Morgunblaðið - 11.01.1981, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
Pottarím
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
Fiskur
Nýr fiskur er alltaf kærkum-
inn matur ok sérstaklega núna
eftir allan jólamatinn, þegar
litið fer fyrir fiski á diski ...
Svo fiskur skal það vera í dag.
Góða skemmtun?
Fiskpottur
(Handa fjórum)
Hér kemur réttur, sem hefur
flesta þá kosti sem rétt geta
prýtt. Hann er einfaldur i fram-
kvæmd, það er auðvelt að breyta
uppskriftinni á ýmsa vegu, ekki
íþyngja hitaeiningarnar og hann
fer vel í munni og maga. Þetta er
fiskur soðinn í tómatsoði, ásamt
grænmeti. Þið takið þann fisk,
sem ykkur lízt beztur. Það er
ekki úr vegi að heiðra ýsuna og
nota hana í réttinn. Fiskur á
beinunum er alltaf góður. Skerið
því heila ýsu í 6 cm þykkar
sneiðar með beinum og roði. Ef
ykkur sýnist þetta óráð, notið þá
flök. Ekki má gleyma þorskin-
um, sem þó er ekki alltaf hátt
skrifaður hér. Og svo flatfiskur-
inn og furðuskepnur eins og
skötuselur, eða ein eða fleiri
fisktegundir saman eftir smekk.
Fiskurinnn er soðinn í tóm-
atsafa, sem þó er fyrst styrktur
með grænmeti. Af grænmeti er
laukurinn sjálfsagður. Um jólin
skolaði hingað ýmsu góðgæti.
M.a. sá ég fennel, sem ég tel
höfuðgrænmeti og nota hvert
tækifæri til að vekja athygli á
því. Það er enn sem komið er
lítið þekkt hér, og greinilega á
mörkunum að það taki því að
kosta undir það flugfarið. Ég
vona að það breytist, og það
verði innan tíðar jafn algeng
sjón hér og sellerí. Nýtt fennel,
rótarsellerí og blaðsellerí, og svo
paprika, er góð viðbót, að
ógleymdum kartöflum. Ef þið
notið kartöflur, þarf fyrst að
sjóða þær í soðinu. Notið þá
heldur meiri tómatsafa, eða
þynnið hann með vatni, því
kartöflurnar sjúga drjúgt í sig af
vökva.
Það er vel þess virði að búa til
hátíðarútgáfu af þessum rétti.
Þá bætið þið tómatsafann með
víni, t.d. 'ó —1 dl af þurru
hvítvíni eða með um ‘ó dl af
þurru vermút eða þurru sérríi. í
S-Frakklandi er pastis, anís-
líkjör, stundum notað í fiskrétti.
Slíkt er ekki að finna í hverjum
búrskáp hér, en anís er auðvelt
að nálgast. En þið kryddið eins
og ykkur lízt bezt.
1 stuttu máli sagt þá er þetta
fiskur, soðinn í tómatsafa,
ásamt grænmeti. Og nú eldar
hver sem betur getur sína út-
gáfu ...
4 dl tómatsafi
2 laukar
1 fennelhnýði eða 'k blaðsell-
eríhöfuð eða 'k sellerírót
1 væn, græn paprika
'k tsk steytt anísfræ eða
anísduft
1—2 tsk timjan
800 gr beinlaus fiskur eða 1 kg
með beinum í.
1. Þennan rétt er gott að
matreiða í stórri pönnu. Ef þið
hafið ekki slíkt áhald við hönd-
ina, getið þið soðið safann og
grænmetið í potti, hellt þessu á
fat, lagt fiskinn ofan á og bakað
í ofni. Hitið tómatsafann. Skerið
laukinn í þunna báta og annað
grænmeti í væna bita. Hafið þá
ekki of smáa, svo þeir soðni ekki
í mauk. Setjið grænmetið í
heitan safann ásamt kryddinu
og sjóðið allt saman í um 10—15
mín. eða þar til grænmetið er
tekið að mýkjast, en heldur þó
enn vel lagi.
