Tíminn - 07.07.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.07.1965, Blaðsíða 1
HANDBÓK VERZLUNARMANNA ÁSKRIFTARSÍMI 16688 1668B 16688 HANDBÖK VERZLUNARMANNA ÁSKRIFTARSÍMI 16688 16688 16688 YFIRLEITT LELEG SPRETTA VEGNA LANGVARANDI ÞLIRRKA OG KULDA I Heyskapur er víðast hvar seinna á ferð en í fyrra BÞG—Reykjavík, þriðjudag. Tíminn gerði í dag könnun á því, hvað heyskap liði í sveitum landsins. Af viðtöl- um við menn úr öllum lands fjórðungum, virðist mega draga þá ályktun, að hey- skapur sé víðast hvar hafinn og gangi allsæmilega sunn-1 an lands og norðan, en rétt' byrjaður og heldur lítill á Suðvesturlandi, og á Aust- fjörðum er ekki að tala um neinn heyskap, svo miklar eru kalskemmdirnar, eins og kunnugt er af fyrri frétt- um. Hér fara á eftir umsagn- ir þeirra manna, sem framan- greind niðurst. er dregin af. Einar Þorsteinsson 1 Sólheima- hjáleigu sagði, að heyskapur væri sem óðast að hefjast í V- SkaftaMlssýslu. AS því ar sprettu varðaði, virtist skipta nokkuð um við Mýrdalssand, aust an megin væri spretta slæm og virtist ísveðráttunnar að austan hafa gætt þangað. Vestan megin væri hins vegar spretta nokkuð góð og í Mýrdal og Eyjafjöllum mjög sæmileg. E.t.v. mætti segja, að i heild væri sprettan lélegri en i fyrra, en þó væri mikill munur á veðr- áttu. í fyrra hefði verið vætusam ara. Síðan á föstudag hefur verið þurrkur, en þoka á nóttu. Þar austurfrá er nú rúningur i fullum gangi Þá sagði Einar, að nokkuð væri um kal í Skaftártungu. Stefán Jasonarson i Vorsabæ sagðist nú rétt vera að komast inn í búskapinn eftir viku frá- hvarf við undirbúning og stjórn á hinni miklu íþróttahátíð að Laugarvatni. Sagði hann, að ó- hætt væri að segja, að þar aust- anfjalls væru allir farnir að slá. þó misjafnlega mikið. Ágæt heyskapartíð hefði verið undanfarið. og spretta dágóð. Rignt hefði nokkuð a miðviku- dag, og hefði verið mikil hjálp f þeirri vætu. Sagðist hann sjá greinilega mun á sprettu þann vikutima. sem hann var í burtu Á þeim túnum. sem ekki hefðu Framhaiö a 14 siðu Bláu englarnir komu til Is- lands í dag. Þeir sýna listflug yfir Skerjafirði í kvöld kl. 8.30 Hér er um að ræða stórkost- legustu flugsýningu, sem sýnd hefur verið hér á landi. af einní frægustu listflugsveit heimsins. Sjá grein og myndir á bls. 4. 12. LANDSMÓTIÐ HÁSKÚLI í FÆREYJUM NÚ I HAUST Aðils—Khöfn, þriðjudag. Færeyingar hafa nú fengið sinn eigin háskóla, að því er segir í fréttum í Berlinske Aftenavís, og hefur fyrsti prófessorinn þegar verið ráð- inn. Fjármagn til uppbygging ar háskólans er komið frá einka aðilum, og ákveðið er, að kennsla hefjist í skólanum 1. september í haust, en hann verður staðscttur í Þórshöfn. Til að byrja með verður að- eins kennsla í færeyskum bók menntum, en í framtíðinni er ráðgert að bæta fleiri greinum við, en fyrst um sinn verður lögð megináherzla á rannsóknir og það sem þeím við kemur á þessum sviðum. Dr. phil. Chr. Matras próf- essor í færeysku við Kaup- mannahafnarháskóla hefur verið útnefndur sem fyrsti prófessorinn við þennan nýja háskóla. Mun hann leggja af stað til Færeyja á morgun til þess að athuga allar aðstæður. — Rétt er það, sagði