Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 45 Ógn og skelfing Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: GÁLGAFRESTUR Ljóð. 80 bls. Fjölvi. Sú var tíðin að allar ljóðabaekur voru eins og skrifaðar úr gröfum ungra gáfumenna. Þær voru fullar af myrkri, dauða og annari ógn og skelfing, sem ungir menn gátu tæplega hafa kynnst annars stað- ar. Ég hélt að þetta væri liðin tíð, enda flest þau skáld sem ortu svona hætt því og komin í tölu lifenda á ný, reynslunni ríkari að sjálfsögðu. En svo er ekki. Enn liggja ungir menn í skáldlegum líkkistum og krota ljóð í lokið. Einu þeirra er Aðalsteinn Ásberg. Gálgafrestur er þriðja ljóðabók Aðalsteins á aðeins fjórum árum og í fyrra sendi hann frá sér skáldsöguna „Ferð undir fjögur augu“. Það má því ljóst vera að höfundi liggur mikið á hjarta. Það er gott. Til eru þeir sem bara skrifa og skrifa, að því er virðist af gömlum vana, en eru löngu búnir að tæma hug sinn, þótt blekið haldi áfram að streyma. Því er að mínu áliti alls ekki þannig varið með Aðalstein Ásberg. Hann á enn margt ósagt. Hins vegar finnst mér hann nota allt of mörg og myrk orð til að koma hugsun- um sínum áleiðis. Ég veit ekki hvað eru mörg ljóð í þessari bók, en mér finnst þau of mörg. Og einatt of löng. Ég nefni sem dæmi ljóðið „Óbreytt ástand", sem hefst svona: Því erum við ekki ein undir sólinni? Ekkert svar. bví erum við ekki tvö undir NÓlinni? Sama svar. Þetta fannst mér bráðsnjallt, en svo fletti ég yfir á næstu síðu og sá þar framhald af ljóðinu, undar- legar vangaveltur um samkennd, undantekningu og reglu. Eins fór fyrir mér við lestur ýmissa annarra ljóða í bókinni. Mér þóttu hlutar þeirra góðir, en aðrir hlutar bara vera fyrir. Sums staðar rakst ég á setningar sem ég Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Bókmenntir eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON gat ómögulega fengið botn í. Það er kannski sérviska, en mér þykja slíkar setningar einungis til óprýði á pappír sem og í tali manna, og bera vott um ónóga sjálfsgagnrýni. t tvihverfum loga ris timinn i hring o* vegur (hitund okkar („Hver veit?“) Hvað þetta þýðir á íslensku er mér hulin ráðgáta. Þar fyrir utan er löngu búið að yrkja Tímann og vatnið. Að lokum langar mig að nefna nokkur ljóð úr bókinni, sem mér þóttu góð. Þau voru m.a.: Barnsvit, Úr hörðustu átt, Draumur hins einlæga byltingarmanns og Löng- un. Ég held að nú væri heillaráð hjá Aðalsteini að hugsa ráð sitt um hríð en rísa síðan upp að nýju tvíefldur. Hérna megin hinnar skáldlegu grafar. Sígild ævintýri Fimm Grimms ævintýri. Teikningar eftir Sven Otto S. Þorsteinn frá Ilamri íslenskaði. IÐUNN Reykjavík 1980 Hér eru nokkur ævintýri hinna þýsku prófessora og bræðra Jak- obs og Wilhelms Grimms komin út í nýrri þýðingu. Hinar ævafornu sögur sem skráðar eru meðal öndvegisverka þýskra bókmennta fanga hugi lesenda enn í dag víða um heim. Fyrstu ævintýrin komu út í Þýskalandi 1812—1814. Bræðurnir Jakob (f. 1785) og Wilhelm (f. 1786) námu báðir lögfræði. Báðir urðu þeir málvís- indamenn og bókaverðir um tíma í Kassel. Seinna kenndu þeir við háskólann í Berlín. Samvinna þeirra bræðra í vísindalegum rannsóknum á þjóðtrúar bók- menntum var umfangsmikil og alla tíð mjög náin. Ævintýrasafn þeirra er þekkt og þýtt um víða veröld. Og hinn rauði þráður þessara þjóðsagna er svo ekta að enn í dag er hann jafnskír í hug lesandans. Bókmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR Ævintýrin fimm, sem hér koma út eru þessi: Mjallhvít, Úlfurinn og kiðlingarnir sjö, Brimborgar- söngvararnir, Stígvélaði kötturinn og Þumalingur. Þýðing Þorsteins frá Hamri er snilldarlega gerð. Það eykur gildi bókarinnar að ævintýri sem betur má telja við hæfi yngri lesend- anna eru með stærra letri. Frábærar eru myndir Sven Otto S. Enda hefur listamaðurinn hlot- ið H.C. Andersen-verðlaunin (1978) fyrir myndskreytingar sín- ar. Þarna er um að ræða sígild verk, unnin á hin vandaðasta hátt í hvívetna. Og því eiguleg hverjum ungum lesanda, sem vandur er að vali bóka. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AúfiLVSINftA- SIMINN ER: 22480 LETTREYKT LAMBAKJÖT London lamb Úrbeinað lambahamborgarlæri Úrbeinaður lambahamborgarhryggur Heill lambahamborgarhryggur SVINAKJÖT Nýr úrbeinaður svinabógur Reyktur úrbeinaður svínabógur Nýr úrbeinaður svínahnakki Reyktur úrbeinaður svínahnakki Ný úrbeinuð svínalæri Reykt úrbeinaö svínalæri Svínakótilettur Reyktur úrbeinaður svínahryggur NYTT LAMBAKJÖT Úrbeinað lambalæri fyllt meö ávöxtum Úrbeinaður lambaframpartur fylltur rneð ávöxtum Úrbeinaður lambahryggur fylltur meö ávöxtum Urbeinaö lambalæri Úrbeinaður lambahryggur Úrbeinaður lambaframpartur JÓLAHANGIKJÖTIÐ Úrbeinuö hangilæri Niöursöguö hangilæri Úrbeinaöir hangiframpartar Niöursagaöir hangiframpartar Unghænur — Kjúklingar Aligæsir Vöruraarkaöurinn hf. Armúla 1 A, sími 86111.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.