Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 63 Nokkrir forráðamanna hjálparstofnunar norsku kirkjunnar i Súdan verkefninu, frá vinstri: Per Westborg, Jon Kristian öiestad og Halv&r Skogmo. Lagt á ráðin um ferðaáætlunina, Sigurjón Heiðarsson, Jon Kristian öiestad og Guðmundur Einarsson, í aðalbækistöðvum hjálparstarfs Norðmanna eru rekin ýmis verk- stæði og hér er svipmynd úr trésmiðjunni. þann hátt er hægt að hjálpa fólki mun betur og varanlegri árangur næst, fólkinu er hjálpað til að hjálpa sér sjálft eins og oft er sagt. En starfið í Suður-Súdan markast mjög af því að í 17 ár var háð borgarastyrjöld milli suður- og norðurhluta landsins. Má nán- ast telja landið tvö lönd, tvenns konar menning ríkir, annars vegar kristin og hins vegar múhameðsk. Árið 1972 lauk borgarastyrjöld- inni og þá hófust miklir flutningar um landið. Fólk, sem hafði flúið heimkynni sín, flutti til baka eftir að hafa þvælst víða um og þá hóf KN aðstoð sína. Fyrstu tvö árin mörkuðust því af hjálparstarfinu eftir stríðið, en síðan voru skipu- lögð 4 ára tímabil og hófst hið fyrra 1974. Næsta 4 ára tímabil hefur nú staðið í 2 ár og við gerum jafnvel ráð fyrir að halda áfram eitt eða tvö tímabil enn, því þróunarhjálp tekur langan tíma og ekki er ennþá hægt að segja til um hvenær innfæddir treysta sér til að halda verki okkar áfram. Flutningar gegnum Kenya Ýmsir erfiðleikar hafa mætt Norðmönnum í starfi þeirra í Súdan og í apríl á Jæssu ári var landamærum við Uganda lokað eftir að stríð hafði geisað þar um slóðir. Eru landamærin enn lokuð og hefur þessi lokun í för með sér að allar birgðir verður að flytja inn í landið gegnum Kenya. Hefur KN skrifstofu í Nairobf og þaðan er stjórnað öllum aðdrætti og segja má að þar í gegn fari allt samband Norðmanna í Suður- Súdan við umheiminn. í fyrstunni urðu Norðmenn að flytja þunga- vöru með Herkúles flugvélum, en síðan hefur verið reynt að nota vörubíla og eru þeir allt upp í þrjá sólarhringa að aka frá Nairobi til Súdan, enda vegirnir ekki uppá marga fiska. Ferð íslendinganna til Súdan lá því einnig í gegnum Nairobi eftir 8 stunda flug frá Amsterdam með júmbóþotu frá KLM. í Nairobi var síðan farið með okkur frá Jomo Kenyatta flugvelli til Wilson flugvallar, sem einkum þjónar smáflugvélum. Þaðan var haldið með 9 manna Cessna Conquest til þorpsins Juba í Súdan. Leigja Norðmenn vélina til reglubund- inna ferða milli Súdan og Kenya og flýgur hún bæði með fólk og varning eina til tvær ferðir í viku. Var vélin því hlaðin vistum og varningi ýmsum auk okkar ferða- langanna, sem sífellt svitnuðu meira í hitanum, (nema það hafi verið flughræðslan), en hann var nú orðinn um 30 stigum hærri en hitinn við frostmark í Osló, þaðan sem lagt var upp. jt. „Viðhorf í æskulýðsmálum44 LAUGARDAGINN 6. des. sl. efndi Æskulýðsráð rikisins til ráðstefnu i Melaskóla, Reykjavik og nefndist hún “Viðhorf í æsku- lýðsmálum“. Ráðstefnuna sóttu 98 fulltrúar sveitarstjórna, fé- lagasamtaka og skóla. Við upphaf ráðstefnunnar söng kór Melaskólans nokkur lög við góðar undirtektir. Formaður æsk- ulýðsráðs Jónas Sigurðsson setti ráðstefnuna og menntamálaráð- herra Ingvar Gíslason flutti ávarp. í ávarpi menntamálaráðherra kom m.a. fram að hann hefði í hyggju að skipa sérstaka nefnd er gera ætti úttekt á ákveðnum þátt- um æskulýðsmála. Myndi nefnd þessi síðan leggja niðurstöður sín- ar og tillögur fyrir ráðherrann. Á ráðstefnunni voru flutt fimm inngangserindi. Reynir G. Karls- son ræddi um ýmis viðhorf í æskulýðsmálum, gömul og ný. Ómar Einarsson fjallaði um æsku- lýðsmál í þéttbýli og Arnaldur Bjarnason úm æskulýðsmál í dreif- býli. Þá ræddi prófessor Þórólfur Þórlindsson um skoðanakannanir varðandi málefni ungmenna og menntaskólanemarnir Hafliði Helgason og Kjartan Stefánsson gerðu grein fyrir félaga- og skemmtanalífi ungmenna í dag. Inngangserindin hafa verið fjölrit- uð og geta þeir sem áhuga hafa fengið þau hjá Æskulýðsráði ríkis- ins, menntamálaráðuneytinu. Að inngangserindunum loknum störfuðu umræðuhópar. Að lokum má geta þess að ráðstefnan lýsti ánægju sinni með þá ákvörðun menntamálaráðherra að skipa nefnd er fengi það hlut- verk að gera úttekt á ákveðnum þáttum æskulýðsmála. Taldi ráð- stefnan að tímabært væri einmitt nú að gera slíka úttekt þar sem þjóðfélagið hefði á síðustu árum og áratugum tekið ótrúlega hraðfara breytingum og umræða og umfjöll- un æskulýðsmála verið í lágmarki í þjóðfélaginu. Úr fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.