Morgunblaðið - 11.01.1981, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.01.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981 21 „Jú, það er óhætt að segja það. Maður gerir ekki mikið meira en að sinna fjölskyldunni. Ég hélt í fyrstu að ég gæti haldið áfram að syngja eins og ekkert hefði í skorizt, en fljótlega kom í ljós að svo var ekki. Framan af var ég með hálfgert samvizkubit — fannst ég vera að vanrækja sönginn, en svo komst ég að þeirri niðurstöðu' að það væri ekki hægt að sinna hvoru tveggja svo nokkur mynd væri á. Þessi ár, þegar börnin eru svona lítil og þurfa mest á manni að halda, koma ekki aftur, en röddin verður áfram á sínum stað. Fórn? Nei, alls ekki. Ég nýt þess að vera með börnunum og tími alls ekki að fara frá þeim. I haust var ég að heiman í nokkra daga og þótt vel væri um börnin séð á meðan, þá dauðsá ég eftir að hafa farið frá þeim. Ég er líka svo heppin að hafa góða hjálp, svo ég æfi mig daglega og er í þjálfun hjá kennur- um, þannig að ég er alltaf að syngja þótt ég búist ekki við að koma fram opinberlega á næstunni, nema þá mjög sjaldan. Að frátöldum þessum tvennum tónleikum hér heima er ekki annað á döfinni hjá mér en einsöngstónleikar í Wigmore Hall í vor. Þeir tónleikar áttu raunar að fara fram í nóvember, en ég ákvað að fresta þeim til vors vegna anna heima fyrir. Efnisskráin þar? Rich- ard Strauss, Sibelius og íslenzk lög, og hugsanlega einnig Hugo Wolf.“ - Á.R. Skipað í stjórn Vinnueftir- lits ríkisins 1. JANÚAR 1981 gengu í gildi lög nr. 46/1980 um aðbúnað. hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum. Samkvæmt 74. grcin laga þessara hefur félagsmálaráðherra skipað stjórn Vinnueftirlits rikisins til næstu f jögurra ára. Formaður stjórnarinnar er Þorvarður Brynjólfsson læknir og varamaður hans Atli Árnason læknir. Eru þeir skipaðir án til- nefningar. Aðrir stjórnarmenn eru skipaðir samkvæmt tilnefningu samtaka svo sem hér greinir: Alþýðusamband tslands: Guðjón Jónsson, járnsmiður, Karl Steinar Guðnason, form. Verkalýðs- og sjómannafél. Keflavíkur, Guð- mundur J. Guðmundsson, form. Verkamannasambands íslands. Til vara: Bolli B. Thoroddsen, hagræðingarráðunautur, Grétar Þorleifsson, form. Trésmíðafél. Hafnarfjarðar, Guðmundur Þ. Jónsson, form. Iðju, Landssambands iðnverkafólks. Vinnuveitendasamhand tslands: Guðmundur Karlsson, alþingis- maður, Víglundur Þorsteinsson, f ramk væmdastj óri. Til vara: Árni Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri, Sigurður Einarsson, lögfræðingur. Vinnumálasamband samvinnufé- laganna: Júlíus Kr. Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri. Til vara: Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri. Bandalag starfsmanna rikis og bæia: Olafur Jóhannesson, starfsmaður á Veðurstofu íslands. Til vara: Arnþór Sigurðsson, slökkviliðsmaður. Samband islenskra sveitarfélaga: Albert K. Sanders, bæjarstjóri. Til vara: Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri. Þá hefur félagsmálaráðherra, samkvæmt tillögu stjórnarinnar, skipað Eyjólf Sæmundsson for- stjóra Vinnueftirlits ríkisins, en hann gegndi áður embætti örygg- ismálastjóra. Fréttatilkynning frá félaKHmálaráóuneytinu f KAUPMENN- VERSLUNARSTJORAR AVEXTIR IKUKHAR EpN rauð (»innig stór), «pli gra»nt klementínur Marokkó, appelsínur, sítrónur, grape aldin, vínber græn, vínber blá, perur, bananar, kókós- hnetur, Granat epli. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 inCttrt' V' Ut S*1:' _,6"6 «&"0,"»t“"durn’'onOS ___________ «5sr. „e,ð„. öu< s*f#8í66 ££■ .. ,in,,T<652 s-r,r Æsss B.e'0"3'0', „53 O0’u s£sr po“»ssU°'6 S26'a m»6'A6 '666 |09,Bi°'9 J VI’-- „1<662 jjS*'*" oav'6Pé'U'S5°n *s=s fe-S. BuW° iav'° . 0**»'aO»S«^ w(3<q'e' . ,200 íJ'O A, S'rf' „58*® !„st\o<60' e,,öoOs'u p,<,9®T" f,a<eT" „ SSL K<osSU*L>pi u'ues r BO<6*T" ^tsg&íS'Sí’ ’gX’ZX:**" s 60 ,0 „ sio,-6'60 <«"* \je/(U 0$ 18 b\nt»oSVu ,^«uuuu"v £fts>°sí argus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.