Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1980næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 03.12.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.12.1980, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980 17 fltotgttttlil&frft Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 350 kr. eintakið. Vofa ófrelsis Flokksráðs- og formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins um helgina lýsti fullum stuðningi við frjálshuga pólska verkamenn. í stuðningsályktun ráðstefnunnar segir, að með baráttu sinni fyrir frelsi og lýðréttindum hafi pólskir verkamenn dregið athygli að þeirri kúgun, sem ríkir hjá fjötruðum þjóðum kommúnistaríkjanna. Og síðan segir orðrétt: „Ofurvald Sovétríkjanna er vofa ófrelsis í Evrópu." Réttmæti þessarar fullyrðingar er ekki unnt að draga í efa. Dæmin um beitingu þessa ofurvalds til að halda Evrópuþjóðum undir kúgunarhæli Sovétríkjanna eru svo mörg og óhrekjanleg. Nefnum Austur-Berlín 1953, Ungverjaland 1956 og Tékkó- slóvakíu 1968, í öllum tilvikum var atburðarásin með svipuðum hætti. Frjóangar frelsisins náðu að skjóta rótum, döfnuðu stutta stund og voru síðan kæfðir með afli sovéskra skriðdreka. Ummæli Stanislaw Kania, leiðtoga Kommúnistaflokks Pól- lands, á fundi miðstjórnar hans í fyrradag, þegar hann sagði: „Frekari kröfur ógna friðinum í Evrópu" um leið og hann vegsamaði Sovétmenn fyrir „stillingu" vegna erfiðleika Pól- verja, byggjast á vissu hans um hina sovésku vofu ófrelsisins. Jafnvel þeir menn. sem telja íslandi hagkvæmast að vera varnarlaust, eins og Hjalti Kristgeirsson, einn af hugmynda- fræðingum marxista hér á landi, sitja fyrir framan sjónvarps- áhorfendur og telja það Pólverjum helst til varnar, að öll þjóðin muni rísa til virkrar andstöðu gegn sovéskum skriðdrekum og leppum þeirra. Við slík ummæli hlýtur mönnum að hrjósa hugur við baráttu þessara manna fyrir varnarleysi Islands. Halda þeir, að vofa ófrelsisins láti sér nægja að halda því, sem hún hefur þegar undir sig lágt? Allir frjálshuga menn hljóta að svara þeirri spurningu neitandi. Sú krafa er gerð til þeirra í hópi marxista, sem nú telja það helst Póllandi til varnar, að pólska þjóðin sé vís til andspyrnu gegn sovésku heimsvaldasinnunum, að þeir viðurkenni nauðsyn varnarviðbúnaðar gegn ófrelsisvof- unni í sínu eigin landi. Að baráttu þessara manna gegn eðlilegum ráðstöfunum íslendinga til að tryggja öryggi sitt og sjálfstæði er vikið í Póllandsályktun sjálfstæðismanna, þegar þeir segja: „Varar ráðstefnan við undirróðurstarfsemi þeirra afla hér á landi, sem leynt og ljóst grafa undan frelsi þjóðarinnar." A nýafstöðnu Alþýðusambandsþingi komu fram tvær tillögur um stuðning við pólska verkamenn. Önnur frá fulltrúa undirróðursaflanna, sem vildi viðurkenna hið sovéska ofurvald yfir Pólverjum með vísan til hins sósíalíska þjóðskipulags þeirra. Sú ályktun var í anda Brezhnev-kenningarinnar um beitingu Rauða hersins til að viðhalda sósíalísku þjóðskipulagi — kenningarinnar, sem mótuð var til að „réttlæta" innrásina í Tékkóslóvakíu 1968. Hin tillagan á Alþýðusambandsþinginu var frá þeim Pétri Sigurðssyni og Guðmundi H. Garðarssyni og fól í sér skilyrðislausan