Morgunblaðið - 19.12.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
51
ísland á 18. öld er listaverkabók með gömlum
Islandsmyndum. Þær eru allar úr tveimur vísinda-
leiðöngrum sem hingað voru farnir frá Bretlandi á 18.
öld — leiðangri Banks 1772 og leiðangri Stanleys
1789.
Flestar þessara mynda eru nú í fyrsta sinn
prentaðar beint eftir frummyndunum.
Sumar hafa aldrei birzt áður í neinni bók. Þessar
gömlu íslandsmyndir eru merkileg listaverk. En þær
eru einnig ómetanlegar heimildir um löngu horfna tíð,
sem rís ljóslifandi upp af síðum bókarinnar.
kynntust honum gleymist hann
aldrei, því að slíkur persónuleiki
var hann. Við vinir hans minn-
umst hans sem einlægs vinar sem
við söknum.
Þungbæran söknuð eiginkonu,
dætra, tengdasonar, dóttursona og
systkina getum við lítt létt, nema
með því að tjá þeim samúð og
virðingu okkar á Björgvini Torfa-
syni og þakka honum vináttu og
lífsstarf.
Þorsteinn Einarsson.
Þótt við vitum öll að kallið getur
komið á hverri stundu, stöndum
við jafnan ráðþrota við skyndilegt
fráfall vina og vandamanna, jafn-
vel þó að ungdómsárin séu að baki.
Vissulega kom andlát Rjörgvins
Torfasonar okkur vinum hans á
óvart, enda þótt við vissum að
hann hafði átt við alvarleg veik-
indi að stríða síðustu mánuði, en
mönnum er það gefið að halda í
vonina og hún veitir okkur styrk
þegar á bjátar. Björgvin veikist að
áiiðnu sumri og andaðist í Land-
spítalanum þ. 11. desember sl.
Hann var fæddur þ. 7. ágúst
1925 í Vestmannaeyjum. Foreldr-
ar hans voru hjónin Torfi Einars-
son formaður og útgerðarmaður
þar, ættaður frá Varmahlíð undir
Eyjafjöllum, og kona hans Katrín
Ólafsdóttir frá Lækjarbakka í
Mýrdal. Auk Björgvins áttu þau
hjón þrjú börn: Ásu starfandi hjá
SIBS og Einar tollvörð, sem bæði
eiga heima í Reykjavík, svo og
Þórarin stýrimann, sem búsettur
er í Vestmannaeyjum. Björgvin
missti móður sína, þegar hann var
fjögurra ára gamall og ólst hann
upp hjá föður sínum og systkinum
í Eyjum og bjó fjölskyldan lengst í
húsinu Áshól við Faxastíg og var
Björgvin jafnan kenndur við það
hús.
Þegar Björgvin stálpaðist dvaldi
hann oft á sumrin í sveit á
fastalandinu eins og algengt var í
þá daga, en sat á skólabekk á
veturna. Að loknu barnaskóla-
námi fór hann í Verzlunarskóla
Islands og lauk hann þaðan stúd-
entsprófi vorið 1948. Fljótlega að
loknu námi gerðist Björgvin
starfsmaður hjá Olíufélaginu
Skeljungi hf. og vann þar í 18 ár,
en hóf þá störf hjá Síldarútvegs-
nefnd og vann þar til dauðadags.
Ennfremur var hann starfsmaður
Loðnunefndar fyrstu árin eftir
stofnun hennar og síðar í Loðnu-
nefnd. Var þessi starfsvettvangur
mjög við hæfi Björgvins, því að
sjósókn og sjávarútvegur áttu hug
hans allan.
Hann var afar fróður um allt,
sem að útvegsmálum laut og var
ekki komið að tómum kofunum
hjá honum, er þau mál bar á
góma. Oft fór hann daglega niður
að gleðjast með glöðum. Það
geislaði frá honum lífsgleðin og
góðvildin, enda sóttist fólk eftir
návist hans. Hjálpsemi hans og
greiðvikni var einstök og einlægur
vilji til að verða öðrum til gleði.
Hann hafði yndi af lestri góðra
bóka og naut sín vel er hann sagði
vinum sínum og viðmælendum frá
því sem hann hafði heyrt eða lesið.
Ólafur átti gott með að mynda
sér skoðanir og þegar hann hafði
gert upp við sig hvað væri rétt eða
rangt, varð því ekki auðveldlega
breytt, enda var hann alla tíð
pólitískur í besta lagi. Vinum
sínum verður hann minnisstæð-
astur fyrir gleðina sem hann gaf
þeim og góðvildina í sinn garð.
Um árabil hef ég verið nær
daglegur gestur í húsi Ólafs og
Hrefnu á Hellu, og þegar ég er að
skrifa þessar línur streyma fram í
hugann ótaldar hugljúfar minn-
ingar um þær mörgu samveru-
stundir. Við þessi leiðarlok er mér
þakklæti efst í huga. Hrefna og
aðrir ástvinir Ólafs hafa mikið
misst, en kærar minningar veita
huggun í harmi.
Eg sendi þeim öllum innilegar
samúðarkveðjur frá mér og mínu
fólki.
Jón Þorgilsson.
að höfn og mörg voru spor hans
um bryggjurnar, bæði hér og í
Eyjum, til þess að fylgjast með
aflabrögðum og sjósókn, enda
munu þeir fáir trillukarlarnir,
sem ekki þekktu hann.
