Morgunblaðið - 24.10.1980, Page 31

Morgunblaðið - 24.10.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980 31 r, r, Skrifa Sigurður og Ragnar undir samning í V-Þýskalandi? ÍSLENSKIR knattspyrnumenn eru heldur betur á faraldsfæti þessa daganna. Abert Guðmunds- son ný farinn til Kanada og þrir íslenskir knattspyrnumenn dvelj- ast nú í Vestur—Þýskalandi og bendir allt til þess að þeir skrifi allir undir atvinnumannasamn- ing í knattspyrnu. þeir fé,agar Sigurður Grétarsson Breiðablik og Ragnar Margeirsson Keflavik hafa dvalið nú síðustu viku hjá 2. deildar liðinu FC Homburg Saar við æfingar og leikið æfingaleiki með liðinu. Hefur þeim félðgum líkað vistin vel og hafa báðir Sigurður Grétarsson Breiðablik. staðið sig með prýði á æfingum og i æfingaleikjum. Bendir allt til þess að þeir félagar skrifi undir starfssamning fram til 1 júni á næsta ári. FC Homburg Saar leikur i suðurdeildinni og varð i 12 sæti siðasta keppnis- timabil. Skrifi þeir félagar undir lita þeir á það sem nokkurs konar stökkpall þar sem grannt er fylgst með öllum nýjum leik- mönnum i 2. deild. bá er Magnús Bergs enn hjá Munster við æf- ingar og ættu mál hans að skýrast á næstunni. — þr. IR-ingar réðu ekki við Danny Shouse NJARÐVÍKINGAR hafa fengið óskastart i íslandsmótinu i körfuknattleik. í fyrsta leiknum lögðu þeir KR—inga að velli á heimavelli sinum og i gærkvöldi unnu þeir ÍR—inga i Hagaskól- anum nokkuð örugglega 108:81. bað bendir þvi allt til þess að Njarðvikingarnir verði i barátt- unni um íslandsmeistaratitilinn enn eitt árið. beir hafa fengið góðan liðsauka i Danny Shouse, sem fór á kostum þegar mest reið á i leiknum í gærkvöldi og hann lagði grunninn að sigri liðsins. Alls skoraði Shouse 49 stig i leiknum i gærkvöldi. Aftur á móti er spurningarmerki yfir ÍR —ingum. Eftir sigur yfir Vals- mönnum i fyrsta leiknum mættu þeir ofurefli i gærkvöldi og það er enginn vafi að fjarvera Krist- ins Jörundssonar veikir liðið stórlega, en hann dvelur nú við nám i Bandarikjunum. En snúum okkur að leiknum. Bæði liðin voru óstyrk í byrjun. Njarðvikingarnir voru fyrri til að átta sig og eftir nokkrar mínútur var staðan orðin 18:5 UMFN í hag. ÍR—ingarnir skoruðu sitt fyrsta stig eftir rúmar fjórar mínútur og sýnir það vel óstyrk liðsins á fyrstu mínútunum. Mest komust Njarðvíkingarnir í 15 stiga for- ystu í fyrri hálfleiknum, 24:9. En þegar hér var komið sögu misstu þeir taktinn á sama tíma og IR—ingar byrjuðu að ná sér á strik og hélst 10—15 stiga munur á liðunum allt fram í leikhlé, en þá var staðan 52:39. Lið Vals: Torfi Magnússon 5 Rikharður Hrafnkelsson 7 Kristján Ágústsson 6 bórir Magnússon 4 Jón Steingrimsson 7 Gylfi borkelsson 5 Jóhannes Magnússon 6 Leifur Gústafsson 4 Lið ÍR: Kolbeinn Kristinsson 6 Jón Jörundsson 6 Guðmundur Guðmundsson 5 Sigmar Karlsson 6 Jón Indriðason 4 Kristján Sigurðsson 4 Stefán Kristjánsson 4 í byrjun seinni hálfleiks tókst ÍR—ingum enn að saxa á forskotið og var munurinn minnstur 7 stig á tímabili. Njarðvíkingarnir áttu í hinu mesta basli um tíma en það breyttist fljótlega þegar Danny 81:108 Danny Shouse skoraði 49 stig móti IR og átti góðan leik. ÍR Kolbeinn Kristinsson 7 Jón Indriðason 7 Jón Jörundsson 6 Guðmundur Guðmundsson 6 