Morgunblaðið - 11.01.1981, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.01.1981, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981 Jiang Qing afklæddi sig við yfir- heyrslur - segir í tímariti i Hong Kong Donx Kong. 9. jan. — AP. JIANG Qing, ekkja Maos for- manns, afklæddi sig við yfir- heyrsiur áður en réttarhöldin yfir henni hófust. Stóð hún eftir nakin og allir karlmenn sem viðstaddir voru yfirgáfu herberg- ið, að því er segir í grein í andkommúnisku tímariti, Zhang Ming, sem gefið er út i Hong Kong. í blaðinu segir enn fremur að Jiang hafi neitað að fara í föt sín á ný fyrr en skrúfað hefði verið fyrir hitann í húsinu. Eitt sinn mun hún hafa lokað sig inni á salerni i 15 mínútur og orsakað með því uppátæki mikla ringulreið meðal varðanna. Þá segir í blaðinu að Jiang Qing sé mjög hreykin af frammistöðu sinni í réttarhöldunum. Eitt sinn spurði hún konurnar sem gæta hennar hvort þær hefðu horft á réttarhöldin í sjónvarpinu þennan tiltekna dag. „Virtist ég vera innblásin? Hvernig leit ég út? Ég vona að ég hafi virst innblásin," sagði hún. Þegar Jiang var sökuð um að hafa handtekið fólk ólöglega og framkvæmt ólöglegar húsrann- sóknir segir blaðið að hún hafi sagt reiðilega: „Hvað er rangt við það að fangeisa fólk og framkvæma hús- leit? Er ég í fangelsi núna? Var leitað í husi mínu?“ Þetta gerðist 11. jan. 1681 — Brandenburg og Frakk- land mynda varnarbandalag. 1811 — Joakim Murat, konungur í Napoli, snýr baki við Napoleon og gengur í lið með Bandamönnum. 1898 — Esterhazy majór sýknað- ur af ákærum um skjalafais í Dreyfus-málinu. 1919 — Rúmenar innlima Tran- sylvaníu. 1923 — Frakkar og Belgar her- nema Ruhr. 1942 — Japanir hertaka Kuala Lumpur í Malaya. 1943 — Bandaríkjamenn og Bret- ar afsala sér réttindum í Kína. 1945 — Vopnahléi lýst yfir í borg- arastríðinu í Grikklandi. 1946 — Alþýðulýðveldi stofnað í Albaníu. 1962 — 3.000 farast í snjóflóði í þorpi í Andesfjöllum. 1%8 — ísraelsménn og Egyptar semja um fangaskipti. 1970 — Fall Biafra-stjórnar í kjölfar sóknar stjórnarhers Níg- eríu eftir 32 mánaða aðskilnað. 1974 — Henry Kissinger kemur til Kaíró til friðarumleitana. Afmæli. Francesco Parmigianino, ítalskur listmálari (1504—1540) — Alexander Hamilton, bandarískur stjórnmálaleiðtogi (1757—1804) — William James, bandarískur heimspekingur (1842—1910) — Al- an Paton, suður-afrískur rithöf- undur (1903---). Andlát. 1829 Friedrich von Schlegel, skáld — 1928 Thomas Hardy, rithöfundur. Innlent. 1234 d. Oddr Álason (veginn af Órækju). — 1809 Vörur berast til Reykjavíkur með enska kaupskipinu „Clarence" — 1897 Leikfélag Reykjavíkur stofnað — 1949 Fréttir berast um mænuveiki á Akureyri — 1965 d. Thor Thors sendiherra. Orð dagsins. Ég er alltaf fús til að læra, en mér líkar ekki alltaf að mér sé kennt — Sir Winston Churchill (1874-1965). Blessaður Björn minn, það gerir enginn betur en vel Þegar ég settist fyrst á tal við þennan risastóra skeggja, fannst mér hann mjög sleggjukastara- legur. Hann var líka margfaldur Islandsmeistari í sleggjukasti. Ég var sannfærður um að sleggju- kastarar væru menn fullir mannvonsku og hatri útí þennan heim, og skelfdur