Tíminn - 07.07.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.07.1965, Blaðsíða 11
MIBVIKUDAGUR 7. jú'í 1965 TÍMINN JANE GOODELL 13 ur frá komu sinni fjórum mánuðum áður. Það hafði verið í grenjandi rigningu og ofsa roki, sem stóð í marga daga. Skál- um þeirra hafði verið illa við haldið, og þeir hripláku. Til þess að komast að þeim höfðu þær orðið að vaða upp undir hné í vatnspollum og eðju. Okkur varð enn betur ljóst, hvað auðveld koma okkar hafði verið í samanburði við þeirra, þegar við sáum lítinn baðskála niður með götunni, en á honum stóð „Aðeins fyr- ir hjúkrunarkonur.“ Okkur fannst samt ekki mikið til koma þeirra fjögurra steypibaða, þriggja salerna og tveggja þvotta- skála, sem þarna voru, fyrr en okkur var sagt, að til skamms tíma hefði aðeins verið eitt af hverju þessarra tækja þarna inni, og hafði það valdið sjötíu hjúkrunarkonum nokkrum erfiðleikum. Ofan á allt þetta bættist, að allar pípulagnir voru brezkar. Það er einna líkast glímu, að þurfa að fást við allt það, sem snertir brezkar pípulagnir. Fyrsta tilraunin er eins og að grípa í loftið tómt . . . ekkert svar. í annað sinn heyrist smágutl einhvers staðar langt fyrir ofan mann, og á eftir kemur hljóð, sem gefur til kynna að vatn drjúpi sparlega og háðslega í fjarlægum pípum. Nú gerirðu þér ljóst,' að við erfiðleika er að etja. Hér hafa aðrir komið á undan þér, sem ekki hafa heldur verið neinir meistarar, og hafi þeim tekizt þetta, þá átt þú að geta það líka! Óð af reiði kippir þú þrisvar eða fjórum sinnum í keðjuna og kippir henni um leið niður svo hún lendir í höfðinu á þér. Tómahljóð berst þér til eyma frá þessum óvinveitta hlut. Þú sezt niður til þess að geta náð andanum og hugsa málið. Hér þýðir ekki annað en föst handtök og skýra hugsun. Þegar hér er kom- ið sögu hefur hinn skemmtilegi hlátur dáið út, þú ert búin. n _ ... að finnaleið, seni ekki getur brugðizt. Með útilokunaraðferð- sem seinir voru fengu ekkert, þegar þeir að lokum létu sjá úlnliðunum og fim í fótunum, því heita vatnið hefur þann óþægilega vana að verða allt í einu kalt, og þá stendur þú undir nístandi jökulvatninu. Jafnhættulegt getur það líka ver ið, þegar brennandi heitt vatn kemur allt í einu yfir þig í gufubólstrum í staðinn fyrir það kalda. Ef einhverjir aðrir eru að nota vatnið um leið minnkar vatnsþrýstingurinn. Venjulega ert þú þá öll löðrandi í sápu og verður að vera það næstu fimm, tíu eða fimmtán mínúturnar, þangað til fjölda- árásin á vatnið er gengin um garð. Þessi litli skáli þjónar mörgum tilgangi. Hér er hægt að heyra síðustu kjaftasögurn- ar, hneykslin og fréttirnar. Hann er hæli fyrir þá, sem vilja lesa eða skrifa án þess að trufla skálafélaga sína. Og þetta er líka eini staðurinn, þar sem maður getur bara setið og hugsað. Varla vorum við fyrr komnar til sjúkrahússins, að því er okkur fannst, en nóttin — svört og óbilgjöm — lagðist yfir okkur, án þess svo mikið sem gera boð á undan sér með rökkri. Klukkan fimm óðum við í gegnum snjóinn yfir að stóra matsalnum, sem ætlaður var hjúkrunarkonum einum. Fyrsta máltíð okkar á íslandi var jafn lærdómsrík og hún var nýstárleg. Borðin voru gerð úr hvítum plönkum sem lagðir voru ofan á búlka og borðdúkarnir voru hvít lök. Mér var sagt, að sjaldan kæmi fyrir, að maður fengi allt, sem til borðhaldsins þurfti, gafla, skeiðar, hnífa og annan borð- búnað við sömu máltíðina. Fengi maður