stuðning við frelsisbaráttu pólskra verka- manna. Þingforseti, Eðvarð Sigurðsson, fyrrum þingmaður Alþýðubandalagsins, greip til þess furðulega ráðs að stöðva eðlilega meðferð þessara tillagna með fundarstjóravaldi. En í þinglok tókst þó með lófataki og þrátt fyrir atbeina þingforseta að fá samþykkta viðunandi stuðningsyfirlýsingu ASI við frjálsa verkamenn í Póllandi. Vonandi fer yfirstjórn ASÍ ekki eins að með þessa ályktun og í sumar, þegar hún vildi ekki koma stuðningi íslenskrar alþýðu á framfæri við aðra í Póllandi en hið formlega alþýðusamband landsins, sem starfar í þágu kommún- istaflokksins, ritskoðunar og nýlenduherranna í Kreml. Ógjörningur er að segja fyrir um það hvað gerist, ef hervaldi verður beitt gegn pólskum verkamönnum. Allar líkur eru á blóðugum átökum í Póllandi. Spennan milli austurs og vesturs verður að nýju eins og hún hefur áður mest orðið. Um allan heim munu menn fyllast óhug. Grípi vestrænir aðilar til vopna með pólskum frelsissveitum, gæti það orðið upphaf heimsátaka. Eins og málum er komið er siðferðilegur stuðningur og viðleitni til að forða pólska ríkinu frá gjaldþroti og hruni með lánveitingum og viðskiptum hið eina, sem vestrænir menn geta af mörkum lagt. Hitt er ljóst, að sovésk valdbeiting í Póllandi mun ekki breyta neinu um skipbrot hins marxíska hagkerfis í löndum Austur-Evrópu. Þess vegna mun líða eitt eða tvö og þó þau yrðu fimm ár, þangað til frjóangar frelsisins leita að nýju fram, í andstöðu við hina sovésku ófrelsisvofu. Við hin, sem höfum hana við bæjardyrnar, hljótum að gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að varna henni inngöngu. Mál Gervasonis: Framsalslög í Danmörku heimila ekki framsal fyrir herþjónustubrot — segir í fréttatilkynningu dómsmálaráðuneytisins MORGUNBLAÐINU barst eftir- farandi fréttatilkynning frá dómsmáiaráðuneytinu um klukk- an 18 í gær. Tilkynningin var tilbúin í gærmorgun og þá var hún lögð fyrir rikisstjórnina. Eftir að hafa rætt tilkynninguna óskaði rikisstjórnin þess að til- kynningin yrði stytt og var það gert: Fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu um mál- efni Patricks Gervasonis, frakkn- esks ríkisborgara, f. 1951. Dómsmálaráðuneytinu barst í marsbyrjun þ.á., um hendur utan- ríkisráðuneytisins, beiðni Patricks Gervasonis um landvistarleyfi á íslandi, sem borin hafði verið upp við sendiráðið í Kaupmannahöfn í lok febrúar. Sendiráðið taldi ekki æskilegt að verða við þessari beiðni. Mun sú afstaða m.a. hafa verið mótuð af lýsingu hans sjálfs á ferli sínum, en hann lýsti sig hafa frá 17 ára aldri, þ.e. 1968, verið í algerri uppreisn gagnvart ríkinu og neitað að hlýta kröfum þess. Herþjónustukvaðningu hafn- aði hann tvítugur þ.e. 1971. Beiðni hans um landvistarleyfi var hafn- að 11. mars með tilkynningu til utanríkisráðuneytisins. Með bréfi til dómsmálaráð- herra, dags. 8. maí sl., fór Gerva- soni siðan fram á að sér yrði veitt pólitískt hæli á íslandi vegna aðstæðna sinna. I tilefni af bréf- inu var ákveðið að leitast við að afla frekari upplýsinga um mál- efni Gervasonis, bæði frá Frakk- landi og Danmörku. Gekk það treglega, enda var ljóst að yfirvöld höfðu litlar upplýsingar um feril hans síðustu