2. Skerið fiskinn í hæfilega
bita, setjið þá í grænmetissoðið
og sjóðið hann í um 15 mín. eða
þar til hann er hlaupinn saman
og soðinn í gegn. Ég stenzt ekki
mátið að minna ykkur á að gæta
þess að sjóða fiskinn ekki of
lengi.
Berið réttinn fram með soðn-
um kartöflum, hrísgrjónum,
spaghetti (pasta) eða aðeins
góðu brauði, til að ekkert af
ljúffengu soðinu fari til spillis.
Tilbrigði: Ef þið viljið bæta
soðið enn frekar, er tilvalið að
sjóða safann fyrst með góðu
fisksoði. Þið notið sama magn af
tómatsafa, og um 2—4 dl af góðu
fisksoði, heimagerðu helzt en
annars úr teningum. Látið þetta
sjóða í opnum potti, svo að það
sjóði niður, þar til um 4 dl eru
eftir. Ef þið bætið soðið með víni
farið þið eins að, notið áfram 4
dl af safanum, bætið víni í og
sjóðið þar til aftur eru um 4 dl
eftir í pottinum.
Oft er grænmeti í svona rétti
látið fyrst malla í ólífuolíu eða
annarri feiti, og soði eða safa
síðan bætt í. Þetta er geysi gott,
en e.t.v. er þó ekki úr vegi að
nota stöku sinnum enga feiti í
mat.
Ekki má gleyma þeim göfugu
skepnum skeldýrunum. Humar,
rækjur og hörpudiskur eru geysi
góð viðbót. Rækur fást aðeins
soðnar, svo að þið bætið þeim út
í um leið og þið berið réttinn
fram. Annars soðna þær um of.
Eins og þið sjáið er það ekki
ofsagt að þessi uppskrift bjóði
upp á ýmsa möguleika. Þegar þið
lesið uppskriftir, sem ykkur lízt
e.t.v. ekki alls kostar á, skuluð
þið í fyrstu athuga hvort þið
getið ekki breytt þeim eitthvað
svo þær falli betur í ykkar
smekk, eða henti ykkur betur.
Það er ekki alltaf auðvelt að
finna uppskrift sem er rétt eins
og skrifuð handa okkur. Lesið
því fremur uppskriftir sem áb-
endingar en endanlega útgáfu
réttarins.
Hið opinbera og
kjúklingarnir
Hið opinbera, furðuskepnan
sú, hefur nú andað út úr sér
bálki um kjúklingasölu. Til að
vernda heilsu landsmanna hefur
verið ákveðið að aðeins megi
selja frysta kjúklinga. Þetta er
gert til að koma í veg fyrir að
smitandi magakveisa berist með
þeim. Við getum vissulega verið
þakklát fyrir þessa föðurlegu
umhyggju fyrir heilsu okkar. En
fyrir þá sem eru í matarþönkum
eru þetta dapurleg tíðindi. Það
jafnast nefnilega ekkert á við
ófrosinn mat, hvað sem um er að
ræða. Það er óskandi að fólk láti
í sér heyra í búðunum, svo um
muni. Og fuglabændur ættu að
sjá sér hag í að kvarta duglega
við rétt yfirvöld. Það hlýtur að
vera þeirra metnaðarmál að
selja sem bezta vöru. Þarna eru
yfirvöld beinlínis að hindra þá í
þeim ásetningi sínum. Og þetta
með smithættu er ekki ótvírætt.
Sýklafróðir eru alls ekki allir á
því að frystingin geri tilskilið
gagn.
Ekki veit ég hvaðan hin vísu
yfirvöld hafa fengið þessa hug-
mynd sína. Ég vona bara að þau
séu ekki farin að lesa reglugerð-
ir Efnahagsbandalagsins um
mat og matvæli, og ætli að setja
einhverjar líkar hér. Innan-
hússmenn bandalagsins eru
nefnilega býsna frjóir og fram-
kvæmdasamir reglugerðasmiðir.
M.a. hef ég séð háværar kvart-
anir undan þeim í dönskum
blöðum. Frá miðju ári á að
banna að selja heila, þ.g.
óhreinsaða fugla, í bandalags-
löndunum. Þetta þýðir að þeir
verða fremur seldir frosnir. Það
lítur svo sannarlega illa út fyrir
þeim sem er annt um mat sinn.
