Morgunblaðið - 19.12.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 19.12.1980, Síða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 Guðrún IlelKadóttir Elín Pálmadóttir Albert Guðmundsson Guðmundur Þ. Jónsson Adda Bára Sigfúsdóttir Guðrún Ágústsdóttir Sjöfn SÍKurbjörnsdóttir arstjórnarkosningar af hálfu tals- manna meirihlutans, að það ætti að vera frjálst val og raunverulega á húsnæðismarkaði að hver sem vildi ætti að geta haft greiðan aðgang að leiguhúsnæði ef hann kysi svo. Og þar af leiðandi hlutu að verða dregnar þær ályktanir af þessum ummælum að meiriháttar átak yrði gert af hálfu núverandi meirihluta í því að skapa þessi tækifæri. Hins vegar hefur hingað til afskaplega lítið borið á áætlun- um um fjárveitingar til þessa. Það hefur lítið farið fyrir þeim á fjárhagsáætlunum sem núverandi meirihluti hefur staðið að hingað til. Hann hefur vissulega bundið einhverjar vonir við samstarf við lífeyrissjóði verkalýðshreyfingar- innar geri ég ráð fyrir. Það er næstum ár liðið frá því að þessi samþykkt var gerð og er manni ofarlega í huga fyrirhugað er núna varðandi gerð næstu fjár- hagsáætlunar. Eg reikna þar af leiðandi með, að forsvarsmenn meirihlutans vilji reka nokkuð á eftir því að skýr svör liggi fyrir um þetta hið fyrsta, hvort að lífeyrissjóðirnir sjái sér fært að kaupa þessi skuldabréf af bygg- ingarsjóði Reykjavíkurborgar, eins og upphaflegu samþykktirnar gerðu ráð fyrir." Markús Qrn Antonsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Lítið Ixirið á f járveitingum til uppbyggingar leiguíbúða Á borgar.stjórnarfundi sem haldinn var fyrir nokkru spurð- ist Markús Örn Antonsson borg- arfulltrúi Sjáifstæðisflokksins fyrir um það hversu Iangt við- ræður við vcrkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði hennar væru komnar og hvenær vænta ma-tti niðurstöðu þeirra viðræðna um fjárhagslega aðstoð við nýtt átak í byggingu íbúða fyrir láglauna- fólk og aldraða. Þá spurði Mark- ús og um hvaða meðferð rrindi forstöðumanns þjónustumið- stöðvar fyrir aldraða til félags- málaráðs hefði fengið, en i erindi því var lýst vandamálum sjúkl- inga sem ekki fá inni á elliheimil- um, né gætu verið einir i heima- húsum. Fyrri hluta spurningar Mark- úsar svaraði Sigurður E. Guð- mundsson (Afl). Hann sagði að fyrsta áfanga þessara viðræðna væri lokið og lægju niðurstöður fyrir. Sigurður sagði að viðræðu- nefndir hefðu verið settar á lagg- irnar skömmu eftir samþykkt borgarstjórnar um þetta mál og hefðu viðræður staðið óslitið fram í júní sl. Síðan sagði Sigurður: „í viðræð- unum urðu þessar niðurstöður helztar. í fyrsta lagi gerði stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík samþykkt þ. 2. apríl sl., sem var á þessa leið: Stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík mælir með því fyrir sitt leyti, að lífeyrissjóðir verkalýðsfé- laganna í Reykjavík veiti bygg- ingarsjóði Reykjavíkurborgar eða annarri hliðstæðri stofnun á veg- um Reykjavíkurborgar, sem stæði fyrir íbúðabyggingum, fjárstuðn- ing, annað hvort með beinum lánveitingum eða skuldabréfa- kaupum. Ibúðir, sem Reykjavíkur- borg stæði fyrir að byggja með fjárstuðningi frá lífeyrissjóðum verkalýðsfélaganna, skulu að jafn- aði leigðar eða seldar til sjóðsfé- laga lífeyrissjóðanna. Þessa sam- þykkt gerði stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík hinn 2. apríl sl. fyrir atbeina viðræðunefndar beggja aðila. I annan stað beittu viðræðunefnd- irnar sér fyrir því, að borgarstjóri' skrifaði öllum lífeyrissjóðum í Reykjavík bréf hinn 4. júní sl., þar sem þessar viðræður voru kynntar og farið fram á það, að lífeyris- sjóðirnir keyptu skuldabréf af - þrátt fyrir kosninga- loforð meirihluta- flokkanna byggingarsjóði Reykjavíkurborg- ar, er hann kæmist á laggirnar í þessum sérstaka tilgangi. I