Tíminn - 07.07.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.07.1965, Blaðsíða 13
UÐVZKUDAGUR 7. júli 1965 TÍMIWN '§ •íp ¥ TILKYNNING frá Síldarverksmiðjnm ríkisins Bræðslusíld sú, sem Síldarverksmiðjum ríkistns hefir bor- tzt á þessari sfldarvertíð til ot) með 9. iúní, verður greidd föstu verði, krónum 190,00 málið, 150 lítrar. — Greiddar verða krónur 235,00 málið, 150 lítra, fyrir þá bræðslusíld, sem móttekin er frá og með 10. júní til 30. september 1965, að frádregnum krónum 3,00 á mál, sem leggjast í flutninga- sjóð síldveiðiskipa, sem starfar eftir sömu reglum og síðast- iiðið ár, að öðru leyti en því að, greiðslur úr sjóðnum, þegar ákveðlð hefir verið af nefnd þeirri, sem umsjón hefir með honum, að greiðsiur úr honum skuli fara fram, nema nú kr. 15,00 á mál í stað kr. 10,00 í fyrra og greiðslur frá Síldarverksmlðjum ríkisins, á þeirri sfld, sem styrkur er veittur á úr sjóðnum, nema nú kr. .10,00 á mál, en námu í fyrra kr. 6,00 málið. Eftirstöðvum sjóðsins, ef einhveriar verða, verður skipt niður á síldveiðiskipin í réttu hlutfalli við greiðslur hvers skips í sjóðinn. Verðið er miðað við, að síldin sé komin \ löndunartæki verksmiðjanna eða umhleðslutæki sérstakra sfldarflutninga- skipa, á höfnum inni, á vegum S. R. Jafnframt hefir stjórn Síldarverksmiðja ríkisins ákveðið, samkvæmt heimild sjávarútvegsmálaráðherra, að taka við bræðslusíld til vinnslu af útgerðarmönnum eða útgerðar- félögum, sem þess óska að því tilskyldu, að aðalskrifstofu Síldarverksmiðja ríkisins Slglufirði hafi borizt tilkynning um það eigi síðar en 15. júlí næstkomandi, að þeim degi meðtöldum. Fá þeir, sem leggja sfldina inn til vinnslu, greitt óaftur- kræft krónur 161,50 á hvert mál við afhendtngu, af þeirri síld, sem landað var fram til 9. júní s. I., að þeim degi með- töldum, og krónur 197,20 á hvert mál, síldar sem landað er á tímabilinu frá 10. júní tll og með 30. september næstkom- andi. Endanlegt verð verður greitt síðar, ef um viðbót verð- ur að ræða, þegar reikningar Síldarverksmiðja ríkisins fyrir árið 1965 hafa verið gerðir upp. Þeim, sem leggja síidina inn til vinnslu, skal greitt sölu- verð afurða þeirrar bræðslusjldar, sem tekin er af þeim til vinnslu, að frádregnum venjulegum rekstrarkostnaði, þar á meðal vöxtum af stofnkostnaði og ennfremur að frádregn um fyrntngum, sem verða reiknaðar krónur 30.200.000.00 vegna ársins 1965. Þau skip, sem samið hafa um að leggja síldina inn til vinnslu, eru skyld að landa öllum bræðslusjldarafla sínum hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Þó sé þeim heimiit að leggja sfldina upp annarsstaðar í einstök skipti. ef löndunarbið hjá þeirri síldarverksmiðju S. R., sem næst er veiðisvæði því, sem skipið er statt á, er meiri en 12 klukkustundir. Þessi undantekning gíldir ekki, ef síldveiðiskipið siglir með afla sinn fram hjá stað, sem Síldarverksmiðjur ríkisins eiga síldarversmiðju á, þar sem slík löndunarbið er ekki fyrir hendi eða Sfldarverksmiðjur rjkisins geta veitt síldinni mót- töku á stað, sem er álíka nálægt eða nær veiðisvæðinu og verksmiðja sú í eigu annarra, sem skipið kynni að óska löndunar hjá. Um þau skip, sem eru í föstum viðskiptum við Síldar- verksmiðjur ríkisins gilda eftirfarandi reglur varðandl lönd- un í flutningaskip á vegum annarra síldarverksmiðja: Séu þessi síldveiðiskip stödd meira en 70 sjómílur frá landi þar sem verið er að umskipa sfld úr veiðiskipum í flutningaskip, þá er þeim heimilt, þrátt fyrir skuldbindingar sínar við S. R. að landa \ flutningaskipið, en séu þau stödd nær landi en 70 sjómílur, gilda sömu reglur um löndun í flutningaskip eins og um löndun samningsbundlnna skípa til verksmiðja í eigu annara. Bræðslusíld, sem þegar hefir verið landað hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins af skipum þeirra útgerðarmanna eða út- gerðarfélaga, sem kunna að óska að leggja síldina inn til vinnslu í sumar, verður talin vinnslusíld, svo framarlega að tilkynnt sé innan hins ttltekna tíma, að vinnslu sé óskað hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins í sumar. Engin síldveiðiskip hafa forgangslöndun hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. Reykjavík 6. júli 1965, Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins Tapazt hefur hestur Tapazt hefur frá Neðra-Apavatni, Grímsnesi, rauð- ur hestur, með örlitla stjörnu, stór, vakur, afrak- aður markaður og gamaljárnaður, ættaður úr Borgarfirði. Þeir. sem kynnu að verða hestsins varir, vinsam- lega látið vita að Neðra-Apavatm, sími um Minni- Borg. BARNASTÍGVÉL ' /fft SbckIqvvi otn sfltt MALLDÓR FERÐAMENN Séuð þér á hraðri ferð á Akureyri, fáið þér mikinn og góðan mat á stuttum tíma hjá okkur. CAFETERIA AKUREYRI. íðliiH fTOPStJÍS V7o4 1*vV‘3.rt I t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.