Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
Séð yflr hluta Betlehem.
Það var fimmtudagsmorguninn
4. sept. 1980, sem við lögðum af
stað til að kynnast Landinu helga,
sem við lærðum heima í sveitum
Isiands að kalla Kanaanland,
kennt við Kanaan Kamsson, son-
arson Nóa.
En fyrsta bölbæn biblíunnar
eru einmitt orð, sem Nói þylur í
drykkjuæði yfir þessum afadreng
sínum.
Þetta land átti nú samt að fljóta
í mjólk og hunangi og verða
eftirsótt af mörgum ættflokkum
og þjóðum. En sökum einhverra
leyndardómsfullra örlaga virðist
öldum saman hafa ríkt þar ófriður
og átök haturs og ástar, lífs og
dauða.
Samt hefur það verið elskað,
dáð og þráð heitast allra landa og
síðast í fyrra, árið 1979, söng allur
heimurinn Milk and Honey og
hugsaði til Israels, sem átti þar
eitt af öllum sínum heimsmetum.
Blessun og bölvun virðast sífellt
heyja sín hjaðningavíg á Efra-
imfjöllum og Saronsléttum, þar
sem börn Israels, afkomendur
Abrahams, hafa nú gert garðinn
frægan í mörg þúsund ár. Og
hvort sem þetta fólk átti þar
aðsetur eða var Gyðingurinn
gangandi, landflótta um allar álf-
ur og lönd, var heimalandið bless-
að og þráð að síðasta bænarhvísli
deyjandi vara í fjöldamorðum
fyrir hönd framandi þjóða í fræg-
ustu ofsóknum og djöfulæði
mannkynssögunnar. Nú skyldi lit-
azt um í þessu landi og haldið
fyrst til Hebron.
En það er ein af elztu borgum
heims og enn þá talin meðal hinna
fegurstu, þótt ekki sé hún stór né
fjölmenn á mælikvarða 20. aldar.
Umkringd víngörðum og olívu-
lundum á hún næstum eins merki-
lega sögu og sjálf Jerúsalem, að
minnsta kosti á mælikvarða biblí-
unnar og trúarsögunnar.
En heilög Ritning segir hana
stofnaða af börnum Anaks, það er
risans, sjö árum fyrr en Izoan í
Egyptalandi eða um 1730 f. Kr. En
fornminjafræðingar og jarðfræð-
ingar hafa sýnt fram á að þarna
var stunduð jarðrækt og lifað í
skipulögðu samfélagi að minnsta
kosti 1500 árum fyrr. Aldur
Hebronborgar gæti því verið
4000-5000 ár.
En saga hennar hefst með komu
sérstakrar fjölskyldu, sem þangað
barst austan frá Ur í Kaldeu, í
suður frá Babylon, en kom samt
ekki beint þaðan, heldur frá Eg-
yptalandi til Hebron.
- *uir vui u nin sögufrægu
hjón Abraham og Sara, sem raun-
ar voru systkini, hálfsystkini, og
hafði Abraham lánað hana sem
systur sína tveim mönnum, sem
urðu ástfangnir af henni á leiðinni
og bjargaði þar með sínu fólki úr
bráðri hættu.
En í Mamrelundi í Hebron
gerðist sjálfur Jahve gestur hans
ásamt tveim englum, svo að nú fór
að birta til á brautum þessara
hjóna, sem enn höfðu engin börn
eignazt, en voru hnigin á efra
aldur og örvæntu um niðja til að
byggja landið.
Samt hafði Sara leitt ambáttina
Hagar, sem þau eignuðust í Eg-
yptalandi, er þau höfðu verið í tíu
ár í Kanaan, inn í tjald Abrahams
eiginmanns síns og bróður, og
skipað honum að samrekkja henni
í von um son. Þetta áform heppn-
aðist og Hagar eignaðist soninn
Ismael. Það bætti samt lítt úr
skák með samlyndið á heimilinu.
En nú voru þau í Hebron og áttu
að gesti Guð sjálfan. Og hann var
einmitt að hvisla því svo hátt að
Abraham, eftir góðar viðtökur þar
sem Sara bar úrvalskökur á borð,
að hún mundi eignast son að ári.
Söru fannst nú spádómurinn ekki
trúlegri en það. að hAn
með sjálfri sér.
En auðvitað lét Guð ekki að sér
hæða. Hún eignaðist son á næsta
ári. Og lét hann heita ísak, sem ku
þýða hlátur eða gleði í Guði.
Þarna voru þá fæddir bræðurn-
ir, sem urðu að dómi sögunnar
ættfeður þeirra, sem enn byggja
landið. Ismael, ambáttarsonurinn,
ættfaðir Araba. Isak, sonur eigin-
konu og systur, ættfaðir ísraels,
líklega frægustu þjóðar heims
fram á þennan dag.
Ekki bætti samt fæðing Isaks
um samlyndið á heimiii Söru og
Abrahams. Hagar var hrakin út í
eyðimörkina með sinn son, meira
að segja gegn vilja föðurins, Abra-
hams.
Og svo furðulegt sem það má
þykja er þessi forna saga upphafs-
ins enn í fullu gildi um sambúð
þjóðanna, sem þó telja feðurna
sem eiga grafreit og helgistað í
Hebron:
Arabanna afkomendur Ismaels
og Israelsmanna niðja Isaks. Þar
virðast þúsund ár sem einn dagur
og einn dagur sem þúsund ár.
Það er eins og fortíð og nútíð
fallist þarna í faðma og verði vart
aðgreindar, hvað sem framtíðin
kann að færa.
I moskunni fögru, sem nú stend-
ur yfir Makpelahelli, sem Abra-
ham keypti af Efron Hetíta fyrir
400 sikla silfurs til grafreits
handa Söru, ásamt eigninni þar
umhverfis gegnt lundinum Mamre
og öllum trjánum, er nú helgidóm-
ur Araba. Einmitt þannig eignað-
ist ísrael fyrst jarðnæði í þessu
landi. Gröf Söru varð hornsteinn
landnámsins í upphafi. Þar hlutu
þau öll legstað, sem fyrst settust
að í landinu:
Sara og Abraham, ísak og
Rebekka, Jakob og Lea. Og svo
bætir moslemsk arfsögn því við að
Nói sé einnig þar grafinn. Ég held
við höfum einmitt öll fundið, hve
tími og eilífð verða eitt innan
musterisveggja í Hebron, þar sem
við áttum að sýna lotningu gagn-
vart aldanna föður, með því að
byrgja höfuð og ásjónu á tákn-
legan hátt, með því að breiða að
minnsta kosti vasaklút yfir höfuð-
ið, og virðingu gagnvart helgidómi
feðranna með því að draga öll skó
af fótum áður en inn var gengið.
Hebron er einnig helgistaður
gestrisninnar, sem einkennir
Arabaþjóðir að sögn og er frum-
þáttur hins heilaga altarissakra-
mentis, þir sém bræðralagshug-
sjón og friður helga hvern bita og
sopa til sameiningar, þakklætis og
kærleika.
Á þessum stað, hinum heilaga
Mamrelundi og Makpelahellinum
leyndardómsfuila, hafa kynslóð-
irnar dýrkað Guð sinn um þúsund-
ir ára. Þar mætast hin miklu
trúarbrögð þrenn á hinn helgasta
hátt. Hjartastaður Hebron er
hinn frægi helgidómur: Haram al
Khaleel — helgiskrín friðarins,
sem á að vera nákvæmlega yfir
Makpelahelli. Það er tignarleg
bygging, sem setur svip á allt
umhverfið.
Grunnur núverandi húss er
lagður af sjálfum Herodesi mikla,
sem einmitt lét gera í Hebron
þennan helgidóm á sama tíma og í
svipuðum stíl og musterið mikla í
Jerúsalem. Bygging þessi var
gjörð úr stórum ferköntuðum
steinum, sem nefndust ashlars. Á
þessum sama grunni var síðar
reist moska á sjöundu öld. En
henni var breytt í kirkju á kross-
ferðatímabilinu.
Henni var svo breytt af Mamel-
úkkum, sem voru herveldi í lönd-
um Múslima, og þeir reistu þarna
það musteri, sem nú gnæfir í
Hebron og takmörkuðu Gyðingum
aðgang að þessum helgistað, sem
þeir höfðu átt síðan á dögum
Abrahams. Þeir máttu nú aðeins
ganga fimm skref inn í hellinn,
þar sem gröf Abrahams er ginn-
helgust.
Samt munu fáir eða enginn
helgistaður í heimi, sem telst
sameiginlegri helgidómur Gyðing-
um, kristnum og múslimum en
þessi hugsjónareitur hins himn-
eska friðar í Hebron.
Þangað hópast ennþá pílagrím-
ar úr öllum heiminum, og hygg ég
flestum farast líkt og okkur, að
finna þar uppsprettulindir þess
krafts og í þögn og helgi, sem
tengja fortíð og nútíð framtíðar-
hugsjónum bræðralags á jörðu.
Vonandi eiga margir þá bæn
heitasta í Mamrelundi og
Makpelahelli nútímans í Hebron,
að loks megi verða heimilisfriður í
fjölskyldu Abrahams og börn
ambáttarinnar og eiginkonunnar
taki höndum saman. Þessi bæn
fær uppfyllingu fet fyrir fet. Og
árið 1967 voru afnumin lögin. sem
takmörkuðu Gyðingum aðgang að
gröf Abrahams í Haram al Khal-
eel og þar og aðeins þar má nú sjá
Israel og múhameðstrúarmenn
krjúpa saman í tilbeiðslu, þar sem
forfaðir þeirra Abraham var lagð-
ur til hinstu hvílu.
Frægasti konungur Isráels átti
Hebron að konungssetri fyrstu sjö
ár ríkisstjórnar sinnar.
Það var Davíð ísaisson ættaður
frá Betlehem og fæddur þar. En
þar fæddist einmitt sjálfur meist-
arinn Jesús Kristur, eins og flestir
munu vita í hinum svokölluðu
kristnu löndum fram á þennan
dag.
Það var því einmitt til Betle-
hem, sem ferð okkar var heitið frá
helgidómum hins eilífa friðar og
gestrisni, þar sem Sara og Abra-
ham höfðu átt sjálfan Guð við sitt
veizluborð. En við veginn þangað
er Rakel kona Jakobs greftruð. En
til Betlehem átti móðir Jesú,
María frá Nazaret, einmitt að fara
til skrásetningar í manntalinu
fræga, sem Ágústus keisari Róm-
verja lét gera á ríkisstjórnarárum
Herodesar mikla í Gyðingalandi.
En hann var þar konungur, þegar
Kristur fæddist og ríkti í 32 ár.
Frægur fyrir fagrar byggingar,
barnamorð og manndráp yfirleitt,
jafnvel banamaður barna sinna og
ástvina.
Á leiðinni til Betlehem var hann
sérstaklega á dagskrá. Þess vegna
var gengið á fjall eitt eða hæð,
Herodion, en það hafði hann látið
útbúa sem óvinnandi virki sér til
handa og jafnvel grafstæði.
Hvernig hægt var að útbúa slíkt
aðsetur með múrum og mann-
virkjum. meira að segjo sur^jl-ug,
uppi á fjallstindi á þeim dögum
áður en vélarnar fæddust, er
gjörsamlega óskiljanlegt fyrir
nútimafólk.
Þessi Herodes mikli var ekki
Gyðingur, heldur Edomíti, kominn
af Esaú, tvíburabróður Jakobs
ættföður ísraels, en virðist að öllu
leyti hafa tileinkað sér Gyð-
ingatrú, spádóma þeirra og hug-
sjónir, sem bezt sýndi sig við
musterisbygginguna í Jerúsalem.
en þar og jafnvel í Hebron og
víðar virðist hann beinlínis hafa
Israel í samkeppnisaðstöðu við
sjálfa Rómverja og sjálfan sig
aðalkeppinaut keisarans þar um
áratugi.
Samt verður saga hans fyrst og
fremst tengd musterisbyggingu,