Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 20

Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981 ,fiöddin dfram á sínum stað“ — segir Sigríður Ella „Sigríður er hreinn mezzó-sópr- an. sem gæðir hverja hendinKU slikri tónlist og túlkun. að vart er hægt að gera betur. Ótrúlega oft eru Mezzó-raddir ýmist lágir sópr- anar eða háir kontra-altar, en þenar ég hlýddi á þessa ungu konu spunnust hljómarnir i krinsum mig eins og mjúkur. fíngerður vefur hins hreina tóns. Hún var frábær.“ saijði tónli.stargaKnrýn- andi eins Lundúnablaðsins um song Sigriðar EIIu Maunúsdóttur i St. Mary’s-kirkju fyrir jólin en Sigriður var annar tveggja ein- sóniívara er félaxar úr Bach- kórnum fluttu þar Requiem eftir Maurice Durufle. Um þessar mund- ir synKur hún íslenzk sönKlöK á tvennum tónleikum i Norræna hús- inu. Sl. miðvikudaxskvöld söng hún ljóð um ýmislcgt efni fyrir fullu húsi ok við mikinn föKnuð tónleikaKesta. en i dax. sunnudag, eru barnaKælur á efnisskránni. „Það kom í ljós þegar við Ólafur Vignir Albertsson fórum að hyggja að efnisskrám fyrir þessa tónleika, að þegar íslenzku sönglögip eru flokkuð eftir efni ljóðanna þá eru barnagælurnar langflestar. Kannski Islendingar séu svona barngóðir. Margar barnagælurnar eru vöggu- ljóð, svo það er eins víst að samkom- an verði fallin í væran blund áður en ég er hálfnuð með efnisskrána. Hvað fyrri tónleikana áhrærir þá fannst mér með ólíkindum að hægt Sigríður með Vilhjálm (t.v.) og Magnús og Sim- on með Önnu Pollu. (Ljóem. Emilia Björg) væri að setja saman heila tónleika- skrá með íslenzkum sönglögum án þess að þar væri eitt einasta eftir Sigvalda Kaldalóns sem telja má einskonar Schubert íslands. Það var raunar alls ekki ætlunin að útiloka Kaldalóns, síður en svo, en það æxlaðist svona til líklega af því að lögin hans eru svo oft flutt. Við reyndum að stilla svo til að á báðum efnisskránum væri sem mest af lögum, sem heyrðust ekki mjög oft. Mörg undrafalleg lög heyrast alltof sjaldan, einfaldlega af því að fyrir einhverja tilviljun hafa þau ekki náð eyrum fjöldans og eru því ekki á þessum sígilda vinsældalista yfir íslenzk sönglög. Og það hefur mér alltaf þótt miður." Sigríður Ella er búsett í Lundún- um, ásamt manni sínum Simon Vaughan, sem einnig er söngvari, og börnum þeirra þremur, Önnu Pollu, sem er á þriðja ári, og tvíbura- bræðrunum Magnúsi Karli og Vil- hjálmi Pétri, sem urðu ársgamlir 7. nóvember sl., en fjölskyldan er hér í leyfi um þessar mundir. „Þrjú börn á tveimur árum? Gengur heimilislífið þá ekki stund- um glatt fyrir sig?“ * Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður Námskeið í art-þerapíu SLÖKUN, myndræn tjáning og umræður eru viðfangsefni á sérnámskeiðum í art-þerapíu sem Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður gengst fyrir að Freyjugötu lfi, frá 19. janú- ar til 26. febrúar nk. Með tilliti til Alþjóðlegs árs fatlaðra ætlar Sigríður þessi námsskeið fyrst og fremst sér- menntuðu fólki er starfar á stofn- unum fyrir fatlaða. Hvert nám- skeið stendur yfir