Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANUAR 1981
19
fyrir 18 þúsund árum. Meir að
segja var að meðaitali um þremur
gráðum hlýrra fyrir 6.000 árum en
nú. Einnig bendir allt til þess, að
hlýindatímabil hafi komið á mið-
öldum, og í kölfar þess svokölluð
„Litla ísöld", sem náði hámarki
seint á 17. öld. Þá hlýnaði jafnt og
þétt þar til um 1940, er enn
kólnaði, en frá því 1960 hefur verið
að hlýna á ný.
Áhrif ryks?
Ekki er að fullu vitað hvaða
hlutverk koltvíildi lék í þessum
breytingum sem er lýst hér næst á
undan. Heldur er ekki vitað um
hlutverk ryks, sem gegnir líklega
meira hlutverki og haft getur
alvarlegri afleiðingar en menn
hafa gert sér grein fyrir.
Sérfræðingar eru meir að segja
ekki á einu máli um hvort rykið
hjálpi til við að hita upp and-
rúmsloftið eða kæla, með því að
endurvarpa hitageislum út í geim-
inn, eða drekka hita í sig. Þá er
deilt um það hvort maðurinn hafi
með athöfnum sínum þyrlað
meira ryki upp í andrúmsloftið en
t.d. eldfjöll.
En fari nú svo, að hitastigið
verði að meðaltali um þremur
gráðum á Celcius hærra árið 2.020
eins og spáð hefur verið, hversu
áreiðanlegar eru tölvuspárnar um
veðurfarslegar afleiðingar þess?
I ljósi upplýsinga um veðurfar
og vistfræðilegar aðstæður á hlý-
indaskeiði fyrir um 6.000 árum,
sem fyrr er getið um, má telja þær
spár tiltölulega áreiðanlegar. Til
að mynda var öllu meiri úrkoma í
svo til allri Evrópu, í Miðaustur-
löndum, Kína, Indlandi og hlutum
Astralíu þegar hlýindaskeiðið í
lok síðustu ísaldar náði hámarki,
þ.e. fyrir 6.000 árum. Minni úr-
koma virðist hafa verið í svo til
allri Norður-Ameríku þá en nú.
En lítið er vitað hvaða ástand
ríkti á víðáttumiklum svæðum
jarðar, þar sem það hefur ekki
verið rannsakað.
Þrátt fyrir þetta allt saman, og
að þrátt fyrir að veðurfarsspár
verði áreiðanlegri og áreiðanlegri
eftir því sem tölvutækninni fleyg-
ir fram, og eftir því sem menn
verða vísari um eðli veðurfars og
breytingar á veðurfari á fyrri
tímum, verður ekki hægt að snúa
þróuninni við. Koltvíildið í and-
rúmsloftinu á eftir að aukast, þar
sem mannskepnan getur ekki hætt
að brenna kolum, olíu og gasi eins
og hendi væri veifað. Og ekki eru
fyrir hendi nógu stór landsvæði til
skógræktar svo að gagn verði af,
en hlutverk skóganna yrði að eyða
koltvíildinu. Og þótt samkomulag
næðist um aðgerðir er miðuðu að
því að magn koltvíildis í and-
rúmsloftinu aukist ekki, eða að
það jafnvel minnki, þá verður
aldrei um það að ræða, að „eðli-
legt“ ástand náist á stuttum tíma.
Þótt hætt væri að dæla koltviildi
út í andrúmsloftið í dag eða á
morgun, liðu líklega þúsund ár,
þangað til hlutfall koltvíildis í
andrúmsloftinu yrði það sama og í
upphafi iðnbyltingarinnar.
(Þýtt og endursagt.)
ISKYNDISALA
í 3 DAGA
FÖT — STAKIR JAKKAR — SKYRTUR —
PEYSUR — BLÚSSUR H EPRAPEILP
— FRAKKAR OG
M. M. FL. __
AUSTURSTRÆTI 14
MÁNUDAG - ÞRIÐJUDAG - MIÐVIKUDAG