hafði ég horft á þá í sjónvarpi, belgja sig út, yggla sig í framan og reka upp villimannlegt öskur um leið þeir fíruðu þessu manndrápstæki sínu eitthvað útí bláinn. Ég er alltaf mjög hissa þegar áhorfendur koma óslasaðir úr sleggjukeppni. Ekki hafði ég þó talað lengi við risann og séð hann hlæja með öllu andlitinu — eins og góðir afar hlæja við barnabörnum sínum — þegar mér fannst hann hreint ekki sleggjukastara- legur, og svo hvarf ég alveg frá þeirri hugmynd að sleggjukastarar væru vondir menn. Skeggrisinn reyndist sjöbarna faðir, velkvæntur og sagðist vera bjartsýnn maður. Samt leist honum ekki á blikuna þegar hann kom í lögfræðideildina: — bau fræði, segir hann, fara létt með að gera bjartsýnustu menn að bölsýnismönnum; efasemda- mönnum ef ekki annað. Þórður B. Sigurðsson heitir hann þessi maður og það er hann sem leikur Björn á Leirum i löngu myndinni sem við sáum í sjónvarpi um jólin. Svo er hann líka forstjóri fyrir Reiknistofu bankanna. Kvikmyndaleikarinn — En hvað er gamall og feitur sleggjukastari og núorðinn for- stjóri, að gera á kvikmynd? — Það segi ég með þér. En einhvern daginn fyrir einu og hálfu ári, eða svo, fékk ég þau skilaboð, að ég skyldi hafa sam- band símleiðis við Guðnýju Hall- dórsdóttur hjá Paradísarheimt — eins og stóð í skilaboðunum. Ég þekkti ekki þá konu og vissi þaðan af siður, hún væri dóttir Halldórs Laxness, en þann mann dái ég öðrum skáldum fremur. Ég hringdi samt í þessa konu, hélt hana vantaði skeggjaða stat- ista — en svo kalla leikarar það fólk á kvikmynd, sem haft er til uppfyllingar, eins og málverk á vegg og þvíumlíkt. En það var nú eitthvað annað uppá teningnum. Konan Guðný sagðist einhvern tímann hafa séð þessum sleggju- kastara bregða fyrir, og sem hún lifandi væri, hefði þá sér sýnst sem þar færi sjálfur Björn á Leirum. Ég var auðvitað mjög fús að verða Björn á Leirum, svo sem eins og eitt sumar, og fór í prufu. Svo vissi ég nú reyndar aldrei hvernig á því stóð, nema ég varð fyrir valinu, og þakka það mest Helga Skúlasyni: Það var óneitan- lega mjög gaman að standa í þessu og kynnast svo ágætu fólki. Mér finnst svolítill viðvanings- bragur á mér í Paradísarheimt, sumsstaðar kom ég ekki textanum nógu vel til skila. En það gerir enginn betur en hann getur. — Blessaður Björn minn, það gerir enginn betur en vel, sagði Steinar bóndi, að vísu í annarri meiningu, en þetta er svo góð setning. Það hefur verið uppúr 1960 sem ég fékk nasasjón af kvikmynda- gerð. Þá sást ég í tvær mínútur í ítalskri landkynningarmynd, og lék pabba sem hellir mjólk í glas við morgunverðarborð. Mikið and- skoti fannst mér það oft sem ég þurfti að hella þeirri mjólk í glasið, áður en þessir ítölsku menn voru sáttir við handbragðið. Svo ég vissi svo sem að hverju ég gekk, þegar ég tók það að mér að verða Björn á Leirum í kvikmynd. Föðursystir mín, Regína heitin Þórðardóttir leikkona, sem mér þótti afar vænt um, reyndi eitt sinn að plata mig uppá leiksvið, og þegar ég varð Björn á Leirum eitt sumar, fannst mér sem ég væri að greiða þessari ágætu frænku minni gamla skuld, því hún var mér ógleymanleg í mörgum Lax- ness-hlutverkum, eins og kerlingu Árna Magnússonar og ömmunni í kvikmyndinni um Brekkukotsann- ál, sem hún reyndar lék með dauðann í sjónmáli. Bók á mynd og horn- firsk gestrisni Jú, sumum finnst myndin helsti langdregin, en ég vil aftur á móti minna á, að þessari mynd var ætlað að vera myndgerð af bók. Þetta er semsé ekki kvikmynd í venjulegum skilningi, óg sem slík held ég að myndin sé óvenju vel lukkuð. í það minnsta hafði ég gaman af þessum þáttum og landslagsmyndirnar fundust mér sérílagi fallegar. Það var maður sem kunni sitt fag, Frankí Baunscher, myndatökumaður, og allir þeir menn sem gerðu þessa mynd, voru andskoti góðir lista- menn. Frankí notaði íslenska landslagið sem punt á myndina, því þýskir menn eru miklir lands- lagsunnendur. Og fyrir þá var myndin fyrst og fremst gerð. — Og hvernig gekk það svo fyrir sig að endursegja bók á mynd? — Það gekk mjög prýðilega fyrir sig. Þetta var allt mikið ágætis fólk sem stóð að myndinni og krakkarnir stóðu sig eins og hetjur. Til að mynda klikkaði hún Fríða mín aldrei á texta. Ég átti sem betur fer inni sumarfrí frá árinu áður, og gat með góðri samvisku eytt sumrinu í þetta kvikmyndastúss. Það er ótrúlega mikil vinna í einni kvikmynd. Fyrst fylgdist ég með myndgerðinni hér í Reykja- vík, síðan á Hvolsvelli, og loks austur á Hornafirði. Oft fannst manni sem heilu og hálfu dagsverkin væru unnin fyrir lítið. Til dæmis fór langur tími í að mynda hóp ríðandi manna uppí gilinu við Tröllafoss, og það eina sem sést af því dagsverki í endan- legri gerð myndarinnar, er Krapi standandi nokkrar sekúndur á gjárbarminum. Svona var um fleira. Það var eftirminnilegt að koma austur i Hornafjörð, og það er hornfirskum hestamönnum öðrum fremur að þakka, hversu hestasen- ur eru vel heppnaðar. En ég var ógurlega sár við þá í fyrstunni, því það þorði enginn þeirra að setja undir mig hest. Gunnar Eyjólfs- son hafði auðvitað verið svo fyrir- hyggjusamur að verða sér útum mikinn gæðing, en ég fékk ekkert nema 3 vetra fola ótaminn. Það er tekið skýrt fram í sögunni, að Björn á Leirum hafi verið vel ríðandi — svo þarna hefðu orðið vandrææði, ef Magnús bakari á Höfn hefði ekki brugðið við og látið mér eftir gæðinginn sinn, Tandra. Það var hestur sem mun- aði ekki um að bera mig. Einn daginn í regnhraglanda fengum við frí og skruppum við Gunnar Eyjólfsson þá á bæinn Reyðará, þar sem Gunnar þekkti til. Þá voru allir menn á bænum á leið í brúðkaup, okkur var samt tekið fagnandi og boðið til stofu, þar sem var mikið bókasafn og gott. Svo var settur matur í pott og okkur uppálagt að sjóða þegar okkur svengdi: Hún gleymist mér seint gestrisni þeirra Reyðarár- hjóna. Eitt og annað af lifsleiðinni — En Þórður B. Sigurðsson hcfur gert fleira um dagana, en vera Björn á Leirum eitt sumar. — Ég er fæddur 1929, segir hann, í því húsi við Skólavörðustíg í Reykjavík, þar sem Þjóðviljinn hafði síðar meir aðsetur sitt. Foreldrar mínir voru Sigurður Þórðarson, bankastarfsmaði'r og Ólafía Hjaltested. Á öðru ári fór ég í fóstur til Björns Vigfússonar og konu hans, Önnu, og ólst síðan upp hjá þeim ágætu hjónum. Ég hef alla tíð átt heima í Reykjavík, í uppvextinum einna lengst í Skerjafirði. Það