Morgunblaðið - 24.10.1980, Side 29

Morgunblaðið - 24.10.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980 29 Magnús Jóhannesson skrifar: „Eftir að núveranHj ríkissíjórn var mynduð á sl. vetri var margt skrifað og skrafað, ýmist í blöð eða á öðrum vettvangi, af því tilefni. Viðbrögð manna voru á ýmsa lund og birtust í mörgum myndum. Flestir voru nokkuð jarðbundnir, ef undan er skiiin kona ein á Austfjörðum, Regína Thorarensen, fréttaritari Dag- blaðsins á Eskifirði, er beindi huganum hærra í umræðunni en flestir aðrir, svo vitað sé. Hugar- þel hennar birtist þjóðinni í Dagblaðinu skömmu eftir að dr. Gunnar Thoroddsen hafði sest í stól forsætisráðherra. Glöggt mátti greina, að Regína var ekki í neinu grundvallarflugi eða lág- flugi í andanum, og kom það fram í eftirfarandi ummælum höfðum eftir henni í Dagblaðinu um þess- ar mundir, en þar sagði m.a.: Gunnar Thor er kóngur klár, kóngur stjórnmálanna um eilíft ár. ítrekaði frúin þetta svo í sama blaði síðar. En margt er sér til gaman gert, og af þessu tilefni varð til. Þessir hringdu . . . Óóur Regínu Regína kóng sinn kallar á, klár ertu og sannur, þaó má sjá. Hylli ég þig að helgum siö, himneskt er Eskifjörðinn vió. Blítt Ijómar skjár þá birtist þú, björt er og hrein þín ásýnd nú. Oröin þín ganga inn í mig, ó, að ég mætti snerta þig. Fellur nú skuggi á flest þau goð, sem fólkinu áður sendu boð. Mynd þína í hugann meitla skal, megi það gleöja sprund og hal. Kóng minn, Gunnar, ég kalia þig. KrjÚDandi ambátt nefndn mín . .. _____________" þegar þú dýröardrengurinn dregur í nýjan söfnuð þinn. Dýrð valdanna og vonin stærst veitist þér jafnan hvar til næst. Svífi þinn andi í heiöi hátt, himnarnir opnist smátt og smátt.“ J(cG Reykvískar konur voru blekktar Á. II. hringdi og kvaðst þakklát Birgi ísleifi Gunnarssyni fyrir skrif hans í sunnudagsblað Mbl. 19. þ.m. um Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar. — Ég hef hvergi séð neitt um það í blöðum eða öðrum fjölmiðlum, að fæð- ingarrúmum fækkar úr 9 í 5, ef sú breyting nær fram að ganga að Fæðingarheimilið verði nýtt undir konur sem búnar eru að fæða. Þar með er verið að hverfa áratugi aftur í tímann. Mér finnst reyk- vískar konur hafa verið illa blekktar i þessu máli með bak- tjaldamanni ráðamanna. Þessir menn rjúka af stað án þess að vita nokkuð um þessi mál og ætla nú að koma aftur á því ástandi sem einu sinni var og þótti óþolandi, að konur fæddu á göngum og í hverju skoti sem tiltækt var. En mér er spurn: Af hverju er hægt að borga margfalt með rúmum á Borgar- spítalanum, en ekkert unnt að gera fyrir Fæðingarheimilið. í lokin langar mig til að drepa á framkomu yfirvalda við starfsfólk stofnunarinnar, hún er forkast- anleg. Ég skammast mín fyrir að hafa kosið þessa stjórn og ég mun ekki gera það aftur. fyrir 50 árum „SÚ STUND nálgast óðum að útvarpsstöðin nýja taki til starfa og hér hefjist reglulegar útvarpssendingar. Er þvi tími til kominn fyrir menn að fara að huga að kaupum á viðtækj- um. Vafalaust langar flesta til, að eignast tæki. Én þeir verða þó áreiðanlega margir sem engin tæki fá vegna þess að þeir hafa ekki ráð á að kaupa þau. ódýrari tegund tækja, sem almennt verða notuð, kosta 150—300 krónur eftir gæðum. Dýrari tegundir kosta hinsveg- ar frá 360 kr. til 550 kr. Það verður að visu ekki sagt að hér sé um stóra fjárhæð að ræða. Vðtækjaverslun rikisins gæti mjög hjálpað mönnum tií að eignast viðtæki, ef hún sæi sér fært að selja þau með afborgun- arskilmálum. Þessi söluaðferð tiðkast orðið talsvert ér á landi, einkum við kaup á dýr- ari munum svo sem hljóðfærum Frímiðar Flug- leiðastarfsfólks Kristin Sigurðardóttir hringdi og kvað forvitnilegt að fá svar við þvi hversu háum upphæðum frí- miðar til Flugleiðastarfsfólks og skyjduiiðs þess næmu á ári hverju. — Ég er hluthafi í fyrirtækinu og vil taka það fram ao við hluthaf- arnir njótum í þessu efni engra hlunninda. Ég heyrði einn ræðu- manna minnast á þetta mál á síðasta hluthafafundi, en þar voru engar tölur nefndar. Mig langar til að það verði lagt á borðið, um hversu háar upphæðir er þarna að tefla. Naglaspýtur við Borgarspítalann Kagnhildur Konráðsson hafði samband við Velvakanda og sagð- ist vilja vara við naglaspýtum á bílastæðun, við Borgarspítalann. — Ég var að heimsækja sjúkling á mánudaginn og lagði bílnum á stæðinu fyrir framan spítalann. Ég fann að ég hafði ekið upp á eitthvað og gætti að hvað það hefði verið. Þegar ég hafði bakkað út úr stæðinu, kor í ljós tré- klumpur einn mikill og út úr honum stóðu endarnir á 4—5 tommu nöglum. Ég fjarlægði spýt- una af stæðinu.en þegar ég kom út aftur, var allur vindur úr dekkinu, sem farið hafði yfir spýtuna. Ég leitaði eftir aðstoð á spítalanum við að skipta um dekk, en þá gaf sig fram elskulegur strætisvagna- stjóri, sem tók málið að sér. Ég sendi honum þakklæti mitt fyrir hjálpina. Svo vil ég hvetja rétta aðila til að sjá svo um að bílastæð- in þarna verði laus við naglaspýt- ur í framtíðinni, þótt verið sé að vinna við spítalann. SIGSA V/öGA g ÁlLVE^AW Vó LO'fAK mUA VAQ WK/ V/Q YÍWN ‘öm mfcö, BW ‘bföAU VÍANÁ/ WeOiM) 'f!« mtriTÍvmf viAvA Af;J <51'&ZJRCxA AOtltfs AMtsubishi BlLASÝNING um helgina HEKLAHF Laugavecji 170 • 172 Sími 21240 superia » reidhjól nútímans « Glæsileg og vönduð belgísk reiðhjól í ýmsum stærðum og gerðum. Lífstíðarábyrgð á hjólastelli. Sérstaklega létt og meðfærileg. Fáanleg bæði 3 gíra, 4 gíra og 10 gíra. Komið og skoðið hjólin í björtum og þægilegum 220m2 sýningarsal, eða fáið senda bæklinga. Missið ekki af þessu einstæða tækifæri. HJÓL & VAGNAR Háteigsvegi 3 -105 Reykjavík @21511 m í6 \VÍ4WAl >/(?0/ Yl(W AV Wí W tflXM \ ftiú «Awyu , ^IVS <& \<cBim \ltwi AO tmihiA / 06 AW \ AT/9 Áti ^ N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.