árin. Er farþegaferjan „Smyrill" kom til Seyðisfjarðar 2. september sl. gerði maður grein fyrir sér sem frönskum ríkisborgara, Domin- ique Lucien Vanhoove, og lagði fram hollenskt atvinnuskírteini sem bar mynd af honum, en kvaðst hafa glatað vegabréfi sínu á sjóferðinni. Gaf viðkomandi útlendingaeftirlitsmaður því skýrslu um komu mannsins. Er Patrick Gervasoni gaf sig fram við útlendingaeftirlitið 5. september sl., eftir að lögmaður hans, Ragn- ar Aðalsteinsson, hafði með bréfi 4. september ítrekað beiðni hans um að honum yrði veitt landvist sem pólitískum flóttamanni, við- urkenndi Gervasoni, eftir að hafa fyrst neitað að hafa í höndum skilríki, að hann væri með í höndum framangreind skilríki sem hann aflaði sér í Hollandi en neitaði að gefa nánari skýringu á öflun þeirra. Dómsmálaráðuneyt- ið ákvað að herða á um öflun upplýsinga um málefni Gervason- is. Fengust ýmsar upplýsingar varðandi réttarstöðu hans og var ákveðið á þeim grundvelli að vísa honum aftur til Danmerkur, þar sem hann hafði komið ólöglega inn í landið þaðan hinn 2. sept- ember. Eftir beiðni lögmanns Gerva- sonis í bréfi dags. 24. september sl., um að fallið yrði frá ákvörðun um brottvísun Gervasonis, sem honum hafði verið tilkynnt með bréfi dags. 22. september, féllst ráðuneytið með bréfi dags. 25. september á að framlengja frest- inn til brottfarar hans af landinu til 2. desember. (Þá eru liðnir þrír mánuðir frá komu hans) en jafn- framt var skýrt frá því, að for- sendur fyrir brottvísun hans væru óbreyttar. í því bréfi var jafn- framt staðfest samkomulag um að lögmaðurinn tæki að sér umsjá með skjólstæðingi sínum þann tíma. Niðurstöður við öflun upplýs- inga um • réttarstöðu Patricks Gervasonis í Frakklandi og Dan- mörku, sem aflað hefur verið hjá yfirvöldum í þeim löndum undan- farna mánuði verða raktar hér á eftir, en bæði hafa verið birtar og gengið manna á milli frásagnir um meðferð málefna hans, sem í vændum séu, sem eru fjarri lagi. í Frakklandi hafa fallið á hann 2 dómar herdómstóls fyrir ólög- mæta höfnun á gegningu her- þjónstu á friðartímum, 12 mánaða fangelsi, skv. dómi uppkveðnum 18. október 1973, og 8 mánaða fangelsi skv. dómi, uppkveðnum 25. mars 1976, vegna liðhlaups innanlands á friðartímum. Eru með því sakir tæmdar gegn hon- um fyrir liðinn tíma og því fjarri lagi að hans bíði 10 ára fangelsi eða jafnvel meira. Strangari refs- ingar eru fyrir liðhlaup úr virkri herþjónstu en fyrir það var Gervasoni ekki dæmdur. Þess má vænta að slíkir dómar yrðu við fullnustu þeirra styttir a.m.k. um fjórðung að öllu eðlilegu. Ef hlut- aðeigandi hinsvegar féllist á að gegna herþjónstu má vænta þess að dómar yrðu lækkaðir í eins til tveggja mánaða fangelsi skilorðs- bundið, sem í raun má vænta að félli niður að fullu. Dómunum yrði fullnægt í venjulegu almennu fangelsi, því herfangelsi til af- plánunar eru ekki til. Engar kvað- ir hvíla á slíkum aðila eftir afplánun, svo sem um skilríki, ferðafrelsi eða annað, þar sem málinu væri að fullu lokið. Engum beiðnum hefur verið beint frá Frakklandi um framsal Gervason- is í neina átt og ekkert bendir til þess að nokkurs slíks sé að vænta. í Danmörku eru engar skuld- bindingar fyrir