Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1980næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 03.12.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980 Tómas Árnason bankamálaráðherra: Lagasetning kemur til greina „ÞAÐ ER alveg auKljóst. að komi til verkfalls hankastarfsmanna. skapast ástand. sem ákaflejca erfitt er að búa við, nema í mjög stuttan tíma,“ sagði Tómas Árna- son. bankamálaráðherra i sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Ég tel, að það verði að hindra hættulegar afleiðingar slíks ástands og eitt af því, sem kemur til greina i því sambandi, er lagasetning.“ Morgunblaðið spurði hankamáiaráðherra, hvort og þá hvaða fleiri mögu- leikar kæmu til greina, og hann svaraði: „Ég skal ekki um það segja.“ Morgunblaðið spurði banka- málaráðherra, hvort einhverjir sérfræðingar væru á hans vegum við samningu frumvarps um bann við verkfalli bankamanna með gerðardómsákvæði. Hann svaraði: „Það er ekki hægt að segja það. Hins vegar hef ég auðvitað hug- leitt það ástand, sem skapaðist, ef til verkfallsins kæmi og ég held, að vandræðin yrðu mjög víðtæk og hættuleg mjög snemma." „Ég tel ákaflega óheppilegt," sagði ráðherra, „þegar einstakir hópar eins og t.d. bankastarfs- menn reyna að brjóta sig út úr þeim launamálafarvegi, sem samningamálin eru í eftir samn- ingana við BSRB og BHM.“ Morg- unblaðið spurði Tómas, hvort ekki væri rétt hjá bankastarfs- mönnum, að þau 3%, sem þeir færu nú fram á, væru gömul umsamin grunnkaupshækkun vegna lengra samningstímabils, en þeir aldrei fengið greidda. Tómas sagði: „Ég man nú ekki nákvæmlega, hvernig þetta er komið til. Það er nú svo í þessu kapphlaupi við verðbólguna hér á landi, að menn eru alltaf að reyna að komast hjá því að dragast aftur úr eða tryggja sér það að vera í meginstraumnum. Það er mikill ljóður að ekki skuli vera hægt að ganga frá öllum kjarasamningum á sama tíma.“ Ruddust berrassaðir inn í farþegasalinn TVEIR íslendingar sem hafa ver- ið við nám í Kaupmannahöfn voru meðal farþega í Flugleiðaþotu frá Kaupmannahöfn til Keflavikur sl. fimmtudagskvöld. menn á fer- tugsaldri. Voru þeir háværir um borð i flugvélinni á leiðinni. fóru i holtaleik með bjórdósir og í lend- ingu héldu þeir ræðu fyrir hönd herstöðvaandstæðinga og fuku þar lítt búin orð fyrir almanna- færi. Bárust kvartanir til flug- stoðvarinnar frá flugstjóranum áður en lent var. Tvímenningarnir fóru í tollskoð- un eins og aðrir farþegar, en einhverra hluta vegna þótti ástæða til að kanna sérstaklega búnað þeirra og í sérstökum klefa fóru tollverðir fram á að þeir færu úr jakka, skóm og sokkum. Skipti þá engum togum að náms- mennirnir berháttuðu sig í skyndi og ruddust síðan inn í farþegasal- inn veifandi græjum sínum út í loftið um leið og þeir hrópuðu í angist að svona færi íslenska tollgæslan með þá. Sinntu þeir í engu beiðni tollvarða um að leggja niður laupana og varð hún að kalla á lögreglu til að stöðva hlaup þeirra á adamsklæðunum. Var þeim síðan ekið í Grænás lögregl- unnar þar sem þeim bauðst næt- urgisting í hlýjum vistarverum. Tvímenningarnir héldu til Kaup- mannahöfnar á ný sl. mánudags- kvöld og fóru þeir fullklæddir um borð í flugvélina. Verkfall mjólkur- fræðinga á miðnætti VERKFALL mjólkurfræðinga skellur á á miðnætti næstkom- andi. haíi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Verkfallinu var frestað um þrjá sólahringa. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins mun ekki hafa verið séð fyrir enda deilunnar í gærkveldi, en ætlunin var að halda áfram fundi eitthvað fram eftir. Mikið bar enn í milli, en aðilar höfðu þó mjakazt nær hvor öðrum. Þá voru farmenn á fundi í gærkveldi. í gærmorgun lagði sáttanefnd fram innanhússtillögu og fóru þá viðræður að ganga betur en áður. I gærkveldi bar enn talsvert í milli, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var unnið af fullum krafti og var fullur vilji bgggja deiluaðila á að freista þess að ljúka deilunni. Ætlunin var að sáttafundur stæði fram á nótt. Svavar Gestsson um ASÍ-samningana: Ein króna dönsk fyrir kg af síld — 15 tonn í gúanó LOÐNUSKIP lönduðu síld í Hirtshals í Danmörku í gær ob fékkst lágt verð fyrir sildina. Tæplega 15 tonn af afla Helgu II fóru í bræðslu og fékkst rétt rúmlega 1 króna dönsk fyrir hvert kíló að meðaltali. Er þetta lang- versta síldarsala, sem ís- lenzkt skip hefur gert í Dan- mörku í haust. Síðustu síld- veiðiskipin. sem leyfi hafa til siglinga á vertíðinni landa í Danmörku í dag. Jón Finnsson seldi 97,5 tonn fyrir 28,5 milljónir króna, meðalverð á kíló 292 krónur eða 2,99 danskar. Helga II seldi 115,9 tonn fyrir 11,6 milljónir króna, meðalverð á kíló 100 krónúr íslenzkar eða 1,02 krónur danskar. Bannað er að landa síld í bræðslu hérlendis, en síldin, sem Helga II landaði mun hafa verið léleg. Fyrir beztu síldina eru greiddar um 230 krónur hér á landi. Gerðir á grund- velli Ólafslaga Kaupmáttarskerðing launa á rætur í ákvæðum þeirra laga SVAVAR Gestsson félagsmálaráðherra sagði í umræðu á Alþingi í gær, að hann vildi „leggja rika áherzlu á að kjarasamningar hafi nú verið gerðir, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir þvi að verðbótaákvæði ólafslaga séu i rauninni í gildi áfram.“ Þetta kom fram i svari ráðherra við fyrirspurn frá Lárusi Jónssyni um þróun kaupmáttar launa. í svari sínu sagði ráðherra, að „ástæður fyrir þeirri skerðingu sem orðið hefði á kaupmætti launa á undanförnum misserum, væru fyrst og fremst fólgnar í ákvæðum svonefndra ólafslaga". Þar er um að ræða fernskonar frádrátt við útreikning verðbóta- vísitölu: frádrátt vegna hækkunar olíustyrks, frádrátt vegna með- ferðar áfengis og tóbaks, frádrátt vegna launaliðar bóndans í bú- vörugrundvelli og síðast en ekki sízt frádrátt vegna verulegrar viðskiptakjararýrnunar. Ráðherra sagði, að miðað við kaupmátt 100 á þriðja ársfjórðungi 1977, hefði kaupmáttur launa á fyrsta árs- fjórðungi 1980 verið 94,9, á öðrum ársfjórðungi 90,2 og á þriðja ársfjórðungi 91,3. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði verið 123,8 árið 1978 (miðað við 100 1975) en yrði 119,2 1980. Geir Hallgrímsson sagði ráð- herra hafa skrifað kjaraskerðingu á reikning Ólafslaga. Hver ber ábyrgð á Ólafslögum? spurði hann. Stóð ekki ráðherra og flokk- ur hans að samþykkt þeirra? í þessum orðum ráðherrans er hann að játa fyrir þingi og þjóð, að Sigur yfir V-Þjóðverjum ÍSLENDINGAR eru næsta örugg- ir með sigur yfir V-Þjóðverjum í 11. umferð Ólympiuskákmótsins á Möltu, en umferðin var tefld í gær. Helgi Ólafsson vann Pfleger á fyrsta borði, Jón L. tapaði fyrir Hecht, Margeir vann Borik, og Jóhann er talinn eiga að minnsta kosti víst jafntefli í skák sinni við Lobron, núverandi Þýska- landsmeistara. flokkur hans hafi „ekki sett