Morgunblaðið - 24.10.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 24.10.1980, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980 Heyrnar- og talmeinastöð Islands formlega opnuð í GÆR var Heyrnar- og talmeinastöð íslands tekin formlega í notkun, en hún tók í reynd til starfa 1. janúar 1979. Heyrnar- og talmeinastöðin er skipuð með lögum frá 1978 og er hún byggð á Háls- nef- og eyrnadeildum Borgarspítalans, Heilsuverndarstöðvar Rcykjavíkur og Félaginu Heyrnarhjálp. Allir landsmenn, sem eiga við heyrnarvandræði eða talvandræði að etja, geta með einu símtali á Heyrnar- og talmeinastöðina, pantað sér tíma til rannsóknar og þarf ekki að koma með tilvísun frá lækni. Síðan fer fram heyrnar- mæling og læknisrannsókn að liðnum ákveðnum biðtíma, sem nú er eitthvað um ‘A mán. eða svo. Heyrnarmælingin er fyrst og fremst almenn tónheyrnarmæling og auk þess talheyrnarmæling til að athuga hversu vel menn greina hið mælta mál, sem auðvitað er aðalatriði í því sem við heyrum. Auk þess þrýstimæling og við- bragðsmæling á miðeyra, en það er forsenda þess, að miðeyra starfi eðlilega, að þrýstingur í því sé eðlilegur og jafn mikill og sá þrýstingur, sem er í andrúmsloft- inu í kringum okkur. Þegar þessar rannsóknir liggja fyrir, fer fram Jæknisskoðun, þar fer fram greining á heyrnardeyf- unni og talsjúkdómnum. Ef þetta er eitthvað, sem hægt er að lækna, annað hvort með lyfjum eða með skurðaðgerð, er viðkomandi sjúkl- ingur sendur til þeirrar meðhöndl- unar, en annars fer sjúklingurinn í meðhöndlun hér á stofnuninni. Ef um er að ræða heyrnardeyfu, er fyrst byrjað að taka mót af eyranu og búið til sérstakt hlustarstykki, það verður að passa nákvæmlega inn í hlustina. Þegar síðan allt er tilbúið, kemur sjúklingurinn aftur og þá til heyrnarkennarans, sem kennir viðkomandi, hvernig nota skal tækið. Það er mjög mismun- andi hversu auðvelt fólk á með að læra á tækin og segir það sig sjálft, að þar er elliheyrnardeyfan lang erfiðust í meðhöndlun. Hvað varðar talið, verðum við því miður að viðurkenna í dag, að engin bein meðhöndlun fer fram á vegum stofnunarinnar í tal- kennslu. Tekin hefur verið sú stefna að bíða með að framfylgja lögum um talmeinameðferð, þang- að til heyrnarmálunum er búið að koma í gott lag, þar sem taka Hér skoða starfsmenn stöðvarinnar hluta af hinum fjölmörgu hjálpartækjum fyrir heyrnardaufa, sem á boðstólum eru. LKwnynd Mbl. Kristján. Munið Þórskabarett alltaf á sunnudögum verður tillit til fjárveitingar og fjárskorts. Síðast en ekki síst er svo viðgerðarþjónusta tæknimanna okkar á heyrnartækjum, heyrn- armælingatækjum og hverskyns hjálpartækjum fyrir heyrnar- daufa. Auk þess hjálp og leiðbein- ingar um lagningu á tón-möskv- um, en það er nokkurs konar lokað útvarpskerfi, sem hægt er að tengja annað hvort við útvarp eða sjónvarp eða hátalaramagnara og er mjög mikil bót fyrir fólk, sem heyrir mjög illa. Það gerir því kleift að fara í leikhús, kirkju og á fundi og fylgjast með því, sem þar fer fram, þar sem þessi tón- möskvi hefur verið lagður, með því að stilla heyrnartækin sín rétt. Við stöðina starfa 14 manns og hafa nýlega verið heimilaðar 2 nýjar stöður. I upphafi gegndi Erlingur Þorsteinsson yfirlækn- isstörfum, en hann lét af störfum að eigin ósk og við starfi hans tók Einar Sindrason háls- nef- og eyrnalæknir. Stöðin er til húsa að Háaleitisbraut 1, 4. hæð. Þrátt fyrir góða viðleitni skortir þó ýmislegt á að lögin um stöðina þjóni tilgangi. Eitt af meginverk- efnum stöðvarinnar eru skipu- lagðar ferðir starfsmanna og ann- arra sérfræðinga til aðstoðar heyrnardaufum og málhöltum úti á landi, en ætlast er til að slíkar ferðir séu farnar árlega. Mörg vandamál hafa komið fram í sambandi við þessar ferðir, en reynt verður að vinna bug á þeim. Það er ekkert vafamál að mikið veltur á því að þessar ferðir takist vel, því fólki utan af landi vex það oft mjög í augum að leita læknis- þjónustu til Reykjavíkur. Borgarbíó endurbætt Akureyri, 20. október. BORGARBÍÓ á Akureyri hefir verið stórlega endurbætt í sumar, m.a. skipt um þak og ioftklæðningu, ljósabúnaður endurnýjaður, saiurinn málaður að innan, sýningartjald hækkað o.fl. Þessum framkvæmdum má nú heita lokið, og er kvikmynda- húsið hið vistlegasta. í tilefni þess bauð stjórn fyrir- tækja IOGT gestum til kvik- myndasýningar á laugardaginn, en bíóið er eign góðtemplara á Akureyri. Þar töluðu þeir Eiríkur Sigurðsson, fyrrv. skólastjóri, Arnfinnur Arnfinnsson, for- stöðumaður fyrirtækja IOGT, og Hilmar Jónsson, stórtemplar. — Forstjóri Borgarbíós er Björgvin Júníusson og sýningarmenn Bragi Guðjónsson og Indriði Ulfsson. Sv.P. Kirkjuþing hefst í dag KIRKJUÞING