Þann 22. apríl 1950 kvæntist
Björgvin skólasystur sinni, Dag-
björtu Guðbrandsdóttur, og eign-
uðust þau tvær dætur, Kristínu,
bókasafnsfræðing, sem gift er
Kára Kaaber sölumanni, en þau
eiga tvo drengi, og Katrínu nem-
anda í Háskóla Islands, sem enn
dvelur í föðurhúsum. Reyndist
Dagbjört honum ávallt traustur
lífsförunautur og vinur og ekki
síst núna síðustu mánuðina í
veikindum hans. Björgvin var
mikill heiðursmaður og sat fjöl-
skyldan alltaf i fyrirrúmi.
Björgvin átti mörg áhugamál.
Hann hafði yndi af ferðalögum og
hafði víða farið bæði utanlands og
innan. Félagsmál áttu mikil ítök í
honum eins og síðar verður vikið
að. Hann hafði góða söngrödd og
tók oft lagið í vinahópi. Þá var
hann víðlesinn og kunni frá mörgu
að segja og lögðu menn jafnan við
hlustir þegar hann lagði orð í belg.
Hann var jafnan hrókur alls
fagnaðar og aldrei ríkti nein
lognmolla í kringum hann.
Þegar við nú kveðjum Björgvin
hinstu kveðju reikar hugurinn til
æskuáranna í Vestmannaeyjum.
Þótt tilveran þar sem annars
staðar við sjávarsíðuna hafi mann
fram af manni fyrst og fremst
snúist um fisk, hefur löngum
dafnað þar öflug félagsstarfsemi.
Iþróttafélögin Þór og Týr verið
þar í fararbroddi. Á þessum árum
var mikill rígur milli þessara
félaga og lá við að þeir væru ekki
litnir réttu auga, sem ekki voru
samherjar. Bræðurnir í Áshól
urðu snemma traustir Þórarar og
fastir liðsmenn í knattspyrnulið-
inu. Á knattspyrnuvellinum bar
fundum okkar Björgvins fyrst
saman, hann í kappliðinu en ég
snáði í klappliðinu. Upphófust þar
þau kynni sem staðið hafa í meira
en 40 ár. Björgvin starfaði mikið
fyrir íþróttafélagið Þór allt þar til
hann flutti til Reykjavíkur, en er
þangað kom gerðist hann félagi í
knattspyrnufélaginu Val og var
mikill stuðningsmaður félagsins
alla tíð síðan.
Þegar skátafélagið Faxi var
stofnað í Vestmannaeyjum árið
1938 var ekkert eðlilegra en að
jafn félagslyndur maður og
Björgvin gerðist þar félagi. í þessu
félagi urðu kynni mín af Björgvini
ennþá nánari en áður. Þarna
hittum við báðir þá félaga, sem við
síðar bundumst þeim vináttu-
böndum að fátítt mun vera meðal
vandalausra og varað hafa til
þessa dags. Á þessari stundu leita
á hugann minningar áhyggju-
lausra æskuára við leik og störf.
Við félagarnir minnumst varðeld-
anna í Lyngfellisdal, róðraferða
kringum Eyjar eða þotlausrar
vinnu við skátaskálann Hraun-
prýði, að ógleymdum skrúðgöng-
unum 1. desember og 17. júní,
þegar allur hópurinn gekk í skruð-
göngu gegnum bæinn eftir takt-
föstum skipunum Björgvins, sem
stjórnaði göngunni.
Eins og alkunnugt er, hófust
miklir uppgangstímar hér á landi
á árum seinni heimsstyrjaldarinn-
ar, sem m.a. leiddu til margvís-
legra þjóðfélagsbreytinga. Allir
vegir lágu þá til Reykjavíkur.
Þangað flutti frá Vestmannaeyj-
um margt ungt fólk ýmist í
atvinnuleit eða til framhalds-
náms. Margir þeirra sem starfað
höfðu í skátafélaginu Faxa voru í
þessum hópi. Árið 1942 stofnuðu
þeir sinn eigin skátaflokk í
Reykjavík og kölluðu Útlaga og
má vera að dulin heimþrá hafi
ráðið þeirri nafngift. Björgvin var
einn af stofnendunum og hefur
starfað með okkur síðan. Hann er
sá fyrsti okkar sem heldur yfir
móðuna miklu, en þó að sæti hans
sé nú autt, vitum við, að hann mun
trur lífsskoðun sinni, áfram fylgj-
ast með okkur.
Björgvin var mjög trúaður og
hafði öðrum fremur mikið hugleitt
eilífðarmálin. Það var bjargföst
trú hans, að er fortjaldið mikla
væri dregið fyrir við brottför
okkar héðan, táknaði það ekki
leikslok heldur upphaf annarrár
og æðri tilveru. Þessi sannfæring
hans hefur óefað veitt honum
aukinn styrk í veikindum hans og
öruggt er að hann fór héðan ekki
óviðbúinn.
Að lokum kveðjum við Björgvin,
gömlu félagarnir og þökkum hon-
um samfylgdina með þessum orð-
um: „Farðu í Guðs friði."
Theódór S. Georgsson.
^—- listfræðingur hefur haft allan veg og
vanda af bókinni og ritar formála um
þessa tvo íslandsleiðangra og þá lista-
menn, sem myndirnar gerðu.
Almenna bókafélagið
Austurstræti 18 — Sími 25544
Skemmuvegi 38, Kóp. simi 73055.