Sigmar Karlsson 6 Stefán Kristjánsson 4 UMFN Guðsteinn Ingimarsson 7 Gunnar borvarðarson 7 Árni Lárusson 7 Jónas Jóhannesson 6 Valur Ingimundarson 6 borsteinn Bjarnason 5 Sturla Örlygsson 4 Július Valgeirsson 4 Shouse fór loksins í gang. Hann skoraði 22 stig í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var skotnýting hans ekki góð. En um tíma í seinni hálfleik geigaði ekki eitt einasta skot hjá Danny, hann skoraði hverja körfuna eftir aðra og Njarðvíkingarnir náðu afgerandi forystu, sem þeir héldu til loka leiksins. ÍR—ingarnir áttu ekkert svar við stórleik Shouse og það bætti ekki úr skák að Kolbeinn Kristinsson varð að fara útaf með 5 villur þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum, en hann stjórnaði öllu spili liðsins. Leikurinn var lengst af frekar slakur en sprettir hjá báðum liðum. Njarðvíkingarnir unnu leikinn verðskuldað. Guðsteinn Ingimarsson byrjaði mjög vel en lenti í villuvandræðum fljótlega. Engu að síður var hann lykilmað- ur í spili liðsins ásamt Shouse. Sá síðarnefndi hu,ti ekki vel í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var frábær hjá honum. Gunnar Þorvarðarson var seinn í gang en skoraði grimmt í seinni hálfleik. Árni Lárusson kom vel frá leikn- um. Bandaríski leikmaðu inn hjá IR, Andy Fleming sýndi góða takta bæði í vörn og sókn og hann á vafalaust eftir að verða dýrmæt- ur fyrir lið sitt í vetur. Kolbeinn Kristinsson stjórnaði spilinu en skoraði ekki mikið. Þá er aðeins ógetið Jóns Indriðasonar, sem sýndi feikna tilþrif bæði í vörn og sókn og skoraði 22 stig. Gerði Jón mikla lukku hjá áhorfendum eins og endranær. Stig UMFN: Danny Shouse 49, Gunnar Þorvarðarson 15, Guð- steinn Ingimarsson 12, Valur Ingi- mundarson 11, Árni Lárusson 10, Jónas Jóhannesson 4, Þorsteinn Bjarnason 4, Sturla Örlygsson 2 stig. Stig IR: Jón Indriðason 22, Andy Fleming 21, Jón Jörundsson 12, Guðmundur Guðmundsson 12, Sigmar Karlsson 7 og Kolbeinn Kristinsson 7 stig. Dómararnir Jón Otti og Þráinn Skúlason höfðu góð tök á leiknum. Athygli vakti hve hart þeir tóku á því þegar dómum var mótmælt, nær undantekningarlaust var tæknivíti dæmt á þann leikmann, sem hlut átti að máli. Ef þessari stefnu verður fylgt í vetur mun stórlega draga úr nöldri og mót- mælum. —SS. Elnkunnagiöfln Kolbeinn Kristinsson stjórnaði spili ÍR, en varð að yfirgefa völlinn með fimm villur. Hér brýst Kolbeinn i gegn. Bæjarins bezta boltaúrval ■ „ Handboltar: M,K a®a 1 fw HL 400 karlastærð . kr. 31.240.- 'ÍS41 O HL 409 kvennastærð . kr. 30.730,- ** "" Pakistan, mini stærð .... kr. 9.850.- Blakboltar: 4 VL 200 ......... kr. 30.000.- ^ VWL 214 mini .... kr. 17.820,- VWL 210 og 211 .... kr. 18.500.- Sund, Póló-boltar . kr. 15.600 - (l«&^,• Æ Körfuboltar: BL 100, leður . kr. 49.650- - BWL110. leður . kr 40 320 - BWL 110C, leður, 3ja lita kr. 40.800,- ■* 1110gúmmíhúö ..kr. 11.740.- 1220 gúmmí mini . kr. 10.745,- 1110C gúmmí, 3ja lita .... kr. 13.326.- 1220C gúmmí mini, 3ja lita kr. 12.000.- MIKASA boltar hafa fengið viöurkenningar allra sérsambanda og verið notaðir á Ólympíuleikunum '64—’68, 72 og '80. SPORTVÖRUVERZLUN Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44, sími 11783.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.