hendi gagnvart öðrum Efnahagsbandalagsríkjum, NATO-ríkjum eða neinum öðrum um framsal á herþjónstubrott- hvarfsmönnum eða liðhlaupum. Framsalslög í Danmörku (nr. 249 frá 1967) heimila ekki framsal fyrir herþjónustubrot. Engin ástæða er til að ætla að dönsk yfirvöld hafni að veita Gervasoni viðtöku á grundvelli ákvæða Norð- urlandasamnings frá 1957, sem ísland gerðist aðili að 1966, en samkvæmt honum á það Norður- landaríki, sem útlendingur kemur ólöglega inn í, rétt á að endur- senda hann til þess Norðurlanda- ríkis er hann kom frá. Er því um endursendingu að ræða en ekki brottvísun í lagatæknilegum skilningi. Eins og áður segir eru Danir ekki skuldbundnir af nein- um milliríkjasamningum til að vísa honum úr landi til annars lands og framsal fyrir þau laga- brot, sem um ræðir, eins og áður segir óheimilt að lögum. Fyrir réttri viku síðan átti dómsmálaráðherra íslands einka- viðræður við dómsmálaráðherra Danmerkur varðandi þetta mál- efni. Fóru þær viðræður mjög vinsamlega fram. Er ljóst að dönsk yfirvöld munu ekki gefa á þessu stigi neins konar yfirlýs- ingar um niðurstöður á athugun- um þeirra á málavöxtum um framangreint efni, sem alls ekki hafa getað farið fram þar í landi, og að þær niðurstöður hljóta að verða byggðar á þeirra eigin könnun. Það er mat þessa ráðu- neytis, að tekið verði við þá könnun með skilningi á aðstæðum Patricks Gervasonis, og að hann eigi það mest undir sjálfum sér komið, og afstöðu sinni til gæzlu danskra lagareglna, hvort honum verði tekið sem venjulegum borg- ara annars Efnahagsbandalags- ríkis, en þeir munu eiga með eðlilegum hætti rétt á því sam- kvæmt reglum Efnahagsbanda- lagsins, að fá sér atvinnu í öðrum löndum Efnahagsbandalagsins, og starfa þar óáreittir. í gær tilkynnti dómsmálaráðu- neytið lögmanni Gervasonis, Ragnari Aðalsteinssyni, hrl., að það teldi að ekkert það hefði Stuðningsmenn Gervasonis og mótmælendur brottvísunar hans úr landinu styttu sér stundir við spilamennsku. Gangar stjórnarráðsins voru fullir af stuðningsmönnum Gervasonis. komið fram, sem gæti breytt fyrri ákvörðun um brottför hans, og að lögreglustjóranum í Reykjavík f.h. útlendingeftirlitsins yrði falið að annast framkvæmd þess að venju. Jafnframt var tekið fram, að Gervasoni væri heimilt að ákveða sjálfur hvenær hann kysi að hverfa af landinu á næstu 1—2 vikum eftir nánara samráði hans og lögmannsins við ráðuneytið, með hæfilegum fyrirvara, enda hlyti lögmaðurinn þá að taka að sér umsjá skjólstæðings síns þann tíma, svo sem verið hefur sam- kvæmt samkomulagi frá 25. sept. sl., en að öðrum kosti, ef hann og lögmaðurinn óskuðu ekki að hafa þennan hátt á, hlyti lögmaðurinn að fylgja honum til skrifstofu útlendingaeftirlitsins, en af því hafði lögmaðurinn tekið við umsjá hans hinn 25. september sl. Geta má þess, að það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef látið er undan þrýstingi ofbeldis- aðgerða, sbr. töku sendiráðs ís- lands í París, þar sem krafist var „pólitísks hælis" á Islandi fyrir 450 manna hóp andstæðinga herskyldulaga þar í landi. Rétt þykir að endingu að lýsa höfuðrökum fyrir ákvörðun ráðu- neytisins í fáum orðum: 1. íslensk lög hafa verið brotin með ótvíræðum hætti við komu Patricks Gervasonis til landsins þvert ofan í fyrri neitun á erindi hans og með fölsuðum skilríkjum og með röngu nafni. 