Morgunblaðið - 11.01.1981, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
Sjónvarp mánudag kl. 22.15:
Spekingar spjalla
Timothy Dalton og Lynn Redgrave í
hlutverkum Olivers Seccombe og Charl-
otte í Landnemunum.
Landnemarnir kl.21.10:
Seccombe sakað-
ur um f járdrátt
. A dagskrá sjónvarps kl. 21.10 er 8.
þáttur bandaríska myndaflokksins
Landnemarnir. Þýðandi er Bogi Arnar
Finnbogason.
Fárviðri veldur gífurlegu tjóni á Venn-
eford-búgarðinum. Bókarinn, Finlay
Perkin, ásakar Seccombe um fjárdrátt,
en getur ekkert sannað.
Levi Zent vitjar æskustöðvanna og
kemst að því, að þar er allt óbreytt.
Hann snýr aftur heim. Þangað er komin
dóttir hans, Clemma, eftir misheppnað
ástarævintýri í St. Louis.
Á dagskrá sjónvarps á mánudagskvöld
kl. 22.15 er þáttur er nefnist Spekingar
spjalla. Hringborðsumræður Nóbelsverð-
launahafa í raunvisindum árið 1980. Um-
ræðunum stýrir Bengt Feldreich og þátt-
takendur eru James W. Cronin og Val L.
Fitch, verðlaunahafar í eðlisfræði, Walter
Gilbert. Paul Berg og Frederick Sanger,
sem fengu verðlaunin í efnafræði. og Baruj
Benacerraf, George D. Sneil og Jean
Dausset, sem skiptu með sér verðlaununum
i læknisfræði. Þýðandi er Jón 0. Edwald.
— Þeir koma víða við, spekingarnir, sagði
Jón 0. Edwald, — og þeim verður tíðrætt
um menntun vísindamanna og upplýsinga-
eða þekkingarflæði. í menntun telja þeir
mikilvægt, að grunnurinn sé rétt lagður,
síðan velti á miklu, að vísindamenn njóti
frelsis í starfi sínu, geti unnið sjálfstætt að
eigin hugmyndum og loks, að þá skorti ekki
fé til að hrinda hugmyndum sínum í
framkvæmd. Þeir leggja ríka áherslu á
mikilvægi örs upplýsingaflæðis, þ.e. miðlun-
ar þekkingar, sem aflað hefur verið, til
þeirra sem á henni þurfa að halda, til að
koma í veg fyrir tvíverknað eða margverkn-
að. Einn þessara spekinga, Jean Dausset,
hefur náð miklum árangri á þessu sviði í
sinni grein með því að beita sér fyrir opnum
samskiptum vísindamanna sem vinna hing-
að og þangað í heiminum. Þeir halda því
fram, að þekking, sem haldið sé leyndri í
einhverjum hagsmuna-, hernaðar- eða þjóð-
ernislegum tilgangi, geti ekki talist vísindi.
Þeir taka líka til umræðu erfðafræðina og
þann ótta manna að verið sé að fikta við
arfberana eða genin, en kenna blaða-
mönnum um þennan ótta, sem þeir telja
gjörsamlega ástæðulausan.
Út og suður kl. 10.25:
Þarna er Jón Laxdal að skeggræða við Guðnýju eftir
frumsýningu Paradísarheimtar í Hamborg.
Frá Hornaf irði
til Utah
Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.24 er þátturinn Út og suður í umsjá
Friðriks Páls Jónssonar. Guðný Halldórsdóttir segir frá ferð í
ágúst og september í hitteðfyrra.
— Guðný, sem er dóttir Halldórs Laxness og var aðstoðarmaður
Rolf Hádrichs við gerð sjónvarpsmyndarinnar Paradísarheimtar,
byrjar sína ferðasögu á Hornafirði og framundan var ferð til Utah
til framhaldsmyndatöku á þeim atriðum sem þar áttu sér stað. Það
ætlaði ekki að takast að ljúka myndatökunni í Hornafirði, vegna
þess að þar gerði svo mikla þoku síðustu dagana. Menn voru farnir
að örvænta um að það mundi takast, þótt ekki væru eftir nema
nokkur „skot“ þarna, þegar þokan eins og sópaðist burt allt í einu.
Rokið var upp til handa og fóta og lokið því sem á vantaði, og
jafnskjótt og lokið var, grúfði þokan sig yfir á nýjan leik.