í einn mánuð, einn dag í viku. Hámarksfjöldi þátttakenda er sjö manns. Þá er eitt námskeið ætlað starfandi fóstrum. Sigríður Björnsdóttir hefur kynnt sér art-þerapíu á mörgum sjúkrahúsum víða um heim auk þess sem hún hefur starfað sem „art-þerapisti“ á Maudesley- geðsjúkrahúsinu í London, barna- sjúkrahúsum og bæklunardeildum í Bretlandi og Danmörku. Þá hefur hún haldið art-þerapíunám- skeið á norrænum og alþjóðlegum þingum fyrir barnalækna og fleiri. Fyrir tveimur árum tók Sigríð- ur þátt í norrænni ráðstefnu sem haldin var í Finnlandi og fjallaði um menningarframlag samfélags- ins til fatlaðra og stjórnaði þar art-þerapíunámskeiði með blönd- uðum hópi fatlaðra og ófatlaðra undir einkunnarorðinu „Samfélag fyrir alla“. Jón G. Tómasson: Kjaradómur og þingfararkaup Úrskurður Kjaradóms um kaup og kjör alþingismanna frá 2. janúar 1981 hefur Ieitt til blaðaskrifa og umræðna og af mörgum verið gróflega rang- túlkaður, sérstaklega varðandi hlutfallshækkanir á launum og um afturvirkni. Framámenn í þjóðfélaginu hafa talað um allt að 64% launahækkun, en aðrir um lægri tölur, eða rúmlega 23%. Sumir — og þá ekki sízt nokkrir alþingismenn — hafa verið stórlega hneykslaðir á því, að „Kjaradómur hafi ákveðið" hækkanir aftur í tímann, jafnvel þótt þeir hafi sjálfir staðið að samþykkt lagaákvæðis um þessa afturvirkni. En hverjar eru staðreyndir málsins? 1. Alþingismenn hafa undanfar- in ár tekið laun samkv. efsta þrepi í lfl. 120 eftir launastiga BHM. 2. Þingfararkaupsnefnd ákvað að hækka laun alþingismanna um 20% frá 1. janúar 1980. Þeirri ákvörðun var ekki breytt, en framkvæmd hennar hins vegar frestað. 3. Með lögum frá Alþingi 2. des. 1980 var Kjaradómi falið að úrskurða um kaup og önnur kjör alþingismanna. Ákvörð- un skyldi taka þegar eftir gildistöku laganna og gilda frá 1. maí 1980. 4. Alþingismenn eiga því „inni“ 20% launahækkun samkv. ákvörðun þingfararkaups- nefndar fyrir tímabilið 1.1,— 30.4. 1980. 5. Hinn 31.12. 1980 ákvað meiri- hluti Kjaradóms að hækka launastiga BHM um 6% frá 1.12. 1980. Undirritaður var ósammála þeirri niðurstöðu og skilaði sératkvæði, en gerir þann dóm ekki frekar að umtalsefni hér. 6. Frá 1.12. 1980 voru því laun alþingismanna (Ifl. 120) Gkr. 1.030.430 á mánuði. Með 20% hækkun þingfararkaups- nefndar Gkr. 1.236.516. Kjara- Jón G. Tómasson. dómur ákvað launin Gkr. 1.200.000. Hækkunin er 16,45% miðað við fyrri töluna, en lækkun nemur 3% frá ákvörðun þingfararkaups- nefndar. 7. Kjaradómur ákvað einnig ýmsan kostnað alþing- ismanna. Samkvæmt úrskurði dómsins lækka greiðslur til um þriðjungs alþingismanna verulega, greiðslur til tæpl. helmings þeirra haldast sem næst óbreyttar frá því sem áður var, en kostnaðartölur tæpl. þriðjungs alþing- ismanna hækka. 8. Niðurstaða þessarar saman- tektar er birt á meðfylgjandi töflu fyrir árið 1981. Þar kemur fram, að heildar- greiðslur til alþingismanna hækka frá 5,06% til 19,24%, ef miðað er við greiðslutölur að frádreginni ákvörðun þing- fararkaupsnefndar um 20% hækkun, en lækka í flestum tilvikum og um allt að 9,72%, ef hækkun þingfararkaups- nefndar er meðtalin (og sem gildir, eins og áður segir, fyrir tímabilið 1.1.