Morgunblaðið - 19.12.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 19.12.1980, Síða 1
Föstudagur 19. desember Bls. 33—64 Þegar norskur stríðsmaður ;sigraði eina af Islands dætrum Viðtal við Önnu Lovísu og Ingvald 0. Eidsheim — Sögulegt varð það að vera, þegar norskur stríðsmaður sigr- aði eina af íslands dætrum, eins og Ingvald orðaði það. Við hitt- um þau hjónin að máli uppi í Breiðholti, þar sem þau búa nú hjá systur Önnu. Að góðum íslenzkum sið er rétt að byrja á því að gera grein fyrir viðmælanda. Anna Lovísa var fædd og uppalin í stórum systkinahópi á Reyðarfirði, þar sem faðir hennar Johan Peidri Malmquist bjó í Borgargerði. Móðir hennar Kristrún Bóas- dóttir, af hinni fjölmennu Stuðlaætt, var ljósmóðir og út- lærður skreðari, sem ekki var algengt í þá daga. En hún dó ung, og Anna Lovísa fór til Reykjavíkur 17 ára gömul. Réði sig á heimili sr. Sigurbjarnar Gíslasonar og Guðrúnar Lárus- dóttur alþingismanna í Ási, og síðar til Péturs Lárussonar og Ólafíu í Hofi, „og það voru mín bestu ár. Þetta var þvílíkt af- bragðsfólk," segir hún. Síðar fór hún á Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað. Og giftist svo Þorbirni Björnssyni frá Borgarfirði eystra. En hann drukknaði af Braga á fyrstu stríðsárunum. Skipið var siglt niður í myrkv- aðri höfn í Bretlandi og flestir fórust. Hún varð því ung ekkja með tvö börn, sjö ára dreng og nýskírða dóttur. — Tveimur árum seinna kynntist ég svo Ingvald, segir hún. Edwald bróðir minn hafði verið í skóla í Noregi, og var oft túlkur fyrir Norðmennina hér. Hann bauð Ingvald heim, og kom svo seinna með hann heim til mín. Þetta voru okkar fyrstu kynni og urðu örlagarík. Ingvald hafði flúið frá Noregi í júní 1940, eftir að Þjóðverjar höfðu tekið landið. Hann hafði verið til sjós frá 15 ára aldri og var búinn með stýrimannapróf. Hann komst með skútu frá Álasundi og lenti fyrst í Færeyj- um, var síðan í Grænlandi, og Færeyjum aftur, áður en hann kom til íslands í október 1940. — Við opinberuðum trúlofun okkar á páskunum 1942, heldur Anna áfram frásögninni, og skömmu seinna fékk ég að vita að Ingvald yrði sendur til Skot- lands. Ég beið með brúðarkjól- inn, og sá hann ekki aftur fyrr en um haustið. Þá drifum við okkur í hjónabandið í Þingvalla- kirkju. Fjölskyldan mín öll viðstödd. En það var enginn friður, í orðsins fyllstu merkingu. Enda var heimsstyrj öldin í fullum gangi, og Ingvald í sjóhernum norska. Morguninn eftir kom kallið. Hann varð að fara tii Hjaltlandseyja og það Anna Lovísa Malmquist og Ingvald O. Eidsheim, komin til íslands aö halda jól og fagna sjötugs afmssli önnu. leið hálft ár áður en hann kom til að sækja okkur. Ég fór þá með honum út með dótturina litlu, Guðbjörgu, sem hann varð að ættleiða til að við fengjum að hafa hana með okkur, og við vorum á Hjaltlandi til stríðs- loka. Og þar fæddist sonur okkar, Ólaf Birgir. — Ingvald var í siglingum milli Noregs og Hjaltlands og það var oft erfitt fyrir útlending, sem engan þekkti, að sitja og bíða. Ég varð líka samtímis að skipta yfir í bæði norsku og ensku, til að geta haft samband við fólk. Hættuför í stríðinu Áður en lengra er haldið spyrjum við Ingvald hvað þeir hafi verið að gera í Noregi, sem var hernumið af Þjóðverjum. Það kemur í ljós, að hann var í því sem fyrst var kallað „Marin- ens