Á leiðinni til Utah komu þau við í New York til þess að velja
leikara og þar hittu þau m.a. fyrir Maríu Guðmundsdóttur. Síðan
var haldið til Los Angeles þar sem Anna Björnsdóttir og Halla
Linker komu til sögu. Og Guðný segir frá starfinu við
kvikmyndatökuna í Utah og kynnum sínum af mormónum þar
vestra, og gerir það mjög skemmtilega.
Útvarp Reykjavfk
W
SUNNUD4GUR
11. janúar
MORGUNINN
8.00 Morgunandakt
Séra Sigurður Pálsson
vigsiubiskup flytur ritning-
arorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustu-
greinar dagbl. (útdr.).
8.35 Létt morgunlög
Strengjasveit Hans Carstes
leikur.
9.00 Morguntónleikar
a. Tokkata og fúga í F-dúr
eftir Bach. Karl Richter leik-
ur á orgel.
b. Messa í C-dúr eftir Beet-
hoven. Signý Sæmundsdótt-
ir, Rut L. Magnússon, Jón
Þorsteinsson og Ilalldór Vil-
helmsson syngja með Passíu-
kórnum á Akureyri og
kammersveit. Roar Kvam
stjórnar. (Hljóðritað á tón-
listardögum á Akureyri í
mai sl.)
10.05 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Út og suður: Frá Horna-
firði til útah
Guðný Halldórsdóttir segir
frá ferð í ágúst og september
í hittiðfyrra. Umsjón: Frið-
rik Páll Jónsson.
11.00 Prestvígsla í Dómkirkj-
unni
Biskup íslands, herra Sigur-
björn Einarsson. vígir Guð-
mund Karl Ágústsson cand.
theol. til ölafsvíkurpresta-
kalls, Kjartan Jónsson cand.
theol. og Valdisi Magnús-
dóttur kennara til kristni-
boðsstarfa i K(?nya. Gísli
Arnkelsson, formaður
Kristniboðssambands ís-
lands, lýsir vigslu. Einn
vigsluþega, Kjartan Jóns-
son, prédikar. Organleikari:
Marteinn H. Friðriksson.
12.10 Dagskráin. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.20 Um heilbrigðismál og
viðfangsefni heilbrigðisþjón-
ustunnar
Skúli Johnsen borgarlæknir
flytur fyrsta hádegiserindi
sitt.
14.00 Miðdegistónleikar: Frá
tónleikum í útvarpshöllinni í
Baden-Baden í sept. sl.
Consortium Classicum-
kammerflokkurinn leikur.
a. Sextett í A-dúr eftir Fil-
ippo Gragnani.
b. Duo eftir Antonio Dia-
belli.
c. Kvartett í D-dúr eftir Jos-
eph Haydn.
d. Sónata i C-dúr eftir And-
reas Göpfert.
e. Kvartett í B-dúr eftir
Rudolf erkihertoga.
SÍDDEGIÐ
15.00 Hvað ertu að gera?
Þáttur í umsjá Böðvars Guð-
mundssonar. Hann ræðir í
þetta sinn við Guðrúnu
Helgadóttur rithöfund um
ritun bóka handa börnum.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Um suður-amerískar bók-
menntir; annar þáttur
Guðbergur Bergsson les sög-
una „Hádegi þriðjudagsins“
eftir Gabriel García Marques
í eigin þýðingu og flytur
formálsorð.
16.40 Endurtekið efni: Hver er
skoðun yðar á draugúm?
Umræðuþáttur í umsjá Sig-
urðar Magnússonar frá ár-
inu 1958. Þátttakendur:
Ástríður Eggertsdóttir,
Sverrir Kristjánsson sagn-
fræðingur og rithöfundarnir
Þórbergur Þórðarson og
Thor Vilhjálmsson.
17.40 Barnatími fyrir yngstu
hlustendurna
Stjórnandi: Sigrún Björg
Ingþórsdóttir.
KVÖLDIÐ
18.00 Strauss-hljómsveitin í
Vínarborg leikur lög eftir
Strauss-bræðurna; Willi Bos-
kovsky og Walter Gold-
schmidt stj.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Veiztu svarið?
Jónas Jónasson stjórnar
spurningaþætti, sem fer
fram samtimis í Reykjavik
og á Akureyri. í áttunda
þætti keppa Sigurpáil Vil-
hjálmsson á Akureyri og
Friðbert Pálsson ví Reykja-
vik. Dómari: Haraldur
Ólafsson dósent. Samstarfs-
maður: Margrét Lúðvíks-
dóttir. Samstarfsmaður
nyrðra: Guðmundur Heiðar
Frimannsson.
19.50 Harmonikuþáttur
Bjarni Marteinsson kynnir.
