Morgunblaðið - 24.10.1980, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980
94% félagsmanna
ASI fara í verkfall
„LJÓST er nú, að verkfallið, sem
hnðað hefur verið til 29. október,
verður mjö>? viðáttumikið og þátt-
taka í því almenn,“ segir í frétta-
tilkynningu. sem Morgunbiaðinu
barst í gær frá Alþýðusamhandi
fslands. „Við talningu í morgun
kom í Ijós, að tæp 94% þeirra
félagsmanna Alþýðusamhands fs-
lands, sem til stóð að legðu niður
vinnu, munu fara i verkfall næst-
komandi miðvikudag.“
Síðan segir í fréttatilkynningu
ASÍ, að á þeim lista, sem Vinnuveit-
endasamband Islands hefði sent frá
sér með 82 félögum, séu tvö ekki í
Alþýðusambandinu, Múrarafélagið
og Veggfóðrarafélag Reykjavíkur,
11 félög hafi þegar boðað verkfall og
12 eru í Sjómannasambandi Islands,
en ekki hafi staðið til að þau tækju
þátt í verkfallinu. „Eftir standa því
57 félög og félagadeildir með innan
við 7% félagsmanna Alþýðusam-
bands íslands," segir í fréttatil-
kynningu ASÍ:
Prentaradeilan:
Samkomulag náð-
ist um tæknimálin
Starfsmenn Búnaðarbankans við Hlemm við talninguna i gær. Jóhann Garðarsson yfirféhirðir hefur
yfirumsjón með talningunni, en hann er lengst til hægri á myndinni. Ljósm. Mbi. Emiiia.
SAMKOMULAG um 4. kafla í
kjarasamningi Hins islenzka
prentarafélags og Félags ís-
lenzka prentiðnaðarins var und-
irritað í gærkveldi og hefur þá
náðst samkomulag milli aðila um
tæknikröfur prentara, auk þess
sem samkomulag hefur náðst um
endurmenntun og endurskoðun
námsefnis til sveinsprófs. Þessi
atriði stóðu i vegi fyrir viðræðum
ASÍ og VSÍ og strax að lokinni
undirritun samkomulagsins i
gær var boðað til sáttafundar
'O
INNLENT
með viðræðunefndum aðila
vinnumarkaðarins.
Nýja samkomulagið um tækn-
ina er allt mun ítarlegra en hið
gamla og hefur verið aukið til þess
að koma í veg fyrir vafaatriði.
Aður hafði náðst samkomulag um
verksvið blaðamanna, eins og
fram hefur komiö í Morgunblað-
inu, en nú bætist við samkomulag-
ið nánari skilgreining á verksviði
prentara og starfsfólks auglýs-
ingadeilda.
Ólafur Emilsson, formaður HÍP
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærkveldi, að samkomulag hefði
tekizt um 4. kafla samningsins
með alls konar fyrirvörum um
samþykki aðila, þannig að hann
væri frá í bili. Um framhald
viðræðna um kjarasamninginn
kvað Ólafur undir sáttanefnd
komið.
Afríkuhjálpin 1980:
Talið í tveimur
prestskosningum
ATKVÆÐI í tvennum prests-
kosningum voru talin á bisk-
upsstofu i gær.
I Sauðárkróksprestakalli
voru 1350 á kjörskrá; 841
greiddi atkvæði og fékk séra
Hjálmar Jónsson, Bólstað, sem
var eini umsækjandinn, 837
atkvæði, 3 seðlar voru auðir og 1
ógildur. Kosningin var lögmæt,
en til þess að svo sé þarf
helmingur atkvæðisbærra
manna að neyta kosningarétt-
arins.
í Ásprestakalli voru 2653 á
kjörskrá; atkvæði greiddu 1004.
Séra Árni Bergur Sigurbjörns-
son Ólafsvík var eini umsækj-
andinn og fékk hann 990 at-
kvæði, auðir seðlar voru 11 og
ógildir 3.
Talningu af höfuðborgar-
svæðinu lýkur i næstu viku
TALNINGU á söfnunarfé til
Afríkuhjálparinnar 1980,
sem safnaðist i fyrradag á
höfuðborgarsvæðinu, verður
líklega ekki lokið fyrr en um
miðja næstu viku. Söfnunar-
fötunum var ekið í Búnaðar-
bankann við Hlemm, þar sem
starfsmenn bankans munu
vinna við talninguna. Fréttir
bárust frá Pálma Hlöðvers-
syni í gærmorgun, en hann er
við matvæladreifingu í Kara-
mojahéraði í Uganda.
Jón Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri söfnunarinnar, sagði í sam-
tali við Mbl. í gær, að u.þ.b. 1.500
grunnskólabörn hefðu tekið þátt í
söfnuninni og einnig 150—200
sjálfboðaliðar aðrir og sagði hann
mjög ánægjulegt hversu vel og
hratt söfnunin hefði gengið fyrir
sig. Jón sagðist hafa talað við
fulltrúa danska Rauða krossins í
Kampala, Hans Arthur Nielsen, í
gærmorgun og hefði hann sagt
sér að Pálmi Hlöðversson væri nú
staddur í Kaabong, sem er norð-
arlega í Karamoja-héraðinu, en
hann mun væntanlegur til Kamp-
ala í næstu viku til að gefa
skýrslu um starf sitt. „Hans
Arthur sagði einnig að ástandið í
Karamoja-héraðinu væri nú mun
betra," sagði Jón.
Ekki vildi Jón nefna neina tölu
um áætlaðar söfnunarfjárupp-
hæð af höfuðborgarsvæðinu, en
sagðist hafa heyrt ágiskunartölur
frá fólki og væru þær allt frá 20
millj. kr. og upp í 100 millj.
Adidas vill lög-
bann á Addo
VESTUR-þýzka fyrirtækið Adidas,
hcfur snúið sér til yfirborgarfóget-
ans í Reykjavik og óskað eftir því
að lögbann verði lagt við notkun
vörumerkisins Addo á iþróttafatn-
að, sem scldur er hér á landi.
Það er fyrirtækið Austurbakki hf.
sem flytur þennan fatnað inn frá
Suður-Kóreu og selur undir vöru-
merkinu Addo. Telur hið þýzka
fyrirtæki, sem er stærsti íþrótta-
vöruframleiðandi heimsins, að vöru-
merkið líkist um of sínu eigin
vörumerki, Adidas.
Fatnaðurinn frá Adidas er auð-
kenndur með þremur röndum en
Addo fatnaðurinn er auðkenndur
með tveimur röndum.
Ólafur Sigurgeirsson, fulltrúi
borgarfógetans, hefur úrskurðað að
Matthías Á. Mathiesen fyrrv. f járínálaráðherra:
Ríkisstjórnin hefur hækkað
skatta ungmenna úr 5 i 11,5%
„ÞAÐ ER LJÓST, þegar gerður er samanhurður á skattlagningu
tekna ungmenna fyrir og eftir skattkerfisbreytinguna 1978, að
skattar á tekjur ungmenna í heild vcrða lægri eftir breytinguna en
fyrir hana og heimilin hafa meira ráðstöfunarfé en minna fer til
ríkisins. f skattalogunum frá 1978 var samþykkt að leggja 5% skatt á
tekjur ungmenna, en síðan hefur núverandi ríkisstjórn hækkað hann
um 2% og bætt við 3% útsvari og 1,5% sjúkratryggingagjaldi. Þannig
hefur núverandi ríkisstjórn staðið að skattahækkun á tekjur
ungmenna úr 5% i 11,5%, sagði Matthias Á. Mathiesen, fyrrverandi
fjármálaráðherra, í samtali við Mbl. í tilefni af þeim skrifum og
umræðum sem orðið hafa um skattlagningu ungmenna.
„Með skattalögunum 1978 var samþykkt að leggja 5% skatt á
gerð sú breyting á skattlagningu
tekna að horfið var frá skattlagn-
ingu heimilanna, þar sem heimil-
isföðurnum voru taldar allar tekj-
ur hjóna og barna undir 16 ára
aldri, í sérsköttun, það er að segja
skattlagningu einstaklinga heim-
ilisins án tillits til kynja eða
aldurs," sagði Matthías. „Með
skattalögunum var ekki ætlunin
að skattar á tekjur ungmenna
yrðu hækkaðir, fremur lækkaðir.