þriðja lagi komu viðræðunefndirnar sér saman um það að gera tillögu til borgarráðs og borgarstjórnar, að skipulagi og starfsemi bygg- ingarsjóðs Reykjavíkurborgar yrði breytt úr því sem verið hefur í það að vera beinlínis fasteigna- lánasjóður á vegum borgarinnar, er hefði það markmið eins og segir í 1. gr. hinnar nýju reglugerðar, sem viðræðunefndirnar sömdu og lögðu til við borgarráð og borgar- stjórn að samþykkt yrði. í 1. gr. segir: Hlutverk byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar er að veita lán til bygginga, endurbygginga og kaupa á íbúðum, svo og til bygg- ingar dvalarheimila og dagvistun- arstofnana í Reykjavík. Með þess- ari skipulagsbreytingu væntu við- ræðunefndirnar þess að tækist að koma grundvelli undir verulega fjáröflun í þessu skyni, sem að framkvæmdir gætu síðan byggzt á. í fjórða lagi komu viðræðu- nefndirnar sér saman um og beittu sér síðan fyrir því, að gert yrði samkomulag milli borgar- stjórnar Reykjavíkur og fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík fyrir hönd verkalýðsfélaganna í borginni, um markmið í hús- næðismálum. Þetta samkomulag var staðfest í borgarráði hinn 8. júlí sl., það er í 7 liðum og er að mínum dómi meokasta ákvörðun, sem tekin hefur verið í borginni sjálfri sem slíkri frá því að gerður var samningur forðum daga um byggingar á vegum framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar í Reykjavík, sem var sérstakt átak, sérstakt sameiginlegt átak Reykjavíkur og ríkisins." Sigurður sagði að þau fjögur atriði sem hann nefndi hafi verið meginniðurstöður viðræðunefnd- anna. Hann sagði að í kjölfar þessa hafi verið kjörin sérstök stjórn fyrir byggingarsjóð borgar- innar, og sagði hann hana þegar hafa hafið störf. I lok máls síns sagðist Sigurður líta svo á að viðræðum þessum væri ekki lokið heldur yrði þeim haldið áfram í samráði við verkalýðshreyfing- una. Nokkrar úrbætur í sjónmáli Næst talaði Adda Bára Sigfús- dóttir (Abl), en hún svaraði síðari lið spurningar Markúsar Arnar. Adda sagði að fólk það sem hér um ræddi ætti ekki heima á sjúkrahúsum að mati lækna, held- ur væri talið æskilegt að það væri ýmist á einkaheimilum eða á elliheimilum. Adda sagði að heil- brigðisráð hefði tekið þetta mál fyrir á fundi sínum og talið að þarna væri á ferðinni vandi sem bregðast yrði við. Nokkrar úrbæt- ur væru í sjónmáli. Adda sagði að lausn vandans fælist ekki í bygg- ingu nýs húsnæðis að mati heil- brigðisráðs, heldur væri bent á að athugað yrði hvort ekki kæmi til greina að setja á fót gistiheimili fyrir sjúklinga. Um væri að ræða vistheimili við Snorrabraut sem tilbúið á að vera í mars 1982 og hins vegar væri B-álma Borgar- spítalans, sem fokheld ætti að v.erða í febrúar 1982. Síðan sagði Adda. „Ég vil ein- dregið vara við skyndilausnum, sem felast í því að taka eitthvert eldra húsnæði og ætla að fara að breyta því. Það verður alltaf dýrt og það tekur líka tíma. Ég vil aðeins minna á ævintýri okkar með Hafnarbúðir. Við héldum öll að þarna væri þetta mjög auðvelt að breyta þessu húsnæði í spítala- deild, en það reyndist ekki vera. Það reyndist bæði dýrt og erfitt. Og þarna er um tiltölulega litla deild að ræða, sem er erfitt að reka þess vegna fjárhagslega þó að hún sé mjög góð deild. Eina leiðin til þess að bæta hér um hér og nú, þ.e.a.s. á árinu 1981, er að mínu mati að leita uppi húsnæði sem getur þjónað þessum tilgangi án breytinga." Hver viljayfirlýsing- in hefur rekið aðra Næstur talaði Markús Örn Ant- onsson (S). Hann þakkaði borgarfulltrúun- um svörin en sagði að hann hefði ýmsar viðbótarspurningar sem hann vildi gjarnan beina til borg- arfulltrúanna, einkanlega Sigurð- ar E. Guðmundssonar. Síðan sagði Markús: „Það hefur verið unnið að þessu máli í áföngum, sagði borgarfulltrúi Sig- urður E. Guðmundsson, og