En hafið þið nokkurn tíma
vigtað frosið kjöt fyrir og eftir
þiðnun? Það léttist töluvert.
Okkur þætti víst dýrt vatnið ef
vatnsveitan seldi sitt vatn á
sama verði og það sem flýtur
burt þegar kjöt þiðnar. Og með
vatninu flýtur bragðmikill kjöt-
safi.
Ef íslenzk heilbrigðisyfirvöld
fletta upp í grænmetiskaflanum
í reglugerðum Efnahagsbanda-
lagsins finna þau vafalaust
krassandi lesefni, sem hlýtur að i
kitla viðkvæmar taugar þeirra
reglugerðaglöðu. Evrópskir lags-
menn skikka t.d. gúrkur til að
hafa ákveðinn þokka til að bera,
svo þær megi flokkast sem
beztar. Og merkilegt nokk er
ekki farið eftir bragði, heldur er
það útlit og lögun sem skiptir
máli. Þetta er yfirborðsmennska
í raun. En við vonum í lengstu
lög að hérlendir valdsmenn séu
enn svo jarðbundnir að átta sig
á hvað snýr upp og hvað snýr
niður í ræktunar- og matarmál-
Og vel á minnzt. Það hafa
farið fram fjörugar umræður
um kartöflur undanfarið. Ég hef
litla skoðun á þeim tæknilegu
atriðum, sem þar hafa verið
rædd. Ég tek þó heils hugar
undir með þeim ágæta manni,
sem vildi að það væru seldar
óflokkaðar sumarkartöflur með
þunnu hýði um uppskerutímann.
Það þarf varla að taka fram, að
kaupmenn geta valið hvort þeir
hafa slíkar kartöflur á boðstól-
um, því alltaf eiga einnig að fást
kartöflupokar.
ALLT FYRIR BÚTASAUM 1 Hraunbæ 102 B —
OG NÁMSKEIÐ W #WmmwTm Sími 75707
MIKIÐ ÚRVAL AF 100% BÓMULLAREFNUM TIL FATNAÐAR OG BÚTA-
SAUMS — ALLT FYRIR HNÝTINGAR OG NÁMSKEIÐ
Bútasaums-pakkningar, td.
rúmteppi, barnateppi, púöar,
dýr og ýmsir smáhlutir.
A
„Quilt“-tvinni.
Vatt í teppi.
Tætingur í púöa.
Skapalón, sniö ofl.
„Patchwork“-bækur væntanlegar í úrvali.
Hnýtigarn í tonnatali og
5 grófleikum.
Kúlur úr tré og plasti.
Hringir úr bambus, tré, járni
og plasti.
Upphengi úr tré og pl.
Hnýtingablöð, um 40 teg.
Skermagrindur ofl.
Landsins mesta úrval af hnýtinga og bútasaumsvörum.
Flytjum eingöngu inn viðurkennd efni.
Vegna mikillar aðsóknar, stendur til að bæta við eftirmiðdags-
og morgunnámskeiðum.
SENDUM í PÓSTKRÖFU 0P,Ð 10—12.30 og 14—18.
Verið velkomin. Sjón er sögu ríkari.
Bókband
10 vikna námskeiö í bókbandi hefst laugardag-
inn 17. janúar í Hamraborg 1. Innritun og
upplýsingar á Félagsmálastofnuninni, Álfhóls-
vegi 32, sími 41570.
Tómstundaráö
Sigurður S. Wiium
tilkynnir:
Skrifstofan er flutt úr Sigtúni 7 R. að Skúlagötu 63,
Rvík (Fossberg), 3. hæð.
Jafnframt tilkynnist að Guðfinnur Magnússon
hefur opnaö bókhaldsskrifstofu á sama staö.
Athugið nýtt símanúmer: 22870.
Skrifstofan er opin á venjulegum skrifstofutíma.
Hægt að panta viðtalstíma í síma utan venjul.
starfstíma og um helgar.
Guöfinnur Magnússon, bókhaldsstofa,
Siguröur S. Wiium, Skúlagötu 63 R.,
sími 22870.