Tíminn - 07.07.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.07.1965, Blaðsíða 5
MH>VnCUDAGUR 7. jfilí 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benedrktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsfceinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrfenur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523. ASrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftairgjald kr. 90.00 á mán. innanlands. — í iausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. „Atburðir, er eiga ekki t | mega ekki gerastu *Fögar forsætisráðherrann hafði orðið að hopa úr síð- asta ofsköttunarvígi sínu og hverfa frá bráðabirgðalög- unum um síldarskattinn, og skipin voru aftur farin á miðin, settist hann niður og skrifaði langloku í Morgun- blaðið um það, að ekki hefði gerzt þörf að framkvæma síldarskattstilskipunina, og því hefði verið frá henni horfið en alls ekki, að stjórnin hefði verið knúin til þess. í leiðinni var því bugað að skpstjórunum undir rós, að þeir hefðu haga'ö sér fljótfærnislega og ekki eins og hæfði á hinu æðra stjórnmálaplani! ! Öll pessi furðulega afsökunarlangloka hlýtur að vekja furðu manna. Forsætisráðherrann segir, að hátt salt- síldarverð hafi gert framkvæmd bráðabirgðalaganna ó- þarfa. Ekki kom það síldarskattinum við. En hvers vegna þá þetta. óðagot, að skella á bráðabirgðalögunum áður en saltsíldarverðið var ákveðið? Var stjórnin að- eins að ögra sjómönnum að gamni sínu? Var hún að leika sér að því að setja bráðabirgðalög, sem að áliti forsætisráðherrans voru raunar óþörf? Svo kom það í ljós, þegar er lögin höfðu verið sett, að þau höfðu ekki einu sinni þingmeirihluta að baki. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins mótmæltu þeim þegar. Þessa afstöðu stuðningsmanna stnna hefði stjórnin átt að vita fyrir. Kannaði hún afstöðu manna í þingliði sínu ekki áður, eða fannst henni ekkert athugavert við það að gefa út slíka tilskipun í formi bráðabirgðalaga? Er það lýðræðisstjórnarfar að gefa út óþörf bráðabirgða- lög, dtandi vits gegn þingmeirihlutanum? Forsætis- ráðherranum væri nær að svara þessum spurningum, og fróðlegt væri einnig að fá yfirlýsingu þeirra Sverris Júlíussonar. Matthíasar Bjarnasonar og Péturs Sigurðs- sonar. Svör við þessum spurningum myndu varpa nokkru ijósi yfir lýðræðishneigð þessarar ríkisstjórnar, og hvort nún leikur sér að því að gefa út — ekki aðeins óþörf heldur mjög hættuleg bráðabirgðalög, — sem hún veit, að þingmeirihluti er ekki til fyrir. Gylfi Þ. Gíslason hefur einnig gert sínar játningar i „laugardagsgrein“ í Alþýðublaðinu, þar sem hann telur dráttinn á ákvörðun síldarverðsins eina helztu orsök mistakanna Þessu hafði Tíminn einmitt haldið fram og kennt ríkisstjórninni um. Þetta játar Gylfi með þess- um orðum: „Drátturinn, sem nú varð á ákvörðun verðs- ins, átti að verulegu leyti rót sína að rekja til vinnu- deilnanna og óvissunnar á kaupgjaldsmarkaðnum.“ Þarna er þetta hreinlega játað. Ríkisstjórnin tafði á- kvörðun síldarverðsins úr hófi vegna þess, að hún ótt- aðist, að hækkun síldarverðs gerði henni erfitt fyrir að halda kaupmu niðri í hinum almennu kjarasamningum. Gylfi fagnar því eins og aðrir, að deilan skyldi leys- ast, þegar ríkisstjórnin féll frá síldarskattinum, og hann lýkur grein sinni með þessum varnaðarorðum: „Ers nauðsynlegt er samt, að allir gerí sér einnig Ijóst, að slíkir atburðir sem þessir eiga ekki og mega ekki gerast." Undir þessi orð er ástæða til að taka, og það minnir á, hve geigvænlegt er að hafa við stýrið forsætisráð- herra, sem slíkt glapræði getur