Morgunblaðið - 24.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980
5
fyrri þáttur fjallar um landið
yfirleitt, hið nýja landnám Israela,
sem mér finnst að nálgist það að
mega kallast undur, að þetta skuli
hafa tekist hjá ósamstæðu flótta-
fólki frá mörgum löndum. Það er
stórkostlegt. Eg segi þarna frá því
hvað fyrir augu mín bar í ferðinni
og er raunar sönnun þess sem ég
sagði áðan. Síðari þátturinn sem
útvarpað verður föstudaginn 31.
október fjallar hins vegar um
Jerúsalem-borg. Þar var ég einn og
gekk um í gömlu borginni og sá þar
allt annan heim en ég hélt að væri
svona vestarlega á hnettinum, því
að þar voru betlarar víða og mér
liggur við að segja alls konar
furður, þrátt fyrir að þar ríkir
mikil siðavendni og hvergi sjáist
t.d. drukkinn maður og aldrei neitt
áfengi, að minnsta kosti aldrei hjá
þarlendu fólki. Og í rauninni sá ég
engan heldur við vinnu nema að
selja og kaupa á götunum og biðja
beininga. Gamla borgin er þannig
að þar er í rauninni ekki hægt að
ferðast um á bíl, þótt ótrúlegt megi
virðast. Eftir að komið er inn fyrir
borgarhliðin, þá er það miklu
líkara göngum, jafnvel eins og lágu
út í útihús í gamla daga á íslandi,
reyndar var gatan dálítið breiðari
en minnir samt talsvert á bæjar-
göngin gömlu. Umhverfis götuna
voru eiginlega ekki hús, heldur
múrar. I þeim voru göt eða bil og
þar inni eru stallar og hillur og á
þeim býr fólkið enn þann dag í dag.
15.30 Tónleikar. Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir. Tónleikar
16.30 Norðurlandamótið i
handknattleik i Noregi.
Ilermann Gunnarsson lýsir
frá Hamri siðari hálfleik i
keppni íslendinga og Finna
(beint útvarp).
Tónleikar.
17.20 Litli harnatíminn
Börn á Akureyri velja og
flytja efni með aðstoð stjórn-
andans. Grétu Ólafsdóttur.
17.40 Lesin dagskrá næstu
viku.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDID
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.40 Á vettvangi.
Stjórnandi þáttarins: Sig-
mar B. Ilauksson. Samstarfs-
maður: Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir.
20.05 Nýtt undir nálinni.
Gunnar Salvarsson kynnir
nýjustu popplögin.
21.30 Kvöldskammtur.
Endurtekin nokkur atriði úr
morgunpósti vikunnar.
21.00 Frá tónlistarhátíð i Du-
brovnik i Júgóslaviu i fyrra.
James Tocco frá Bandarikj-
unum leikur píanóverk eftir
Fréderic Chopin:
a. Berceuse op. 57.
b. Barcarolle op. 60.
c. Þrír mazúrkar op. 63.
d. Andante spianato et
Grande polonaise brillante
op. 22.
21.45 Þættir úr Jórsalaför.
Séra Árelius Nielsson fór
ferðina siðsumars og greinr
frá ýmsu, sem vakti athygli
hans.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Kvöldsagan: „Hetjur á
dauðastund" eftir Dagfinn
Hauge.
Ástráður Sigursteindórsson
les þýðingu sina (J).
23.00 Djassþáttur í umsjá Jóns
Múla Árnasonar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Fjölskyldu-
bókin seld á
Lækjartorgi
LANDSSAMBAND sjálfstæð-
iskvenna og Hvöt, félag sjálf-
stæðiskvenna í Reykjavík, haía
gefið út bók er nefnist „Fjöl-
skyldan i frjálsu samfélagi“. í
bókina rita 24 sjálfstæðismenn
greinar um málefni fjölskyld-
unnar.
Gunnar Thoroddsen um kommúnista:
„Engin ástæða að tor-
tryggja þeirra störf“
— hafa á marga lund staðið sig vel
ATHYGLI vakti í útvarpsþætt-
inum Bein lina á miðvikudags-
kvöldið, hve margir hlustenda
spurðu Gunnar Thoroddsen um
samstarf hans og kommúnista i
rikisstjórnini. Hér á eftir fara
spurningar tveggja hlustenda
og svör ráðherrans.
Iljörleifur Hallgríms: Var það
alveg kinnroðalaust sem forsætis-
ráðherra stofnaði til þessa stjórn-
arsamstarfs með kommúnistum
og stuðlaði þar með beint og
óbeint að viðgangi og uppgangi
þeirra í íslensku þjóðlífi?
Gunnar Thoroddsen: Ég vil
bara segja það, að ég held, að ég
hafi ekkert roðnað við þessa
stjórnarmyndun.
Hjörleifur Hallgrims: Telur
forsætisráðherra að það sé alveg
óttalaust eða ástæðulaust til ótta
að veita kommúnistum eins mikil
völd í íslensku þjóðlífi, litlu lýð-
ræðisríki, og raun ber vitni?
Gunnar Thoroddsen: Ég tel að
alþýðubandalagsmenn, sem þú
munt eiga við þarna, hafi gegnt
störfpm sínum af samviskusemi
og dugnaði í þessari ríkisstjórn og
engin ástæða til þess að tortryggja
þar þeirra störf.