vissu- lega er það rétt. Þetta hefur verið unnið stig af stigi og hefur hver viljayfirlýsingin rakið aðra. Það voru settar fram hugmyndir um helztu markmið í húsnæðismálum og um þau fjallað í borgarráði. Ég tel það í sjálfu sér áhugavert að slík tillaga var fram lögð. í henni kom fram viss munur í grundvall- aratriðum á hugmyndum okkar sjálfstæðismanna og þeirri stefnu, sem núverandi meirihluti hefur mótað og markað, þ.e.a.s. sá áherzlumunur, sem gerður er á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á hinum svokallaða félagslega grundvelli. Og svo hins vegar minni áhersla af hálfu núverandi meirihluta á það að hafa jafnan tryggt nægilegt lóðaframboð til þess að menn geti byggt upp eigið íbúðarhúsnæði, svo sem við í fyrrverandi meirihluta höfðum jafnan seni fyrsta áhersluatriði í okkar húsnæðismálapólitík. Það sem ég staldra kannske einkan- lega við er þetta atriði varðandi fjármögnun þeirra byggingar- áforma sem svo mjög hafa verið tíunduð í hverri samþykktinni á fætur annarri. Það var upphaflega fjallað um þetta hér í borgar- stjórn á sínum tíma fyrir tæpu ári, þ.e.a.s. 20. desember sl. Á þeim grundvelli skyldu fara fram við- ræður milli borgaryfirvalda og verkalýðsfélaganna um aðild líf- eyrissjóða hennar, verkalýðs- hreyfingarinnar, að fjármögnun þessara tilteknu framkvæmda, hér orðrétt í tillögunni sem sam- þykkt var: — í þessum viðræðum skal m.a. kanna hvort lífeyrissjóð- ir verkalýðsfélaganna í Reykjavík vildu veita fjárhagslega aðstoð við íbúðarbyggingar í höfuðborginni, annað hvort með beinum lánveit- ingum til slíkra framkvæmda eða á annan hátt. — Nú það er vitað mál, að núverandi meirihluta- flokkar hafa margsinnis lýst þeirri eindregnu stefnu sinni að byKKja upp leiguíbúðir og það var mjög um það fjallað hér í kosn- ingabaráttunni fyrir síðustu borg- Síðan sagði Markús að eftir að hann lagði inn fyrirspurn sína þá hefði birst frétt í dagblaði um það að verulegar fjárhæðir vantaði í byggingarsjóð ríkisins. Markús sagði að það kæmi fram í ummæl- um sem höfð væru eftir Sigurði í fréttinni að allir lífeyrissjóðir á samningasviði ASÍ væru beðnir að kaupa nú þegar eða sem allra fyrst skuldabréf af byggingarsjóði ríkisins. „Vegna þessa hlýtur spurning mín á þessu stigi að vera: Hversu miklum fjárhæðum reikna menn með frá lífeyrissjóðunumttil þessa átaks í byggingaframkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar nú á næsta ári?“ Líta ber á húsnæði í eigu borgarinnar Hvað varðaði síðari lið fyrir- spurnarinnar sagðist Markús ekki þurfa að hafa mörg orð um hina brýnu þörf á uppbyggingu íbúðar- húsnæðis fyrir aldraða. Þá ræddi Markús um hugmyndir sem uppi væru á lausn þessa vanda og minntist á hlut Björgvins Guð- mundssonar „Afl) í útvarpsþætti fyrir nokkru, en þar sagði Björg- vin að uppi væru hugmyndir um kaup eða íeigu á hóteli í borginni til að leysa úr þessum málum. Markús sagði að Björgvin hefði í þessu sambandi ekki nefnt neitt hótel, en sagt að um væri að ræða hótel „sem mjög hefði verið í fréttum að undanförnu". Vítti Markús Björgvin fyrir svona tal og kallaði Markús það ábyrgðar- laust. „Ég fagna því, ef það er á raunsæjan, raunhæfan hátt verið að athuga þessi mál og menn eru ekki að tala hér um hótel í annarra manna eigu, manna sem hafa ekki hugsað sér að fara að leigja sínar eignir fyrir sjúkrahús- starfsemi eða elliheimilisstarf- semi eða selja þær, heldur að það sé kannað rækilega hverra úr- kosta sé von með annarri nýtingu á einhverju af því húsnæði, sem við ráðum yfir, hvort það eru skólar, heimavistarhúsnæði, sem við eigum e.t.v. eða ráðum yfir sjálf eða ríkisvaldið ræður yfir, og þær stofnanir, sem eru í annarri notkun á okkar vegum nú í dag,“ sagði Markús Örn Antonsson að lokum. — Ój

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.