Morgunblaðið - 11.01.1981, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
VEÐURSPÁ árið 2000. í flestum heimshlutum
má búast við meiri hlýindum og meiri úrkomu.
Meðalhiti verður um einni gráðu á Celcius
hærri en í dag. Á 21. öldinni er útlit fyrir, að
enn hlýni í veðri, og árið 2050 má jafnvel búast
við að hlýrra verði í veðri en síðastliðin 18000
ár. Þessi veðurspá er byggð á tölvuúrvinnslu á
veðurfarsupplýsingum, og líklega hugsa sól-
dýrkendur gott til glóðarinnar. En aukin
hlýindi gætu þó haft alvarleg áhrif á matvæl-
aframleiðslu, viðskipti og jafnvel heimsfrið-
inn, svo að eitthvað sé tínt til.
Veðurfarsfræðingar eru ekki
bangnir þessa dagana, eru ótrauð-
ir farnir að spá fyrir um veðurfar
á næstu öld, þótt enn ríki sú
skoðun, að ekki beri að taka spár
mánuð fram í tímann of hátíðleg-
ar. Veðurfarsfræðingarnir segja,
að gjörðir mannsins á síðustu
öldum muni hafa gífurleg áhrif á
veðurfar á næstu öld.
Þeir segja, að við upphaf iðn-
byltingar fyrir tveimur öldum
hafi ósköpin byrjað, en þá tók
maðurinn til við að brenna kol og
annað eldsneyti til orkufram-
leiðslu. Þá byrjaði þróun, sem ekki
er hægt að stöðva eða snúa við, að
sögn sérfræðinganna.
Hér er átt við framleiðslu
koltvíildis, sem er lofttegund, sem
myndast við bruna kola, olíu o.þ.h.
Framleiðsla þess hefur aukist
stöðugt frá upphafi iðnbyltingar-
innar, og athuganir síðustu ára-
tugina hafa sýnt fram á aukningu
koltvíildisbirgða í andrúmsloftinu.
Sjórinn „gleypir" í sig mikinn
hluta framleiðslunnar og einnig
gróður jarðar, en talið er, að hið
aukna magn koltvíildis í and-
rúmsloftinu megi þó að einhverju
leyti rekja til þess, að maðurinn
hefur stundað skógarhögg af
meira kappi en forsjá síðustu
áratugina.
Koltvíildismagnið í andrúms-
loftinu er kannski ekki svo mikið,
330 hlutar koitvíildis fyrir hverja
milljón hluta lofts, en kerfis-
bundnar rannsóknir benda til
þess, að árið 2020 hafi koltvíild-
ismagnið tvöfaldast. Það kemur til
með að hafa mikil áhrif á veður-
farið, tölvuspár gera ráð fyrir því,
að meðalhitinn hækki víðast hvar
um milli tvær og þrjár gráður á
Celcius. Þeir, sem eru að vaxa úr
grasi í dag, eiga líklega eftir að
upplifa meiri hlýindi en komið
hafa í þúsund ár.
Risaeðlur
Og á miðri næstu öld má búast
við meiri hlýindum á jörðinni en
frá því fyrir síðustu ísöld. Sé
haldið jafnvel enn lengra, verður á
22. öldinni hlýrra en nokkru sinni
í 70 milljónir ára, og gera tölvu-
spárnar ráð fyrir því, að þá verði
veðurfar ekki ólíkt því sem var er
risaeðlur léku lausum hala.
Hlýindin, sem dynja yfir við
aukningu koltvíildis, verða hlut-
fallslega meiri eftir því sem nær
dregur heimskautunum. Það hefur
áhrif á Grænlandsjökul og jökul
suðurskautslandsins, ep ef þeir
bráðnuðu, hækkaði yfirborð sjáv-
ar um eina 60 metra. Yfirborð
sjávar hefur hækkað um rúma 30
sentimetra frá aldamótum. Algjör
bráðnun jöklanna tveggja tæki
líklega margar aldir, en lítil
hækkun yfirborðs sjávar kynni að
hafa alvarlegar afleiðingar og
stofna ýmsum láglendissvæðunum
í stórhættu, t.d. Hollandi.
Hitastigsaukningin verður
óveruleg við miðbauginn, en mest í
námunda við heimskautin, eða
þrisvar til fimm sinnum meiri en
meðalhitastigsaukningin. Breyt-
ingin þarf þó ekki endilega að
verða hin sama á ýmsum svæðum
á sömu breiddargráðum, hugsan-
legt er að sums staðar mynduðust
kuldasvæði vegna hinnar almennu
hitaaukningar um heim allan.
Gróðurbelti
þokast til
Alvarlegustu áhrif hitaaukn-
ingarinnar verða þau, að veður-
farsbeltin þokast nær heimskaut-
unum, en við það verða auðvitað
gífurlegar breytingar á helztu
gróðurbeltum og landbúnaðar-
svæðum jarðarinnar. Þá gera
tölvuspárnar ráð fyrir um 7%
meiri úrkomu um aldamótin en
nú, þar sem hlýtt loft getur haldið
í sér meiri raka en kalt.
V eðurhor f ur á
næstu
öld
Þessi kort ættu aö gefa hugmynd um hitastigs-
breytingar og úrkomuaukningu á hinum ýmsu
svæöum um næstu aldamót.
Líklegt er, að syðstu hlutar
Sahara-eyðimerkurinnar breytist
í gróðurlendi við aukna rigningu,
en að sama skapi má gera ráð
fyrir því, að eyðimerkur heimsins
teygi sig norðar. Við það verður
veruleg röskun á landbúnaði, t.d. í
Miðjarðarhafslöndunum og á
landbúnaðarsvæðum í Sovétríkj-
unum, sem þegar hafa orðið illa
úti í þurrkum.