Eftir þessi orðaskipti ræddu
fréttamennirnir, sem þættinum
stjórnuðu, samstarfið innan ríkis-
stjórnarinnar nánar við forsætis-
ráðherra og kom þar fram, að
hann telur samstarfsandann góð-
an í stjórninni. Sagði hann það
hlutverk manna í stjórnmálum að
kynna sér öndverð sjónarmið og
reyna að ná sáttum og hefði það
tekist innan stjórnarinnar.
Pétur Óskarsson á Neskaup-
stað: Er það almenn skoðun eða
þín persónuleg, að alþýðubanda-
lagsmenn séu drengir góðir? Og
erut sammála mér í því sem
sjálfstæðismaður, að eina leiðin til
þess að ná árangri í þjóðmálum sé
sú, að einangra kommúnista en
ekki að mynda fyrir þá stjórn?
Gunnar Thoroddsen: Náttúr-
lega get ég ekki sagt, hver er
almenn skoðun landsmanna, en ég
lýsti um daginn, það var víst -í
morgunpósti, yfir þeirri persónu-
legu skoðun minni, að samstarfs-
mennirnir í ríkisstjórninni væru
allir dugandi menn og drengir
góðir og það stend ég við.
Hins vegar hvort það sé eina
leiðin að leiða þá til áhrifa. Þegar
stjórnin var mynduð, þá bara lágu
málin þannig fyrir, að það var
ekki möguieiki að mynda þingræð-
isstjórn eða meirihlutastjórn á
íslandi á annan veg en þann sem
varð. Og ég tel fyrir mitt leyti, að
reynslan sé sú af þessu samstarfi,
að það hafi tekist vel og alþýðu-
bandalagsmenn, þeir hafi á marga
lund staðið sig þar vel í þessari
stjórn.
Sala bókarinnar hefst kl. 16 í
dag á Lækjartorgi og þar verða
einnig til sölu veggspjald Lands-
sambands sjáifstæðiskvenna og
bókarmerki Hvatar, sem prent-
uð eru í tilefni þess að 5 ár eru
liðin frá kvennafrídeginum
1975.
Vilmundur Gylfason:
Athugasemd við
Staksteinaskrif
MORGUNBLAÐIÐ gerir sér far
um að velta sér upp úr því
formannskjöri, sem stendur
fyrir dyrum í Alþýðuflokknum.
Slíkur er háttur flokksblaða, og
ekkert við því að segja.
En ef Morgunblaðið heldur, að
með slíkri umfjöllun sé það að
skaða Alþýðuflokkinn eða koma
þeirri skoðun að hjá almenningi
að Alþýðuflokkurinn sé rótklof-
inn, þá held ég að það sé mikill
misskilningur hjá Morgunblað-
inu. Alþýðuflokkurinn er ekki
klofinn. Þar eru einungis að fara
fram eins heilbrigð skoðana-
skipti og frekast verður á kosið.
Að vísu er flokksþing okkar
fámennt, á það er valið sam-
kvæmt gamaldags reglum.
Flokkskerfi okkar er gamaldags
og í því felst okkar stærsti vandi.
Sú kosning, sem stendur fyrir
dyrum, er eðlileg og heilbrigð.
Það eru skiptar skoðanir, og þá
greiða menn atkvæði. Morgun-
blaðið reynir auðvitað að úða
salti — en það eru óvart engin
sár. Pólitíkin hefur breytzt þó
svo Morgunblaðið skilji það ekki.
Nafnlaus Staksteinahöfundur
Morgunblaðsins hefur haft
smekk til þess að fara að draga
nafn mitt inn í þá kosningu, sem
stendur fyrir dyrum í Alþýðu-
flokknum. Þar er, upp á gamla
mátann, dylgjað um hvatir og
heilindi — eins og á tímum
Hriflu-Jónasar. Vísað er til við-
tals sem blaðamaður Dagblaðs-
ins átti við mig um þetta for-
mannskjör, þar sem ég hélt fram
þeirri skoðun, að þar sem væru
skiptar skoðanir væri eðlilegasti
hlutur í heimi að fram færi
kosning. Reynt er að snúa út úr
þeirri setningu að „þarna kunni
að vegast á persónulegir hags-
munir og langtímahagsmunir
flokks og lands".
Ég vildi sagt hafa að þarna
kynnu að takast á persónuleg
„hollusta" annars vegar, og hins
vegar langtímahagsmunir flokks
og lands. Þar er hins vegar við
sjálfan mig að sakast og ekki
blaðamenn Dagblaðsins.
En Morgunblaðið krefst skýr-
inga á þessum ummælum — og
dylgjar þá auðvitað um það að
hér fylgi undirmál. Ég skulda
Morgunblaðinu engar skýringar
á einu eða neinu. Þessi mál ræði
ég við nána amherja mína — og
ekki Morgunblaóið.
Vilmundur Gylfason
Með þeim ummælum, sem
Morgunblaðið fjallar um, þykist
ég vera að lýsa vanda margra
Alþýðuflokksmanna. Þannig er
pólitík. Og það er heilbrigt.
Alþýðuflokkurinn stefnir fram á
við og vonandi verður útkoma
þessa flokksþings bæði flokki og
landi til heilla.
Dylgjur Morgunblaðsins um
annað tilheyra liðnum tíma —
okkar viðmiðun er hins vegar
framtíðin.
M