Morgunblaðið - 24.10.1980, Side 1
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
236. tbl. 68. árg.
FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
McHenry hvetur
íraka að draga
her sinn frá Iran
Sameinuóu þjóAunum. Teheran. Hagdad. 23. október. AP.
DONALD McHenry, hvatt' íraka til þess að hafa sig á brott af
íranskri grund þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom
saman í kvöld til fundar um deilu frana og íraka. Hann hvatti
til friðsamlegrar lausnar deilunnar. I>á ítrekaði McHenry að
Bandaríkin væru hlutlaus í stríði íraka og írana.
Talsmaður íranska þingsins,
Ayatollah Hasemi Rajsandjani
sagði í dag í viðtali við franska
blaðið Le Monde, að skilyrði þau,
sem Khomeini, trúarleiðtogi Ir-
ana, setti fyrir lausn gíslamálsins,
séu ekki „endilega öll upptalin".
Hann sagði að líklega mundu
þingmenn setja ítarlegri skilyrði
fyrir lausn gíslamálsins en Khom-
eini en þó innan þessa ramma,
sem tilkynntur var. Þessi yfirlýs-
ing Rajsandjani, eins áhrifamesta
manns í Iran, hefur minnkað
vonir um skjóta lausn gíslamáls-
ins.
styrki nú varnir borgarinnar.
Rauði hálfmáninn íranski til-
kynnti í dag, að alls hefðu 1325
óbreyttir borgarar fallið í stríði
þjóðanna, og yfir 6 þúsund hefðu
særst. Mest hefði mannfall verið í
Ahwaz, höfuðborg Khuzestans.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
skýrði frá því í dag, að bandarísk-
ur fréttamaður hefði verið
hnepptur í varðhald í íran í
síðastliðnum mánuði og að engar
ákærur hefðu verið lagðar fram
gegn honum.
Sjá grein „Frelsun gíslanna
kæmi Carter vel“ bls. 16.
Rajsandjani sagði að meirihluti
þingsins mundi taka afstöðu til
gíslamálsins, sennilega á sunnu-
dag. Ali Rajai, forsætisráðherra
Irans, skýrði fyrir skömmu frá
skilyrðum Khomeinis og voru þau
í fjórum liðum. Til viðbótar þeim,
sagði Rajsandjani, að þingið
mundi hugsanlega gera að kröfu
sinni, að bandarísku AWAC rat-
sjárflugvélarnar verði á brott frá
Saudi Arabíu.
Bandarískir embættismenn
voru varkárir í yfirlýsingum í dag
en sögðu, að erfitt væri að ganga
að þeim skilyrðum, sem Iranir
virðast ætla að setja — en þó alls
ekki ómögulegt að takist að semja.
Embættismenn eru vongóðir um
lausn deilunnar, en þó varkárir.
Þeir telja sig sjá þess merki, að
íranir vilji binda endi á gísladeil-
una. Hins vegar gætu yfirlýsingar
Rajsandjanis flækt málið eitthvað
og embættismenn í Washington
leggja á það áherslu, að mjög geti
brugðið til beggja vona.
íranska herstjórnin í Teheran
tilkynnti í dag, að íranski flotinn
hefði sökkt írösku herskipi í sjó-
bardaga á Persaflóa í dag. írakar
segjast sjálfir hafa sökkt írönsk-
um tundurskeytabáti en minntust
ekkert á missi herskips. írakar
segjast stöðugt þrengja hringinn
um Abadan. Hins vegar sagði
íranska herstjórnin í dag, að
íranskri herdeild hefði tekist að
brjóta sér leið til Abadan og
Faðir krýpur grátandi við lik sonar sins.
Simamynd AP.
Harmleikur í smábæ á Spáni:
Tíunda hvert barn í
Ortuella beið bana
— þegar skólahús
sprakk í loft upp
Bilbao. 23. október. AP.
„ÞAÐ VAR sem jörðin gleypti
húsið, eins og jarðskjálfti hcfði
lagt það i rúst. Ég sá lik barna
falla tii jarðar af efri hæðunum.
Þetta var hræðilegt,“ sagði kona
nokkur. sem varð sjónarvottur að
þvi þegar fjögurra hæða barna-
skóli i bænum Ortuella, skammt
frá Bilbao á Spáni. sprakk i loft
upp. Að minnsta kosti 51 barn
beið bana. 30 voru flutt á sjúkra-
hús. Þar af er 6 ekki hugað líf.
