Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
Fróðleg bók um þjálf
un knapa og hesta
ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Eiðfaxi hef-
ur nú haslað sér völl á nýju sviði
ojí sent frá sér sina fyrstu bók. Er
það bókin Á hesthaki. þjálfun
knapa og hests eftir Eyjólf ís-
ólfsson. Þetta er ekki stór bók að
blaðsíðutali en einstaklega hnit-
miðuð, ok þar er fróðleikur fal-
inn í nánast hverri setningu. bá
er b<)kin smekklejja uppsett oj?
mikill fjöldi skýrinjfarmynda,
jafnt Ijósmynda sem teikninga.
eykur verulega á jfildi bókarinn-
ar.
Eins og undirtitill- bókarinnar
gefur til kynna er í bókinni fjallað
um þjálfun knapa og hests auk
skyldra hluta eins og reiðtygi, og
má raunar segja að efni bókarinn-
ar taki við, þegar frumtamningu
hestsins sleppir. Efninu skipar
Eyjólfur í fimm meginkafla:
Stjórnun hestsins, Reiðtygi,
Hlýðniæfingar, Taumhringurinn
og Gangtegundir og þjálfun
þeirra. Bókin ,er alls nær 120
blaðsíður og í henni eru 111
skýringarmyndir. Teikningar í
bókinni hefur Pétur Behrens unn-
ið en stór hluti ljósmynda í
bókinni var sérstaklega tekinn
vegna útgáfu hennar og er Freyja
Hilmarsdóttir knapi á þeim mynd-
um.
Eyjólfur ísólfsson hefur á síð-
ustu árum getið sér góðs orðs
meðal hestamanna sem laginn
tamningamaður, knapi og reið-
kennari. Strax er hann var við
nám í Bændaskólanum að Hólum í
Hjaltadal vakti hann athygli fyrir
frammistöðu sína við tamningar
og vann þar meðal annars Morg-
unblaðsskeifuna. Upp frá því hef-
ur Eyjólfur starfað við tamningar
víða um land og sinnt þjálfun og
keppni á sýningarhrossum. Flest
munum við sjálfsagt eftir glæsi-
legum árangri hans á klárhestin-
um Hlyni frá Akureyri á Lands-
mótinu á Þingvöllum 1978. Þá
hefur í vaxandi mæli verið leitað
til Eyjólfs varðandi reiðkennslu og
þar hafa ekki bara íslenskir hesta-
menn sóst eftir leiðsögn hans,
heldur hafa eigendur íslenskra
SEM kunnugt er gaf íslenska
þjóðin Margréti Danadrottningu
og manni hennar. Hinrik prins,
tvær islenskar hryssur ásamt
reiðtygjum í brúðargjöf árið
1967. Voru þetta jörp hryssa.
Stjarna frá Sauðárkróki, og Ijós
hryssa. Perla frá Markholti i
Mosfellssveit.
Af hryssunum er það að segja,
að Perla var lengst af hjá Gunnari
Jónssyni í Steinholti og átti þar
nokkur folöld, en fyrir tveimur
árum drapst hún úr lifrarsjúk-
dómi. Perla var hins vegar í
konungsgarði og var meðal annars
notuð af sonum Margrétar og
Hinriks. I sumar var Perla seld
konu, sem býr skammt frá Kaup-
mannahöfn og mun konan hafa
áhuga fyrir að fá folald undan
Perlu, en Perla hefur nokkrum
sinnum verið leidd undir stóðhest
ytra en ekki fengið fang. Perla er
J EYJOLFUS ISOtFSSON
AHEST-
BAKI
þjálfun
knapaoghests
hesta á Norðurlöndunum einnig
fengið hann til kennslu þar.
Eyjólfur hefur því verið virkur
þátttakandi í þeirri miklu breyt-
ingu, sem orðið hefur í hesta-
mennskunni hér á landi á síðasta
áratug. Aukin kynni okkar af
erlendum hestamönnum og að-
ferðum þeirra, hafa borið hingað
nýjar hugmyndir, sem kallað hafa
á breytingar. Breytingar, sem
þurft hefur að aðlaga hinum
sígilda íslenska reiðskóla, er bygg-
ir á gamalli hefð um meðferð og
þjálfun íslenska hestsins. Auðvit-
að hafa „gömlu mennirnir" ekki
alltaf verið tilbúnir til að kyngja
öllu, sem fengið hefur verið að láni
erlendis frá. Stoltið hefur verið
ríkt í hestamönnum og sumir
jafnvel talið að hestamennskan
væri mönnum annað hvort í blóð
borin eða ekki. Það yrði ekki lært
á skólabekk að sitja hest. Vissu-
lega eru orð Theodórs Arnbjörns-
sonar í bókinni Hestar, um að vilji
menn verða góðir reiðmenn, þurfi
þeir að kynnast mörgum og ólík-
um hestum, enn í fullu gildi. Samt
sem áður held ég að við getum öll
verið sammála um að margvíslega
leiðsögn megi í þessu efni sem
öðru fá af bókum.