Lengra sumar
En við aukna úrkomu og aukinn
meðalhita dafnar landbúnaður á
svæðum, þar sem sumur eru stutt.
Við hverja gráðu sem meðalhitinn
eykst, lengist sprettutíminn um
tvær vikur á þessum svæðum.
Þetta gefur ef til vill til kynna, að
uppskerubrestur á ýmsum svæð-
um verði jafnaður upp með auk-
inni framleiðslu á öðrum. Þó er
þetta ekki svona einfalt.
Tvö helztu landbúnaðarríki
heims, Bandaríki Norður-Amer-
íku og Sovétríkin eru bæði á
norðurhveli jarðar og land og
veðurfar er vel til fallið fyrir
landbúnað. Færist veðurfars- og
gróðurbeltin hins vegar norður á
við kemur það misjafnlega niður á
þessum heimsveldum tveimur.
Sovétmenn ættu þá mikið land
til góða í Síberíu, land sem yrði
upplagt til landbúnaðar. En öðru
máli gegnir um Bandaríkin. Jarð-
vegur er ófrjór og lítill fyrir
norðan korn- og hveitibelti Norður
Ameríku. Því hefur verið spáð, að
hækki meðalhiti um eina gráðu á
Celcíus dragist kornuppskera
Bandaríkjanna saman um 11%.
Ekki er loku fyrir það skotið, að
breytingar á veðurfars- og gróður-
beltum eigi eftir að leiða til
vopnaðra átaka. Allavega má bú-
ast við hungursneyð og óstöðug-
leika í efnahagslífi.
Áreiðanleg-
ar spár?
Allar eru þessar vangaveltur
byggðar á því, að hægt verði að
segja til um magn koltvíildis í
andrúmsloftinu. Þær spár eru ekki
áreiðanlegar, þótt vitað sé um
magnið í dag og breytingar á því
síðustu áratugina. Hægt er að vísu
að segja til um hversu miklu
verður brennt af olíu, kolum og
gasi næstu 50 árin, en í framhaldi
af því er hægt að reikna út hvað
mikið koltvíildi myndast.
En óljóst er enn hversu mikið af
koltvíildinu sjórinn og gróðurinn
taka til sín. Og ekki er hægt í raun
og veru að fullyrða það með neinni
vissu, að hitastigið hækki svo
verulega þrátt fyrir aukið koltví-
ildi, því búast má jafnvei við að
vistkerfi jarðarinnar bregðist
þannig við að breytingarnar komi
alls ekki fram. Allavega er í
tölvuspánum gert ráð fyrir því að
aðeins þáttur koltvíildisins breyt-
ist, en að aðrir þættir er skipta
máli verði óbreyttir.
Til dæmis er bent á, að meðal-
hiti hafi hækkað um sex gráður á
Celcius frá lokum síðustu ísaldar
Vetrarvertíðin af
stað í Þorlákshöfn
t»url«k'hofn. g. jan.
NÚ ER vetrarvertíð að fara af
stað hér í Þorlákshöfn. Sex
hátar eru þegar byrjaðir með
net og fjórir með línu. Aðrir
eru að undirhúa sig fyrir vetr-
arvertíðina og í lok þessa mán-
aðar munu allir bátar verða
komnir af stað. Talið er að
bátafjöldi í vetur verði svipað-
ur og í fyrra eða þetta 20—25
bátar, en tala þeirra liggur
ekki endanlega fyrir ennþá.
Afli hefur verið lítill hjá
bátunum, sem byrjaðir eru,
enda hefur verið ótíð til sjós og
lands. Togararnir öfluðu vel á
árinu 1980 eftir því sem hér
gerist. Benedikt Thorarensen
hjá Meitlinum gaf mér eftirfar-
andi upplýsingar um aflamagn
togaranna og fleira varðandi
Meitilinn hf.
Afli togaranna árið 1980: Jón
Vídalín 3100 tonn í 26 veiðiferð-
um, Þorlákur 3700 tonn í 32
veiðiferðum. Bæði voru skipin
frá veiðum nokkurn tíma vegna
ýmissa endurbóta. T.d. voru
settir skrúfuhringir á skipin og
aðalvél breytt fyrir svartolíu. A
vertíðinni í fyrra fékk Meitillinn
um 3000 lestir af netafiski,
aðallega af tveimur bátum fé-
lagsins og einum viðskiptabáti.
Heildarbotnfiskmagnið varð því
nálægt 10 þúsund lestir á árinu,
sem er með því mesta, sem
aflast hefur enda togararnir nú
tveir allt árið í fyrsta skipti í
sögu Meitilsins. Til vinnslu fóru
um 9000 tonn hér heima en
skipin seldu erlendis um 600
tonn og seld voru í skiptum um
400 tonn. Um 15 þúsund tonn af
loðnu bárust til vinnslu í verk-
smiðjunni og af síld fengust um
1000 tonn, sem aðallega fóru til
söltunar.
Heildarmagn hráefnis til
vinnslu á árinu 1980 var um 25
þúsund lestir hjá fyrirtækinu.
Togararnir voru frá veiðum um
jól og áramót. Jón Vídalín fór
strax eftir áramót út og er
væntanlegur úr sinni fyrstu
veiðiferð á mánudag. Þorlákur
fór út þann 7. janúar. Engin
vinna hefur verið í frystihúsinu
fyrir konur í kringum hátíðirn-
ar, þar sem svo til eingöngu er
unninn togarafiskur. En á
mánudag er sem sé von á
hráefni í húsið.
Ragnheiður