Morgunblaðið - 24.10.1980, Page 8

Morgunblaðið - 24.10.1980, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980 Málverkauppboð Klausturhóla: Allt f rá 10 þús. upp í 2,8 millj. Málverkauppboð Klausturhóla fór nýverið fram að Hótel Sögu. Þar var 61 málverk boðið upp og voru öll slegin. Söluverðið var allt frá 10 þúsund krónum og uppí 2,8 milljónir. En Guðmundur Axelsson í Klausturhólum var ánægður með þetta uppboð sem önnur; heildin væri ævinlega viðunandi, en rokkandi verð á einstökum verkum — Samt kom þetta uppboð betur út, en við reiknuðum með, sagði hann. Verk ungra manna fóru ódýrt gera stórgóð kaup á þessum á þessu uppboði; á 10 þúsund, 15 uppboðum, sagði Guðmundur, en þúsund, 17 þúsund, 25 þúsund fólk virðist ekki veita því næga o.s.frv. — Það er iðulega hægt að athygli, heldur gengur það milli Mynd Kristínar Jónsdóttur úr „(ir Eyjafirfti“ fór á 1,3 miiljónir. Ljósm RAX. Þessar myndir voru allar á uppboði Klausturhóla. „Eftir regnið“ Jóns Stefánssonar er fremst og fór á 2,6 milljónir. sýninganna og kaupir verk oft langt fyrir ofan raunverð. Á uppboðinu síðasta fóru reyndar myndir allt of ódýrt, svo sem tússteikning ein eftir Flóka, Spámaðurinn (22x12 cm) frá 1957, hún fór á 50 þúsund. Tússteikning eftir Kjartan Guð- jónsson, Á sjó (37x25 cm) frá 1955, fór á 25 þúsund. Þannig gæti ég haldið áfram að telja sagði Guðmundur. En hér er uppboðsskráin, þið getið fengið það helsta úr henni: Tvær aðrar myndir voru eftir Flóka; „Kain og Abel", túss (22x31) frá ’57, fór á 115 þúsund, og kolsvartkrítarmynd, Þræls- lund (62x87) frá þessu ári, fór á 350 þús. Mosaik-mynd eftir Erro, Firenze heitir hún og er frá námsárum Errós á Ítalíu, þá Ferró, (35x60) og fór á 380 þ. Blýantsteikning eftir Sverri Haraldsson, Rofabarð frá 1979 (68x39) fór á 220 þúsund, Litróf eftir Sverri (41x28) þekjulitir, ártal vantar, fór á 185 þ. Blek- teikning eftir Guðmund frá Mið- dal, Frá Aþenu, (23x15) frá 1925 fór á 105 þúsund. Og þarna voru teikningar tvær eftir Tryggva Magnússon, önnur fór á 65 þúsund (17x11), hin Ævintýra- mynd (19x15), fór á 60 þúsund. Platti Einars Jónssonar, Til ljóssins 1911, gifs (31x35), fór á 420 þúsund, steinprent Jóns Þorleifssonar, Tré í húsum (52x70) frá 1929, eintak númer 2 af 15, fór á 230 þúsund. Sól í borginni, þekjulitir eftir Jó- hannes Jóhannesson frá 1949 (43x28) var slegin á 120 þúsund. Pastelmynd Gunnlaugs Blöndal, Bátar í kvöldsólinni (76x50) frá 1960 fór á 450 þ. og önnur mynd eftir Blöndal, Model (82x59) fór á 800 þúsund. „Tvær vatnslita- myndir" voru eftir Jón Jónsson, Þingvellir heitir önnur (46x34) frá 1969 og fór á 140 þúsund, hin Uppstilling (46x34) frá 1980 fór á 195 þ. Vatnslitamynd Sveins Þórarinssonar, Frá París (18x27) 1928, fór á 100 þúsund. Jón Þorleifsson, vatnslitir, Úr Húsa- fellsskógi (47x31) fór á 300 þúsund. Vatnslitamynd Túbals Við Eyjafjöll (26x20) fór á 120 þúsund. Eftir regnið Jóns Stefánsson- ar, ártal óvisst, olía á masonit (64x46), var slegin á 2,6 milljón- ir. Þrjár Kjarvalsmyndir voru á uppboðinu, olíumyndir: Úr Bers- erkjahrauni fór á 2,3 milijónir, Stúlknaandlit (39x78) á 500 þús- und, Úr Svínahrauni (145x90) var dýrasta mynd uppboðsins, fór á 2,8 milljónir fyrir utan söluskatt (22,5%). Kristín Jóns- dóttir átti tvö olíuverk, Frá Þingvöllum (73x59) fór á 1,7 milljónir, og Siglt inn Eyjafjörð (50x32) fór á 1,3 milljónir. Frá Eyjafirði, olíumynd eftir Svein Þórarinsson (150x100) frá árinu var siegin á 650 þúsund. — Hvað með mynd Péturs Friðriks, sem blaðaskrif urðu útaf, Guðmundur? — Ég dró hana til baka og setti aðra í staðinn. Það verður gengið frá því máli á öðrum vettvangi en í fjölmiðlum, sagði Guðmundur Axelsson í Klaust- urhólum. Liðsforingjanum berst aldrei bréf AB gefur út skáldsögu Marques í þýðingu Guðbergs Bergssonar ALMENNA bókafélagið hefur gefið út skáldsöguna „Liðsforingjanum berst aldrei bréf“, eftir kólombíska skáldið Gabriel Garcia Marques. Þýðandi er Guðbergur Bergsson. Bókin er gefin ut sem pappfrskilja. í frétt frá AB segir, að þessi stutta skáldsaga sé ein af ódauðlegum perlum Marques og bent er á, að höfundur sé einn þeirra sem komi árlega til álita við veitingu Nóbels- verðlauna í bókmenntum. Bókin er kynnt þannig á kápu: „Liðsforinginn hefur í 15 ár beðið eftirlaunanna sem stjórnin hafði heitið honum, en þau berast ekki og til stjórnarinnar nær enginn, og alls staðar, þar sem liðsforinginn knýr á, er múrveggur fyrir. Vissulega sveltur hann, missir flest sitt, þar á meðal einkasoninn. Það þarf mikla staðfestu og þrjósku, sterka trú á gimsteininn í mann- sorpinu, til þess að halda við slíkar aðstæður reisn sinni og von. En það Mitsubishi BÍLASÝNING um helgina gerir liðsforinginn. Suma fær ekkert bugað. Við dauðann hverfa þeir uppréttir út í myrkrið."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.