20.20 Innan stokks og utan
Endurtekinn þáttur, sem
Sigurveig Jónsdóttir stjórn-
aði 9. þ.m.
20.50 Frá tónlistarhátiðinni í
Dubrovnik í fyrra
Nicolai Gedda syngur ítalsk-
ar aríur. Miguel Zanetti leik-
ur með á pianó.
21.30 „Kaffidrykkja um nótt“,
smásaga eftir Matthias Sig-
urð Magnússon
Höfundur les.
21.50 Að tafli
Jón Þ. Þór flytur skákþátt.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins
22.35 Kvöldsagan: Reisubók
Jóns ólafssonar Indíafara
Flosi Ólafssðn leikari les
(30).
23.00 Nýjar plötur og gamlar
Haraldur Blöndal kynnir
tónlist og tónlistarmenn.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
A4hNUD4GUR
12. janúar
MORGUNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Bæn. Séra Sigurður II.
Guðmundsson flytur.
7.15 Leikfimi. Umsjónar-
menn: Valdimar örnólfsson
leikfimikennari og Magnús
Pétursson pianóleikari.
7.25 Morgunpósturinn
Umsjón: Páll Heiðar Jónsson
og Birgir Sigurðsson.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
landsmálabl. (útdr.).
Dagskrá.
Morgunorð. Séra Bernharð-
ur Guðmundsson talar. Tón-
leikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir
les söguna „Boðhlaupið i
Alaska“ eftir F. Omelka.
Stefán Sigurðsson þýddi úr
esperanto (4).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
9.45 Landbúnaðarmál. óttar
Geirsson ræðir við Hákon
Sigurgrímsson um ferða-
þjónustu í sveitum.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Islenzkir einsöngvarar
og kórar syngja
10.40 íslenzkt mál
Gunnlaugur Ingólfsson
cand. mag. talar (endurt. frá
laugardegi).
11.20 Morguntónleikar
Grace Hoffman, Evelyn Lear
og Stuart Burrows syngja
með Sinfóníuhljómsveit
Lundúna og kór „Das klag-
ende Lied“ eftir Gustav
Mahler; Pierre Boulez stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Mánudagssyrpa
Þorgeir Ástvaldsson og Páll
Þorsteinsson.
SÍDDEGID
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar
Géza Anda og Mozarteum-
hljómsveitin í Salzburg leika
Pianókonsert nr. 20 í d-moll
(K466) eftir Mozart; Géza
Anda stj. / Nýja fílharmón-
iusveitin í Lundúnum leikur
Sinfóniu nr. 5 í B-dúr eftir
Schubert; Dietrich Fischer-
Dieskau stj.
17.20 Dagskrá um Stefán
Jónsson rithöfund
Umsjón: Silja Aðalsteinsdótt-
ir.
KVÖLDIÐ
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál
Guðni Kolbeinsson flytur
þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn
Þórunn Elfa Magnúsdóttir
rithöfundur talar.
20.00 Hagyrðingur af Höfða-
strönd
Björn Dúason segir frá Har-
aldi Hjálmarssyni frá Kambi
ojg les stökur eftir hann.
Aður útvarpað í febrúar í
fyrra.
20.30 Lög unga fólksins
Hildur Eiríksdóttir kynnir.
21.45 Útvarpssagan: „Mín lilj-
an fríð“ eftir Ragnheiði
Jónsdóttur
Sigrún Guðjónsdóttir byrjar
lesturinn.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Hreppamál, — þáttur um
málefni sveitarfélaga
Stjórnendur: _ Kristján
Hjaltason og Árni Sigfússon.
Sagðar fréttir frá Bolung-
arvik, Grindavík, Hafnar-
firði, Húsavík, ísafirði,
Kópavogi og Reykjavík og
fjallað um snjómokstur viðs-
vegar um landið.
23.00 Frá tónleikum Sinfóniu-
hljómsvcitar Islands í Há-
skólabiói 8. þ.m.: — síðari
hluti Vínartónlistar. „Wien-
erfrauen“ (forleikur).
„Meine Lippen kussen so
heiss“ og „Lied und Czardas“
eftir Franz Lehár, „Leichtes
Blut“, polki eftir Johann
Strauss, „Du sollst der Kais-
er meiner Seele sein“ eftir
Robert Stolz og „Heut’ spielt
der Ziehrer“ eftir Carl Ziehr-
er. Stjórnandi: Páll P. Páls-
son. Einsöngvari: Birgit
Pitsch-Sarata
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.