Spesialavdeling" en seinna varð frægt undir nafninu „Shet- landsgjengen". Og hann fór 48 ferðir til Noregs á skipum, til að sækja eða flytja fólk og varning fyrir norsku andspyrnuhreyfing- una. Fyrir þátt sinn hefur Ing- vald 0. Eidsheim hlotið mörg heiðursmerki, norsk, bresk og bandarísk. Sjálfur segir hann bara að flestar þessara ferða hafi tekist vel. — Við komumst heilu og höldnu fram og til baka og oftast tókst okkur að leysa af hendi viðfangsefnin. Og alltaf steig ég á land, til að hafa norska grund undir fótum. Loks tekst að toga út úr honum frásögn af einni slíkri ferð, sem Hér á landi eru stödd hjónin Anna Lovísa Malmquist og norski sjóliðsforinginn Ingvald 0. Eidsheim. Ilann er var í hópi stríðshetjanna norsku frá árum heimsstyrjaldarinnar. Þá var hann m.a. á íslandi í norska liðinu, sem var örlagarikt fyrir hann, því hér kynntist hann og giftist islenzkri konu, Önnu Lovísu Malmquist. Þau hjónin eru nú komin til íslands til að halda jól og fagna í hópi vina og ættingja sjötugsafmæli Onnu Lovísu. Þau Ingvald Eidstein og Anna Lovísa giftu sig mitt í stríðinu, 26. september 1942 í Þingvallakirkju, en daginn eftir þurfti hann að fara < burtu til að stríða. * hófst rétt eftir miðnætti á jóla- kvöld 1944. — Farið var á bandarískum hraðbáti, kafbátaveiðara af minnstu gerð, frá Scallowag. Svo sem venja var, vorum við með menn og vistir til neðanjarðar- hreyfingarinnar, hóf hann frá- sögnina. En aðalerindið var að sækja einn af okkar mönnum sem hafði utan úr skerjagarðin- um tilkynnt okkur um allar skipaferðir við ströndina. Nú hafði eitthvað komið fyrir og nauðsynlegt að bjarga í snar- heitum bæði honum og fjöl- skyldunni, sem hann bjó hjá, því þau urðu að fara í felur. Gestapo hafði leitað þeirra milli fjalls og fjöru. Við áttum stefnumót á ákveðnum stað og stundu, til að taka við fólkinu. Allt varð að stemma upp á mínútu, því mörg mannslíf voru í hættu, auk þess sem við urðum fyrst að afhenda neðanjarðarhreyfingunni menn og vistir. Siglingin til Noregs gekk vel og við sigum hægt upp að landinu, eftir að dimmdi. — Þegar við vorum komnir næstum inn að Víkinganesi, sem liggur norðan megin í Fensfirði, komum við brot úr sekúndu auga á ljósglampa. Rétt eins og kveikt væri á eldspýtu. Við stöðvuðum vélarnar snarlega og lágum grafkyrrir til að vita hvað þetta gæti verið. Skömmu seinna bar við himin skugga af varðskipi á leið út fjörðinn og á eftir því stærra skip. Síðan kom enn eitt skip fyrir nesið. Þá hugsaði ég, nú fer að verða of fjölmennt hér, og tók þá ákvörðun að leita skjóls í myrkrinu bak við litla eyju, skammt frá, meðan þessi þýzka skipalest væri að fara hjá. Meðan við vorum að koma okkur í skjól, gaf ég skipun um að senda út reykteppi til að hylja okkur fyrir fjandmönnunum. Á sömu stundu tók reykinn að leggja aftur úr skipinu, en í stað þess að leggjast eins og teppi yfir okkur, þá lagði hann í andvaranum inn að landinu — og leit brátt út eins og risastór gráhvítur loftbelgur. Ég varð alveg máttlaus í hnjáliðunum og skil ekki enn þann dag í dag að Þjóðverjarnir skyldu ekki sjá okkur með reykbelg hangandi yfir okkur eins og merki: Hér erum við! — Felustaður okkar var skammt frá staðnum, þar sem við áttum að taka okkar mann SJA NÆSTU SÍÐU Ljósm. Emilía

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.