Morgunblaðið - 24.10.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980
Ríkisstjórnin hefur enn, einu sinni neitað að ræða við
Vinnuveitendasamband íslands og Alþýðusamband íslands
sameiginlega um kjaramálin. Fengu vinnuveitendur neikvætt
svar forsætisráðherra á þriðjudaginn og jafnframt kom þá
fram, að ríkisstjórnin ætlaði að taka upp sérviðræður við
Alþýðusambandið. Veikt til orða tekið er furðulegt, að
ríkisstjórnin skuli alfarið neita viðræðum við vinnuveitendur.
Ekki hefur komið fram af hennar hálfu nein skýring á þessari
afstöðu. Ein af meginkröfum vinnuveitenda í þríhliða viðræðum
við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og ríkisvaldsins yrði, að
gerð kjarasamninga yrði auðvelduð með skattalækkunum.
Ríkisstjórnin má ekki heyra á neitt slíkt minnst. Hún vill ekki
sleppa neinu af tekjum sínum til að flýta fyrir gerð
kjarasamninga. Þessi fastheldni í skattamálum á rætur að rekja
til þess, að afkoma ríkissjóðs stendur alveg í járnum og raunar
ekki víst, að það jafnvægi náist á þessu ári, sem ráðherrarnir og
stuðningsmenn þeirra guma sem mest af. í fjárlagafrumvarpi
því, sem Ragnar Arnalds hefur lagt fram, stendur skýrum
stöfum, að tekjur ríkissjóðs séu nú áætlaðar tæpum 25
milljörðum meiri á árinu en reiknað var með í fjárlögum ársins.
Þrátt fyrir þessar auknu tekjur má ríkissjóður ekki af einni
krónu missa.
Skattaáhugi ráðherranna hefur ekki aðeins verið staðfestur í
þessari viku með neikvæðu svari Gunnars Thoroddsens til
vinnuveitenda. í umræðum um svonefndan barnaskatt á Alþingi
hefur einnig komið fram, að fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds,
má ekki til þess hugsa að fella þann hálfa milljarð niður, sem
hann gefur í aðra hönd, þótt nettó-álagning tekjuskatts
einstaklinga hafi á árinu numið 1,5 milljörðum króna umfram
fjárlagaáætlun og álagning eignaskatta 2 milljörðum króna
umfram áætlun. I umræðum á Alþingi á miðvikudaginn lagði
Lárus Jónsson, þjngmaður Sjálfstæðisflokksins, til við fjár-
málaráðherra að með lagaSreytingu yrði barnaskatturinn
felldur niður. Ráðherra lýsti sig reiðubúinn til að athuga, hvort
ekki væri unnt að veita greiðslufrest á skattinum fram yfir
áramót en tók ekki undir niðurfellingu hans. Eyjólfur Konráð
Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti þá réttilega
máls á því, að slík frestun væri til lítils gagns fyrir tekjulausa
skólanemendur.
Löngum hefur tíðkast, að opinber gjöld væru lögð á aflafé
unglinga og um þá grundvallarreglu hafa allir verið sammála.
Með hinum nýju skattalögum, sem samþykkt voru 1978, var
ráðgert að upp yrði tekin staðgreiðsla skatta, þar af leiddi að
ekki yrði unnt að innheimta skatt af tekjum unglinga hjá
foreldrum þeirra heldur yrði að taka hann af launum þeirra
sjálfra, um leið og greiðsla þeirri færi fram. Því miður var ekki
gengið þannig til verks, að lög um staðgreiðslukerfi skatta tækju
gildi á sama tíma og nýju lögin um skattlagninguna. Þetta hefur
meðal annars leitt það af sér, að nú er unglingum sendur í fyrsta
sinn skattseðill og það eftir að þeir eru sestir á skólabekk. Það
er til marks um pólitískt þróttleysi, þegar forsaötisráðherra og
fjármálaráðherra kyrja þann söng, að barnaskattarnir komi
þeim ekkert við, þeir séu hinum vondu sjálfstæðismönnum að
kenna. Auðvitað ber núverandi fjármálaráðherra ábyrgð á
framkvæmd skattheimtunnar, á meðan hann situr í embætti
sínu, hvort sem sú ábyrgð skapar honum óþægindi eða ekki. Á
vorþinginu lögðu sjálfstæðismenn til, að skattabyrði unglinga
yrði létt frá því, sem ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens vildi og
stuðningsmenn hennar samþykktu. Sómakær fjármálaráðherra
hefði séð til þess, að skattlagningu á unglinga yrði flýtt
sem kostur væri, svo að „glaðningurinn" bærist þeim, áður en
þéir settust á skólabekk. Óljóst tilboð fjármálaráðherra um
greiðslufrest staðfestir það eitt, að hann telur sig ekki geta séð
af þeim hálfa milljarði, sem lagður hefur verið á unglingana.
