Morgunblaðið - 24.10.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980
15
„Blómvöndur“ fyrir 1,2 milljarða
Frá uppboðinu í New York þegar Van Gogh-mynd var seld fyrir 1,2 milljarða íslenzkra krona — hærra
verð en nokkru sinni hefur verið greitt fyrir listaverk. Málverk Van Goghs er af blómvendi.
KGB uppvis
að mútum
WashinKton. 23. okt. AP.
SOVÉSKA leyniþjónustan KGB
er orðin uppvís að þvi að hafa
mútað fyrrvcrandi starfsmanni
CIA til þess að sækja um starf
hjá þremur bandariskum þing-
nefndum, sem skipaðar voru til
að hafa eftirlit með störfum
bandarisku leyniþjónustunnar.
Talið er að með þessu hafi
Sovétmenn ætlað að tryggja sér
lykilmann, sem gæti veitt þeim
upplýsinRar um mjög mikilvæg
atriði í starfsemi bandarísku
leyniþjónustunnar. Mútuféð er
talið hafa numið um 100.000 doll-
Fylgst hefur verið með mannin-
um, sem heitir D. Barnett, í eitt
ár, og á því tímabili hefur hann
unnið ýmis verk fyrir Sovétmenn.
Ákæra gegn Barnett verður lögð
fram á morgun og búist er við að
lögfræðingurinn muni miða vörn-t
ina við það að hann sé sekur.
Þetta gerðist
35 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
ÞRJÁTÍU og fimm ára afmæli
Sameinuðu þjóðanna er í dag. í
skýrslu Kurt Waldheims, aðalrit-
ara, segir að vonir manna um
sterka stöðu Sameinuðu þjóð-
anna i heiminum hefðu ekki ræst
nema að litlu leyti og virðing
fyrir ákvörðunum stofnunarinn-
Veður
víða um heim
Akureyrí 1 alskýjaö
Amsterdam 15 skýjaó
Aþena 19 skýjaó
Barcelona 19 þokumóða
Berlín 12 heióskírt
BrUasel 13 heióskirt
Chicago 15 skýjaó
Feneyjar 12 þokumóöa
Frankfurt 12 heióskirt
Færeyjar 7 skýjaó
Ganf 14 heiðskirt
Helsinki 5 heiðskírt
Jerúsalem 29 heióskirt
Jóhannesarborg vantar
Kaupmannahöfn 6 rigning
Laa Palmaa 23 lóttskýjaó
Lisaabon 22 skýjaó
London 15 heiöakírt
Loa Angeles 27 heióskírt
Madrid 19 heióskirt
Malaga 26 rigning
Mallorca 21 skýjaó
Miami 29 skýjaó
Moskva vantar
New York 14 heiöskirt
Oaló 3 heiðskírt
París 14 skýjaó
Reykjavík 4 léttskýjaó
Ríó de Janeiro 35 skýjað
Rómaborg 19 heióskirt
Stokkhólmur 5 heióskírt
Tel Aviv 29 heiðskírt
Tókýó 19 heióskírt
Vancouver 4 skýjaó
ar væri ekki eins og til var
ætlast. Ilann nefndi sem dæmi að
ísraelsmenn hefðu i engu sinnt
kröfu Sameinuðu þjóðanna um að
draga herlið sitt til baka frá
herteknu svæðunum frá striðinu
1967 og að Rússar létu sig það
engu skipta þótt margoft hafi
verið krafist að þeir hæfu sig á
brott úr Afganistan.
í gagnrýni á Sameinuðu þjóð-
irnar hefur einnig verið bent á að
skrifræðisbáknið þar sé með því
stærsta í heiminum og kerfið
þungt í vöfum.
Margt hefur þó áunnist í 35 ára
starfi og gildi og tilveruréttur
þessara alþjóðasamtaka er ótví-
ræður. í mörgum tilfellum hefur
stofnunin getað stuðlað að friði og
fátækar þjóðar heims hefðu oft
verið studdar af samtökunum.
Sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum sagði að á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna
væri tryggt að sjónarmið smá-
þjóðanna kæmu fram og þau
veittu risaveldunum nauðsynlegt
aðhald.
Starfsmaður Sameinuðu þjóð-
anna sagðist álíta, að best heppn-
aða aðgerð Sameinuðu þjóðanna
hefði verið að senda friðargæslu-
sveitirnar til Sinaiskaga eftir
stríðið 1973.
Áætlun SÞ um eflingu atvinnu-
þróunar í vanþróuðu löndunum er
mjög gagnleg þó hún mætti vera
miklu meiri.
„Ekki eru ráðgerð mikil hátíða-
höld í tilefni afmælisins, að miklu
leyti vegna þess að mörgum finnst
árangurinn sem Sameinuðu þjóð-
irnar hafa náð ekki vera svo mikið
fagnaðarefni," sagði starfsmaður
Sameinuðu þjóðanna. (AP)
1975 — Sendiherra Tyrklands í
París skotinn til Bana.
1968 — íran og Saudi-Arabía
jafna ágreining um landakröfur
við Persaflóa.
