Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
Agnar Guðnason:
Verslunarráð
og kjúklingamir
í síðastliðinni viku efndi Versl-
unarráð til blaðamannafundar,
þar sem gerð var grein fyrir
viðhorfum þess og nokkurra ali-
fugla- og svínabænda til stefnu
bændasamtakanna í framleiðslu-
málum landbúnaðarins. Fjölmiðl-
ar skýrðu frá því markverðasta,
sem fram kom á fundinum, að ég
hygg, en þar var deilt á landbún-
aðarráðherra og Stéttarsamband
bænda fyrir álagningu kjarnfóð-
ursskattsins. Hann var talinn
miðheppnað og óréttlátt hag-
stjórnartæki.
Spurning sem ýmsir hafa velt
fyrir sér, eftir að boðskapur Versl-
unarráðs var birtur, fyrir hverja
er það að berjast? Er það neytend-
ur, framleiðendur eða kaupmenn?
Ef rétt er metið munu hagsmunir
kaupmanna vega þyngst, því varla
eru margir bændur aðilar að
Verslunarráði. Þótt Stéttarsam-
band bænda beri hag neytenda
fyrir brjósti, þá er ekki óeðlilegt
að hagsmunir bænda séu því
nærtækari. Stéttarsambandið hef-
ur ekki boðað til blaðamanna-
fundar í þeim tilgangi að gagn-
rýna aðgerðir annarra
hagsmunasamtaka. Það hefur ver-
ið talið heillavænlegra að ræða við
forystumenn annarra stéttarfé-
laga um sameiginleg vandamál.
Kjarnafóðurgjald-
ið og bændur
Það hafa verið og eru skiptar
skoðanir meðal bænda um rétt-
mæti þess að leggja sérstakt gjald
á innflutt kjarnfóður, sem bænda-
samtökin hefur síðan til ráðstöf-
unar. Umræður um kjarnfóður-
gjaldið hafa farið fram á mörgum
Búnaðarþingum og oft á aðalfund-
um Stéttarsambands bænda.
Niðurstaða af þeim umræðum
var að yfirgnæfandi meirihuti
fulltrúa á þessum fundum hafa
verið meðmæltir gjaldinu. Rökin
hafa verið, að með sérstöku gjaldi
á kjarnfóður mætti hafa nokkra
stjórn á framleiðslunni og enn-
fremur jafna aðstöðumun bænda
miðað við búsetu og til verðjöfn-
unar. Það má að sjálfsögðu deila
um aðgerðina við innheimtu
gjaldsins, en gjaldtakan sjálf hef-
ur ótvírætt verið samþykkt af rétt
kjörnum fulltrúum bænda á aðal-
fundum beggja heildarsamtaka
þeirra.
Þess vegna er gjaldið staðreynd
í dag, en má vera að ekki verði
talin ástæða til að hafa það
óbreytt um langan tíma. Það er
fulltrúafundur Stéttarsambands
bænda, sem tekur ákvörðun um
það.
Það má jafnframt benda á, að
samtímis og lagt er á kjarnfóð-
urgjald er bændum í hefðbundn-
um búgreinum þ.e. i sauðfjárrækt
og nautgriparækt úthlutað fram-
leiðslukvóta. Fyrir ákveðinn hluta
framleiðslunnar fá þeir fullt verð,
en það sem er umfram það fá þeir
aðeins um !ó af skráðu framleið-
andaverði. Þannig að þær aðgerðir
sem gripið hefur verið til bitna
mun þyngra á sauðfjár- og kúa-
bændum en öðrum bændum.
Samtök bænda og
afurðasalan
Verslun með afurðir alifugla og
svína er öðruvísi háttað en verslun
með aðrar landbúnaðarafurðir.
Fulltrúar neytenda og bænda
hafa komið sér saman um verð-
lagningu á nautgripa- og sauðfjár-
afurðum og einnig verslunar-
álagninguna. verð til framleið-
enda á eggjum, kjúklingum og
svínakjöti er ákveðið á vegum
hagsmunasamtaka bænda í þess-
um búgreinum.
Kaupmenn hafa löngum deilt á
þá, sem ákveða smásöluálagningu
á sauðfjár- og nautgripaafurðir.
Þeir telja hana of lága.
Það hefur oft komið til tals að
afurðir svína og alifugla yrðu
verðlagðir á hliðstæðan hátt og
aðrar landbúnaðarafurðir, enda
ekki óeðlilegt, að því beri að
stefna. Þá þarf gott samstarf við
kaupmannasamtökin til að kom-
ast að réttri niðurstöðu, sem
flestir geti sætt sig við, þegar að
því kemur.
Bændur eiga að standa saman
hvað svo, sem þeir framleiða, þeir
eiga að gæta sinna hagsmuna
innan stéttarsamtakanna.
Önnur hagsmunasamtök eru
ekki réttur vettvangur til að koma
á leiðréttingum, ef þeir telja sig
misrétti beitta.