2. Engir milliríkjasamningar eða alþjóðasamningar kveða á um, að herþjónustuneitun veiti rétt til pólitísks hælis. 3. Engin haldbær rök eru fyrir því að brottför Gervasonis frá Islandi til Danmerkur leiði til sendingar hans þaðan til Frakk- lands. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið, 2. desember 1980. Ungmennin í dómsmálaráðuneytinu: „Leggium áherslu á kröf- una um MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá stuðningsmönnum Patrick Gervasoni: Við sem erum hér saman komin, viljum með því leggja áherslu á þá kröfu, að Patrick Gervasoni verði veitt hæli á ísiandi sem þólitísk- um flóttamanni. Patrick Gervasoni nýtur ekki jafnréttis á við aðra flóttamenn, er neitað hafa að gegna herþjón- ustu. Gervasoni er í þeirri sér- stöðu að vera vegabréfslaus og pólitískt getur þar af leiðandi hvorki dvalið né farið að eigin vild. Vegna aðildar Danmerkur að Efnahags- bandalagi Evrópu mun Gervasoni ekki fá hæli þar sem pólitískur flóttamaður. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld leyfi Patrick Gervasoni að njóta jafnréttis á við aðra ' flóttamenn og útbúi hið snarasta vegabréf honum til handa, þannig að Gervasoni geti farið ferða sinna frjáls maður. hæli66 Ljóst er að endurskoði stjórn- völd ekki afstöðu sína, dæma þau óbeint Patrick Gervasoni til fang- elsisvistar í frönsku herfangelsi, hve lengi veit enginn. Við skorum á Alþýðusamband Islands og önnur félagasamtök og einstaklinga, sem lýst hafa yfir stuðningi við Gervasoni að sýna í verki að alvara hafi legið á bak við yfirlýsingarnar. Dómsmálaráðuneytinu 2. desember 1980. Stuðningsmenn Gervasoni. Vopnafjörður: Yeðurhæðin náði 17 vindstigum Vopnafirði 2. des. 1980. AFTAKAVEÐUR gekk hér yfir aðfaranótt mánudags og á mánudagsmorgun, en litlar skemmdir urðu, og engin slys á fólki svo vitað sé. Veðrið skall á um nóttina, en á sunnudag hafði hér verið hiti og afbragðs veður. Veðurhæðin náði mest um 17 vindstigum, í hviðum, samkvæmt mælingum á flugvellinum. Járn- plötur fuku af tveimur þökum og skemmdir urðu á Síldarverk- smiðjunni, þá skemmdust fjárhús í sveitinni eitthvað og heyvagnar feyktust til, en búfénað sakaði ekki. Veðrið var á norðan, og fylgdi því töluverð snjókoma. Vindinn tók síðan að lægja um hádegisbil, en síðar um daginn snjóaði nokk- uð. í dag er hér stillt veður og frost, ágætt veður. Símasam- bands- og rafmagnslaust varð hér um tíma í óveðrinu, en það er nú komið í lag, þótt ekki heyrist vel ef hringt er út fyrir Vopnafjörð. — Katrín Þórshöfn: Brotnaði af haf nargarðinum Uórshofn á Lanxanrsi 2. des, 1980. MIKIÐ óveður gekk hér yfir eins og víðar, aðfararnótt mánu- dags og á mánudag. Veðrið birtist okkur þó ekki fyrst og fremst í hvassviðri eins og víða varð, heldur kom hér mikið brini, sem meðal annars olli skemmdum á hafnargarðinum. Það er hlaðinn grjótgarður, og brotnaði framan af honum um 20 metra iangur kafli. Ekki er enn vitað hvert hafrót- ið hefur borið grjótið úr garðin- um, en óttast er að það hafi borist í innsiglingarrennuna í höfninni. Gæti það þá orðið stærri