-30.4. 1980). Áhrif vegna skattfríðinda af kostnaðargreiðslum eru ekki reiknuð með, en breyting á þeim greiðslum er í heild óhagstæð fyrir alþingismenn. I öllum látunum út af þessu máli hefur aðalatriðið lítt eða ekki verið rætt. Menn hafa einblínt á prósentutölur. Spurn- ingin er að sjálfsögðu, hvort Nýkr. 12.000 á mán. eru hæfileg laun fyrir alþingismenn. Ég tel mig þekkja nógu mikið til starfa alþingismanna og oft á tíðum ómælds vinnutíma þeirra til að mynda mér skoðun um, að þessi greiðsla er ekki ofmetin. Því verður einnig að trúa, að lands- menn geri þá kröfu til hæfni og starfa alþingismanna, að ekki sé annað réttlætanlegt en ákveða laun þeirra há. Um þetta geta menn eflaust haft skiptar skoð- anir, en ósanngjarnt er, að alþingismenn hafa beint eða óbeint orðið fyrir aðkasti vegna úrskurðar Kjaradóms og óskilj- anlegt, að sumir meðal þeirra skuli taka þátt í því að deila á niðurstöðu og tala um að afsala sér kauphækkun, sem er lægri en sú, sem þeir höfðu sjálfir ákveðið. Alþingi fól Kjaradómi að kveða upp úrskurð sinn þegar eftir gildistöku laganna í des- embermánuði sl. Alþingi ákvað sjálft, að úrskurðurinn skyldi gilda frá 1. maí 1980. Því er ekki við kjaradóm að sakast, ef úr- skurðurinn kemur á óheppi- legum tíma vegna almennra efnahagsráðstafana og að hann er afturvirkur. Reykjavík, 9. janúar 1981, Samanburður á kaupi oq kjörum alþingismanna á árinu 1981 fyrir og eftir úrskurö Kjaradóms 2.1. 1981. A * B * Ef ekki er tekiö tillit til ákvöröunar þingfararkaupsnefndar Aó meötalinni 20*k hakkuninni. um 20? launahskkun. A - án 20t hækkunar þingfararkaupsnefndar B - meó 20't hækkun þingfararkaupsnefndar Fyrir Kjaradóm Kjaradómur %-breyting Fyrir Kjaradóm Kjaradómur ',-breyting I. Þingmenn ' Reykjavíkurkjördamis. Þingfararkaup Kostnaöur 123.652 16.320 144.000 7.860 + 16.45 - 57.10 148.382 18.320 144.000 7.860 - 2.96 - 57.10 Samtals 141.972 151.860 + 6.96 166.702 151.860 - 8.91 II. Þingmenn Reyk janesk jördarmi s. Þingfararkaup Kostnaóur 123.652 27.455 144.000 14.760 + 16.45 - 46.24 148.382 27.455 144.000 14.760 - 2.96 - 46.24 Samtals 151.107 158.-760 + 5.06 175.S37 158.760 - 9.72 III. Þingmenn annarra kjördaema. lögheimili utah Reykjavikur. Þingfararkaup Kostnaóur 123.652 55.430 144.000 56.880 + 16.45 + 2.61 148.382 55.430 144.000 56.880 - 2.96 + 2.61 Samtals 179.072 200.880 ♦ 12.17 203.812 200.880 - 1.44 IV. Þingmenn annarra kjördæma, löqheimili í Reykjavík. Þingfararkaup Kostnaöur 123.652 26.945 144.000 35.580 + 16.45 + 32.04 148.382 26.945 144.000 35.580 - 2.96 + 32.04 Samtals 150.597 L.79.S80 + 19.24 175.327 179.580 + 2.42 V. Þingmenn annarra kjördæma, lögheimili í nágrenni Reykjavikur Þingfararkaup Kostnaóur 123.652 36.080 144.000 35.580 + 16.45 - 1.39 148.382 36.080 144.000 35.580 - 2.96 - 1.39 Samtals 159.732 179.580 + 12.42 184.462 179.580 - 2.65

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.