Morgunblaðið - 24.10.1980, Síða 28

Morgunblaðið - 24.10.1980, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980 HÖGNI HREKKVÍSI 9-30 1980 Mc.Naught Synd.. I»c. ,£eru nó tov\wm kAFAgAVe'lKlHA 7/l' * Ast er... ... að láta ekki sólina skemma í henni sjón- ina... TM Reg U.S P«t Ott -aJl rights rmarvad • 1978 Los Angafs Ttmm Syndicate Með morgimkaffinu COSPER Einn bláan fyrir kaffibolla? Afnota- gjöld síst hærri hér Hafsteinn Þorsteinsson, símstjóri í Reykjavík, skrifar: „í Morgunblaðinu 19. þ.m. kvartar símnotandi við Velvak- anda um dýra og lélega þjónustu símans. Ég leyfi mér hér með að leiðrétta misskilning sem kemur fram hjá viðkomandi, og bið Velvakanda að birta eftirfarandi upplýsingar: 1. Það mætti ætla að afnotagjald af síma hér á landi væri verulega hærra en í nágranna- löndunum, þar sem aðflutn- ingsgjöld af öllu símaefni, sem keypt er til landsins, nemur um 130% af fob-verði vörunnar. Þrátt fyrir þessa háu tolla er afnotagjald síst hærra hér, eins og sést á eftirfarandi saman- burði, sem er gerður samkvæmt gjaldskrám viðkomandi landa og sölugengi frá 17. þ.m. I þessum samanburði er miðað við talsímagjöld í höfuðborgum landanna af heimilissíma, hæsta símtalakostnað (dag- gjöld virka daga), eingöngu sjálfvirk símtöl, og söluskatti eða virðisaukaskatti er bætt við hjá þeim löndum, sem leggja skattinn á. Samanburðurinn er miðaður við sama skrefafjölda eins og hér 1200 skref innifalin í árs- afnotagjaldinu. Árlegt afnotagjald: Bretland ísland Svíþjóða Danmörk Noregur V-Þýskaland 2. Simnotandi kvartar um lélega og hrakandi þjónustu, einkum vegna þess að hafa ekki fengið vitneskju um númeraskipti þegar hann hringdi í eldra númer kunningja síns. Það skal tekið fram að samskonar hringitákn heyrist hvort heldur þegar hringt er í símanúmer sem er tengt hjá notanda og í ótengt númer, eða númer sem eru sambandslaus vegna bilun- ar. kr. 75.668 kr. 65.208 kr. 68.297 kr. 110.696 kr. 165.257 kr. 173.6% Símsvari tcngdur við eldra númeriö Símnotendum er bent á, í slík- um tilvikum, að hringja í 03 og 05 sem gefa nauðsynlegar upplýs- ingar um númeraskipti eða sam- bandsleysi númera. Börnin ábyrgðarfyllstu söfnunaraðilarnir Fríða Proppé, skrifar: Ég vil þakka „móður utan af landi" sem skrifar í Velvakanda í gær fyrir hvatningarorð til okkar um að leggja bágstöddum Afríkubúum lið í söfnun Rauða krossins. „Móðirin" segir einnig í þessari sömu grein, að hún telji ranga ákvörðun að senda börn með söfnunarföturnar, heldur ætti að senda fullorðið fólk, ábyrgt gerða sinna. Þar sem ég hefi fylgst grannt með undirbúningi og fram- kvæmd söfnunarinnar finnst mér nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: Þegar sú ákvörðun var tekin að leita hjálpar skóla- barna hafði framkvæmdanefnd söfnunarinnar tvennt í huga. Annars vegar hið uppeldislega gildi, sem við töldum að kynning þessa vandamáls hefði fyrir börnin, því vandamálið er ekki aðeins íbúa A-Afríku, heldur alls heimsins — og börnin okkar eiga jú að erfa þessa veröld. Þá var einnig haft í huga, að með aðstoð barnanna er hægt að komast að hvers manns dyrum á tiltölulega skömmum tíma, en hjálpin þarf að berast hið fyrsta, eins og alþjóð er kunnugt. Staðið sig bezt Þá vil ég ítreka, sem ég tel þó að hafi komið glögglega fram í dagblöðum, a.m.k. nokkrum sinnum í Mbl. Skólabörn um allt land hafa frá fyrsta degi, að öðrum ólöstuðum, staðið sig bezt við söfnunina. í þeirra hópi hefi ég séð áhugasömustu og ábyrgð- arfyllstu fulltrúa okkar í þessari skyndiaðstoð. Þau hafa varið ótöldum stundum í skólum sín- um við að tjá hug sinn til blakkra meðbræðra með teikn- ingum. Þau hafa sjálf búið til söfnunarbauka, sem staðið hafa ólæstir á göngum og í skólastof- um, og ekki höfum við heyrt af einu einasta tilviki um að barn hafi reynt að hagnast á kostnað jafnaldra, sem eru að deyja úr hungri. Þau hafa síðustu daga komið í hópum á aðalskrifstofu R.K.Í. og átt í brösum með að lofta þungum byrðum afraksturs eigin framlaga. Þá eru mörg dæmi þess að börn hafi hvatt foreldra sína til að leggja ríflega af mörkum. Minnst spillti hópurinn Ég er „móður" fyllilega sam- mála um afleiðingar verðbólgu- þjóðfélagsins, en ég er jafnfull- viss um að börnin okkar eru sem betur fer minnst spillti hópurinn í þjóðfélaginu að þessu leyti. I lokin langar mig að benda á, að allar söfnunarföturnar sem sendar hafa verið út, hvort sem börn fá þær í hendur eða full- orðnir, eru rækilega lokaðar, númeraðar og merktar R.K.Í. Ekki er hægt að ná innihaldi þeirra úr þeim, án þess að það sjáist á fötunum. Nöfn og heim- ilisföng handhafa eru skráð og þeir sem safna í þær fá nafn- spjöld og merki R.K.Í. í barminn. Ég vil að lokum nota tækifær- ið, og ég veit að ég get hér einnig mælt fyrir aðra fulltrúa fram- kvæmdanefndar söfnunarinnar, til að senda þessum stóra hópi íslenzkra barna þakklæti fyrir þeirra mikla og óeigingjarna starf. Á Reykjavikursvæðinu hafa orðið 1360 númerabreytingar á tímabilinu janúar—september eða að meðaltali 150 á mánuði. Flestar númerabreytingar eru vegna flutninga símnotenda milli stöðvasvæða. I mörgum tilfellum er símsvari tengdur um stundar- sakir við eldra númerið með upp- lýsingum um nýtt númer, sé þess óskað. Þjónusta símans hvað þetta snertir hefur ekki tekið neinum breytingum. Milliheyrsla stafar af línubilunum Að lokum kvartar símnotandi um að truflanir komi inná símtöl hans og mun þá sennilega eiga við s.k. milliheyrslu sem stafar af línubilunum. Það er mjög áríðandi að símnotendur, sem verða varir við truflanir í símakerfinu til- kynni það strax til 05 og aðstoða þannig stofnunina við að staðsetja bilanir og flýta fyrir nauðsyn- legum úrbótum." I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.