hafskipum skeinuhætt. Ekki bar þó á því í morgun er strandferðaskipið Hekla kom hér, en síðar verður séð hvert grjótið barst. Veðrið var á norðan, og fvlgdi því lítil úrkoma. Mikil ísing varð á hinn bóginn til þess að síma- og rafmagnslínur gáfu sig, og var hér bæði símasambandslaust og rafmagnslaust um hríð. - Óli Málefni Launasjóðs rithöfimda verði áfram í höndum rithöfunda sjálfra segir í ályktun Rithöfundasambandsins og áskorun 126 rithöfunda MORGUNBLAÐINU hefur borist afrit af bréfi, sem Rithöfunda- samband íslands hefur sent öll- um alþingismönnum, en þar er gerð grein fyrir ályktun sam- bandsins um þingsályktunartil- lögu er nú liggur fyrir Alþingi um Launasjóð rithöfunda. Bréf Rithöfundasambandsins er svo- hljóðandi: Háttvirti alþingismaður! Á fundi sínum 26. nóvember sl. ræddi stjórn Rithöfundasambands íslands þingsályktunartillögu Sþ 69 um Launasjóð rithöfunda sem nú liggur fyrir Alþingi og sam- þykkti eftirfarandi ályktun ein- róma: Stjórn Rithöfundasambands ís- lands lítur svo á að með tilkomu Launasjóðs rithöfunda hafi Al- þingi í raun viðurkennt að ríkis- sjóður hefur miklu meiri tekjur af störfum rithöfunda en nemur styrkjum til bókmennta. í reglu- gerð launasjóðsins er kveðið svo á að stjórn Rithöfundasambandsins tilnefni þrjá menn í stjórn sjóðs- ins til þriggja ára í senn, og má ekki tilnefna sömu menn aftur. Með þessu er tryggt að sami smekkur eða bókmenntastefna ráði ekki ferðinni nema skamman tíma í senn. Þegar litið er yfir úthlutanir úr sjóðnum þau fimm ár sem liðin eru frá því að reglugerðin var gefin út, þá kemur einmitt í ljós að ekki er unnt að sjá að neins konar einsýni, listræn eða pólitísk, hafi verið ríkjandi. Þess vegna var yfirlýsing 43 fé- laga í Rithöfundasambandi ís- lands sl. vor, sem þingsályktun- artillagan byggist á, úr lausu lofti gripin. Núverandi stjórn launa- sjóðsins nýtur fyllsta trausts stjórnar Rithöfundasambands ís- lands. Stjórn Rithöfundasambandsins lítur á þessa þingsályktunartil- lögu sem beint tilræði við Launa- sjóð rithöfunda, enda reynsla fyrir því að fylgifiskur þingkjörinna nefnda sem úthluta launum og styrkjum til listamanna, sé póli- tískt kvótakerfi fremur en list- rænt mat. Yfirgnæfandi meiri- hluti félagsmanna í Rithöfunda- sambandi íslands er andvígur slíkri tilhögun, og því til sönnunar fylgir hér yfirlýsing 126 rithöf- unda um andstöðu við þingkjörna stjórn launasjóðsins. Einnig er rétt að benda á að á síðasta aðalfundi var samhljóða kosin nefnd til að fara yfir reglugerð um launasjóðinn og hugsanlega setja fram tillögur um breytingar á henni. Stjórn Rithöfundasambands ís- lands vill ekki trúa því að Alþingi gangi gegn vilja meirihluta rithöf- unda með því að samþykkja marg- nefnda þingsályktunartillögu og óskar eftir því að flutningsmenn dragi hana til baka, en að öðrum kosti að henni verði vísað frá eða hún felld. Reykjavík, 1. desember 1980, f.h. stjórnar Rithöfundasambands íslands, Njörður P. Njarðvík, formaður. Þá hefur Morgunblaðinu einnig borist undirskriftalisti, þar sem 126 rithöfundar, félagar í Rithöf- undasambandi íslands, lýsa því yfir að þeir séu andvígir „því að Alþingi breyti lögum um Launa- sjóð rithöfunda þannig