hent, glapræði, sem sam- ráðherra hans lýsir yfir. að sé þess eðlis, að það „eigi ekki og megi ekki gerast“ TÍMINN Úr frétfabréfum Sameinuðu þjóðanna. I VANÞRÚUÐUM LÖNDUM ER MANNFJÖLGUNIN MEST Fulltrúar 114 ríkja komu saman í San Fransisco 24. júní til að halda hátíðlegt 20 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Það var nefnilega í júní 1945, sem stofnskrá samtakanna var undirrituð þar í borg. Þá gerð ust 51 ríki aðíljar samtakanna. Á 10 ára afmælinu árið 1955 voru aðildarrikin 60 talsins, og á 15 ára afmælinu, árið 1960, voru þau komm upp í 97. Ráðstefna bandamanna um nýja alþjóðlega stofnun, sem tæki við hlutverki Þjóðabanda- lagsins, hófst í San Fransisco 25. apríl 1945. Eftir átta vikna umræður lá uppkastið að stofn skránni fyrir. Það| var ^ samþ. og undirritað 26. júní. í raun inni voru aðeins 50 ríki aðilar að hinni upphaflegu undir- skrift, en Pólland, sem undir- ritaði ekki stofnskrána fyrr en 15. október, er talið til stofn enda samtakanna. Hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Harry S. Truman, sem tekið hafði við embætti við fráfall Franklins D. Roosevelts, talaði á ráðstefn unni. Stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna gekk í gildi 24. október 1945, eftir að stórveldin fimm og meirihluti hinna stofnend- anna höfðu lagt fram staðfest- ingarskilríki sín. 20 ára afmælishátíðin hófst 24. júní með móttöku hjá borg arstjórn San Fransisco og sér- stakri borgaranefnd, sem sett var á laggirnar til að skipu- leggja hátíðahöldin. Daginn eftir fór fram hátíðleg athöfn í óperunni. Eftir að borgar- stjórinn í San Fransisco og fylkisstjóri Kaliforníu höfðu boðið gestina velkomna, töluðu þeir Alex Quaison-Sackey, for seti Allsherjarþingsins, og U Thant, framkvæmdastjóri S. þ. Síðan tóku til máls fulltrúar aðildarríkjanna. 24 fastafull- trúum hjá samtökunum hafði verið falið að tala fyrir munn hinna 114 aðildarríkja, og voru þeir valdir eftir svæðum. Fyrir hönd allra sérstofnana Sameinuðu þjóðanna talaði M. G. Candau, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnuin- arinnar. 26. júní var lokaathöfn í óperunni, þar sem Lyndon B. Johnson, Bandaríkjafor.seti, talaði. Hvers vegna ea- meiri frjó- semi í þróunarlöndunum? Tala fæðinga á hverja 1000 íbúa á ári hverju er að jafnaði helmingi hærri í svonefndum þróunarlöndum (eða vanþróuð um löndum) en í iðnaðarlönd um. Einnig milli þróunarland- anna innbyrðis er talsverður munur á frjósemi. Þetta fyrir brigði er erfitt að skýra, og menn hafa gefið því alltof lít- mn gaum, segir í nýútkomnu hefti af „Population Bulletin" (nr. 7) Sameinuðu þjóðanna sem hefur að geyma greinar gerð um frjósemina í heimin um. Upplýsingar frá þróunar löndunum, sem áður voru ó kunnar veita talsvert víðtæk tra yfirlit yfir ástandið i heim Bygging S. Þ. í New York inum en hingað til hefur verið fáanlegt. Það kemur í Ijós, að milli landa, sem hafa mikla og litla frjósemi, er mjög skörp marka lína, og virðist þar tæplega vera um neitt „millistig'1 að ræða. Annars vegar eru lönd, sem eru háþróuð efnahags- og félagslega, hins vegar eru van þróuð lönd. En þar eð lönd á sama þróun arstigi hafa stundum mjög ó- líka hlutfallstölu að því er varð ar frjósemi — og er þá átt við vanþróuð lönd, sem öll hafa að vísu háa hlutfallstölu — þá getur varla verið að efnahags legar og félagslegar orsakir einar liggi til grundvallar frjó seminni. í Afríku liggur belti barn margra landa vestur frá Gui- nea og Mali til Níger og Níger- íu, en hins vegar er fæðingar- talan t.d. á Madagaskar áber- andi lág. í Asíu eru talsvert fleiri fæðingar árlega