sól- stöðusamninga í gildi", raunar svikið öll kosningafyrirheitin sem fram voru sett 1978. Lárus Jóns- son sagði, að svar ráðherra væri viðurkenning á kjaraskerðingu, sem orðin væri, og Þjóðhagsstofn- un spáði 5 til 6% viðbótarkjara- skerðingu 1981, í kjölfar gerðra kjarasamninga. Jafngott hefði verið að eiga 28 aura í sólstöðu- samningum og eina krónu nú. Friðrik Sophusson sagði ummæli ráðherra um samninga á grund- velli Ólafslaga stangast á við einróma samþykkt ASI-þings (áskorun til Alþingis). Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík: Guðmundur H. Garðarsson gef ur kost á sér til formennsku * Skýrsla OECD um efnahagsmál á Islandi: „Ljóst ad hálfkák dugar ekki lengur“ ParÍH, 2. desember. AP. „VERÐBÓLGA á íslandi, sem er sú næstmesta á Vesturlönd- um á eftir Tyrklandi, hefur aukist stöðugt siðustu 18 mán- uði og er óliklegt að á þvi verði nokkur breyting nema breytt verði um efnahagsstefnu.“ segir i nýútkominni, árlegri skýrslu OECD, Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu, um þróun efnahagsmála á lslandi. I skýrslunni segir, að ef gert sé ráð fyrir óbreyttri stefnu í efnahagsmálum muni áfram síga á ógæfuhliðina í málefnum þjóðarinnar. Gera megi ráð fyrir, að þjóðarframleiðsla auk- ist aðeins um 1% á næsta ári eins og á því yfirstandandi, en hins vegar megi búast við dálítið minni halla á vöruskiptajöfnuð- inum, eða um 2,25% af þjóðar- framleiðslu miðað við 3,5% á þessu ári. íslensk stjórnvöld spá því, segir í skýrslu OECD, að verð- bólgan á árinu 1981 verði um 42%, miðað við 58% á þessu ári, en þó að íslendingar hafi staðið betur af sér síðari olíuverðhækk- unina en þá fyrri, 1973—1974, þegar tekið sé tillit til greiðslu- jafnaðar, þá sé „hin mikla og vaxandi verðbólga ákaflega al- varlegt mál fyrir þjóðina". í skýrslu OECD er varað alvarlega við því, að vegna stöð- ugrar 50% verðbólgu og vegna verðhækkanaskrúfunnar, sem hlýst af órjúfandi tengslum kaupgjalds og verðlags, „muni verða stöðugt erfiðara að ná tökum á efnahagsástandinu". „Þegar verðbólguvöxturinn er hafður í huga, er alveg ljóst, að hálfkák dugar ekki. Ef grípa á til alvarlegra efnahagsaðgerða til að draga úr verðbólgu, verður að stemma stigu við hvorutveggja, launahækkunum og verðlags- hækkunum," segir í skýrslu OECD, Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu. MORGUNBLAÐIÐ innti Ellert B. Schram formann Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna eftir því í gær hvort vitað væri um ákveðið fram- boð í formannsemba'ttið en Ellert hyggst ekki gefa kost á sér. Sagði Ellert stjórn fulltrúaráðsins kunnugt um að Guðmundur H. Garðarsson gæfi kost á sér og kvaðst Ellert ekki vita annað en að sam- komulag gæti orðið um. framboð Guðmundar. Listmunauppboð Klausturhóla SJÖTUGASTA og fimmta listmuna- uppboð Guðmundar Axelssonar i Klausturhólum verður haldið á morgun að Hótel Sögu klukkan 20.30. Á uppboðinu verða seld mörg þekkt verk, málverk, styttur. og veggskildir. Alls eru 85 verk á söluskrá, unnin úr olíu, vatnslitum, tússi og rauðkrít, pastellitum, rost- ungstönn og kopar. Verkin eru til sýnis í Kláusturhólum í dag milli 9 og 18 og á Sögu á morgun milli 10 og 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 270. tölublað (03.12.1980)
https://timarit.is/issue/118039

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

270. tölublað (03.12.1980)

Aðgerðir: