Morgunblaðið - 19.12.1980, Side 2

Morgunblaðið - 19.12.1980, Side 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 Ingvald Eidshaim siglir sínu eigin fleyi úti fyrir Noregsströnd. og fjölskylduna. Við ákváðum að gera það þá fyrst og vita hvort umferðin um Fensfjörðinn minnkaði ekki á meðan. Þegar við komum þangað kom í Ijós, að fjölskyldan var hvorki meira né minna en 12 manns, börn og fullorðnir. Mun fleiri en við áttum von á. En það varð svo að vera. Við tókum alla um borð og sökktum mótorbátnum þeirra, en héldum litlum róðrarbáti. Þessu var lokið á einni klukku- stund. Svo stungum við varlega nefinu fram fyrir nesið, út í Fensfjörð, og sáum á eftir þýsku skipalestinni út fjörðinn. Við settum á fulla ferð og komum eftir hálftíma siglingu á staðinn, þar sem við áttum að setja á land mannskap og útbúnað frá Hjaltlandi til neðanjarðarhreyf- ingarinnar um leið og við sigum varlega inn með nesinu og sund- ið, inn í litlu víkina, þar sem bátur neðanjarðarhreyfingar- innar lá, komum við auga á varðskip úti í Brandangersundi. Við hrukkum við. Nú var mikið í húfi, ef við sæjumst. Þetta kom okkur á óvart, því jafnvel kunn- ugum var illa við að sigla á þessum óþverrastað í myrkri, en Þjóðverjakvikindin voru sjálf- sagt að leita að földum mótor- bátum, sem áttu það til að fela sig þarna. Við héldum niðri í okkur andanum. En svo skrýtið sem það var, þá komu þeir ekki auga á okkur inni í skugganum af landi. Strax og þeir voru farnir hjá, sigum við milli steina og þangs inn í víkina, slepptum í land mönnum og farangri og tókum veikan mann og 12—15 jólatré til Hjaltlands. Við bökk- uðum út úr víkinni og sigldum til Hjaltlandseyja, komum þar kl. 15.25 á jóladag, gátum haldið jólin í rólegheitum og það gátu tveir af okkar „agentum" og 12 manna fjölskylda líka, nýsloppin frá klóm Gestapó. Hveitibrauds- ferðin til Noregs Engin furða þótt Önnu Lovísu liði ekki vel meðan hún beið eftir manni sínum úr slíkum ferðum. — Þegar hætta var talin á að reynd yrði landganga í Noregi og Ingvald yrði að fara þangað, sagði hún, ákváðum við að ég færi til íslands. Þangað fór ég með Ólaf 14 mánaða og Guð- björgu litlu á herskipi. Það var nú meira ferðalagið! Um borð var eingöngu fólk úr hernum, og þar sem hætta var á kafbátum, þegar komið var heim undir Island urðum við að fara upp á dekk þrisvar sinnum á dag til æfinga og til að vera viðbúin. En aldrei hefi ég verið glaðari en þegar ég steig þá á land á Islandi, hálfum mánuði fyrir stríðslok. — Til Noregs fórum við svo öll með litlum norskum fiskibáti frá Akureyri til Molö. Þetta var síldarbáturinn Oystein, drekk- hlaðinn af síld. Börnin voru sjóveik, og við þurftum að þvo bleyjur. Frá Molö tókum við strandferðabátinn til Bergen. Við komum til Noregs fyrsta daginn sem Norðmenn fengu hveiti í brauð eftir stríð. Kokk- urinn hafði á Islandi keypt hveiti handa fjölskyldu sinni, sem var stór, og hann tímdi varla að gefa okkur brauð á leiðinni. En þegar hann kom, var hveitið komið í Noregi. Farþeg- arnir á strandferðaskipinu sátu og hámuðu í sig hveitibrauð. Krakkarnir mínir horfðu alveg undrandi á þessar aðferðir. Þau gláptu á fólkið, segir Anna Lovísa og hlær að endurminn- ingunni. Þessvegna hefi ég alltaf kallað þetta hveitibrauðsferðina. Síðan hafa þau Anna Lovísa og Ingvald búið í Noregi, vegna starfa hans þurftu þau oft að flytja, bjuggu í Bergen, Christi- ansand, tvisvar í Osló. Sinn eigin skipasmiður Og hvað gerir svo maður, sem hefur lifað svo viðburðaríku lífi og haft mikið að gera, eftir að hann sest í helgan stein? Ingvald 0. Eidsheim sjóliðsforingi hefur næg verkefni. Fyrir utan það að hann er þátttakandi í svonefnd- um Lyngeklúbbi, sem menn úr landher og flota Norðmanna á stríðsárunum mynduðu til að halda samband sín á milli, þá smíðar hann báta, enda siglinga- maður góður. Heima hjá sér hefur hann sjálfur smíðað 4 seglbáta. Fyrst 24ra feta bát, og í kjölfarið tvo aðra svipaða, sem hann seldi alla. En nú síðast smíðaði hann bátinn sinn, 32ja feta Colien Archer-bát, og unir sér vel við að sigla honum. Báturinn sá getur tekið þátt í siglingakeppnum í stormi. Fyrir utan mastrið og seglið er hann algerlega hans eigið handverk. — Meðan á þessu stóð, var ekki hægt að tala við hann í tvö ár um annað en báta, segir kona hans og hlær. En nú kveðst Eidsheim vera að byrja á að rita niður minningar sínar, hvað sem úr því verði. Þau hjónin kusu að setjast að í Christiansand í ellinni, þegar þau gátu ráðið sínum bústað. Keyptu sér þar hús. Dóttirin býr þar rétt hjá. Það var áður en verðlag þaut upp í Christiansand vegna olíuvinnslunnar í sjó. Nú búa margar íslenzkar fjölskyld- ur, sem starfa við olíuborunina, í Christiansand. Segist Anna vita um 12 íslenzkar fjölskyldur í bænum. Hún segir að á fyrstu árunum hafi sig oft langað heim til íslands. Og hún notaði hvert tækifæri til að skreppa, gaf m.a. hverju þriggja barna sinna í fermingargjöf Islandsferð, svo þau héldu tengslunum við land- ið. En eftir að þau uxu úr grasi, hafa þau hjónin komið í heim- sókn hingað. Hún kvaðst alltaf hafa haft opið hús fyrir íslend- inga og haft marga gesti, auk þess sem hún hefur verið í Islendingafélögunum á stöðun- um, þar sem hún hefur búið. — Ég hefi alltaf átt ánægju- legt samband við ísland, tekur maður hennar undir. Þegar í skóla kynntist ég Snorra Eddu og lagðist í gamlar íslenzkar bókmenntir. Las allt sem ég náði í um fund íslands, Grænlands og Ameríku. Svo það hefur kannski ekki verið svo mikil tilviljun, að ég fór til íslands og gifti mig þar íslenzkri konu. Og Anna hefur verið góður sendiherra lands síns í Noregi, það get ég vottað. - E.Pá. Ingvald tók tig til og amíðaói sína eigin akútu, sem hann nýtur þess aó sigla. Fyrir utan mastrió og seglin er skútan hans eigió handarverk. 3. umferð Ólympíumótsins: Spánverjar sluppu með jafntefli Ef allt hefði farið sem horfði i viðureign islensku sveitarinnar við Spánverja hefðu úrslitin áreiðanlega orðið okkur hagstæð- ari en raun bar vitni. Eftir tveggja tima taflmennsku var sem alls staðar hallaði heldur á Spánverjana, sérstaklega á borð- um þeirra Jóns L. og Jóhanns, sem höfðu hvitt. Spánverjar tefldu fram sinu sterkasta liði í þessari viðureign, stórmeisturun- um Diez del Corral, Bellon og Pomar auk alþjoðameistarans Rivas. Þeir Bellon og Pomar þykja þó i lakari flokki stór- meistara, þannig að við töldum okkur ekki sérlega óheppna með andstæðinga. Diez del Corral — Helgi Vi — Vfe Bellon — Jón 0—1 Pomar — Margeir Vfe — xk Rivas — Jóhann 1—0 Helgi tefldi byrjunina vel og andstæðingur hans mátti þakka fyrir jafntefli. Bellon tefldi byrj- unina fullfrumlega gegn Jóni og fékk aldrei að sjá minnstu sólar- glætu. Þar með var fyrsti stór- meistarinn fallinn í valinn fyrir íslensku sveitinni. Við Pomar sömdum jafntefli snemma, en ég hefði þó að öllum líkindum átt að tefla áfram, svo sem rannsóknir sveitarinnar um kvöldið leiddu í ljós. Jóhann fékk góða stöðu eftir byrjunina, en eftir að drottn- ingarnar fóru af borðinu lék hann mörgum veikjum leikjum, þannig að fyrst missti hann taflið niður í jafntefli og síðan tap. Sigur okkar hefði því ekki verið ósanngjarn, enda virkaði spænska sveitin ekki sannfærandi þrátt fyrir alla titla sína. Á efsta borði unnu Ungverjar Svía örugglega með þremur vinn- ingum gegn einum. Fyrstu Aust- ur-Evrópusveitirnar til að tefla saman voru Júgóslavar og Búlgar- ar. Þeirri viðureign lyktaði með eins vinnings sigri hinna fyrr- nefndu. Á fyrsta borði vann Lju- bojevic Emenkov, en öðrum skák- um lauk með jafntefli. Þar með voru Ungverjar komnir einir í efsta sætið, með ÍO'k vinning, en ísraelsmenn voru næstir með 10 vinninga. Þá komu Rússar, sem unnu stórsigra á Austurríkismönnum, í þriðja sæti ásamt Júgóslövum og Pólverjum, með 9V4 v. Með 9 vinninga voru m.a. Islendingar í ágætum félags- skap, Bandaríkjamanna, Englend- inga o.fl. í 6,—11. sæti. Með öðrum orðum langbezta byrjun íslend- inga á þeim þremur Ólympíumót- um sem tefld hafa verið eftir Monrad kerfi. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Bellon (Spáni) Caro-Kann vörn 1. e4 - cG, 2. d4 - d5, 3. Rd2 - dxe4, 4. Rxe4 — RÍ6 (Bellon er einn af staðföstum áhangendum þessa umdeilda afbrigðis. Hann lagði m.a. Jan Timman að velli með því á svæðamótinu í Amster- dam árið 1978). 5. Rxf6+ — gxf6, 6. c3 — Bf5, 7. Rf3 - Rd7, 8. g3 - Da5!? (Eftir 8... e6, 9. Bg2 — Bd6 er komin upp sama staða og í skák Jóns og bandaríska stórmeistarans Christiansen á Lone-Pine mótinu í vor. Hugmyndin á bak við 8... Da5 er að svara 9. Bg2 með Db5 og hindra á þann hátt hvít í að hróka, auk þess sem svartur myndi fagna Skák eftir Margeir Pétursson Víða leitað fanga Gestir í gamla trénu. Ævintýri og ljóð frá ýmsum löndum. Ritstjórn: Anine Rud, Dan- mörk, Eva von Zweigbergk, Sví- þjóð, Aili Palmén, Finnlandi, Jo Tenfjord, Noregi. Þorteinn frá Ilamri valdi ís- lenzka efnið og þýddi bókina með fáum undantekningum. Setning, umbrot, filmuvinna: Prentstofa G. Benediktssonar. Prentun framkvæmd i Pól- landi. Einkaréttur á íslandi Bjallan hf. Gestir í gamla trénu er úr ritröðinni „Barndomslandet", sem komið hefir út á Norðurlöndunum öllum og kemur hér fyrir sjónir islenzkra lesenda með stuðningi frá norræna menningarmála- sjóðnum (Nabolandslitteratur- stötten). Það eru „sérfræðingar" um lesefni barna sem völdu til þessarar bókar, hinir sömu er drógu efni til bókarinnar Berin á lynginu, sem kom hér út árið 1977. Enn hafa þeir farið víða til fanga, leita í gullkistum þjóða að ger- semum sem börn gleðja og þroska. Við sjáum þau víða á för, suður alla Evrópu, vestur í henni Amer- íku, Þorsteinn skáld frá Hamri réttir þeim efni héðan-norðan af íslandi. Það er erfitt að velja svo öllum líki, enda af mörgu að taka, en víst er um það, að það sem hér birtist á erindi til barna. Yfir 60 töldust mér þættirnir, svo augljóst er að í þessari bók finna flestir fleira en eitt og fleira en tvennt við sitt hæfi. íslenzka efnið er sótt til fræðaþulanna Árna Björnssonar, Jóns Árnasonar og Ólafs Davíðs- sonar, skáldanna Arnar Arnar, Guðmundar Guðmundssonar og fleiri og fleiri. Skemmtilegt þótt mér að sjá vin minn Æra Tobba meðal höfunda, hafði aldrei komið til hugar að hitta hann á bekk með H.C.Ander- sen og öðru prúðbúnu stórmenni. En þegar ég sé skreytingu Kate Greenaway við ljóðið hans um kettina mörgu, þá fyllist ég þakk- læti til Þorsteins fyrir það að ljá honum síðu í bókinni. Þorsteinn frá Hamri hefir þýtt allt sem þarna birtist, af erlendu efni, með fjórum undantekning- um. íslenzkum lesendum þarf ekki að segja það, að hann er meðal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.