á hverja 1000 íbúa í Kóreu, Pakistan og Thailandi heldur en t.d. í Ind- landi, Burma og á Ceylon. í rómönsku Ameríku gætir sams konar mismunar. f nokkrum tilvikum, segir í greinargerðinni, getur mismun urinn átt rætur að rekja til ó fullnægjandi upplýsinga. í öðr um tilfellum eru orsakirnar sannanlega löggjöf um fóstur- eyðingar og auknar upplýsing- ar um getnaðarverjur. Líkamlegar orsakir. í greinargerðinni er vísað til kenningar, sem nýlega hef ur verið orðuð af manntalssér fræðingum, nefnilega að íbúar vanþróaðra landa ali böm heiminn meðan líkamlegir kraftar endast. Sé það rétt. gæti mismunurinn á frjósemi þróunarlandanna innbyrðis stafað af líkamlegum orsökum svo sem vannæringu, lélegu heilsufari, tíðni sjúkdóma sem orsaka ófrjósemi, ódug (til barnsgetnaðar) og fósturláti. Þær skýrslur, sem fyrir liggja, nægja ekki til að sanna þessa kenningu. Hins vegai bendir ýmislegt til þess, að um fleiri orsakir geti verið að ræða. Hugsanlegur er sá mögu- leiki, að æxlunarhvötin sé bæld. meðvitað eða ómeðvitað í mismunandi mæli vegna 6- líkra siða og hátta í sambandi við hjónaband, kynmök og barnsfæðingar. Hér getur ver ið um að ræða menningarhefð ir, giftingaraldur, hjónaskiln- aði, fjölkvæni o.s.frv. Þörf er á auknum rannsókn- um til að varpa Ijósi á þessi atriði. Enn er engan veginn víst, að löggjöf, sem leyfir á- róður fyrir getnaðarvömum, stuðli í rauninni að færri bams fæðingum. Því gæti alveg eins verið öfugt farið, löggjöfin er kannski afleiðing nýrra hátta. 3. hver Finni og 50. hver Dani býr í 2ja herb. íbúð Finnland er það ríki Norð urlanda þar sem þegnarnir búa í minnstum íbúðum. Þriðji hver Finni býr í tveggja her bergja íbúð — en aðeins fimmtugasti hver Dani býr svo þröngt. Að jafnaði hafa Danir ,4 5 herbergja íbúðir, Norðmenn rúmlega 4 herbergja, Svíar 3, 5 herbergja og Finnar 2,5 her bergja íbúðir. Norðurlönd geta hins vegar ekki keppt við mörg önnur Evrópulönd að því er varðar stærð ' íbúða. í Bret- landi, Hollandij Belgíu og Sviss er t. d. algengasta stærð íbúða 5 herbergi. Þessar upplýsingar eru í ný birtu yfirliti yfir húsnæðis- ástandið í Evrópu, og eru þær byggðar á rannsóknum, sem Efnahagsnefnd S. þ. fyrir Evr- ópu lét gera kringum árið 1960. Þar er að finna ítarlegri sam- anburð og margvíslegri upplýs- ingar^en í nokkru öðru yfirliti. sem Mrt hefur verið. Nýjustu húsin eru í Finnlandi og Sovétríkjunum, þar sem aðeins einn fimmti allra íbúðarhúsa er eldri en 50 ára. Elztu húsin eru í Frakk- landi, Austurríki og Austur- Þýzkalandi, þar sem um 60 af hundraði húsanna voru reist fyr ir árið 1918. Stærstu íbúðir í Evrópu eru í Belgíu. Norðurlönd eru á miðjum lista, og er Danmörk þar í fararbroddi. Einbýlishús eru miklu algengari annars stað ar í Evrópu en á Norðurlönd- um. Yfir 50 af hundraði íbúða í Finnlandi, Noregi, írlandi, Júgóslavíu og Ungverjalandi éru í eigu íbúanna. Að því' er snertir þægindi eins og baðherbergi, rennandi vatn og vatnssalerni er ástand- ið á Norðurlöndum — að frá- teknu Finnlandi — tiltölulega gott. f borgum eru Bretland, Sviss og Svíþjóð í fararbroddi, en þar næst koma Noregur og Danmörk. í Finnlandi hafa hins vegar aðeins 35 af hundr- aði íbúðanna í borgum baðher- bergi, rúmlega 60 af hundraði vatnssalerni og rúmlega 70 af hundraði rennandi vatn. Úti á landsbyggðinni er minna um þægindi í flestum löndum nema Sviss, þar sem vatnssalerni og rennandi vatn er í nálega hverri einustu íbúð, og í Bretlandi, þar sem t. d. eru baðherbergi í 75 af hundr- aði allra íbúða í sveitum. Framhald á 12. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.