1964 — Zambia, áður Norður-
Rhodesía, fær sjálfstæði.
1%2 — Bandaríkjamenn setja'
hafnbann á Kúbu.
1961 — Mótmæli á vettvangi SÞ
eftir sprengingu risasprengju
Rússa.
1954 — Neyðarástandi lýst yfir í
Pakistan.
1945 — Stofnskrá SÞ gengur í
gildi.
1929 — Verðhrun í kauphöllinni
í New York.
1922 — írska þingið samþykkir
stjórnarskrá írska friríkisins.
1917 — Annar her ítala gersigr-l
aður í orrustunni við Caporetto.
1909 — Rússar og ítalir undir-
rita samninginn í Racconigi.
1861 — Lagningu ritsíma-
strengs til Bandaríkjanna lýkur.
1860 — Kínverjar staðfesta
samninga við Breta og Frakka.
1795 — Póllandi skipt milli
Rússa, Austurríkismanna og
Prússa.
1688 — Franskur her tekur
Heidelberg.
1648 — Vestfalsfriður bindur
enda á Þrjátíu ára striðið —
Evrópuríki viðurkenna sjálf-
stæði Niðurlanda.
Afmæli — Jacques Lafitte,
franskur bankastjóri og stjóm-
málaleiðtogi (1767—1844).
Andlát — 1375 d. Valdimar
Atterdag, Danakonungur —
1537 d. Jane Seymour, Breta-
drottning af barnsförum — 1601
d. Tycho Brahe, stjörnu-
fræðingur — 1958 d. Franz
Lehár, óperettutónskáld.
Innlent — ,1869 f. Guðmundur
Friðjónsson frá Sandi — 1913
Samið við Gufuskipafélag
Björgvinjar um gufuskipaferðir
— 1938 Sameiningarflokkur al-
þýðu-Sósíalistaflokkurinn stofn-
aður — 1972 „Vigri", fyrsti
skuttogarinn, sérstaklega smíð-
aður fyrir íslendinga, kemur —
1975 Kvennafrídagur — 1900 f.
Karl O. Runólfsson, tónskáld.
Orð dagsins — Blessaður sé sá
sem hefur ekkert að segja og
lætur hjá líða að fara um það
mörgum orðum — George Elliot,
enskur rithöfundur (1819—
1880).
Gengið að kröf-
um írskra lýð-
veldissinna
London, 23. október. AP.
BRESKA stjórnin tilkynnti i dag
að fangar á Norður-írlandi megi
klæðast venjulegum fötum í stað
fangabúnings ef þeir óska þess,
en um 340 fangar hafa hótað að
fara i hungurverkfall nema þeir
verði viðurkenndir sem pólitiskir
fangar.
Ekki er vitað hvort þessi ráð-
stöfun stjórnarinnar muni koma í
veg fyrir að fangarnir hefji hung-
urverkfall, en það átti að hefjast á
mánudag.
Fangarnir voru dæmdir fyrir
starfsemi í skæruliðahreyfingum
og hafa krafist þess að litið verði á
þá sem pólitíska fanga og að þeir
þurfi ekki að vinna í fangelsunum.
Reyndur leiðtogi
leystur af hólmi
ALEXEI Kosygin, sem hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra Rússa, gegndi áður mikilvægu
hlutverki í utanrikismálum. en hvarf meir os meir í skugga Leonid Brezhnevs forseta og einheitti sér
að yfirstjórh efnahagsmála, enda hafði hann að baki langa reynslu á því sviði.
Vestrænir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að Kosygin hafi verið sá af valdamönnum Rússa, sem
hvað staðfastlegast hafi beitt sér fyrir aukinni valddreifingu í efnahagsmálum. ráðstöfunum til að
auka hagnaðarvon og aukinni fjárfestingu til að auka framboð á neyzluvörum.
Kosygin kom til valda ásamt
Brezhnev og Nikolai Podgorny
eftir fall Nikita Krúsjeffs 1964, en
Brezhnev tók sér stöðugt meiri
völd og varð forseti í stað Pod-
gorny 1977. Vitað er að Kosygin
hefur minnst tvívegis fengið
hjartaáfall og viljað segja af sér í
nokkur ár.
í orðsendingu frá Kosygin, sem
Brezhnev vitnaði í þegar hann
tilkynnti að Kosygin hefði beðizt
lausnar þar sem heilsu hans hefði
hrakað og hann þyrfti hvíld,
kvaðst hann viss um að sovézka
þjóðin mundi „ná miklum árangri
í nafni sigurs kommúnismans og í
nafni hamingju og réttlætis á
jörðinni".
Þar sem Tikhonov, eftirmaður-
inn, er 75 ára er talið að hann
gegni starfinu aðeins til bráða-
birgða unz einhver af yngri kyn-
slóðinni kemur fram í dagsljósið.
Meðalaldur fulltrúanna í stjórn-
málaráðinu er nú 69 ár og var 70
ár áður en Mikhail Gorbachev var
valinn í það á þriðjudaginn.