Verðlag nokkurra
afurða
Þótt það sé ekki alveg nákvæmt
þegar borið er saman verð á
ýmsum matvælum hér á landi og í
öðrum löndum, gefur það þó
ákveðnar vísbendingar. Sérstak-
lega getur verð í smásölu verið
breytilegt milli verslana. Ég hefi
fengið uppgefið smásöluverð á
nokkrum búvörum í eftirtöldum
löndum: Noregi, Frakklandi,
Finnlandi, Hollandi, Svíþjóð,
V-Þýskalandi og Danmörku. Verð-
Agnar Guðnason
ið miðast við 28. nóvember sl. og
gengi íslensku krónunnar eins og
það var þá.
Meðalverð í þessum 7 löndum á
nýmjólk var kr. 341, hér á landi
var verðið 353 kr. Mjólkurverðið
er niðurgreitt í þrem löndum
svipað og hér hjá okkur. Munur á
smásöluverði var 3,4%.
Ostur 45% var að meðaltali 22%
dýrari hér á landi en í hinum
löndunum. Sambærileg nautasteik
var aftur á móti 19,6% ódýrari hér
en að meðaltali í löndunum sjö.
Egg voru 118% dýrari hér á landi,
en í hinum löndunum, ódýrust
voru þau í V-Þýskalandi kr. 1242
hvert kg. en dýrust í Svíþjóð 2881
kr. hvert kg. Smásöluverð hér á
landi var kr. 3250 á kg. Verð á
holdakjúklingum var 93% hærra
hér en í hinum löndunum, hæsta
verð var 2881 á kg., það var í
Svíþjóð en lægst í V-Þýskalandi
1951 kr. á kg. Skráð smásöluverð
hér var kr. 4000. Smásöluverð á
svínakótelettum var 146% hærra
hér á landi, en að meðaltali í
hinum löndunum. Lægsta verð var
í Frakklandi kr. 3588 á kg., hæst
var það í V-Þýskalandi 4849 kr. á
kg. Meðalverðið var kr. 4185 á kg.
en skráð smásöluverð hér á landi
er kr. 10.304 á kg.
Ef gerður er samanburður á
verði til framleiðenda fyrir heilt
svín 1. verðflokki og verði á
kótelettum í smásölu er verð-
mismunurinn á kg 282%. Aftur á
móti mundu lambakótelettur
kosta 121% meira en framleiðend-
ur fá fyrir 1. flokks dilkakjöt, ef
kindakjötið væri ekki niðurgreitt.
Það er réttur samanburður á verði
þessara kjöttegunda.
Það má segja að þessi verðsam-
anburður gæti gefið nokkra vís-
bendingu um hver verðlagning
yrði á afurðum svína og alifugla ef
þar giltu sömu reglur og í verð-
lagningu annarra búfjárafurða.
Það mundi þjóna hagsmunum
bænda í þessum búgreinum betur
að taka upp nánara samstarf við
Framleiðsluráð landbúnaðarins og
Stéttarsamband bænda en verið
hefur, í stað þess að halla sér að
verslunarráði.
Lausnin gæti orðið sú, að meira
samræmi yrði í verslunarálagn-
ingu allra búfjárafurða, til hags-
bóta fyrir framleiðendur í svína-
og alifuglarækt.
Verðlagningu á
kjúklingum
Á blaðamannafundi Verslun-
arráðs var því haldið fram að
framleiðendur kjúklinga þyrftu að
greiða 33,3% kjarnfóðursgjald á
60—70% aðfanga sinna.
Hagsmunasamtök kjúklinga-
bænda gefa út sinn eigin verðlags-
grundvöll fyrir þessa framleiðslu-
grein. I verðútreikningi þeirra frá
20. október sl. var verð til fram-
leiðenda ákveðið kr. 2.773 á kg.
Þar af var fóðurkostnaður 1139 kr.
á kg. Kjarnfóðurgjaldið var inni-
falið. Þarna gerði fóðurkostn-
aðurinn þó ekki nema tæp 42% af
framleiðslukostnaðinum.
Oft hefur verið minnst á háan
slátur- og heildsölukostnað á
dilkakjöti. Þessi kostnaður var
áætlaður síðastliðið haust kr. 720
á kg. Slátur- og heildsölukostnað-
ur á hvert kg. holdakjúklinga er
nokkru hærri, því í október sl. var
þessi kostnaður áætlaður kr. 1341
á hvert kg. Þarna er verk að vinna
fyrir alifuglabændur, ef þeir bera
gæfu til að standa saman, mætti
lækka þennan kostnað.
Öll rök hníga að því að bændur
hvað svo sem þeir framleiða eiga
að standa saman og vinna sameig-
inlega að lausn þeirra vandamála
sem upp kunna að koma.
Hvaða tilgangi þjónar 200 mílna f isk-
veiðilögsaga, ef ekki á að gæta hennar?
Stjórn Starfsmannafélags
Landhelgisgæzlunnar hefur
skrifað formönnum þingflokk-
anna eftirfarandi bréf:
Stjórn Starfsmannafélags
Landhelgisgæzlunnar lýsir undr-
un og vanþóknun á þeirri ábyrgð-
arlausu og handahófskenndu
ráðstöfun stjórnvalda að selja
aðra FOKKER F-27 flugvél Land-
hejgisgæzlunnar.
