Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 13

Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981 13 CIA-mað- ur fær 18 ára f ang- elsisdóm Baltimore, 8. jan. AP. DAVID H. Barnett, fyrrverandi starfsmaður CIA, var í dag dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir að selja Rússum rikisleyndarmál fyrir 92.600 dollara. Ilámarks- refsing fyrir njósnir er ævilangt fangelsi. Barnett játaði sig sekan af einni sakargift 19. janúar samkvæmt samkomulagi við stjórnvöld í Washington. Stjórnvöld sam- þykktu að mæla ekki með dómi, en gáfu yfirlýsingu þar sem skýrt var frá glæpi Barnetts í einstökum atriðum. George Matava, lögfræðingur dómsmálaráðuneytisins, sagði að Barnett hefði hætt störfum hjá CIA 1970 í von um að komast yfir meiri peninga, en hefði mistekizt í kaupsýslustörfum í Indónesíu. Þegar skuldir hans hefðu verið komnar yfir 100.000 dollara hefði hann snúið sér til KGB 1976 í von um að selja ríkisleyndarmál. Næstu þrjú og hálft ár reyndist Barnett lélegur njósnari að sögn Matava: Hann laug að KGB, óhlýðnaðist skipunum, gat ekki leyst af hendi verkefni, sem hon- um voru falin, og féll í gildru FBI. Barnett sagði þó frá nöfnum 30 útsendara CIA, nokkrum erlend- um samstarfsmönnum CIA og veitti upplýsingar um leyniaðgerð- ina HaBrink. Matava sagði að með Ha-Brink hefði verið aflað handbóka og hluta úr nær öllum vopnum, sem Rússar hefðu útvegað ónefndu ríki, sem mun vera Indónesía. Verzlun til sölu á mjög góöum stað í miðbænum. Uppl. hjá Eignamiölun, Þingholtsstræti 3, sími 27711. Hobbvmát Rafmagnsverkstæði - Tómstundaáhugamenn Útvegum með stuttum fyrirfara alvöru rennibekki í smækkaðri útgáfu. Tíl sýnis á staðnum. XCOhf. INN- OG OTFLUTNINGUR Vesturgötu 53, sími 27979. Útsala Útsalan byrjar kl. 1 mánudag. Mikil verölækkun. Elízubúóin Skipholti 5. 'faítéTgnasalá KÓPAVOGS HAMRAB0RG 5 GuðmundurÞórðarson hdl. Guðmundur Jonsson lögfr. Sími 42066, 45066. Einbýlishús — Seljahverfi Til sölu ca. 330 ferm. fokhelt einbýlishús á tveimur næðum m/bílskúr á góðum staö í Seljahverfi. Húsið er til afhendingar í fokheldu ástandi í dag meö járni á þaki. Skiptamöguleikar. Verð 700—750 þús. Holtsbúö — Garðabær — Raðhús 2x85 ferm. nánast fullgert raöhús með innbyggðum bílskúr. Lóð fullfrágengin. Verð 800 þús. Kaupendur Höfum kaupendur aö 2ja—3ja herb. íbúöum í fjölbýlishúsum í Kópavogi. Höfum kaupanda að 3ja—4ra herb. íbúð í Hafnarfirði. Höfum kaupanda að 200—300 ferm. skrifstofuhúsnæöl í Múlahverfi. Höfum kaupendur að iðnaðarhúsnæöi viö Skemmuveg eða Smiðjuveg. Höfum kaupanda aö sérhæö m/bílskúr í Kópavogi strax. Opið í dag sunnudag 1—3. Opið virka daga 1—7. LÚXÚSÍBÚÐIR í LYFTUHÚSI Eigum til sölu eftirtaldar íbúöir í smíöum í 7 hsaöa fjölbýlishúsi viö Eiösgranda: • 3ja herbergja íbúö 109 m2 • 4ra herbergja íbúðir í risi 98 m2 • 4ra—5 herbergja íbúöir 151 m2 • 6 herbergja íbúö 199 m2 Hér er um aö ræða sérkennilegt útlit og íbúðaform, hannaö af arkitektunum Ormari Þór Guömundssyni (FAÍ) og Örnólfi Hall (FAÍ). Stórar svalir fylgja íbúðunum og glæsilegt útsýni er til margra átta. íbúðirnar eru seldar tilbúnar undir tréverk meö allri sameign og lóð fullfrágenginni. Bílastæði verða malbikuð. Áhersla er lögö á vandaöan frágang. Kaupendur eiga kost á hlutdeild í sameiginlegu bílahúsl. Þeir sem eiga pantaöar íbúöir hafi samband viö skrifstofuna sem allra fyrst. Opið í dag kl. 2—5 e.h. og á venjulegum skrifstofutíma. Óskar & Bragi s.f. byggingafélag Hjálmholt 5, Reykjavík. S: 85022.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.