Einstakir alþingismenn verða að gera það upp við sig, hvort
þeir flytja frumvarp til laga um niðurfellingu barnaskattsins á
þessu ári vegna þess hve illa hefur verið að öllu málinu staðið af
hálfu ríkisstjórnarinnar. Ekki er neins frumkvæðis að vænta frá
ríkisstjórninni í þessu máli. Lagafrumvarp um niðurfellingu
barnaskattsins kæmi sér ekki aðeins vel fyrir hina ungu
skattgreiðendur, það myndi einnig beina athygli manna að því,
hve tæpt ríkissjóður stendur í raun og veru þrátt fyrir sjálfshól
ráðherra og mun meiri tekjur hans á árinu en reiknað hafði
verið með.
Ummæli Gunnars Thorodd-
sens um Morgunblaðið og sam-
starf við Alþýðubandalagið
í ÚTVARPSÞÆTTINUM Bein lína í fyrrakvöld vék
Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, nokkrum orðum
að Morgunblaðinu í tilefni af tveimur fyrirspurnum,
sem beint var til hans. Morgunblaðinu þykir því ástæða
til að birta þessar spurningar og svör ásamt athuga-
semdum af blaðsins hálfu við ummæli forsætisráðherra,
enda að blaðinu vegið.
Forsætisráðherra var spurð-
ur, hvað hann vildi segja um
stjórnarandstöðuskrif Morg-
unblaðsins. Svar hans var á
þessa leið: „Ég vil nú helzt ekki
fara að tala um það blað hér í
útvarpið. En hinu er náttúr-
lega ekki að neita, að manni
hefur oft blöskrað þessi skrif.
Hvernig reynt hefur verið að
hvetja menn til krafna og lýsa
svo óánægju yfir því, að ríkis-
stjórnin hefur reynt að beita
einhverju aðhaldi og krefjast
þess að veittar yrðu meiri
hækkanir heldur en hún gerði,
samtímis því að ríkisstjórnin
er skömmuð fyrir of mikla
verðbólgu. Ég skal ekki fara
um það fleiri orðum.“
Þá var eftirfarandi spurn-
ingu beint til forsætisráð-
herra: „Er ekki óhæfa, að
varaformaður þess stjórn-
málaflokks, sem fremstur á að
standa vörð um lýðræði og
frelsi á íslandi, skuli stuðla að
völdum kommúnista á flestum
sviðum þjóðlífs í dag?“
Svar forsætisráðherra var
þetta: „Ég býst við, að þér eigið
við Alþýðubandalagið hér. En
ég vil nú segja yður það, að
Alþýðubandalagið hefur nú oft
áður verið í stjórn á íslandi og
meðal annars þá hefur nú ekki
aðeins varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins heldur for-
maður Sjálfstæðisflokksins
um langan aldur, Ólafur
Thors, myndað samstjórn,
nýsköpunarstjórnina, með
Sósíalistaflokknum, eins og
hann hét þá, sem var fyrir-
rennari Alþýðubandalagsins.
Og ég held, að það mætti líka
spyrja núverandi formann
flokksins og Morgunblaðið,
hvers vegna tekin var upp
þessi mikla barátta í desem-
ber-janúar, fyrir hinum sögu-
legu sáttum og formaður
flokksins, hann beitti sér þá
mjög fyrir því, að reyna að
mynda stjórn með Álþýðu-
bandalaginu."
Athugasemdir Morgunblaðsms
Aths. ritstj.:
1. Morgunblaðið vísar á bug
rakalausum fullyrðingum
Gunnars Thoroddsens um að
blaðið hafi „reynt að hvetja
menn til krafna". Forsætisráð-
herra getur ekki fundið orðum
sínum stað í skrifum blaðsins.
Forsætisráðherra segir, að
Morgunblaðið hafi lýst
óánægju með það að ríkis-
stjórnin hafi „reynt að beita
einhverju aðhaldi". Morgun-
blaðið hefur ekki haft tæki-
færi til þess að lýsa ánægju
eða óánægju með aðhaldsað-
gerðir af hálfu ríkisstjórnar-
innar, einfaldlega vegna þess,
að þær hafa engar verið.
Forsætisráðherra segir, að
Morgunblaðið hafi krafizt þess
„að veittar yrðu meiri hækk-
anir“, heldur en ríkisstjórnin
hafi gert. Það er rétt, að í einu
tilviki, sérstaklega, hefur
Morgunblaðið gagnrýnt ríkis-
stjórnina fyrir að leyfa ekki
meiri verðhækkun en sam-
þykkt var. Þar var um að ræða
hækkun á hitaveitugjöldum.
Tilraunir ríkisstjórnarinnar
til þess að halda vísitölunni
niðri með því að eyðileggja
fjárhag Hitaveitu Reykjavíkur
og gera henni ókleift að sinna
hlutverki sínu með eðlilegum
hætti, er einhver heimskuleg-
asta aðgerð, sem nokkur ríkis-
stjórn hefur gert sig seka um.
Um það þarf ekki að hafa fleiri
orð en því skal bætt við, að
Morgunhlaðið mun halda
áfram gagnrýni á ríkisstjórn-
ina af þessum sökum.
Morgunblaðið hefur einnig
gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir
að vinna markvisst að því að
eyðileggja fjárhag Landsvirkj-
unar með því að leyfa ekki
nauðsynlegar hækkanir á
gjaldskrá hennar. Það er líka
heimskuleg ráðstöfun af hálfu
ríkisstjórnarinnar og dregur
úr möguleikum okkar til að
fjármagna með eigin fé virkj-
unarframkvæmdir. Morgun-
blaðið mun halda áfram gagn-
rýni á ríkisstjórnina á þeim
vettvangi.
Morgunblaðið hefur líka
gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir
það að halda uppi þeim hætti
vinstri stjórna að halda að það
sé barátta gegn verðbólgu að
halda niðri eðlilegum leiðrétt-
ingum á verði, skapa þannig
taprekstur í atvinnurekstr-
inum, sem kallar á meiri ásókn
í lán, sem leiðir svo til skulda-
söfnunar viðskiptabankanna
hjá Seðlabanka, sem hefur
verðbólguhvetjandi áhrif. „Að-
hald“ af þessu tagi er ekki
barátta gegn verðbólgu og
kemur niður á neytendum með
því meiri þunga, sem slíkar
gervilausnir standa lengur yf-
ir, eins og dæmin sýna, t.d.
þegar vinstristjórnin hrökkl-
aðist frá 1974, þegar Gunnar
Thoroddsen þurfti að moka
þann flór ásamt öðrum ráð-
herrum í ríkisstjórn Geirs
Hallgrímssonar.
Morgunblaðið hefur gagn-
rýnt ríkisstjórnina fyrir of
mikla verðbólgu. Ríkisstjórnin
lofaði miklu, þegar hún tók
við. Hún lofaði niðurtalningu
verðbólgu á þriggja mánaða
fresti. Þessi niðurtalning hefur
aldrei hafizt og efnahags-
stefna ríkisstjórnarinnar þar
mej> komin í þrot.
2. Gunnar Thoroddsen, for-
sætisráðherra, ver þær aðgerð-
ir sínar að leiða kommúnista
til mestu áhrifa í sögu þeirra í
íslenzkum þjóðmálum með því
að vísa á Morgunblaðið og
segja, að það hafi hvatt til
samstarfs við Alþýðubanda-
lagið í desember og janúar.