hefst með guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju í dag klukkan 14 og verður þar kynnt nýja messuformið, sem verður eitt aðalmál þingsins. Séra Trausti Pétursson prófastur predikar, sóknarprestar Hall- grimskirkju þjóna fyrir altari og kór Langholtskirkju syngur und- ir stjórn Jóns Stefánssonar. Að lokinni guðsþjónustu verður kirkjuþing sett í safnaðarsal Hall- grímskirkju og mun kirkjumála- ráðherra Friðjón Þórðarson flytja ávarp, en meðal gesta við þing- setninguna verður Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra. Kirkjuþing sitja 17 fulltrúar og stendur það í allt að hálfan mánuð. Jimmy Carter — frelsun gísl- Ronald Reagan — segist hafa anna yrði honum vafalitið til eigin áætlun um frelsun gísl- framdráttar. anna. Frelsun gísl- anna kæmi Carter vel Frá önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Mbl. í Washington, 23. október. RÁÐAMENN i íran hafa undanfarna daga gefið yfirlýsingar sem má túlka þannig, að bandarísku gíslarnir i Teheran verði látnir lausir innan tiðar. Það gæti komið Jimmy Carter, frambjóðanda demókrata, mjög vel í kosningunum 4. nóvember nk., en þá verður ár liðið siðan gislarnir voru teknir. Nýjustu skoðanakannanir New York Times og CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sýna, að Carter og Ronald Reagan, frambjóðandi repúblikana, eru mjög jafnir i baráttunni. Carter hefur 39% fylgi meðal kjósenda, Reagan 38%, John Anderson, em býður sig fram sjálfstætt, 9% fylgi, en 13% kjósenda hafa enn ekki gert upp hug sinn. Múhammed Ali Rajai, forsæt- isráðherra Iran, sagði, eftir ferð sína til Sameinuðu þjóðanna í síðustu víku, að hann væri viss um að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að ganga að skilyrðum sem Ayatollah Khomeini setti fyrir lausn gíslanna fyrir mánuði. — Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði á mið- vikudag, að stjórnvöld hefðu oft lýst yfir vilja sínum að ráða við Irani um lausn gíslanna. Jimmy Carter sagði í vikunni, að hann myndi aflétta viðskipta- banni á Iran og íranir gætu nálgast innistæður sínar í banda- rískum bönkum, ef gíslunum yrði sleppt. Önnur skilyrði Khomeinis voru, að Bandaríkjamenn skiluðu auðæfum keisarans og skiptu sér ekki af innanríkismálum landsins í framtíðinni. Bandaríkjamenn hafa sagt, að þeir viti ekki hvar, eða hversu mikil, auðæfi keisar- ans eru og geti því ekki skilað þeim. Þeir telja sig hafa sýnt með hlutleysi í stríðinu milli Irans og íraks, að þeir séu tilbúnir að láta Irani um eigin stjórn. Gamalt skilyrði Irana fyrir lausn gísl- anna er afsökunarbeiðni Banda- ríkjastjórnar vegna afskipta af Khomeini — hefur hann i hendi sér hver verður næsti forseti Bandaríkjanna? Iran í fortíðinni. Rajai sagði í New York, að því skilyrði væri þegar fullnægt, en talsmaður utanríkisráðuneytisins í Wash- ington hefur ekki kannazt við það. Carter og Reagan hafa báðir forðazt að gera gíslana að kosn- ingamáli. Reagan hefur þó gagn- rýnt Carter og kennt veikri stefnu hans í varnamálum um handtöku gíslanna. Hann sagðist sjálfur hafa „leyniáætlun" um lausn gíslanna í vikunni, en Carter líkti þeirri áætiun við leyniáætlun Richard Nixons í kosningunum 1968 um að enda stríðið í Vietnam. Repúblikanar og fjölmiðlar hafa velt því mikið fyrir sér, hvort Carter.myndi ekki gera eitthvað rétt fyrir kosningar til að fá gíslana lausa. Ef þeim verður sleppt, munu margir líta á það sem kosningabrellu Carters og munu jafnvel óttast að hann hafi gengið að skilyrðum, sem verði þjóðinni ekki til góðs. En þó er talið, að það myndi fyrst og fremst hjálpa honum. Frambjóðendurnir féllust á í vikunni að eiga kappræður 28. október nk. í Cleveland, Ohio. Mikið er talið velta á kappræðun- um, þar sem Carter og Reagan eru svo jafnir í skoðanakönnun- um. Reagan kemur mjög vel fyrir í sjónvarpi og gefur yfirleitt auðskiljanleg svör. Carter stend- ur sig yfirleitt vel á blaðamanna- fundum og eitt af því, sem hann gerir bezt, er að svara spurning- um borgara á opnum fundum. Hann hefur ekki tekið þátt í neinum kappræðum síðan í kosn- ingunum 1976 en Reagan hefur átt þó nokkrar í kosningabarátt- unni í ár. En báðir mennirnir eru taldir taka áhættu með að sam- þykkja kappræðurnar. Carter var þó gagnrýndur mjög fyrir að neita að vera með í kappræðum Reagans og Ander- sons í september. Anderson verð- ur ekki með að þessu sinni. Fylgi hans hefur minnkað mjög í skoð- anakönnunum. Þó er mikill fjöldi fólks hrifnast af honum af fram- bjóðendunum, en vill ekki kjósa hann, því hann er ekki talinn eiga neina möguleika á sigri og vilja menn ekki kasta atkvæði sínu á gl*- ab.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.