í fyrsta lagi skal á það bent, að
söluandvirði flugvélarinnar, 675
milljónir, er aðeins 1/5 hluti
andvirðis nýrrar flugvélar, og
getur því varla orðið stór þáttur í
að bjarga vanda ríkissjóðs.
í öðru lagi er stjórn Starfs-
mannafélags Landhelgisgæzlunn-
ar ekki kunnugt um nokkra stefnu
eða áætlun stjórnvalda í landhelg-
is- og gæzlumálum. Og þar sem
ekki hefur verið mótuð stefna eða
áætlun með tilliti til þarfanna,
hljóta núverandi ákvarðanir að
skoðast sem tómt handahóf. Bent
skal á, að skoðanir á þeirri vél,
sem eftir er, geta varað frá 4 til 14
dögum. Spyrja má, hvort það 3é
ætiunin að leggja niður fluggæzlu
á því tímabili. Er ef til vill stefna
stjórnvalda sú sama og skoðun
formanns fjárveitinganefndar, að
litlu skipti þótt dregið verði úr
eftirliti með útlendingum við fisk-
veiðimörkin, og bezt væri málum
komið með því að bjóða rekstur
Landhelgisgæzlunnar út til einka-
aðila. Þá hlýtur að vakna sú
spurning, hvort eigi að hafa sama
hátt á er varðar almenna lög- og
tollgæzlu.
í þriðja lagi vill stjórn Starfs-
mannafélags Landhelgisgæzlunn-
ar geta þeirrar óhugnanlegu stað-
reyndar, að öryggi sjófarenda inn-
an lögsagnarumdæmis okkar mun
stórlega rýrna og er óþarfi að fara
um þann þátt mörgum orðum, svo
augljós sem hann er. Enginn
innlendur flugvélakostur er fyrir
hendi að fylla það tómarúm, sem
mun skapast við skoðanir á TF-
SYN, svo sem bent hefur verið á
hér að framan.
Stjórn Starfsmannafélags
Landhelgisgæzlunnar telur lítinn
vafa leika á því, að stéttarfélög
sjómanna muni líta þessa þróun
alvarlegum augum, ehda vandséð-
ur sá ávinningur, sem fólst í
félagsmálapakkanum er varðaði
öryggismál, ef aðrir þættir örygg-
ismála verða þess í stað fyrir borð
bornir.
Sú ákvörðun fjárveitingavalds-
ins að selja bæði ÁRVAKUR og
ÞÓR verður að teljast í hæsta
máta vafasöm, þar sem hvorki
þessi ríkisstjórn né nokkur af
þeim fjórum stjórnmálaflokkum,
sem eiga fulltrúa á Alþingi, hafa
markað sér stefnu í landhelgis-
málum til framtíðar.
Þessir landfeður ættu að hafa í
huga skoðanir fyrirrennara sinna
sem aldrei efuðust um að öflug
landhelgisgæzla væri einn af
hornsteinum þjóðfélagsins.
Við það öryggisleysi sem sjófar-
endum við ísland er skapað við
ákvörðun ríkisvaldsins um að
draga úr rekstri Landhelgisgæzi-
unnar, þykir rétt að vísa til
margítrekaðra ályktana bæði Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands og Sjómannasambands ís-
lands um öryggismál og um rekst-
ur Landhelgisgæzlunnar. í þeim
ályktunum koma fram álit sjó-
manna, að öflug landhelgisgæzla
sé einn höfuðþáttur í öryggismál-
um sjófarenda.
Það hefur kornið í ljós á síðast-
liðnum tveim árum, að brotalöm
er á milli samspils skipa og
flugvéla Landhelgisgæzlunnar, því
í nokkrum tilvikum hafa flugvélar
Landhelgisgæzlunnar komið að
erlendum veiðiþjófum innan 200
sjómílna markanna, en þessi skip
hafa ekki verið færð til hafnar
vegna skorts á varðskipum. Vegna
fjárskorts hefur úthaldi þeirra
verið haldið í algjöru lágmarki og
dæmi um fjarlægð varðskips frá
staðarákvörðun flugvélar hefur
verið allt að sólarhrings sigling.
Það verður stjórnvöldum að
vera ljóst, að raunhæf landhelgis-
gæzla við ísland verður ekki rekin
af nokkurri mynd, nema með
öflugu samspili fluggæzlu og
skipa. Þótt flugvél standi erlendan
veiðiþjóf að broti, verður hann
ekki færður dómsvöldum nema
varðskip komi til.
Að lokum vill stjórn Starfs-
mannafélags Landhelgisgæzlunn-
ar spyrja hvaða tilgangi það hafi
þjónað, að íslendingar tóku sér
200 sjómílna fiskveiðilögsögu, ef
ekki er ætlun þeirra að gæta
hennar?
Stjórn Starfsmannafélags
Landhelgisgæzlunnar