Hið rétta er að tveir nafn-
greindir starfsmenn á rit-
stjórn Morgunblaðsins, hvöttu
í greinum til þess að komið
yrði á sáttum milli sjálfstæð-
ismanna og alþýðubandalags-
manna, en það var gert á allt
öðrum forsendum en raunin
varð á hjá Gunnari Thorodd-
sen.
í þeim skrifum var hvatt til
könnunar á myndun svo-
nefndrar „nýsköpunarstjórn-
ar“, þ.e. samstjórnar Sjálf-
stæðisflokks, Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags eða hugsan-
lega tveggja flokka stjórnar
Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
bandalags. Að baki þessum
hugmyndum lá vilji til þess að
sætta þessi ólíku þjóðfélagsöfl
um það tímabundna verkefni
að ráða niðurlögum verðbólg-
unnar. Það var skoðun greina-
höfunda, að styrkur Sjálfstæð-
isflokksins í slíku samstarfi
væri slíkur, að honum myndi
takast að hemja kommúnista
og sjá til þess að áhrif þeirra
að öðru leyti yrðu innan þeirra
takmarka sem þau voru, t.d. í
nýsköpunarstjórninni.
í þessum skrifum var ekki
hvatt til samstjórnar Sjálf-
stæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Alþýðubandalags.
Ástæðan var sú, að greinahöf-
undar töldu slíkt samstarf
útilokað af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins. Þá mundi hann vera
í samstarfi við þá tvo stjórn-
málaflokka, sem sjálfstæðis-
menn hafa jafnan verið í
mestri andstöðu við og slíkt
samstarf væri ekki vænlegt til
árangurs.
Gunnar Thoroddsen eyði-
lagði þessa hugmynd með
stjórnarmyndun sinni. Hann
myndaði ríkisstjórn með þeim
tveimur flokkum, sem sjálf-
stæðismenn hafa jafnan verið
í mestri andstöðu við og hann
leiddi kommúnista til öndveg-
is, ekki með allan styrk Sjálf-
stæðisflokksins á bak við sig,
heldur með lítið af flokknum
með sér. í þessu samstarfi
hefur Gunnar Thoroddsen
engan þann styrk sem þarf til
að halda áhrifum kommúnista
í skefjum. Þvert á móti hefur
hann gerzt bandingi þeirra
eins og Ragnar Arnalds spáði
og rekur erindi þeirra í ríkis-
stjórninni. Þegar ágreiningur
hefur komið upp milli Alþýðu-
bandalags og Framsóknar-
flokks tekur Gunnar Thorodd-
sen afstöðu með kommúnist-
um, sem hann hefur kallað
„dugandi menn“ og „drengi
góða“. Afleiðing þessarar
stöðu er sú, að ríkisstjórn hans
hefur engum árangri náð í
baráttu gegn verðbólgunni, en
hann hefur gert Alþýðubanda-
lagið að áhrifamesta stjórnar-
flokknum.
Gunnar Thoroddsen getur
ekki skýlt sér á bak við
Morgunblaðið vegna þessa
verknaðar eins og hann gerði í
tilvitnuðu svari í Beinni línu
og hann getur ekki heldur
leitað skjóls hjá formanni
Sjálfstæðisflokksins, eins og
hann hefur reyndar stundum
gert, einfaldlega vegna þess,
að Geir Hallgrímsson hafnaði
hugmyndum framsóknar-
manna og kommúnista um
samstjórn þessara þriggja
flokka, eins og Gunnar Thor-
oddsen sjálfur sagði í útvarps-
þættinum. Þá tóku forystu-
menn þessara tveggja flokka
upp samstarf við Gunnar
Thoroddsen eins og Gunnar
staðfesti og notuðu persónu-
legan metnað hans til þess að
reyna að kljúfa Sjálfstæðis-
flokkinn.
PlnrgiM Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Barnaskattar
og skattaást
stjórnarinnar