En það eru ekki bara breyt-
ingar, sem rekja má til erlendra
nú 19 vetra.
Það var tillaga Ásgeirs Ás-
geirssonar, þáverandi forseta, að
gefa brúðhjónunum tygjaða gæð-
inga, þar sem það væri skemmti-
legt og forn venja, að gefa erlend-
um höfingjum íslenska gæðinga,
þegar vel skyldi gefa. Gunnar
Bjarnason, ráðunautur, annaðist
um kaup á hryssunum og voru þær
keyptar á 50 þúsund krónur hvor.
Stjarna var keypt af Jóni Jónas-
syni á Sauðárkróki en Perla af
Pétri Hjálmssyni í Mosfellssveit. I
sumar var Pétur á ferð í Dan-
mörku og skoðaði Perlu þá hjá
hinum nýja eiganda skammt fyrir
^utan Kaupmannahöfn.
Ekki er vitað hvers vegna Dana-
drottning og maður hennar brugðu
á það ráð að selja brúðargjöfina og
svo er að heyra á DÖnum að þeir
vilji sem minnst um þessa sölu
ræða.
áhrifa, er gera kröfu um aukið
fræðsluefni um hestamennsku.
Það er liðin tíð að nánast hvert
ungmenni alist upp að meira eða
minna leyti á hestbaki og skynji
því þegar í barnæsku eðli og
eiginleika hestsins. Hraðinn er
líka meiri og fólk gerir kröfu til
þess að tamning og þjálfun skili
sér fyrr en áður í kostum hest-
anna. Allt sameinast þetta í kröf-
unni um aukna tækni og skipu-
lagningu, ef svo má að orði
komast. Sú krafa hefur ekki síst
sett mark sitt á þær breytingar,
sem gerðar hafa verið á mótahaldi
hestamanna á síðustu árum.
Það hefur því verið verkefni
þeirra manna, sem staðið hafa í
forystu hvað varðar tamningar
hrossa og reiðkennslu á síðustu
árum að leita leiða til að mæta
þessum nýju þörfum. Slíkt hefur
einmitt verið verkefni Eyjólfs
Isólfssonar og árangurinn af því
fáum við nú að sjá í bók hans Á
hestbaki. Eyjólfur tekur fram í
inngangi bókarinnar, að hún sé
byggð á reynslu hans við tamn-
ingar og reiðkennslu og orðrétt
segir hann: „Aðferðirnar, sem lýst
er, eru þær sem best hafa reynst,
margar þeirra eru byggðar á
gamalli hefð innlendri og erlendri
og sumar á persónulegu áliti.
Marga hluti þarf að rannsaka
betur og í sumum tilfellum er um
ósannaðar kenningar að ræða, en
sem þó hafa gefið jákvæða svörun
við margendurteknar prófanir."
Ekki verður hér kveðinn upp
neinn endanlegur dómur um þær
þjálfunaraðferðir, sem Eyjólfur
mælir með en margt af þeim eru
áður kunnir hlutir. En það má
taka undir með Eyjólfi, þegar
hann segir í inngangi bókarinnar,
að ekki sé hægt að leggja nægilega
áherslu á hvað hestarnir séu ólíkir
og aðferðirnar margar. Og
kannski eru tilbrigði aðferðanna
jafn mörg og hestarnir. Ég held
líka að það sé hollt fyrir alla þá
sem lesa þessa bók að hafa þau orð
Eyjólfs hugföst, að lesa hana með
því hugarfari að reyna fyrst og
fella síðan dóm. Hversu mikla
hestamenn, sem menn kunna að
telja sig, ættu allar leiðbeiningar
að vera vel þegnar og lengi má
gott bæta.
í fyrsta kafla bókarinnar er
fjallað um stjórnun hestsins og er
þar hver þáttur tekinn fyrir sér-
staklega, svo sem áseta, fætur,
hendur, röddin og samhæfing
allra þessara þátta og skyldir
hlutir. Reiðtygi eru viðfangsefni
næsta kafla og er ekki að efa að
ýmsar ábendingar Eyjólfs þar
verða mönnum tilefni til þess að
yfirfara reiðtygi sín og gæta að
hvort réttir hlutir séu notaðir
hverju sinni. Þá er þarna fróðleg-
ur þáttur um tungubasl, sem oft
veldur hestamönnum erfiðleikum.
Sérstakur kafli er um hlýðniæf-
ingar en Eyjólfur bendir þar í
upphafi á að nafngiftin hlýðniæf-
ingargefi ekki að fullu rétta mynd
af því hvað um sé að ræða. Með
þessum æfingum sé jafnframt
hlýðniæfingum unnið að skipu-
legri uppbyggingu á vöðvakerfi og
jafnvægi hestsins. Bendir Eyjólfur
á að orðið fimiþjálfun sé á margan
hátt heppilegra. Víst er að fyrir
sumum hestamönnum hafa þessar
hlýðniæfingar verið sem nokkurs
konar „jass-ballett“ og jafnvel
verið talað um þær sem tískufyrir-
brigði. En við lestur á bók Eyjólfs
kemur glögglega í ljós að með
skipulegri æfingu og ákveðnu
kerfi eins og hlýðniæfingarnar
byggja á, má í mörgu ná góðum
árangri við þjálfun hrossa. Eyjólf-
ur bendir gjarnan á í hvaða
tilvikum notkun á tamningagerði
geti hjálpað mönnum. Við verðum
þó auðvitað að hafa það hugfast að
stærstur hluti af þjálfun hrossa
hjá hinum almenna hestamanni
fer fram í venjulegum útreiðartúr-
um. Það verður líka ekki sagt um
Eyjólf, að í þessari bók ástundi
hann eingöngu „gerðisreið".
Stuttur kafli er um það sem
Þessi mynd var tekin af Perlu í sumar. Sonur Péturs Iljálmssonar.
Hjálmur. situr hryssuna en Ómar Sverrisson heldur i hana.
Danadrottning seldi
brúðargjöf ina
Eyjólfur ísólfsson
LjÓ8m. Mbl. Kriatján.
nefnt er taumhringurinn. Er þá
hesturinn látinn hlaupa í löngum
taum umhverfis þjálfarann. Þjálf-
un í taumhring mætti örugglega
vera meiri heldur en nú tíðkast og
Eyjólfur bendir einmitt á hvar
hún geti komið að gagni.
Síðasti kafli bókarinnar ber
heitið Gangtegundir og þjálfun
þeirra. Þar er hver gangtegund
tekin fyrir og afbrigði hennar, og
sérstaklega er fjallað um þjálfun
og notkun hennar. Þessi kafli á
það sammerkt með þeim fyrsta
um stjórnun hestsins, að þarna er
kominn saman mikill fróðleikur,
sem ekki verður numinn við einn
yfirlestur. Hér þarf hver að þreifa
sig áfram minnugur orða Eyjólfs
um, að kannski séu tilbrigði að-
ferðanna jafn mörg og hestarnir.
En hversu breytilegir, sem knapar
og hestar kunna að vera, gefa
leiðbeiningar Eyjólfs hverjum
knapa gott vegarnesti, og það er
ótrúlega mörgum spurningum
svarað, sé grannt skoðað.
í lok síðasta kaflans fjallar
Hestar
Umsjóni Tryggvi
Gunnarsson
Eyjólfur um jafnvægisjárningar,
ágrip og notkun hlífa. Á síðustu
árum hafa jafnvægisjárningar og
notkun hófhlífa mjög rutt sér til
rúms en því miður hefur notkun
þeirra of oft verið í öðrum tilgangi
en að bæta og hlífa hestinum.
Mörg dæmi hafa sést, einkum á
mótum, um að knapar neiti allra
ráða til að þyngja fætur hesta
sinna til að kalla fram ýktan
fótaburð. Auðvitað getur búnaður
sem þessi átt fullan rétt á sér, en
Eyjólfur leggur réttilega áherslu á
að menn verði að fara að með gát í
þessu efni. Þær leiðbeiningar, sem
fram koma hjá Eyjólfi ættu líka
að auðvelda mönnum að nota
þessa hluti rétt, sé það á annað
borð vilji þeirra.
Bókin Á hestbaki er ekki
skemmtibók heldur vandað
fræðslu- og leiðbeiningarrit. Höf-
undinum hefur tekist að koma
efninu frá sér á skýran og skorin-
orðan hátt. Orðfæri er frekar
þurrt en gott, þó á stöku stað megi
gera athugasemdir við val á hug-
taksheitum. Slík heiti þurfa ekki
að vera röng eða gefa villandi
mynd af því sem við er átt, heldur
hitt að ástæða getur verið til að
staldra við, þegar valin eru hugtök
af þessu tagi, sem kannski eiga
eftir að festast í málinu. Ég nefni
hér aðeins hujjtök eins og „höml-
un“, „styttingur" og „flandur". Sá
háttur að skipta efni bókarinnar
niður í marga smærri þætti með
millifyrirsögnum ásamt góðu efn-
isyfirliti skapar bókinni aukið
gildi, þar sem fletta má upp í
henni með skjótum hætti sé verið
að leita að upplýsingum um ein-
stök atriði. Fyrr var minnst á gildi
skýringarmyndanna.
Það er sannarlega ástæða til að
óska Eyjólfi Isólfssyni og þeim
Eiðfaxamönnum til hamingju með
þessa bók. Hér hefur þarft og gott
verk verið unnið og er vonandi að
framhald verði á bókaútgáfu af
þessu tagi. Bók Theodórs Arn-
björnssonar, Hestar, hefur löng-
um verið „biblía“ hestamanna og
verður það sjálfsagt áfram, þó
ýmislegt sé nú breytt. Á síðustu
árum hafa komið út fræðslurit um
hestamennsku eins og Hesturinn
minn og Sprett úr spori. Hesta-
menn hafa því aðgang að tölu-
verðu fræðsluefni í bókum en með
bókinni Á hestbaki hefur verið
farið út á nýja braut. Þarna hefur
ákveðnu sviði verið gerð ítarleg
skil og sjálfsagt verður haldið
áfram á þeirri braut, og vonandi
fáum við brátt að sjá bækur t.d.
um frumtamningu, fóðrun, hirð-
ingu og járningar. — t.g.
Annað bindi af Ætt-
bók og sögu íslenska
hestsins að koma út
í DESEMBER kemur út hjá
Bókaforlagi Odds Bjornssonar
hf. á Akureyri annað bindi af riti
Gunnars Bjarnasonar, fyrrver-
andi hrossaræktarráðunauts
„Ættbók og saga islenska hests-
ins á 20. öld“. Alls er ráðgert að
bindin verði þrjú og kemur það
þriðja út á næsta ári. öll verða
bindin í sama broti en annað
bindið er um 400 blaðsiður og i
þvi eru 400 myndir. Gert er ráð
fyrir að annað bindið kosti með
söluskatti rúmar 54.000 kr.
Annað bindið hefur að geyma
ættbók fyrir hryssur frá aldamót-
um til 1970 á svæðinu frá og með
Borgarfirði vestur og norðurum og
endað er á eyfirsku hryssunum. Þá
heldur Gunnar áfram að rekja
þætti úr starfssögu sinni sem
hrossaræktarráðunautur og öðr-
um störfum sínum í þágu íslenska
hestsins. .
I þriðja bindinu verður
síðari hluti ættbókarinnar fyrir
hryssur á svæðinu frá Þingeyjar-
sýslu suðurum til Kjósarsýslu.
Kappreiðar:
Lágmarksaldur
knapa 13 ár
ÁRSÞING Landssambands hesta-
mannafélaga. scm haldið var um
mánaðamótin október — nóv-
embcr á Húsavik. samþykkti að
knapar kappreiðahrossa þurfi
framvegis að vera orðnir 13 ára
eða verði það á því ári, sem þeir
keppa.
Sem kunnugt er höfðu ársþing
áður samþykkt að fella niður
ákvæði um lágmarksþyngd, sem
hafði í för með sér að mjög ungir
knapar voru farnir að sitja hross á
kappreiðum.
Jafnframt mega unglingar innan
16 ára aldurs ekki sitja hest á
kappreiðum nema fyrir liggi sam-
þykki foreldra eða forráðamanna
þeirra á þar til gerðum eyðublöð-
um, sem skrifstofa L.H. lætur í té.