er í lok kreppu, sem ég fer að muna almennilega eftir mér. Undir niðri bjó um sig öfund meðal nágranna okkar, að fóstri skyldi vera í fastri vinnu sem lögregluþjónn, og fór ekki hjá því, að við fyndum stundum fyrir því, krakkarnir. Ríkidæmið var þó ekki meira en það, að við átum þorsk fimm daga vikunnar — ekki ýsu, hún var 5 aurum dýrari pundið. Þessir tímar festust manni í minni og alla tíð síðan hefur mér skilist hvílíkt böl at- vinnuleysið er. Ég átti áfallalausa æsku með góðu fólki, og minnist annars einskis nema ánægjulegra stunda. Svo kláraði ég Verslunarskólann 1949. Og það er með mig eins og fleiri, ég gleymi seint Vilhjálmi Þ. Gíslasyni. Við lékum það síknt og heilagt, strákarnir, að leggja spurningar fyrir kallinn í tímum, og ævinlega gleymdi hann sér í Svarinu, áttaði sig kannski í miðri kennslustund, að ekkert var farið að athuga námsefnið. Við þótt- umst góðir að leika svona á kallinn, en í rauninni var þetta sú besta menntun sem við gátum fengið; að fá að ræða við svo fjölmenntaðan mann um eiginlega allt sem tungum tjáði að nefna. Það voru fleiri góðir kallar í Verslunarskólanum í þennan tíma og það gat ekki farið hjá því, maður öðlaðist ást á móðurmál- inu, þegar þeir bræður Ingi og Vilhjálmur kenndu manni ís- lensku. Og þá kannski ekki síður hjá dr. Jóni Gíslasyni. Hann var aldrei ánægður með þýðingu, nema hún væri á réttri og um leið fallegri íslensku. Jón kenndi okkur þýsku, frönsku, ensku og latínu, og líka bókmenntasögu og griska goðafræði. Ég var í góðum félagsskap í Verslunarskólanum. Við vorum fimmti árgangurinn sem útskrif- aðist og meðal samstúdenta minna eru kunnastir Eyjólfur Konráð og Már Elísson. Svo fór ég í lögfræðideildina, en þótti það, eins og ég hef sagt þér, alveg sérdeilis leiðinlegt fag, og sá aldrei eftir að hafa hætt þar eftir þriðja ár. Þá var ég líka kominn með fjölskyldu. Ég hafði unnið með skólanum í Búnaðarbankanum og þangað fór ég eftir að ég gufaði uppúr lög- fræðinni, og þar var ég lausamað- ur allt til 1959. Aðalbókari hjá Landnámi ríkisins var ég í aldar- fjórðung, frá 1947—1972, Ég rak með öðrum manni raftækjaversl- un niðri í Tryggvagötu í sex ár, eða þangað til við fórum guðs- blessunarlega á hausinn. Þá var ég ritstjóri íþróttablaðsins tvö ár og kenndi stærðfræði í Vogaskóla í fimm ár. Árið 1972 var mér síðan boðið að taka að mér þá einu deild í Búnaðarbankanum, sem ég hafði aldrei unnið í, rafreiknideildina, og þar var ég þangað til ég tók við hér í Reiknistofu bankanna, eftir að Einar heitinn Pálsson fórst í bílslysi árið 1977. Blaðamennska Ég var blaðamaður á Vísi sumarið 1956. Það var síðhausts þetta ár, sem Vilhjálmur Einars- son lenti annar í þrístökkinu á Ólympíuleikunum í Melbourne. Hersteinn fól mér að sjá um það mál þegar Vilhjálmur kæmi heim. Svo kom Vilhjálmur, og var tekið eins og þjóðhöfðingja og haldin veisla í ráðherrabústaðnum. Þar söfnuðust gestir í kringum Vil- hjálm og fengu að heyra af hans eigin vörum hvað á daga hans hafði drifið. Ég stóð þarna álengd- ar og fylgdisi með og heyrði allt. Eftir þriðja sjússinn þakkaði ég fyrir og fór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.