Börnin voru á aldrinum 6 til 10
ára. f fyrstu var talið að a.m.k. 64
börn hefðu látist og var sú tala
höfð eftir björgunarmönnum og
frá sjúkrahúsi staðarins. Hins
vegar var tilkynnt á bæjarskrif-
stofunum að a.m.k. 51 barn hefði
beðið bana.
Lik barna eftir sprenginguna i skólanum.
Símamynd AP.
46
►f*
Kosygin dregur sig í
hlé vegna heusubrests
Tikhonov — hinn nýi forsætis-
ráðherra Sovétrikjanna.
Simamynd AP.
Moskvu, 23. október. AP
ALEXEI Kosygin, íorsætisráð-
herra Sovétríkjanna, hefur látið
af störfum vegna heilsubrests.
Við starfi hans tekur aðstoðarfor-
sætisráðherra landsins, Nikolai
Tikhonov. Leonid Brezhnev, for-
seti landsins, tilkvnnti Æðsta
ráðinu. sem nú þingar i Moskvu.
afsögn Kosygins.
Þó almennt sé álitið, að ástæða
afsagnar Kosygins sé heilsubrest-
ur en ekki afleiðing valdabaráttu,
þá vakti það athygli, að sovéska
sjónvarpið skýrði frá nokkrum
þingfréttum áður en skýrt var frá
afsögn Kosygins. „Alexei Kosygin
hefur skýrt frá því, að hann
þarfnist hvíldar og biðst undan
störfum vegna heilsubrests, sem
hefur ágerst upp á síðkastið.
Afsögn hans hefur því verið tekin
gild,“ sagði Leonid Brezhnev, þeg-
ar hann tilkynnti Æðsta ráðinu
afsögn Kosygins. Það vakti og
athygli, að Brezhnev bar ekkert lof
á starf Kosygins í þágu lands og
flokks.
Kosygin liggur nú á sjúkrahúsi.
Hann er 76 ára gamall og hefur
gegnt störfum síðan 1964 þegar
hann, ásamt Brezhnev og Nikolai
Podgorny, vék Krúsjeff frá völd-
um. Almennt er álitið, að afsögn
Kosygins muni ekki hafa í för með
sér neina stefnubreytingu. Hann
hafði einkum með efnahagsmál að
gera, en síðustu mánuðina hefur
hann lítt getað gegnt störfum
vegna heilsubrests. Tikhonov hef-
ur fyllt skarð hans. Tikhonov er 75
ára gamall — ári yngri en fyrir-
rennari hans.
Sjá frétt „Reyndur leiðtogi
leystur af hólmi“ bls. 15.
Orsakir sprengingarinnar eru
ekki að fullu íjósar ennþá. En þó er
ljóst, að gufuketill sprakk í loft upp,
þegar neistar komust í gasleiöslur
hans. Pípulagningarmaður var að
vinna að viðgerð gufuketilsins og
beið hann samstundis bana.
Aðkoman var skelfileg. Foreldrar
þustu að, leitandi að börnum sínum.
Þeir voru skelfingu gripnir og kom
til átaka þegar björgunarmenn urðu
að fjarlægja skelfingu lostna for-
eldra frá, þar sem þeir hindruðu
björgunarstarf. Ortuella er 5 þús-
und manna bær, skammt frá Bilbao.
Tíunda hvert barn í þorpinu beið
bana í sprengingunni. Sumir for-
eldrar misstu allt að þrjú börn í
harmleiknum. Sprengingin átti sér
stað um hádegisbil, klukkustund
fyrir matarhlé. I skólanum voru um
500 börn. Börnin sem létust voru í
einni álmu skólans. Tvær aðrar
álmur urðu fyrir skemmdum en ekki
miklum og þar slasaðist enginn eða
beið bana. Sprengingin heyrðist í 15
kílómetra fjarlægð, svo öflug var
hún. Enn er talið að mörg lík séu
grafin í rústum skólans.
Insúlíndæla
linar þrautir
sykursjúkra
bundúnum. 23. októbor. AP.
BRETI nokkur. Robert Channon,
sem þjáist af svkursýki. hefur
hannað sérstaka dælu. sem sykur-
sjúkir geta borið um mitti sér.
Þessi dæla ætti að gera sykursjúk-
um lífið léttbærara, því hún dælir
insúlíni í blóðið eftir sykurmagni og
í samræmi við fæðu hverju sinni.
Channon hefur undanfarna sex
mánuði borið dæluna um mitti sér.
Hann sagöi, að hann gæti fyrir vikið
neytt fjölbreyttari fæðu, án þess að
hafa áhyggjur.