Morgunblaðið - 19.12.1980, Page 6

Morgunblaðið - 19.12.1980, Page 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 Jón Viðar Jónsson: Af leiklist Finna Hella Wuolijoki (1886—1954) einn merkasti fulltrúi raunsæishefðar- innar i finnskum leikskáldskap. Ég lauk fyrri grein minni með því að minnast á syningu Verka- lýðsleikhúss Tampere, eða Tamp- ereen Työváen Teatteri eins og það heitir á finnsku, á leikriti Kalevi Kalemaa um Salinin skó- smið. Þetta var ekki nýstárlegt verk, hvorki að formi né efnisvali; þó hygg ég það hafi verið betri fulltrúi finnskrar leikhúshefðar en flest annað á leikhússumrinu í Tampere. og ég sá síðar, að það var engin tilviljun að rekast ein- mitt á slíka sýningu á sviði þessa leikhúss. Verkalýðsleikhús Tamp- ere á að baki sér langa og merka sögu, sem a.m.k. framan af var samtvinnuð sögu finnskrar verka- lýðshreyfingar. Leikhúsið var stofnað nokkru fyrir aldamót og 'var í upphafi rekið af áhugamönn- um, enda sprottið upp úr leiklist- arstarfsemi innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Síðar breyttist það svo í fullgilt atvinnuleikhús. Þessi saga er ekkert einsdæmi í Tamp- ere, því að um og upp úr síðustu aldamótum voru stofnuð um allt Finnland svipuð leikhús, sem byggðu á áratugalöngu áhuga- mannastarfi verkalýðs og iðnað- armanna. Um 1920 voru þannig 137 leikfélög starfrækt af verka- mönnum í landinu og var það ár stofnað Bandalag Verkalýðsleik- húsa, sem Verkalýðsleikhús Tampere hafði forystu fyrir. Langflest munu leikhús þessi hafa verið rekin af áhugamönnum í samvinnu við atvinnumenn, en hinn geysilegi þróttur í finnskri áhugamannaleiklist á sér engar hliðstæður annars staðar um Norðurlönd nema hér á íslandi. Var lengi þannig ástatt, að í flestum stærri borgum og bæjum Finnlands voru rekin tvö leikhús, annað af verkamönnum og með verkalýðshreyfinguna að bak- hjarli, hitt af borgurum og æðri stéttum. Það hefur svo leitt af almennri stöðuhækkun verkalýðs- hreyfingarinnar, að þessum tveimur leikhúsum hefur víðast hvar verið steypt saman í eitt borgarleikhús. Verkalýðsleikhús Tampere hef- ur eitt staðið þessa þróun af sér og ég gat ekki heyrt á forráða- mönnum þess, að þeir hefðu sér- stakan áhuga á því að ganga i eina sæng með Tampereen Teatteri, sem lýtur stjórn borgaraflokka. Framtíð leikhússins er raunar í mikilli óvissu, harðar deilur eru innan borgarstjórnar um nýja leikhúsbyggingu og hefur m.a. verið rætt um, að ríkið taki að sér rekstur þess. Allt sým betta þó sérstöðu leikhússins í •'nskri Ieikmenningu nú og má gew 'xess til gamans, að Lasse Pöysti, se,n hefur verið leikhússtjóri frá 1974, var nýlega ráðinn leikhússtjóri sænska Þjóðleikhússins, Dramat- en. Var ekki laust við, að ýmsum þætti sú ráðning nokkurt tímanna tákn um styrk finnsks leikhúss gagnvart því sænska. Og þegar ég blaða í mynd- skreyttu kynningarriti um Verka- lýðsleikhús Tampere sýnist mér augljóst, að vandaður sósíalreal- ismi með finnskum yrkisefnum hafi verið meginstyrkur þess, þó að nýrri straumar, ekki síst frá Brecht, hafi einnig náð inn á svið þess. En finnskir leikhúsgestir hafa greinilega betur kunnað að meta verk sem lýstu lífi þeirra sjálfra á auðskilinn hátt í natúral- ísku formi. Engin finnsk leiksviðs- verk hafa náð viðlíka vinsældum sem verk af þessu tagi og á það umfram allt við um leikrit Hellu Wuolijoki (1886—1954), en erlend- is er hún e.t.v. þekktust fyrir samstarf sitt við Brecht, sem hún skaut skjólshúsi yfir á meðan hann dvaldi útlægur í Finnlandi og léði einnig uppistöðuna i leik- ritið um Púntila óðalsbónda og Matta vinnumann hans. Wuolijoki var um árabil nátengd Verkalýðs- Síðari grein leikhúsi Tampere, sem var jafnvel um tíma kallað „Wuolijoki-leik- húsið", og í uppfærslum Eino Salmelainen, fremsta leiðtoga leikhússins hátt í þrjátíu ár, hlutu leikrit hennar gífurlega hylli. Þau eru enn mikið leikin og þegar ég kom til Helsinki að Leikhússumri loknu sá ég æfingar á leikriti hennar Konurnar á Niskavuori, sem Kajsa Koronen var að setja upp á Svenska Teatern. Þetta er kjarnmikill og rómantískur leikur, sem lýsir baráttu tveggja kvenna, gömlu húsmóðurinnar á ættaróð- alinu Niskavuori og ungu kennslu- konunnar í sveitinni, um einka- soninn á Niskavuori og eina erf- ingja óðalsins. Unga konan er boðberi nútímaupplýsingar og frjálsræðis í þröngsýnu sveita- samfélaginu og þegar þau ungi bóndinn fella hugi saman grípur sú gamla, sem setur hagsmuni jarðarinnar ofar öllu tilfinn- ingastússi, til sinna ráða í von um að stöðva frekari samdrátt. Leik- urinn endurspeglar þannig félags- leg átök tveggja tíma, sem eiga fulltrúa í þessum konum. Það er athyglisvert, að í leikritinu Tengdamamma, sem eitt sinn var vinsælt hér, lýsti Kristín Sigfús- dóttir þessari sömu baráttu hér- lendis með hliðstæðri aðferð, bar- áttu móður og eiginkonu um erfingja óðalsins. í Tampere virtist óbrúanlegt bil á milli alþýðlegrar hefðar og nýjungaviðleitni eftir útlendum fyrirmyndum; í þeim nútímalegu útgáfum klassískra verka, sem ég lýsti í fyrri grein, vottaði lítt fyrir því jarðbundna raunsæi, sem lýsti af sýningunni um Salinin skósmið. Þegar ég kom til Helsinki fékk ég enn á ný staðfestingu á því, að þessir meginstraumar gætu mæst. I sýningum hans tengjast einmitt á yfirvegaðan hátt þættir úr þeirri raunsæishefð, sem ég var að lýsa, róttækri uppstokkun á formi leiksviðs og sýningar. Þannig er persónusköpunin öll sálfræðilega rökrétt, jafnt hið ytra sem hið innra, þó að leikstjórinn leiki sér að samhengi tíma, rúms og frá- sögu að vild. Turkka er því í senn natúraiisti og and-natúralisti, þjóðlegur og óþjóðlegur, og spenn- an á milli þessara andstæðna er eitt sterkasta aflið í sýningum hans. Turkka hefur verið listrænn leikhússtjóri við Borgarleikhúsið í Helsinki í fimm ár. A þeim árum hefur hróður hans borist út fyrir landsteinana. Samt segir hann ekkert leikhús hafa verið sér erfiðara frá því hann útskrifaðist úr Leiklistarháskólanum fyrir fimmtán árum. Hann segir að starfsaðstæður og vinnuandi séu hvergi nærri nógu góð, þetta sé óþjált stofnanabákn og samhugur þeirra, sem innan þess starfa, nánast enginn. í rauninni segir hanns eru mörg leikhús innan þessa eina leikhúss og þó er eins og línurnar geti aldrei verið hrein- ar, því að flestir eru flæktir í eitthvert baktjaldamakk. Fyrstu árin þarna voru andstæðingar hans — og Turkka hefur aldrei skort óvini — staðráðnir að yfir- buga hann og hann var hvað eftir annað neyddur til málamiðlana, ekki síst í leikaravali, sem spillti sýningum hans. Síðustu árin hefur þó staða hans styrkst mjög innan leikhússins, ekki síst í krafti þeirrar listrænu viðurkenningar sem honum hefur hlotnast. Samt heyrist mér á honum, að hann hafi ekki áhuga á því að verða ellidauð- ur i þessu leikhúsi. Turkka er lágvaxinn maður með nauðrakað höfuð og gisið alskegg, fremur væskilslegur tilsýndar. Hann gengur oft klæddur í íþróttagalla og á æfingum minnir hann mig á leikfimikennara, því að orka hans virðist óþrjótandi. í haust var hann að æfa leikgerð sína á leikriti eftir Hannu Salama og voru þrjár vikur til frumsýn- ingar, þegar ég var í Helsinki. Hann kvaðst eiga von á að þetta yrði umdeild sýning, því að hún væri árás á þingræðið og öll hrossakaup sem því fylgdi. Lík- lega verðum við sökum um aftur- haldssemi, sagði hann, því að niðurstaða verksins er sú, að gamaldags stéttaþjóðfélag sé heil- brigðara en þessi lýðræðislega flatneskja nútímans. Sjálfur lítur Turkka á sig sem marxista, en öll kreddufesta er honum fjarri; Salama-sýninguna segir hann vera tilraun til að finna nýjar víglínur í baráttunni fyrir betra þjóðfélagi. Honum finnst komm- únistar vera komnir úr sambandi við veruleikann, með því þeir tali um stéttabaráttu í þjóðfélagi, þar sem engin slík barátta eigi sér stað. Ég reyndi lítt til að kafa til botns í pólitískri heimspeki Turkka; ég veit ekki, hvort þar er nokkurn botn að finna. Maður þarf ekki að horfa lengi á Turkka vinna með leikurum til þess að skynja, að hann er af þeirri tegund leikstjórnarmanna, sem Svíar nefna „demonregissör"; ;ég kann ekki þýðingu á því orði. Demón-leikstjórinn hikar ekki við að ganga mjög nærri leikurum sínum, brýtur jafnvel niður ómeð- vitaðar varnir þeirra og hreinsar til í persónuleikanum, ailt í þeim tilgangi að knýja fram hreina og óþvingaða tjáningu. Á þeim æf- ingum, sem ég kom á, hélt Turkka uppi látlausri hrið skipana til leikaranna, gerði athugasemdir við smæstu hreyfingar og gafst ekki upp fyrr en hann sá það sem hann vildi sjá. Hann vissi auðsæi- lega upp á hár, hverju hann var að sækjast eftir; einbeitingu hans og þoli virtust engin takmörk sett, en ég neita því heldur ekki, að yfir honum hvíldi einhver kaldur og ómannlegur svipur. Þegar ég vík mér að honum eftir æfinguna, kemur á hann hik og hann’verður var um sig og það er auðfundið að hann á miklu erfiðara með að tala við annan einstakling undir fjögur augu en öskra á heilan hóp. í samskiptum leikara og leikstjóra felst ævinlega ákveðin valdabar- átta og eigi listin að sigra yfir óskapnaðinum, verður leikstjórinn að ná undirtökunum (þeirrar stað- reyndar skyldu menn vera minn- ugir, þegar leikarar suða sem hæst um lýðræði í leikhúsi). Leik- arar Turkka beygja sig algerlega undir vald hans og þeir rökræða ekki fyrirmæli hans, heldur prófa þau sjálfir á sviðinu. Ég spyr hann, hvort svo óheyri- leg nákvæmni leiði ekki til þvingaðs leiks, en hann svarar, að sá leikur verði ætíð frjálslegastur á sýningu, sem sé best undirbúinn á æfingu. Hann segist alltaf hugsa sýningar sínar út frá leikaranum, en viðurkennir þó, að leikarar finni stundum til öryggisleysis hjá honum. Skýringuna segir hann þá, að hann breyti leikritum jafnan mjög mikið á æfingum, stokki þau upp og rugli byggingu þeirra frá rótum, og því fái leikararnir ekki fasta jörð undir fætur fyrr en tiltölulega seint á æfingatíman- um. Þegar ég inni hann nánar Úr sýningu Borgarleikhússins i Helsinki á leikgerð Juoko Turkka á Óþekkta hermanninum eftir Linna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.