Morgunblaðið - 19.12.1980, Síða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
Björn Jóhannesson:
I>að yrðu meinleg' um-
hverfisspjöll ef moskító-
fuga næði hér fótfestu
I.Inngangur
Moskítóflugan, eða moskítóan
(Aedes), er bitvargur, nokkru
grannvaxnari og minni en ís-
lenska bitmýið (Culex). Moskítóan
mun eitt útbreiddasta skordýr
jarðar og spannar að kalla allt
svæðið frá hinum syðstu til hinna
nyrstu landa. í heitari löndum er
þessi fluga víða smitberi mýra-
köldu (malaríu), en þessu mun
ekki lengur til að dreifa í kald-
tempruðu beltunum. Hins vegar
kemur þetta skordýr fyrir í því
ríkara mæli og gerist þeim mun
ágengari bitvargur sem nær dreg-
ur heimskautunum, a.m.k. á norð-
urhveli jarðar. Þessu mun valda
einkum tvennt: í fyrsta lagi þekja
freðmýrar og votlendi hlutfalls-
lega stærri hluta þess lands, sem
er ekki snævi þakið að sumarlagi,
þeim mun norðar sem dregur á
heimskringlunni, en votlendis-
svæði eru kjörumhverfi moskít-
óunnar. í annan stað má segja, að
þessi fluga „drepi af sér“ hvers
konar óvini í vaxandi mæli eftir
því sem norðar dregur, hvort
heldur um ræðir sjúkdómsvalda
(sníkla, bakteríur, veirur) eða
skordýr og fugla; flugan þrífst
þeim mun betur sem norðar dreg-
ur, gagnstætt því sem er um önnur
lífsform. í nyrstu héruðum Al-
aska, Kanada og Skandínavíu geta
moskítóbitvargar orðið að plágum
fyrir menn og skepnur. Eru þess
dæmi, að hreindýr á þessum
slóðum drepist vegna blóðtöku
moskítóflugunnar. í fréttabréfi
frá Alaska dags. í mars 1973 segir
svo um aðgang þessara skorkvik-
inda á North Slope (norðurhlíðar
Brooks-fjallgarðarins nyrst í Al-
aska, þar sem nú er unnin olía):
„Flest moskítóbit sem talin voru á
nöktum framhandlegg á 5 mín-
útna tímabili reyndust á sl. sumri
435. Miðað við álíka bit-tíðni,
myndi nakinn og óvarinn manns-
líkami verða fyrir 172,260 bitum á
klukkustund. Hver full-mett
moskítóa tekur með sér a.m.k. 2,57
rúm-millimetra af blóði. Maður í
umræddri aðstöðu myndi þannig
tapa 7,4 millilítrum af blóði á
mínútu. 25 hundraðshlutar af
blóði hans myndu horfnir á 3
klukkustundum, enda myndi hann
þá dauðvona".
Moskítóur bíta í gegn um fatn-
að, og komist þær í mannabústaði,
eru þær jafn ágengar þar og
utandyra. Hákon Bjarnason,
fyrrv. skógræktarstjóri, hefur tjáð
mér, að eitt sinn er hann lenti í
moskítófaraldri í Alaska, hafi sér
verið ráðlagt að vefja pappír um
úlnliði og ökkla, en flugurnar
sækja á þessa líkamshluta. En þá
varð Hákon það bitinn í hnésbæt-
ur í gegn um fatnað, að hann átti
óhægt um gang næstu daga.
Einstaklingar eru misjafnlega
viðkvæmir fyrir moskítóbitum.
Sumir bólgna mikið undan þeim,
svo að augu geta t.d. að kalla
sokkið. A aðra hafa bitin tiltölu-
lega lítil áhrif, en þeim fylgir þó
ætíð nokkur kláði. Margur íslend-
ingurinn hefur að sjálfsögðu orðið
fyrir barðinu á moskítóflugum í
útlöndum, þá fyrst og fremst á
norðlægum slóðum, svo sem í
Finnmörk, Grænlandi, Alaska og
Norður-Kanada. Þeirra gætir lítið
eða ekkert inn í flestum stórborg-
um, t.d. í New York, en í útborgum
þessarar stórborgar eru þær oft
ágengar, einkum að kvöldlagi.
Þeirra gætir annars mest á
stöðum, þar sem er opið vatn,
stöðupollar, opnir skurðir eða
lækjardrög.
II. Moskítóur fyrir-
finnast ekki á
*
Islandi
Sem betur fer fyrirfinnst mosk-
ítóflugan ekki á Islandi. Sérfræð-
ingar á þessu sviði telja einsætt,
að þetta sé einangrun landsins að
þakka. Útilokað er talið, að flugan
gæti borist hingað frá öðrum
löndum með loftstraumum. Hverf-
andi líkur eru og taldar fyrir því,
að hún gæti borist með skipum.