Brezhnev er 73 ára, Gromyko 71
árs, Suslov 77 ára og Kirilenko 74
ára.
Skipun Tikhonovs mun ekki
hafa mikil áhrif á utanríkisstefnu
Rússa, sem virðist vera í höndum
Brezhnevs og Andrei Gromykos
utanríkisráðherra. Meginvið-
fangsefni Tikhonovs verður stjórn
bágborins efnahags Rússa.
Tikhonov fór til Vestur-Þýzka-
lands fyrr í ár í viðskiptaerindum,
heimsótti Bandaríki.. 1959 ásamt
Krúsjeff og hefur farið í nokkrar
aðrar utanlandsferðir. Hann var
vélfræðingur og málmvinnslu-
fræðingur að mennt, komst til
stöðugt meiri áhrifa í yfirstjórn
atvinnumála og varð varaformað-
ur ríkisráðsins 1965. Hann er
talinn náinn skjólstæðingur
Brezhnevs og starfaði lengi í
heimahéraði hans, Dnepropetr-
ovsk í Úkraínu, eins og nokkrir
aðrir valdamenn.
Brezhnev kvað Kosygin einnig
hafa óskað að verða leystur frá
störfum í stjórnmálaráðinu þann-
ig að Kosygin virðist hafa alger-
lega dregið sig í hlé, þótt hann
haldi sæti sínu í Æðsta ráðinu.
Kosygin mun hafa lítið unnið á
síðustu mánuðum og mun lítinn
þátt hafa átt í gerð nýlegrar
fjárhagsáætlunar fyrir 1981, nema
í aðalatriðum.
Anastas Mikoyan forseti sagði
af sér undir svipuðum kringum-
stæðum þegar hann vék fyrir
Podgorny sjötugur að aldri, báðir
virtust vera í náð þegar þeir
hættu. Síðasta meiriháttar breyt-
ingin á æðstu forystunni var gerð
í nóvember 1978 þegar Kirill
Mazuroov vék úr stjórnmálaráð-
inu. Andrei Grechko landvarna-
ráðherra andaðist 1976 og núver-
andi landvarnaráðherra, Dmitri
Ustinov, tók við.
Tikhonov sagði í ræðu í Æðsta
ráðinu að hann teldi skyldu sína
þá að vinna markvisst að því að
framfylgja þeirri stefnu sem var
mótuð á 24. og 25. flokksþinginu og
auk þess „stefnu Brezhnevs sem
flokkurinn og þjóðin færu með til
26. flokksþingsins" (í febrúar).
Hann kvað það stefnu flokksins að
„auka velferð alþýðunnar, efla
efnahagsmátt landsins, tryggja
öryggi þess og koma á friði".
Kosygin var 13 ára þegar bylt-
ing bolsévíka var gerð 1917 og
gekk í Rauða herinn 15 ára
gamall. Hann var verkfræðingur
og verksmiðjustjóri og varð borg-
arstjóri Leníngrad 1938 þegar
hreinsanirnar stóðu sem hæst.
Þrjátíu og niu ára gamall varð
hann forsætisráðherra rússneska
sovétlýðveldisins, stærsta lýðveld-
isins, og þremur árum síðar, 1943,
var hann skipaður í stjórnmála-
ráðið.
Hann missti stöðu sína í stjórn-
málaráðinu 1952 rétt fyrir andlát
Stalíns, og á því hefur aldrei
fengizt skýring. Krúsjeff gerði
hann aftur að fullgildum fulltrúa
1960. Klavdia kona hans dó úr
krabbameini 1967. Þær fréttir
bárust 1976 að Kosygin hefði
fengið hjartaáfall.
Kosygin gegndi mikilvægu hlut-
verki í utanríkismálum sem for-
sætisráðherra, áður en Brezhnev
Alexei Kosygin
tók við því hlutverki. Arið 1%5 fór
hann til Peking til að reyna að
jafna vaxandi ágreining við Kín-
verja. Hann var í Hanoi þegar
Bandaríkjamenn hófu loftárásir á
Norður-Víetnam, átti þátt í að
koma á friði í stríði Indverja og
Pakistana 1966 og sat hinn fræga
leiðtogafund í Glassboro, New
Jersey með Lyndon B. Johnson
forseta 1%7, fyrsta leiðtogafund
Rússa og Bandaríkjamanna síðan
í Vín 1960. Hann fór til Prag fyrir
og eftir innrásina 1%8 og mun
hafa beitt sér gegn henni. Hann
fór aftur til Peking 1968 eftir
bardaga á landamærunum.
Kosygin hvarf meir og meir í
skuggann eftir því sem völd
Brezhnevs jukust á árunum eftir
1970. Venjulegir Rússar sáu hann
aðeins í sjónvarpi og við opinber
tækifæri og í augum þeirra var
hann ráðgáta eins og aðrir sovézk-
ir leiðtogar. Andófsmaðurinn
Andrei Sakharov kallaði hann eitt
sinn „gáfaðsta og harðskeyttasta“
leiðtoga Rússa. Því má bæta við,
að hann var heppinn. (AP)