Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 39 eftir þessum vinnubrögðum, segir hann, að list sín miðist öll við veruleikann á hverri stund og veruleikinn sé breytilegur, ófull- búinn og viðsjárverður. Hann seg- ist líta svo á, að listin sé í raun og veru ekki annað en liður í póli- tísku starfi sínu, markmið hennar sé einnig að koma ríkjandi þjóð- skipulagi á kné og ryðja nýjum samfélags og hugsunarháttum braut. Leiksýningin fari fram inn- an áhorfendahópsins, þeirra sé að gefa hið endanlega svar. Þessi afstaða Turkka skýrir e.t.v. að nokkru leyti, hversu bundinn hann er við allt sem lýtur sérstaklega að Finnum og Finn- landi. Á öllum leikstjórnarferli sínum hefur hann sett upp aðeins eitt erlent leikrit, Draugasónötu Strindbergs og þegar ég spyr hann, hvað hann, efnishyggjumað- urinn, hafi séð í svo háandlegu verki, virðist hann ekki skilja spurninguna, en fer að tala um finnska föðurkomplexinn, sem Draugasónata hans hafi átt að afhjúpa. Og þegar talið berst að öðrum sýningum, verður svipað uppi á teningnum. Allar sýningar hans, sem ég hef séð eða haft spurnir af, virðast vera uppgjör við einhverjar þjóðlegar sálar- flækjur og geðrænar truflanir, sem ég útlendingurinn kann vita- skuld lítil skil á. Glöggt dæmi er leikgerð hans á skáldsögu Váinnö Linna, Óþekkta hermanninum, sem var frumsýnd á sviði Borgar- leikhússins í fyrra og ég sá þar nú í haust. Þessi skáldsaga, sem vakti gífurlega athygli við útkomu sína árið 1954, lýsir örlögum einnar herdeildar í seinni heimsstyrjöld- inni. í sýningu Turkka fór leikur- inn fram á risastórum haug af fósturmoldinni sjálfri, sem hafði verið fluttur inn á sviðið ásamt mosagróðri, trjástofnum og vatni. Það var ekki ýkja þægilegt að sitja undir þessari sýningu; öflugar sprengingar og skothvellir dundu látlaust yfir, leikhúspúðrið lagði í þéttum mekki yfir áhorfendur og gerviblóðið flæddi í stríðum straumum útí finnska moldar- binginn. í dramatískustu köflun- um blönduðust svo hljómar úr Finlandiu og öðrum ættjarðar- sálmum stríðslátunum. Kvaðst Turkka með þessu móti vilja sýna fæðingu einnar þjóðar af mold og blóði. Menn geta af þessu séð, hversu mikill Finni Jouko Turkka er og að þekking á þjóðinni sjálfir er óhjákvæmileg til þess að hafa gagn af list hans. En það fer ekki heldur hjá því, að maður geti kynnst Finnlandi nokkuð í gegn- um Turkka og leikhús hans. Og sem ég ræði við Turkka og hann segir mer frá fyrri sýningum sínum, rek ég augun í eitt ein- kenni, bæði á manninum sjálfum og sýningum, sem ég hef fundið svo oft með Finnum, að mér finnst sem um þjóðareinkenni hljóti að vera að ræða. Þetta er hin sér- kennilega vangeta þessa fólks til að finna einhvern meðalveg í öllum málum og leiðast þess í stað út í þær tröllauknustu öfgar, sem hægt er að ímynda sér. Þessi öfgasemi setur svip sinn á finnsk trúmál, stjórnmál og bókmenntir og hún á sannan fulltrúa í Jouko Turkka. Hann virðist haldinn ólæknandi þörf til að stilla upp andstæðum, þær geta verið nautn — hreinlífi, einræði, lýðræði — en ætíð skal hann hafna annarri og halda hinni á lofti. Kynni mín af Turkka urðu ekki svo mikil, að ég kæmist að því hvort hann vissi sjálfur af þessari tilhneigingu, en í leikhúsi hans fannst mér hún þó fremur ósjálfráð en yfirlögð. Ög ég hef sterklega á tilfinningunni að öfgarnar þrengi ásamt ýmsu öðru sjóndeildarhring þessa stór- brotna leikhúss svo mjög, að það fái aldrei brotist frá því sér- finnska til hins sammannlega. En Turkka myndi að sjálfsögðu svara því til, að allar hugmyndir um sammannleik í listum séu ekkert annað en ímyndun og blekking. Og í þessari Finnlandsskýrslu finnst mér kurteislegast að láta hann hafa síðasta orðið. Einsöngsperlur Mörg af fallegustu og vlnsælustu ein- sönglögum sem gefin hafa veriö út á íslandi flutt af mörgum bestu söngvurum sem þjóðin hefur aliö. Verð kr. 10.400. KVÓLDVfl Kvöldvísa Á þessari gullfallegu hljómplötu flytja margir af bestu tónlistarmönnum yngri kynslóðarinnar lög Torfa Ólafssonar vlö Ijóð Steins Steinarrs. Verö kr. 12.900. IlslniUt Ðíoöiög Guðrún Tómasdóttir, sópran og Ólafur V. Albertsson píanólelkari. Islensk þjóölög í einstökum flutnlngi Guðrúnar Tómasdóttur og Ólafs Vignis Albertssonar. í vönduðu umslagi fylgja textar á fslensku og ensku. Verð kr. 9.500. FALKINN Suðurtandsbraut 8 — sími 84670 Laugavegi 24 — sími 18670 Austurveri — sími 33360 Manuela Viesler flautuleikari og Helga Ingólfsdóttir semballleikari. Sumartónleikar f Skálholtskirkju. Þessi frábæra hljómplata sem kom út fyrir einu ári hefur hlotiö einstaklega góða dóma. Þær Helga og Manuela eru tvímælalaust meðal fremstu listamanna þjóðarinnar. Verö kr. 12.800. Hjálmtýr E. Hjálmtýsson, tenór og Gfsli Magnússon píanó. Hinn vinsæll tenór Hjálmtýr E. Hjálm- týsson syngur þekkt sönglög og vinsælar arfur við undirleik Gísla Magnússonar píanóleikara. Eiginkona Hjálmtýs, Mar- grét Matthfasdóttir, syngur með honum í nokkrum laganna. Verö kr. 12.800. Islenskar hljómplötur við allra hœfi Pónik — Útvarp Útvarp er fyrsta L.P. plata Pónik, sem hefur starfaö í tvo áratugl. Á plötunni eru 8 ný lög eftir marga bestu lagahöfunda þjóöarlnnar og 3 erlenda. Utvarp er einstaklega vönduö og fjölbreytt dæg- urplata. Verð kr. 12.000. Þursaflokkurinn á hljómleikum Upptaka frá hlnum eftirminnilegu tónleik- um Þursaflokksins í Þjóöleikhúsinu í vor. Þursaflokkurinn telst örugglega efn merkasta hljómsveit sem upp hefur komið í íslenskri rokktónlist. Verð kr. 12.800. tí X* /tEvintýralandið Sigild barnaplata með 4 vinsælustu ævintýrum Grímmsbræðra, Hans og Grétu, Mjallhvft, Rauöhettu og Ösku- busku. Flytjendur margir af vlnsælustu lelkurum þjóðarinnar, þar á meöal Bessi Bjarnason og Gísli Alfreösson. Tvær plötur í albúml. Verð kr. 11.500. Fræbbbtarnir — Viitu nammi vana? Fræbbblarnir hafa sérstöðu meðal ís- lenskra hljómsveita. Engir eru eins og Fræbbblarnir, því Fræbbbiamir eru einstak- ir. • »* TlURJ BESSI segir bómunum sogur Það vex eitt blóm Ný tveggja laga hljómplata með lögum Guðmundar Ámasonar. Annað laaiö er samlð við Ijóð Steins Steinarrs, Þaö vex eitt blóm fyrir vestan. Verð kr. 3.500. Beaai segir börnunum sögur Þetta er sú barnaplata sem náð hefur mestum vinsældum á þessu árl enda hafa fáir lesiö þessar sivinsælu barnasögur á jafnskemmtilegan hátt og Bessi. Verð kr. 9.500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.