Eins er talið ólíklegt, að moskító-
egg gætu borist með fuglum.
Fremur væri hugsanlegt, að egg
flugunnar bærust með jarðvegi
sem oft fylgir grænmeti og blóm-
jurtum. Miklu mestar er líkurnar
fyrir því, að flugan bærist hingað
með flugvélum, og koma þá staðir
eins og Scoresbysund og Nars-
sarssuaq í Grænlandi væntanlega
fyrst til greina.
III. Því ekki að
halda vöku sinni?
Á árunum 1962 til 1975 var
höfundur þessarar greinar starfs-
maður Þróunarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna í New York. Á
ferðum mínum þessi ár til all-
margra landa rakst ég að sjálf-
sögðu oft á moskítóur, og sú
spurning sótt á mig, hvers vegna
þær fyrirfinndust ekki á íslandi.
Sem starfsmanni Þróunarstofnun-
arinnar var mér kunnugt um það,
að íslendingar gætu, án nokkurs
kostnaðar, fengið einhvern af fær-
ustu starfandi moskítósérfræðing-
um til að heimsækja ísland og
kanna þetta mál. Af þessu tilefni
skrifaði ég heilbrigðismálaráð-
herra persónulegt bréf í árslok
1972. Þessu bréfi var vísað til
Náttúrufræðistofnunar íslands og
annarra sérfræðinga og segir í
svarbréfi heilbrigðismálaráðu-
neytisins við tillögu minni, að
umræddir sérfræðingar telji „ein-
dregið, að lífsskilyrði séu ekki
fyrir moskítófluguna hér á landi"
og að „skordýr af þessu tagi berist
miklu fremur með loftstraumum
en flugförum". Því taldi ráðuneyt-
ið ekki ástæðu til að taka að svo
stöddu afstöðu til tillögu minnar
um erlenda tækniaðstoð i því
skyni að kanna þessi mál.
Álit það sem fólst í ofangreindu
bréfi ráðuneytisins virtist mér
orka tvímælis, og því leitaði ég
umsagna sérfræðinga í Kanada og
Alaska um tvö atriði: (1) Hvers
vegna fyrirfinnst moskítóflugan
ekki á Islandi? og (2) Eru ein-
hverjar augljósar ástæður fyrir
því, að þetta skordýr geti ekki
þrifist á íslandi, berist það þang-
að? Svör við fyrri spurningunni
voru ótvíræð: Einangrun landsins
myndi án efa vera skýring þess, að
moskítóur hefðu enn ekki borist
til landsins. Varðandi seinni
spurninguna yrði ekki komið auga
á neina augljósa ástæðu fyrir því,
að þetta skordýr geti ekki þrifist á
íslandi. Jafnframt töldu umrædd-
ir vísindamenn æskilegt að ráða
sérfræðing til að kanna þessi mál
nánar, sérstaklega með hliðsjón af
Björn Jóhannesson
aðgerðum til varnar því að flugan
bærist til landsins. Umsagnir
hinna erlendu sérfræðinga sendi
ég að sjálfsögðu til heilbrigðis-
málaráðuneytisins.
Með skírskotun til framan-
greindra umsagna kanadískra og
bandarískra sérfræðinga, varð
framhaldið það, að fyrir milli-
göngu og með aðstoð dr. Gunnars
G. Schram, sem þá var sendiráðs-
ritari fastanefndar Íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum í New York,
var útbúið í New York formlegt
umsóknarskjal til Þróunarstofn-
unarinnar, þar sem þess var farið
á leit, að stofnunin kostaði og
útvegaði moskítósérfræðing til að
heimsækja ísland og kanna um-
rædd viðfangsefni. Þetta skjal var
síðan undirritað í utanríkisráðu-
neytinu í Reykjavík og sent
Þróunarstofnuninni. Hún útveg-
aði svo skordýrafræðinginn Dr.
R.A. Ellis, starfsmann Winnipeg-
borgar, til íslandsferðar, og dvald-
ist hann hérlendis um tveggja
vikna skeið í júlí 1974. Geta má
þess, að Winnipeg borg krafðist
ekki launa fyrir störf Dr. Ellis í
þágu íslands, og varð því kostnað-
ur vegna rannsókna hans tiltölu-
Iega lítill fyrir Þróunarstofnunina
og enginn fyrir Island. Skýrsla Dr.
Ellis um ferð hans, rannsóknir og
tillögur er dagsett 21. ágúst 1974.
Án þess að rekja efni hennar,
sýnist ástæða til að vekja athygli
á tveim atriðum: (1) Sumarveðr-
átta hériendis ætti ekki að vera
óhagstæð fyrir moskítóur, enda
þrífast slíkar flugur í Kanada á
stöðum, þar sem hitastig er lægra
og stormar striðari en á íslandi.
(2) Dr. Ellis gengur út frá því, að
með tíðum flugsamgöngum milli
Islands og annarra landa síðustu
20 árin, hafi moskítóur oftlega
borist til landsins og að einhverjar
þeirra hafi væntanlega orpið eggj-
um í vatnspolla nálægt flugvöllum
(Reykjav. flugvelli). Því þurfti að
leita ástæðu fyrir því, að þetta
skordýr hefur enn ekki náð fót-
festu hérlendis. Sennilegustu
skýringuna telur hann þessa: Á
vetrum koma hér oft slík hlýviðra-
skeið, að frost hverfur að mestu úr
jörðu og jarðvatnshitastig verður
nægilega hátt til þess að egg
moskítóunnar klekjast út. Síðan
drepast lirfurnar þegar frystir a
ný-
Við þessa skýringu er það að
athuga, að annars staðar, m.a. á
Suður-Grænlandi, má finna
ámóta hliðstæður' um hlýinda-
skeið að vetrarlagi, en eigi að
síður þrífast þar moskítóur. Þessi
skýring getur því ekki talist ein-
hlít. I þessu sambandi mætti
néfna, að á Akureyri er aðstaða
fyrir moskítóklak sérlega hagstæð
að sumrinu til og þar er einnig að
mun staðviðrasamara og minna
um hlýviðraskeið að vetrarlagi en
á Suðvesturlandi. Og á Akureyri
lenda stundum flugvélar frá
Grænlandi.
IV. Hvað gera
önnur eylönd?
Það eru að sjálfsögðu mörg
önnur óþurftarskordýr í henni
veröld en moskítóur. Sum valda
sjúkdómum, önnur fjárhagslegu
tjóni með því að leggjast á nytja-
jurtir og búpening, og enn önnur
hrjá menn og skepnur, eins og
moskítóur á norðurslóðum. Það
eru því eðlilega ýmis eylönd eða
landsvæði sem gera ráðstafanir til
að bægja frá vágestum af þessu
tagi, sem enn hafa ekki tekið
bólfestu á umræddum landsvæð-
um. Og hér eru flugvélar með
jafn-loftþrýstingi á farrýmum
„hentugustu flutningatækin" fyrir
hvers konar skordýr. En svo vel
vill. til að auðvelt er að eyða
flugum í farrýmum flugvéla með
úðun eða dreifingu efna sem eru
óskaðleg mönnum en banvæn fyrir
flugur. Nú mun „úðun“ slíkra efna
oftast framkvæmd með því að láta
þau berast með loftræstikerfum
flugvélanna, og verða þá farþeg-
arnir ekki varir við „úðunina". En
sama árangri má ná með því að
fara eftir tröð vélanna með opinn
þrýstibauk er dreifir eyðingarefn-
inu. Veldur þetta óverulegum
óþægindum fyrir farþegana rétt á
meðan úðunin fer fram, eins og
höfundur þessara lína hefur reynt
nokkrum sinnum. í þessu sam-
bandi mætti nefna sem dæmi, að
engin flugvél lendir í Bandaríkj-
unum frá Mið- eða Suður-Amer-
íku nema að úðun eigi sér stað, og
hið sama hefur, sl. 30 ár a.m.k., átt
við um allar flugvélar sem lenda í
Ástralíu og Nýja Sjálandi frá
öðrum löndum.
Úðun flugvéla kostar lítið. Árið
1976 aflaði Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, þeirra upplýs-
inga fyrir mig, að efnið sem færi í
að úða DC 8-þotu einu sinni
kostaði um $1.50. Einnig er úðunin
fljótleg og einföld.
V. Hvað hafa íslensk
stjórnvöld aðhafst?
Eftir að skýrsla Dr. Ellis barst
heilbrigðismálaráðuneytinu
sumarið 1974 munu íslensk stjórn-
völd hafa tekið til athugunar að
úða gegn moskítóum flugvélar er
til landsins koma. Flugmálastjóri
hefur sýnt þessu máli sérstakan
áhuga og er þess búinn að hafa
yfirumsjón með úðunarfram-
kvæmdum, ef ákveðnar yrðu. Mér
skilst og að Flugráð hafi sýnt
jákvæða afstöðu í þessu sambandi.
Þá má geta þess, að eftir að nefnd
skýrsla kom út hefi ég safnað
gögnum, eða mér hafa borist gögn,
m.a. varðandi ástralskar rann-
sóknir um eyðingu moskítóflugna
í flugvélum svo og reglugerð Nýja
Sjálands um moskító-hreinsanir í
flugvélum. Þessi gögn hefi ég að
sjálfsögðu sent heilbrigðismála-
ráðuneytinu jafnóðum og þau bár-
ust. í möppu minni sem geymir
bréf og skjöl varðandi þessi mál
eru nú um 90 lesmálssíður.
En lokaákvörðun mun ekki hafa
verið tekin um varnir gegn því að
moskítóflugan berist til Íslands.
A.m.k. hefur reglugerð um þetta
atriði ekki séð dagsins ljós, og á
meðan svo er, verður bersýnilega
ekkert aðhafst í málinu. I þessu
sambandi vil ég geta þess, að í
bréfi til mín dags. 17. apríl 1973
lýsir Dr. Oliver, yfirmaður skor-
dýrarannsóknastofnunar kanad-
íska ríkisins í Ottawa, þeirri
skoðun sinni, að tvímælalaust ætti
að úða flugvélar er koma til
íslands, ekki aðeins fra Græn-
landi, heldur einnig frá Evrópu,
nema að örugglega hafi verið sýnt
fram á, að moskítóur geti ekki
þrifist hérlendis. Að vísu hefur
ekki verið skorið úr um þetta
atriði, og víst væri gott til þess að
vita, að moskítóur gætu ekki
þrifist hér á landi. En því miður er
slíku ekki til að dreifa. Hitt er
jafn líklegt, að moskítóan gæti
orðið að meinlegri plágu í landi
opinna skurða og votra, víðáttu-
mikilla heiðalanda. Og þá er
spurn: Er ekki rétt og skylt, á
meðan slík óvissa ríkir, að gera
þær varúðarráðstafanir sem til-
tækar eru til að bægja frá landinu
hugsanlegri plágu af þessu tagi,
ekki síst ef þetta mætti fram-
kvæma án umtalsverðs kostnað-
ar? Er ekki rétt að byrgja brunn-
inn áður en barnið fellur í hann?
Og byrgja hann, jafnvel þó að
drukknunarhætta reyndist síðar
meir ekki hafa verið fyrir hendi.
VI. Og hvað
um geitunginn?
Úr því ég sting niður penna í
sambandi við moskítóplágur, er
ekki úr vegi að geta hins illræmda
bitvargs geitungsins, sem ætla má
að sé að taka sér bólfestu á
íslandi. í fróðlegri grein Erlings
Ólafssonar i 1. hefti Nátturufræð-
ingsins 1979, getur hann þess, að í
einu geitungabúi í Reykjavík hafi
hann fundið um 330 flugur haustið
1978. Sumarið áður, 1977, var
einnig mikið um geitunga á þess-
um stað. Þar sem þessi bitkvikindi
eru ágeng og hvimleið og valda
stundum dauðsföllum með eitruð-
um stungum, vaknar sú spurning,
hvort ekki myndi tiltækilegt að
útrýma geitungum í Reykjavík, á
meðan útbreiðsla þeirra er mjög
takmörkuð, og hvort nokkuð muni
hafa verið aðhafst með skipulögð-
um hætti í þessu skyni. Grunur
minn er raunar sá, að um þetta
atriði sér framtakssemin ámóta
burðug, eða óburðug, og varðandi
varnir gegn moskítóum. Þá ber að
hafa það sem rétt kann að reynast
í þessu sambandi.
Við íslendingar kunnum lítt að
meta það, hve mikils virði er að
búa í landi, þar sem að kalla
fyrirfinnast ekki neinir bitvargar
eða eitruð skorkvikindi. Bitmýið
er eina „plágan“ í þessu sambandi,
að vísu alloft hvimleitt mönnum
og skepnum, en sem betur fer á
tiltöluiega takmörkuðum svæðum
í nánd við straumvötn. Ég hefi oft
nefnt það við útlendinga, þar sem
moskítóur eru ásæknar, að þessi
kvikindi fyrirfinnist ekki á ís-
landi, og viðbragðið er ætíð hið
sama: „Mikið eigið þið gott.“
Gegnir það raunar nokkurri furðu,
að þess mun sárasjaldan getið í
sambandi við ísland sem ferða-
mannaland, að þar fyrirfinnist
nánast enginn bitvargur, svo sem
moskítóur og geitungar. Það er
ekki lítils virði frir íbúa landsins
og framtíðarkynslóðir þess, svo og
fyrir þá gesti sem sækja landið
heim, að því verði haldið „hreinu"
í þessu tilliti. Með sofandahætti og
aðgerðarleysi um varnaðarráð-
stafanir gegn innflutningi hvers
konar bitvargs, bregðast heil-
brigðisyfirvöld landsins þeirri al-
mennu skyldu að vaka á verðinum.