurðardrottn- ingarnar segja," sagði Páll hlæj- andi en tók sig svo á. „Maður tekur að sjálfsögðu ekki þátt í svona hugmyndasamkeppni nema maður telji sig eiga von á að komast í fyrsta sætið, — á bak við svona tillögu liggur geysileg vinna. Við fengum þessi verð- laun e.t.v. vegna þess að hug- myndir okkar eru hæfilega jarð- bundnar og nýta landrýmið þarna vel.“ „Eg held að í framtíðinni myndi borga sig að skipuleggja í minni einingum eins og gert hefur verið með þetta hverfi," sagði Knútur. „Stefna að því að ná samræmi í litlar einingar og mynda strúktúr þar sem allir þættir heildarskipulagsins spila saman og mynda fallega heild.“ Undir þetta tóku þeir Árni og Páll. OBSERVER Breyttir tímar í Kínaveldi Búist er við, að væntanleg afsögn Hua Guo-fengs forsætis- ráðherra og fimm aldinna vara- forsætisráðherra, sem runnin er undan rifjum hins óútreikn- anlega Deng xiao-pings, sé und- anfari mikilla breytinga i ollu kinverska valdakerfinu. öld- ungarnir munu vikja úr sessi fyrir unga fólkinu og við störf- um getulitilla „rauðliða“ munu taka sérfróðir menn i hægfara en viðtækri „menningarbylt- ingu“. f Þegar Alþýðuþingið kemur saman seint í þessum mánuði verða þessir sex kínversku leið- togar formlega beðnir um að láta af stjórnarstörfum. Við starfi Hua mun taka Zhao Ziy- ang, ákafur stuðningsmaður Dengs. Hann er nokkru eldri en Hua, 61 árs gamall, en þrátt fyrir það unglamb í augum Kínverja. Meðalaldur varafor- sætisráðherranna, sem nú láta af störfum, er 75 ár. Þó að sex-menningarnir um- getnu láti af eiginlegum stjórn- arstörfum munu þeir áfram hafa hönd í bagga með framvindunni í Kína. Hua sem formaður Kommúnistaflokksins og Deng og tveir aðrir sem varaformenn. Afsögn þeirra er þó boðberi nýrra tíma, tíma, sem krefjast nýrrar tækni en ekki gamalla spámanna, eins og sjá má af því, að nú er ekki lengur litið á Maó formann sem óskeikulan í öllum greinum. Helgimyndirnar og borðarnir með byltingarslagorð- um þessa fyrrum goðum líka manns hafa verið fjarlægð og verk hans sett undir mæliker enda er hann sakaður um að hafa orðið á stórkostleg mistök, sem valdið hafi kínverskri al- þýðu ómældum þjáningum. Maó heitinn á það jafnvel á hættu að vera úthrópaður sem „léns- herra". Hrokafullir flokksfélagar voru fyrir skömmu varaðir við því að hafa „hugmyndafræði lénsherr- anna“ að leiðarljósi og var þá átt við þá afstöðu þeirra, að þeir einir vissu allt; að þeir ýttu undir persónudýrkun; klikuskap; skriffinnskusérréttindi; hygluðu ættmennum sínum; tækju ákvarðanir í efnahagsmálum, sem þeir hefðu þó ekki hundsvit á, og þættust svo vissir um æviráðningu í þokkabót! í fram- tíðinni á enginn frammámanna flokksins að fá að sitja lengur en í 12 ár. „Hugmyndafræði lénsherr- anna“ hefur áhrif í öllum afkim- um flokks og stjórnar og í flokknum sjálfum takast á tveir hópar. Gömlu, endurreistu bylt- ingarmennirnir, sem voru hrakt- ir og hrjáðir á dögum menning- arbyltingarinnar, og ungmennin öfgafullu, sem ofsóknirnar stunduðu. Milljónir manna úr báðum hópum eiga eitt sameig- inlegt: Þeir eru pólitískir upp- skafningar, sem eiga stöðu sína að þakka „byltingarstörfum“ en ekki hagnýtri þekkingu. Gömlu mennirnir unnu Kína úr hendi Chiang Kaisheks, ungu hugsjón- armennirnir ólust upp við þau einkunnarorð Maós, að „stjórn- málin stjórnuðu öllu“. Of marga úr fyrrtalda hópnum skorti sér- þekkingu og allt of margir úr þeim síðartalda fyrirlitu hana. Afleiðingarnar eru þær, að að- eins um þriðjungur kínverskra menntamanna getur komið að einhverju gagni í þeirri tækni- væðingu, sem nú stendur fyrir dyrum í Kína. Stjórnin í Peking hefur verið óspör á að draga fram í dagsljós- ið oft á tíðum glæpsamleg ax- arsköft þessara viðvaninga. Samyrkjubúið í Dazhai, yndi og eftirlæti Maós og sem öll þjóðin átti að taka sér til fyrirmyndar, reyndist vera klókindalegur en kostnaðarsamur blekkingavefur þegar allt kom til alls. Blöðin hafa flett ofan af óstjórn flokks- gæðinga, sem leiddi til þess, að 129 námumenn fórust í sex sprengingum í Jilin-fylki á síð- asta ári, og 300 aðrir biðu bana í Hubei þegar gegnum grafinn jarðvegurinn hrundi saman. Vankunnátta og vanræksla skriffinnanna, sem stjórna olíu- borunum undan Kinaströndum, hafa valdið miklum slysum og 219 dauðsföllum síðan 1975. Óþreyjufullir leiðtogarnir í Peking hafa nú fullvissað vísindamenn og aðra tækni- menntaða menn um, að á þá verði litið með velþóknun svo fremi þeir sætti sig við stjórn Kommúnistaflokksins og jafn- framt gert sjálfbirgingslegum „hugsjónamönnum“ það Ijóst, að ef þeir vilja vera taldir „rauðir" verða þeir að hafa einhverja sérþekkingu til að bera. Sá háttur, sem menn höfðu á til að komast til mannvirðinga, er nú talinn úreltur og þess í stað eru menntaðir menn skipaðir í ábyrgðarmikil embætti en þeim fáfróðu ýtt til hliðar. Sem dæmi um það má nefna, að í þýð- ingarmikil embætti á vegum héraðsstjórna hafa nú nýlega verið skipuð kona, líffræðingur að mennt, og byggingarverk- fræðingur. Embættismenn, sem geta dregið upp leysigeislatæki eða smíðað 10.000 tonna vökva- lyftu, þykja vissulega tíðindum sæta í Kína. Að vera vel að sér í guðspjöll- um kommúnismans er þó ennþá skylda hvers Kínverja, því að mennirnir, sem að baki breyt- ingunum standa, gera sér fulla grein fyrir því, að svo kunni að fara, að þegar vísindin knýi dyra flögri trúin út um gluggann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.