Morgunblaðið - 11.01.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
3
Tómas Árnason um ástæður lítils árangurs gegn verðbólgu:
1* / /
. jum
kjarasamningar
atkvæðagreiðsla
ASÍ-þing nýbúið
Fjallfoss við losun í Gufunesi í fyrradag.
Ljósmynd Mbl. Emilia.
Bilað pælirör lík-
legasta orsökin
„MJÖG líklegt er, að svokallað
pælirör hafi bilað og sjór streymt
niður um það í lestina, en ekki er
hægt að fullyrða neitt um það á
þessari stundu,“ sagði Hörður
Sigurgestsson, forstjóri Eim-
skipafélags íslands, í samtali við
Mbl., er hann var inntur eftir
gangi rannsóknar á óhappinu,
sem Fjallfoss varð fyrir í siðustu
viku. er hann fékk sjó í lest.
Skipið var hlaðið áburði til
Áburðarverksmiðjunnar í Gufu-
nesi og var losun lokið á föstu-
dagskvöld. Sérfræðingar skoðuðu
skipið síðan í gær, en engar
Stöðu-
mælagjöld
hækka
um 3-400%
VIÐ gjaldmiðilsbreytinguna
um áramótin var nauðsynlegt
að breyta öllum stöðumælum i
borginni. Guttormur Þormar,
yfirverkfræðingur hjá gatna-
málastjóra, sagði i samtali við
Mbl., að ákvcðið hefði verið að
eftirleiðis þyrfti að greiða 1
nýkronu fyrir hverjar 30 mín-
útur, sem samsvarar 100
gkrónum, og er því um tölu-
verða hækkun gjalda að ræða
frá þvi sem áður var.
Fyrir gjaldmiðilsbreytinguna
þurfti að greiða 10 gkrónur, eða
10 aura fyrir ýmist 7 mínútur
eða 15 mínútur eftir því hvar
stöðumælarnir voru í bænum.
Samandregið má því segja, að
nú greiði menn 1 nýkrónu fyrir
30 mínútur, en áður ýmist 20
eða 40 aura. Hækkunin er því
300-400%.
Gottormur gat þess, að ekki
hefði verið hægt að hækka
gjaldið lengi vegna skorts á
peningum og því væri verið að
nokkru leyti að vinna upp
hækkanir, sem eðlilegt hefði
verið að kæmu til framkvæmda
fyrr.
Aðspurður sagði Guttormur,
að ákveðið hefði verið að hækka
hina svokölluðu stöðumælasekt
úr 10 nýkrónum (1000 gkrónur)
í 20 nýkrónur (2000 gkrónur),
eða um 100%.
Guttormur sagði að nokkurn
tíma tæki að breyta öllum
mælunum, og því hefði verið
tekin sú ákvörðun að sekta
menn ekki sem legðu við þá
mæla sem ekki væri búið að
breyta. Hins vegar væru menn
skrifaðir upp á þeim breyttu.
MYNDAMÓTHF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRETI • SlMAR: 17152-17355
niðurstöður lágu fýrir þegar Mbl.
fór í prentun.
Til skýringar má geta þess að
svokallað pælirör er milli veður-
dekks skipsins og lestarinnar, en
undir venjulegum kringumstæð-
um er það notað t.d. til að kanna
hvort vatn er í lestinni.
„VIÐ framsóknarmcnn vorum
órólegir 1. júní, en þá þótti
ekki hættandi á aðgerðir vegna
opinna kjarasamninga. Sama
varð uppi á teningnum 1. sept-
ember. Þá fór fram atkvæða-
greiðsla vegna nýgerðra kjara-
samninga ríkisins og menn
töldu aftur ekki hættandi á að
stofna þeirri atkvæðagreiðslu í
hættu. 1. desember var svo
ASÍ-þingi nýlokið og menn
voru ragir við að grípa til
efnahagsaðgerða svona strax
eftir það.“ Þannig lýsti Tómas
Arnason. viðskiptaráðherra, á
almennum stjórnmálafundi Fé-
lags ungra framsóknarmanna
á fimmtudagskvöld m.a. ástæð-
um þess. að ríkisstjórnin náði á
síðasta ári ekki meiri árangri í
baráttunni gegn verðbólgu, en
að koma henni úr 61% í tæp-
lega 55%.
Tómas sagðist þó alltaf hafa
verið þeirrar skoðunar, að „eðli-
legast væri og hreinlegast" að
stjórnvöld gripu til sinna að-
gerða áður en samið væri í stað
þess að semja fyrst og taka svo
aftur hluta samninganna eftir á.
Ekki hefði þó tekizt samkomu-
lag um slíkt í ríkisstjórninni, en
þar hefðu þó einnig komið til
fleiri ástæður en kjaramálin í
upphafi stjórnarsamstarfsins.
Nefndi Tómas til „glundroða í
málefnum Alþingis", þar sem
m.a. hefði vantað á fjárlög,
lánsfjáráætlun og stefnumörk-
un í skattamálum og hefðu
fyrstu mánuðir stjórnarsam-
starfsins farið í að einbeita sér
að afgreiðslu þessara mála, sem
hefði þýtt að minna rúm og
minni tími hefði verið til að
fjalla sérstaklega um verðbólgu-
mál og efnahagsmál. Þá nefndi
Tómas, að þegar stjórnin tók við
hefði svo verið næst á undan, að
15—20% verðlagshækkun hefði
orðið, en aðeins 5% „gengisað-
lögun“ og sagði Tómas vandann
hafa reynzt meiri en ráðherr-
arnir áttu von á. Loks nefndi -
Tómas að viðskiptakjörin við
útlönd hefðu versnað um 15% á
árunum 1979 og 1980.
Kjaramálin hefðu þó verið
það atriði, sem menn hræddust
mest. „Það segir sig sjálft, að
það er ekki hægt að telja niður
verðlag á sama tíma og grunn-
kaup í landinu hækkar. Þess
vegna var í raun enginn grund-
völlur fyrir grunnkaupshækk-
unum á síðasta ári,“ sagði Tóm-
as. Og hann tók fram, að þrátt
fyrir ótta við kjaramálin hefðu
framsóknarmenn ekki þagað
þunnu hljóði. „Við framsókn-
armenn höfðum nokkuð hátt á
síðustu mánuðum ársins um
nauðsyn á aðgerðum."
Heíur þú kynnt þér íerðaalmanak Utsýnar
1981?
Nú er rétti tíminn
til að hyggja að
sumarleyfinu og
láta sig dreyma
um sól, sand
og sjó.
Costa del Sol
— fyrsta brottfðr: 15. april.
Torremolinos —
Gististaðir: E1 Remo — Aloha Puerto — Timor Sol
Santa Clara — La Nagolera — Hotel Alay
Marbella —
Gististaðir: Jardines del Mar — Puente Romano —
Hotel Andalucia Plaza.
Mallorca — Palma Nova
— fyrsta brottför 8. maí
Gististaðir: Portonova — Hotel
Valparaiso
ITALIA
Lignano Sabbiadoro
— fyrsta brottför 23. maí
Gististaðir: Luna Residence — Hotel
International
Feröaskrifstofan
ÚTSÝIM
Austurstræti 17, sími 26611
JÚGÓSLAVÍA
Portoroz
— fyrsta brottför 30. maí
Gististaðir: Grand Hotel Metropol —
Hotel Roza — Hotel
Barbara — Hotel Slovenija