gaffal, þá fékkst engin skeiðin. Ef þú fékkst glas, fékkstu ekki bolla. Það borgaði sig , að koma nógu tímanlega til máltíðanna, eftir þvi sem ég komst næst. Væri það gert, gat maður fengið öll áhöld, sem á þurfti að halda án þess að þurfa að bíða eftir því, að einn eða annar hefði lokið við að nota þau fyrst. Þetta hafði að sjálfsögðu það í för með sér, að þeir, inni hlýtur að vera hægt að finna lausnina, ef þú ert ákveð- in. Þú einbeitir þér nú við vinnuna, sem vel getur tekið margar klukkustundir. Þú ert til skiptis blíð og harðskeytt. Þú biður og hótar, og þér fer að finnast þú vera hreinn og beinn píslarvottur dularfullra örlaga og þér er nærri því faið að líða vel í því hlutverki, þegar o-hó! allt í einu heyr- ast voðalegir skruðningar, og þú lítur upp, í tæki tíð til þess að geta bjargað þér undan vatnsflóðinu, sem er í þann veginn að drekkja þér. Þú hefur farið með sigur af hólmi! Óskir þú eftir að fara í sturtu verðurðu að vera liðug í sig, en það var líka talið réttlátt. Skeiðin þjónaði margföldu hlutverki. Hún var notuð til þess að mæla C-vítamínið (flöskur stóðu á hverju borði), með henni fékk maður sér sykurinn og hrærði í kaffiboll- anum, og hefði enginn gaffall verið við höndina gat svo far- ið, að maður yrði að borða allt, sem til matar var frá súpu til eftirmats með skeiðinni. Kaffibollinn var jafn þýðingar- mikill og var notaður fyrir vatn, kaffi og eftirmatinn. HÆTTULEGIR HVEITIBRAUDSDACAR Axel Kielland gerði þetta í góðu skyni. Hann gaf það bezta sem hann átti og hann var mjög hissa á að þið skylduð ekki borða ketti. Gösta setti skyndilega frá sér glasið og starði hvössum augum yf- ir torgið. Það var augljóst að eitt- hvað var í aðsigi. Glaða veizlu- stemningin var ekki lengur, frá fjöldanum bárust nú ofsa- reiðiöskur og yfir þröngina heyrð- ist kallað: — Alekos! Vre diavole! Alekos! Litlu hóparnir sem fullir lotn- ingar höfðu staðið hjá okkur og horft á „lordos“ borða voru horfn ir. Allir höfðu safnazt að annnarri veitingakránni, sem lokuð var með rammgerðum slám. — Þeir vilja ná í Alekos! sagði Elena. — Hann er eini svikarinn í þorpinu. Ég sá tvo menn rogast með bjálka að dyrunum. Svo heyrðust miklir skellir og brak og síðan öskraði einhver: — pou ‘se na sou pliso t'endost- ia sou! — Hvað sagði hann? spurði ég. Elena brosti. — Út með þig þá skal ég þvo þarmana á þér! — Hm, sagði ég. — Eigum við að gera eitthvað? Hún hristi höfuðið. — Þeir eru viti sínu fjær. Það væri brjálæði að reyna að stöðva þá. Dyrnar létu undan með braki og brestum og meðan fjöldinn öskraði eins og allir væru vitstola orðnir þustu nokkrir inn. Andar- taki síðar komu þeir út og drógu manngarm með sér, svo slógu þeir hring í krinum hann og ég var fegin því. Fáeinum mínútum síðar dreifð- ist hópurinn nokkrar sekúndur og ég sá í manninn sem lá á hnjám og fórnaði höndum. Örvæntingar- óp heyrðist. — Paagia mou, sose! — Frelsaðu mig Madonna! Svo hvarf allt í öngþveitið og vitfirr- inguna á ný. Ég sneri mér undan og Gösta sagði hásum rómi: — Nú, já, sennilega á hann þetta skilið. Það var eins og mannfjöldinn hefði fengið þá útrás sem hann þurfti. Á ótrúlega stuttri stundu var allt um garð gengið. Engin merki sáust á torginu eftir það sem gerzt hafði og aftur ríkti gleð in og hamingjan. Þeir voru eins og lítil börn, villtir og grimmir eina stundina, einfaldir, góðhjart aðir og vingjarnlegir hina næstu. Einhverjir ungir piltar tóku að leika á mandólín og harmóníku og torgið fylltist af dansandi fólki. Ungur og svarthærður Grikki kom og bauð mér í dansinn. Ég ætlaði að neita, en varð þá litið á Gösta og skipti um skoðun, því að gremjan leyndi sér ekki í svipn um. Ungi pilturinn sveiflaði mér eft- ir kúnstarinnar reglum til og frá, svo að pilsið mitt sviptist upp og ég tók andköf. Hann þrýsti mig á hinum ýmsu stöðum og mér var hreint ekki farið að lítast á blik- una og var að hugsa upp einhver ráð til undankomu, þegar hann sveiflaði mér tignarlega niður á ráðhúströppurnar hjá borðinu okkar, hneigði sig glæsilega og áður en ég vissi af hafði ég fengið grískan sjómannskoss með hvít- lauk, pipari, brennivíni og skeggi beint á munninn. Meira veit ég ekki og þegar ég loks náði andanum aftur sat ég á stólnum mínum og ungi sveinn- inn sat fyrir neðan tröppurn- ar. Blóðið fossaði úr nösunum og hann var ósegjanlega undrandi á svip. Gösta stóð yfir honum með kreppta hnefa og horfði illskulega á hann. Hann skreiddist á fætur og var nú ekki heldur vinalegur. — Hvers vegna slærðu mig, djöf ullinn þinn! hrópaði hann. —Komdu aftur ef þú þorir og þú skalt fá að finna fyrir því, sagði Gösta. Þeir voru eins og reiðir hanar. Ég reyndi að sefa Gösta en 11 Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúnssængnr og kodda af ýmsum stærðum. — PÓSTSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3 — Sími 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) ómögulegt er að vita hvað hefði gerzt ef ungur maður hefði ekki skyndilega komið hlaupandi og hrópandi. Elena hafði risið upp og var orðin mjög föl. Hann segir að það sé herbíll að koma yfir fjallið, sagði hún. — Þjóðverjar? — Sennilega. Varnarmálaráðunauturinn var kominn á vettvang og skaut á ráðstefnu með hjálparmönnum sínum og Gösta sagði: — B.ezt við komum okkur inn. Hérna úti er engin von. Torgið var autt núna. Fólks- fjöldinn hafði elt varnarmálaráðu- nautinn hvert svo sem hann hafði farið. Það liðu tíu mínútur í voðalegri, kveljandi óvissu. Rafferty hafði komið stórri handvélbyssu fyrir í glugganum og Buddy hlóð þung- um húsgögnum fyrir dyrnar. Skyndilega heyrðum við öskur. Það hækkaði stöðugt og nálgað- ist. — Hvað er nú? — Hvers vegna skjóta þeir ekki? sagði Rafferty. Og þá skutu þeir! Byssuskotin glumdu við og gegnum hávaðann heyrðust stöðugt hrópin og öskrin. Elena hallaði sér út um gluggann ! og hlustaði. Allt í einu hrópaði hún: — Jú! Það . . . þetta eru fagn- aðaróp. Það eru Englendingar. Ég ætlaði að rífa upp dyrnar og hlaupa út, en Gösta stöðvaði mig. — Bíddu. Fáeinar mínútur liður og öskr- in nálguðust fljótt, en Rafferty tók sér stöðu við vélbyssuna til að vera við öllu búinn. Og svo þyrptist fólkið aftur inn í þorpið. Fremst ók herjeppi og síðustu geislar sólarinnar skinu á litla enska flaggið sem blakti við loftnetsstönginni. Grikkirnir virt- ust koma úr öllu áttum, óðir af gleði og hrifningu og ungu menn- irnir í varnarmálaráðuneytinu skutu stöðugt af byssum í heið- ursskyni. Jeppinn ók að ráðhúsinu og við gengum út á tröppur. Hávaxinn, enskur kapteinn með brúnt skegg klifraði út úr bíln- um og stóð kyrr og horfði á okk- ur. Svo sagði hann. — Well, gentlemen, hvað haf- izt þið að? Buddy brosti út að eyrum. — Við snæðum kvöldverð, sir. Má bjóða yður bita með? — Þökk fyrir, sir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.