í skattalögunum frá 1978 var
tekjur ungmenna, en barnabætur
og frádráttur vegna barna reikn-
aðist foreldrum. Ég man ekki til
þess að nokkur alþingismaður
gerði athugasemd vegna þessarar
greinar, þegar lögin voru sam-
þykkt.
Á síðasta þingi lagði núverandi
ríkisstjórn til að skattprósentan
yrði hækkuð úr 5% í 7% og
stjórnarliðar felldu tillögu sjálf-J
stæðismanna um að prósentan
skyldi standa óbreytt, það er 5%.
Á síðasta þingi lagði núverandi
ríkisstjórn fram frumvarp og fékk
samþykkt, þar sem lagt er 3%
útsvar á tekjur ungmenna og 1,5%
sjúkratryggingagjald. Auk þessar-
ar skattahækkunar er svo fram-
kvæmd ríkisstjórnarinnar á skatt-
heimtunni til mjög mikils baga
fyrir viðkomandi ungmenni.
í útvarpsþætti síðastliöinn mið-
vikudag vék dr. Gunnar Thorodd-
sen forsætisráðherra að skatt-
lagningu ungmenna og taldi hana,
eins og hún er í dag, vera verk
ríkisstjórnar Geirs Hallgrímsson-
ar með Matthías Á. Mathiesen
sem fjármálaráðherra. Hér er
farið rangt með. Fimm prósent
tekjuskatts má rekja til laganna
1978, en 2% hækkun á skattpró-
sentunni, 3% útsvarið og 1,5%
sjúkratryggingagjald eru frá rík-
isstjórn dr. Gunnars Thoroddsens
með Ragnar Arnalds sem fjár-
málaráðherra, eða samtals 6,5%
af 11,5%, sem lögð eru á í dag.
Mig rekur ekki minni til þess, að
þegar skattalögin voru til umræðu
1978, hafi dr. Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra, þáverandi iðn-
aðarráðherra, nokkurn tíma haft í
frammi athugasemdir varðandi
þetta ákvæði, né heidur lýst
óánægju sinni með það. Hafi hann
verið það í raun og veru, fékk hann
gullið tækifæri á síðastliðnum
vetri til að standa með flokks-
bræðrum sínum og halda skatt-
prósentunni óbreyttri í 5% og vera
á móti frekari hækkun skatta á
tekjur ungmenna svo ekki sé nú
talað um að standa við stefnu
sjálfstæðismanna frá síðustu
kosningum og afnema vinstri
stjórnar skattana alla saman. Það
gerði hann ekki, heldur stóð að
meira en tvöföldun skattlagningar
á tekjur ungmenna, úr 5% í 11,5%.
Það er sannleikur málsins."
lögbannið nái fram að ganga gegn
10 milljón króna tryggingu. Þegar
Mbl. hafði síðast fréttir var ekki
búið að leggja fram tryggingarféð
og hafði lögbannið því ekki verið
sett.
Skuldin
við Seðla-
bankann
fór yfir 40
milljarða
FRIÐRIK Sophusson, al-
þingismaður, sagði í út-
varpsumræðum á Alþingi í
gærkvöidi, að vinstri skatt-
arnir í ár væru 50—60
milljarðar króna og á næsta
ári yrðu þeir 75 milljarðar
króna.
Benti Friðrik á, að þrátt
fyrir alla þessa skattheimtu
hefði Ragnar Arnalds, fjár-
máiaráðherra, ekki eina
krónu afgangs til að endur-
greiða skuldir ríkissjóðs við
Seðlabankann, heldur hefði
skuldin hækkað og komizt
yfir 40 milljarða króna í
þessum mánuði.
Atkvæðagreiðslu
lýkur í kvöld
hjá Grafiska
sveinafélaginu
ATKVÆÐAGREIÐSLA í Graf-
iska sveinafélaginu um það, hvort
félagið eigi að boða til verkfalls
frá og með 5. nóvember næstkom-
andi stendur yfir á vinnustöðum
félaganna. Kjörfundur hófst í gær
og lýkur í kvöld. Búizt er við því,
að niðurstaða atkvæðagreiðslunn-
ar muni liggja fyrir eftir lokun
kjörfundar í kvöld.