prófessor Matras í viðtali víð Berlinske Aftenavis í dag, að ég hef ver ið skipaður prófessor við „Frodskarasetur Föroya“ frá 1. september að telja. Formlega hef ég fengið eins árs orlof frá Kaupmannahafnarháskóla, en í rauninni hef ég tekið víð embættinu, og ég reikna ekki með að koma hingað aftur. Á bls. 7, 8, 9 og 12 í blað inu í dag er birt yfirlit yfir árangur og úrslit á lands- mótinu á Laugarvatni, ásamt ýmsum myndum, bæði frá íþróttakeppni og öðr- um dagskrárliðum. Þá er og sérstaklega vikið að hin um glæsilegu íþróttamann virkjum, sem þar voru reist : fyrir landsmótið. Verzlun lokaö með lögreglu l valdi í gær! KJ-Reykjavík, þriðjudag. s f kvöld rétt fyrir klukkan átta var verzluninni Örnólfi á homi Snorrabrautar og Njálsgötu lok- að samkvæmt úrskurði lögreglu stjórans í Reykjavík. BSvo sem margoft hefur verið sagt frá í fréttum, þá hefur nokkur styr staðið um lokunar- tíma sölubúða, og var endirinn sá, að tuttugu matvöruverzlan- ir eru opnar í Reykjavík til klukkan níu á hverju kvöldi og skiptast verzlanir á um þessa þjónustu. Ekki voru þó allir kaupmenn sem sættu sig við Iþetta og voru það þeir, sem höfðu nú um nokkurt skeið alltaf haft opið til klukkan 10 á kvöldin. Atti samkomulagið um lokunartímann að taka gildi 1. júlí s. 1., en þá voru tveir kaupmenn í Reykjavík, sem ekki lokuðu á tilsettum tíma, en FYamhald a bls 14 Varðstjórinn Páll Elrjksson t. v. og Óskar Óiason ganga út úr verzl. Örnólfi eftlr að hafa tjáð kaupmanni úrskurð lögreglu- stjóra um lokun verzlunarinar. (Tímamynd K. J.) MIKIL LÆKKUNÁ SUSKINNA VERÐI FB-Reykjavík, þriðjudag. Verð á selskinnum er mun lak- ara á heimsmarkaðinum nú en í fyrra, samkvæmt upplýsingum, sem blaðið aflaði sér hjá Þóroddi E. Jónssyni skinnakaupmanni í dag. Sagði Þóroddur, að þetta staf- aði af því, að mikið framboð hefði veri'C á skinnum, og þau væru hætt að seljast upp á milli skinna- uppboðanna. Selveiði er nú víðast lokið hér á landi, og er hún yfir- leitt heldur meiri en í fyrra. Á síðasta ári var verð á fyrsta flokks selskinni frá 1500 til 1600 krónur, en enn sem komið er hef- ur ekki verið greitt fram yfir 1250 krónur á skinn, en þess ber þó að geta, að þetta er ekki endanlegt verð, heldur bráðabirgðaverð, sem kann að hækka, þegar endanlega hefur verið gengið frá sölu á skinnunum erlendis. Mjög mikið hefur borizt af sel- skinnum frá Kanada og Alaska að undanförnu og bættar samgöngur við Alaska hafa orðið til þess, að þaðan kemur nú mun meira magn og á skemmri tíma en áður var. Eru selskinnin nú hætt að seljast upp á heimsmarkaðinum á milli ,,vertíða“ og hefur það orðið til þess að verð fer lækkandi. Kaup- menn í London sögðu í fyrra, að verðið væri þá komið á toppinn, og færi nú að lækka, og hefur það reynzt svo, að sögn Þórodds E. Jónssonar. Blaðið hafði í dag samband við nokkra menn, og spurði um sel- veiði þessa sumars. Pétur bóndi í Ófeigsfirði sagði, að þeir þar fyrir norðan væru hættir. Veiði hefði verið sæmileg, aðeins meiri nú en í fyrra og hefðu þeir fengið 150 seli. Annars hafði erfið tíð hamlað selveiðinni til að byrja Framhald a l4 síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.