að þing- kjörin nefnd úthluti úr sjóðnum. Við teljum að val stjórnar Launa- sjóðs rithöfunda eigi að vera í höndum samtaka rithöfunda sjálfra eins og verið hefur," segir í undirskriftaskjalinu. Undir það skrifa eftirtalin: AöalNteinn InffólÍ88on. Andrés IndriöaNon. Andrés KristjánsNon, Anton Helrl JónsNon. Árni Lanwon. Ása Sólveig. Asi í Ba*. Ásthildur Effilsson. Haldur Raftnarsson, Birfdr SiffurÓNNon. Birfdr Svan Simonarson, Bjórn Th. Bjórnsson, Björn Þorsteinsson, Briet Héöinsdóttir, Böðvar Guömundsson. Dafcur SÍKurösNon. Egill Bjarnason, Egill EgilHNon. Einar Bragi. Einar Logi Einars- son, Einar Kristjánsson írá Hermundaríelli, Einar Olafsson. Elias Mar, Elisabet Þor- geirsdóttir, Erlingur E. Halldórsson, Ey- vindur Eiriksson, Flosi ólafsson, Geir KristjánsNon, Gestur Guöfinnsson. Gils GuA- mundsNon, Gisli ÁgÚNt GunnlaugHHon, GuA- bergur Bergsaon. GuAjón Sveinsson. GuA- laugur Arason. GuAmundur L. FriAfinnsson. GuAmundur Gislason Hagalin, GuAmundur Halldórsson frá BergsstöAum. GuAmundur Steinsson, GuAmundur ÞórAarson, GuArún Helgadóttir, Gunnar Benediktsson. Gunnar Gunnarsson. Gunnar M. Magnúss, Gylfi Gröndal. HafliAi Vilhelmsson. Halldór Lax- ness, Hannes Pétursson. Hannes Sigfússon, Haukur ÁgÚHtsson. HeiArekur GuAmunds- son. Helgi SamundsNon. Hjörtur Pálsson. Hrafn Gunnlaugsson, Inga Birna Jónsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir. Jakob Jónsson. Jakobina SigurAardóttir, Jóhann Hjálmars- son. Jóhannes Steinsson. Jón Danielsson, Jón Helgason. Jón Kr. tsfeld. Jónas Árna- son, Karl GuAmundsson, Kári Tryggvason, Kristinn Einarsson. Kristinn Reyr. Kristján Árnason, Kristján Eldjárn. Kristján frá Djúpalæk. Kristján Jóhannsson, Kristján RöAuls, Liney Jóhannesdóttir. LúAvík Krist- jánsson. Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum, Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi, Mál- friAur Einarsdóttir, Nina Björk Árnadóttir, Njörður P. NjarAvik. Oddur Björnsson. Olga GuArún Árnadóttir. ólafur Gunnarsson, ólafur Jóhann SigurAsson, ólafur Haukur Simonarson, Páll H. Jónsson, Pétur Gunn- arsson, Ragnar Ingi AAalsteinsson. Rósberg G. Snædal. Rúna Gisladóttir. Sigmundur örn Arngrimsson. Sigrún Björnsdóttir, Sig- urður A. Magnússon. SigurAur Pálsson, SigurAur Róbertsson. SigurAur Þórarinsson, Sigurjón Birgir SigurAsson, Snorri Hjartar- son, Stefán Baldursson, Stefán HörAur Grimsson. Stefán Jónsson. Stefán Júliusson. Steinunn SigurAardóttir, Steinþór Jóhanns- son, Svava Jakobsdóttir, Sveinn Einarsson. Sverrir Hólmarsson. Thor Yilhjálmsson. Tómas GuAmundsson. Tryggvi Emilsson. Úlfar ÞórmóAsson. Úlfur Hjörvar. Valdis Óskarsdóttir, Vésteinn LúAviksson. Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorgeir Þorgeirsson. Þor steinn Antonsson. Þorsteinn frá Hamri. Þorsteinn Þorsteinsson, Þorvarður Helga- son, Þórarinn Eldjárn, Þórir S. GuAbergs- son, Þórleifur Bjarnason. Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Þráinn Bertelsson. örn Bjarnason, örnólfur Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 270. tölublað (03.12.1980)
https://timarit.is/issue/118039

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

270. tölublað (03.12.1980)

Aðgerðir: