Morgunblaðið - 19.12.1980, Side 17

Morgunblaðið - 19.12.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 49 13. starfsár Nor- rænu lýðsfræðslu stofnunarinnar múrum og skrautturnum í Jerú- salem. En í Betlehem er hann frægastur fyrir barnamorðin, þeg- ar Jesús fæddist, þar eð hann vildi koma í veg fyrir að nokkur konungur Israels yrði sér æðri og frægari, en trúði hins vegar spá- dómunum. Og þú Betlehem Efrata, lítil meðal Júda þúsundanna, frá þér mun sá koma, er vera skal drottn- ari í Israel. Reyndar mátti nánast kalla þennan spádóm bergmál hins liðna um Davíð konung, sem, eins og áður er sagt, var frá Betlehem. En þetta er samt ávallt talinn spádómur um komu Messí- asar, sem nefndist Kristur — hinn smurði eða vígði, sem sameinaði í einni persónu tign, mátt og vald konungs, spámanns og biskups eða æðsta prests. Þýðing orðanna eða nafnanna Betlehem og Efrata birtir ef til vill bezt þá skoðun, sem upphaf- lega og allt fram á þennan dag býr í vitund fólksins. En Betlehem þýðir brauðhús, og Efrata hin ágæta eða frjósama. Hún er í hæð eða fjallshlíð nálægt Jerúsalem og í jaðri Júdeuauðnar- innar og sést þaðan lagt að, sem útvörður lífs í Landinu helga. Sennilega eru fáir staðir í víðri veröld, sem börn hafa gert sér betur í hugarheimi en þessi staður jólagleðinnar í boðskap Kristinn- ar trúar. Sjálfur varð ég ekki fyrir von- brigðum með Betlehem, sem ég hugsaði mér lítið ljósum prýtt þorp í fjallshlíð. En velli hjarð- mannanna fann ég hvergi. Reyndar er djúp lægð líklega kallað dalur við rætur fjallsins og fætur borgarinnar, ef svo mætti orða það. Og þar voru einmitt kir.uahópar, með smölum eða hirðum standandi með stafi í höndum. En varla var þar um velli að ræða, heldur líkast uppþornuð- um mýrardrögum, þar sem nú í sumarhitanum sáust nokkur strá á stangli líkt og í íslenzkri auðn. Enda voru kindurnar eða virtust á sífelldu flökti snapsandi þessa grastoppa. Borgin sjálf eða þorpið, er nú sem sjálfsagt allt annað í útliti en sú húsaþyrping, þar sem gistihús- ið stóð, sem átti fjósið eða asna- stallinn, sem María og Jósef fengu til gistingar hina frægu nótt fyrir nær tveim þúsundum ára. Þarna er nú smábær, um 25 þús. manns, með nýtízkusvip og nær Vesturlandayfirbragði til sýndar að sjá. Sagt er að mikill meiri hluti íbúanna játaði kristna trú og bæri þess blæ með frjálslegri fram- komu, gestrisni og góðvild. Samt voru þarna hópar af sölumönnum, sem virtust bók- staflega hafa þaulskipulagt aðför sína eða aðfarir að ferðamönnum, hlaðnir minjagripum, beltum, festum, fléttum og úlfaldalíkönum í löngum lestum. Þeir reyndu að afkróa einstaklinga út úr hópnum og tókst það á hinn furðulegasta hátt, svo hafa mátti sig allan við að týnast ekki. Þarna var líka dálítið af betl- andi börnum. Og varð mér í fyrsta skipti ljóst, að orðið betl er kannski dregið af nafni borgar- innar og þýðir að biðja um brauð. Samt er það lehem, sem þýðir brauð, en bet þýðir hús. Samanber Bet E1 = Hús Guðs. Það er líka í eða eftir hungurs- neyð, sem Betlehem kemur fyrst við sögu, þegar Rut frá Móabs- landi fékk að tína saman öxin, sem urðu eftir á akri Bóasar bónda, og varð þannig á vegi hans í ást og ættmóðir, amma Davíðs konungs fyrir 3000 árum. Enn, já, frá upphafi blandaðist þetta fólk, sem betur fer, þrátt fyrir allar reglur um hreinleika og varðveizlu kynstofnsins. Ástin lætur ekki að sér hæða. Öldum saman var Betlehem samt örlítil byggð í auðninni. Hefur vafalaust notið leyndra vatnslinda, þar sem auðvelt var að rækta vínber og vatnsmelónur að ógleymdum olífutrjánum og hjörðunum í dalnum eða kvosinni við rætur fjallsins. Þessi litla borg, með tilbúnum stöllum og syllum í hlíðinni, er ofurlítið eða mikið undur lífs, sem brosir við eyðimerkurförum og pílagrímum, sem tákn þeirrar sögu, óska og vina, sem aldrei gæti dáið. Með fjöllin í Júdeuauðninni fjólublá í baksýn, sem nær renna saman við daufbláan eilífðargeim himinsins og mjúkar útlínur dyngjufjalla þessa lands, verður Betlehem ósjálfrátt einn af helg- ustu stöðum í heimi. Þar við bætist, að herforingjar, valdhafar og höfðingjar heims, að undan- teknum Herodesi, hafa yfirleitt látið hana í friði. Hún var of lítil til að eyða á hana hertækjum, vígvélum og múrum. Það var á 4. öld, sem móðir Konstantínusar mikla markaði staðinn, þar sem Jesús átti að hafa fæðzt í asnastallinum, með því að reisa þar kirkju í byzantísk- um stíl. Hún entist þó ekki mjög lengi. Á 6. öld undir ríkisstjórn Justiníans keisara var hún brotin niður en önnur reist á sama stað, sjálfsagt meiri og stærri. Þótt merkilegt megi teljast létu Persar hana í friði í innrás sinni og eyðileggingum nær allra helgi- staða landsins. Sagt er að mosaik- myndirnar á vesturhliðinni hafi hrifið sigurvegarana svo mjög, að þeim féllust hendur. Sama mátti segja um Araba síðar. Þeir létu fæðingarkirkju Krists í friði: Betlehem er þannig borg friðarins án allra múra úr grjóti gjörðar. Borg ástar og saknaðar í Minn- ingu Rakelar, einu ættmóðurinnar sem ekki er jörðuð í Hebron. Hún hefur aldrei verið nein höfuðborg að heimsins sið, en varðveitt fram á þennan dag hugljúfan blæ sveitasælu og einfaldleika. Fæðingarkirkja Krists er þar frægust allra bygginga og eins og þegar er að vikið elzta kirkja í Gyðingalandi, þótt hún beri auð-x vitað minjar margra og mikilla breytinga í aldanna veltandi straum. í þessari kirkju var franski krossfarinn Baldwin krýndur til konungs árið 1100 á jóladag. Og í þessari kirkju söng íslenzkur kirkjukór frá Akranesi undir stjórn Hauks Guðlaugsson- ar á jólunum 1978. Þar sýnist langt á milli í tíma og rúmi. En eilífðin brúar öll bil og gerir hið stóra smátt og hið smáa stórt. Klukknahringingin í þessari kirkju er allra alda og allra landa himinkveðja og ómar á innstu og viðkvæmustu strengjum undir yf- irskrift orðanna: Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Og þá ekki síður í bergmáli englasöngsins eilífa: „Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu, og velþóknun Guðs yfir mönnunum." Það fer því vel á því að uppi í aðaldyrnar var múrað að mestu fyrir mörgum öldum svo óvinir gætu ekki ruðzt inn fyrirvaralaust og ráðizt með vopnum á söfnuð- inn. En þess vegna verða allir enn, nema börn, að beygja sig til að komast inn um kirkjudyrnar líkt og í auðmýkt, lotningu og til- beiðslu. Það gengur jafnt yfir alla. Vissulega hafa þar mörg stór- menni að heimsins hætti orðið að lúta þessu óskráða lögmáli um inngöngu að dýrastalli þeim, sem varð vagga hins æðsta kærleika á þessari jörð. Hér verður þessari kirkju ann- ars ekki lýst nánar, enda munu margar lýsingar af henni nú þegar finnast á íslenzku. Þar nægir að minna á frásagnir guðfræð- inganna Ásmundar Guðm. bisk- ups, Magnúsar Jónssonar prófess- ors og skáldsins og prestsins Sigurðar Einarssonar, síðast prests í Holti undir Eyjafjöllum. Líklega mun hann hafa kynnzt helgistöðum ísraels flestum eða öllum íslenzkum prestum fremur. Dvaldi þar jafnvel mánuðum sam- an ásamt Hönnu, sinni ágætu frú. Silfurstjarnan yfir fæðingar- stað frelsarans hefur kallað marga til kærleiksbæna, en líka æst hrokafull hjörtu til sundrung- ar og haturs, jafnvel milli kirkju- deildanna, sem telja sig fylgjend- ur Krists. Er sárgrætilegt til þess að vita, að sá helgidómur Guðs kristni, sem ókristnir menn hafa hlíft og þyrmt, skuli ekki hafa fengið að vera í friði fyrir sínum eigin. Samt hefur allt slíkt horfið að mestu hina síðustu áratugi, síðan bjarmaði af morgni til samstöðu og samstarfs milli kirkjudeild- anna. Og nú er svo komið að telja má að Betlehem sé að verða í brennidepli í árlegum jólafagnaði fólks úr öllum löndum, án þess að draga það í dilka eftir játningum og helgisiðum. Heill þér Betlehem, Efrata. NORRÆNA lýðfræðslustofnunin (Nordens folkliga akademi) hefur nú brátt þrettánda starfsár sitt, fjórða starfsárið sem sjálfstæð stofnun, því að fyrstu starfsárin var þar um að ræða tilraunastarf, sem reynslan skyldi skera úr um, hvort halda skyldi áfram. Lýðfræðslustofnunin — eða aka- demían — hefur þegar sannað gildi sitt og er mikils metin af öllum þeim, sem á einhvern hátt standa að lýðfræðslu á Norðurlöndum. í Kungálv, sem er raunar sá staður, sem konungasögurnar nefna Kon- ungahellu, koma saman til skrafs og ráðagerða jafnt háir sem lágir á sviði lýðfræðslunnar og hvort sem um er að ræða fulltrúa stórra eða smárra menningarhópa, sem menn rökræða og velta fyrir sér vanda- málunum, leita lausna, finna þær stundum, stundum ekki. Forstöðumaður eða rektor stofn- unarinnar er nú Maj-Britt Imnand- er, sem veitti Norræna húsinu forstöðu í Reykjavík 1972—1976. Starfsemi akademíunnar er einkum fólgin í námskeiðahaldi, þar sem aðaláherslan beinist að þeirri lýðfræðslu, sem fram fer á hverjum stað í lýðháskólum, náms- flokkum, bréfaskólum, leshringjum og hvers konar virkum sjálfsnáms- hópum. Nú er verið að leggja síðustu hönd að dagskrá ársins 1981, vormisserisins, og kennir þar margra grasa. Fyrsta námskeið ársins er „Myt- er í voksenundervisningen" þar sem tekið verður til umræðu — og raunar gefur heiti námsskeiðsins viðfangsefnið til kynna — hversu langt getur verið milli þess, sem raunverulega er rétt á sviði lýð- fræðslunnar og hins sem talið er að sé. I mars verður námskeið, þar sem svipað efni verður á döfinni, og er það námskeið kallað „Folkesply- sningen og græsrodderna", og verð- ur þar sérstök áhersla lögð á hlutverk það, sem lýðfræðslunni er ætlað í okkar norræna lýðræðis- þjóðfélagi. Viðfangsefni, sem sífellt skýtur upp kollinum er þáttur nemandans sem og kennarans/ leiðbeinandans á námskeiðunum. — Þekking á tungu og bókmennt- um frændþjóða í milli er mikilvæg forsenda þess, að tengsl milli norrænna landa geti þróast, og tvö af námskeiðum akademíunnar á vormisserinu fjalla einmitt um það, hvert sé hlutverk og hverjir möguleikar lýðfræðslunnar, þegar um er að ræða að vekja áhuga á þessum hliðum norrænnar menn- ingar. Þótt starfsemi akademíunnar beinist einkum að norrænum mál- efnum, er hún þó engan veginn einskorðuð við þau, heimsmálin eiga líka þar sinn stað. Má í því sambandi benda á námskeið, sem haldið verður síðast í júlí í sam vinnu við samtök Sameinuðu þjóð- anna á Norðurlöndum. Þetta nám skeið hefur yfirskriftina „Oprustn- ing eller udvikling?" og fjallar eins og heitið bendir til um vígbúnað arkapphlaup og þróunarmál, og eru þá einkum þróunarlöndin höfð í huga. Á þeim námskeiðum, sem verða á vormisserinu, er gefinn kostur á túlkun til og frá finnsku. Finnland hefur jafnan haft sérstöðu hvað snertir námskeiðahald akademí- unnar, og stafar það ekki síst af tungumálavandanum, en einnig af landfræðilegri legu landsins. Það hefur orðið hefð, að eitt eða tvö námskeið séu haldin þar árlega, og að þessu sinni verða það Uö vornámskeiðanna. Þau námskeið sem haldin eru i Finnlandi eru að sjálfsögðu opin öllum eins og önnur námskeið akademíunnar. Island hefur einnig sérstöðu vegna landfræðilegrar legu sinnar engu síður en Finnland, en mála- vandinn er nokkur annar, þar eð Islendingar vel flestir skilja eitt- hvert Norðurlandatungumálanna og geta oftast tjáð sig á einhveru þeirra. Til íslands hafa verið farn- ar námsferðir á vegum akademí- unnar. Ein slík var farin sumarið 1977. Var ferðast um landið vítt og breitt og að endingu dvalist í Skálholti á lýðháskólanum, og komu þangað nokkrir þeir aðilar íslenskir, sem standa að lýð- fræðslumálum á íslandi og tóku þátt í umræðum um þau mál og önnur skyld. Fjarlægð íslands frá öðrum Norðurlöndum hefur í för með sér, að ferðir þangað eru mjög dýrar. Norræna lýðfræðslustofnunin veit- ir nokkurn ferðastyrk þeim er sækja langt að til að taka þátt í námskeiðum, og eins má sækja um ferðastyrk til Menntamálaráðun- eytis Islands, og veitir Reynir G. Karlsson, æskulýðsfulltrúi upplýs- ingar um það, en hann er fulltrúi Islands í stjórn lýðfræðslustofnun- arinnar, sem er rekin af öllum Norðurlöndunum á svipaðan hátt og Norræna húsið í Reykjavík. íslenskur bókavörður starfar nú sem stendur og til ársloka 1981 við bókasafnið á akademíunni. Það er Þórdís Þorvaldsdóttir, bókavörður við bókasafn Norræna hússins í Reykjavík, en hún er nú í leyfi frá störfum þar. Bókasafnið í Kungálv er raunar sameign akademíunnar og Norræna lýðháskólans (Nor- diska folkhögskolan), sem er mörg- um íslendingum að góðu kunnur, því að þar hafa margir stundað nám. Einnig var þar skólastjóri árum saman allt til dauðadags sá mæti íslendingur Magnús Gísla- son, en hann lést um aldur fram á páskum 1979. Hér er að lokum yfirlit yfir námskeið akademíunnar á vor- misseri 1981: „Myter i voksenundervisningen" 26.—30. janúar. wFremmedsprog i folkeoplysningen- 23.— 27. febrúar. „N&r nabolandslitteraturen ud til læseren?*4 2.-4. mars (haldið í Finnlandi, í menning- armiÖstöðinni finnsk-sænsku á Hanaholm- en). „Folkeoplysningen og græsredderne“ 23.— 27. mars. wNordisk sprogár — og hvad s&?“ 6.—10. apríl. wAt informere i folkeoplysningen- 11. —15. maí. „Nordisk folkehejskolekonference** 28.—30. maí. „Voksne lærer“ 9.—13. júní (haldið í Karis í Finnlandi). „Lærerrollen og den alternative pædagog- ik“ 22.-27. júní. „Oprustning eller udvikling?“ 26. júlí — 1. á«Ú8t. Jólabjöllurnar i Betlehem. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.